Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.03.1996, Síða 9

Bæjarins besta - 06.03.1996, Síða 9
myndar menn Spessi, Sigurþór Hall- björnsson, Ijósmyndari vinnur þessa dagana að undirbúningi á Ijósmynda- sýningu sem ber vinnu- hversdagslífsins, hetjur nútímans. Ég hef svolítió hugsað til Þórbergs og þess sem hann sagði um ís- lenskan aðal. Ég er að mynda karla sem tengjast sjónum og hafa verið á sjó í fjörutíu, fimmtíu ár. Mér finnst það í rauninni afrek heitið Hetjur. Hann hefur fengið aðstöðu í Gamla sjúkrahúsinu og tekur þar Ijósmyndiraf ýmsum kunn- uglegum andlitum úr bæj- arlífinu á ísafirði. Sþessi var inntur eftir því hvert mark- miðið sé með slíkum myndatökum. ,,Ég er að taka myndir af hetjum. Hvað eru hetjur?, hetjur að komast út úr því,” segir Sþessi. Hann segist hafa lagt upp með nokkuð mótaðar hug- myndir um myndefni, en einnig fengið margar á- bendingar. „Ég man eftir mörgum þessara karla, og hef mínar hugmyndir um hverjir séu hetjur, svo fæ ég margar ábendingar og þaðhjálparmikiðtil.” Undir- tektir hafa verið góðar og Spessi segir engan hafa neitað að taka þátt í verk- efninu, sem hann átti þó von á. „Þetta eru nú ekki menn sem vilja vera mikið í sviðsljósinu en ég hringi bara í þá og kynni mig. Þeir muna flestir eftir mér og daginn eftir koma þeir uþþ á sjúkrahús í myndatöku. Þetta er bæði nærandi og skemmtilegt verkefni fyrir sálartetrið, og þeir virðast skynja það líka og hafa gaman af. Þaðervissulega góður meðbyr með verk- efninu.” Spessi hefurútbúiðstúd- íó í Gamla sjúkrahúsinu en hann leitaði eftir því að fá aðstöðu þar. „Mig hefuroft langað til að vinna í húsinu, og sótti einu sinni um að fá að búa þar og hafa þarna aðstöðu. Ég var byrjaður á þessu verkefni í sumar og tók þá myndir úti. Þá stóð ekki til að halda sýningu, en ég ákvað í samráði við Jón Sigurpálsson að halda áfram með verkefnið og setja upp sýninguna. Þá var kominn vetur, myrkur og leiðindaveður svo mig vant- aði inniaðstöðu. Það leiddi hvað af öðru og það virkar rosalega vel að vinna í sjúkrahúsinu. Þaðergaman að koma aftur inn í þessa fallegu byggingu. Karlarnir eru allirvoðalegafínirog ég stilli þeim upp í þessu hráa umhverfi sem er allt í niður- níðslu, en samt skín ele- gansinn út úr húsinu. Húsið býryfirsterkum andaog þó að veggur sé Ijótur er samt elegans yfir þessum Ijóta vegg. Ég er líka að skrá niðurníðsluna á bygging- unni sem vonandi verðuröll löguð til. Þá eigum við skrásett í hvernig ástandi húnvar, þaðerhlutiafsögu hússins. Ég tekmyndirvíða um húsið, og það eru nán- ast engar tvær myndir eins,” segirSþessi, en hann hefur komið uþp nokkurs konar leikmynd í einu her- bergi hússins, þar sem hanga leiktjöld og myndir á veggjum. Hann hefurleitað fanga hjá byggðasafninu með muni og einnig hjá ein- staklingum sem hann segir að hafi tekið Ijúflega í óskir sínar um lán á stólum, borðum og ýmsu öðru. Fyrirsæturnar, sem sumar voru skipstjórartil áratuga, reyndust vera ákaflega þægar þegar kom að myndatökunni. „Þeir gera alveg eins og ég segi, og gera sér alveg grein fyrir því hver ræður,” segir Sþessi glottandi. Sþessi ætlar að opna sýningu á myndum sínum af hetjunum á skírdag, en sýningin verður í Tjöru- húsinu í Neðstakaupstað og verður opin eitthvað fram eftir aprílmánuði. Hann segist vera óráðinn í því hvað verður í fram- haldinu, en jafnvel kemur til greina að setja upp sýningu á myndunum fyrir sunnan. Spessi hefur fjár- magnað verkið sjálfur, sem hann segir vera dýrt. „Það er erfitt að fjármagna þetta sjálfur og ég ætla að leita eftir aðstoð með fjármögn- unina. Á vissan hátt er ég að skrásetja hluta af sögu bæjarins. Það er hægt að halda heilmikið áfram með þetta, og væri gaman að búa til bók með mynd- unum, en það er dýrt og ég get það ekki einn. Þetta er ágætt í bili.” Sþessi hefurfleira á þrjón- unum en að mynda hetjur á ísafirði. í undirbúningi er sýning á Ijósmyndum um arkitektúr og fólk. „Ég tek myndir af fjölskyldum fyrir utan húsin sín úr sex til tíu metra hæð. Ég hef góða yfirsýn yfir umhverfið og sé jafnvel hlutina pínulítið með augum almættisins.” Félagsmióstöóin Djúpió á ísafirói Sextíu krakkar í verkefnasmiðjum Um sextíu unglingar í félags- miðstöðinni Djúpinu á Isafirði vinna þessa dagana í ýmsum verkefnasmiðjum á vegum félagsmiðstöðvarinnar. Krakk- arnir komu á laggirnar tíu mismunandi smiðjum, m.a. skuggabrúðusmiðju, ljóða- smiðju, púðasmiðju og veit- ingasmiðju. Hluti smiðjanna hafði þann tilgang að fegra og bæta félagmiðstöðina, og tók myndlistarsmiðjan t.d. að sér að skreyta einn vegg félags- miðstöðvarinnar. Smiðjuvik- unni lýkur síðan með opnum smiðjudegi á næstunni Jón Björnsson forstöðu- maður Djúpsins sagði í sam- tali við blaðið að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar hefði verið mjög öflug í vetur, krakkarnir hefðu stöðugt verið með verkefni í gangi og að- sóknin verið góð. „Eitt af okkar fyrstu verkefnum í vetur var hópum sem mynduðust oft á meðal unglinga sem ekki fá nægilegt aðhald að heiman. Við lögðum mikla áherslu á að Krakkarnir ímyndlistarsmiðjunni munda pensiana af mikilli inniifun við veggjaskreytingarnar. að berjast á móti sjálfuppeldis- fækka hópunum og í dag er ekki til neinn slíkur hópur lengur. Hliðarklíkurnar eru í raun horfnar,” sagði Jón. Eyjóifur Bjarnason sker væna sneið af brauðtertunni fyrir Stefán Brynjóifsson byggingarfulltrúa í kveðjuhófi sem Eyjóifi var haidið af samstarfsmönnum hans á bæjarskrifstofunum á ísafirði. Starfsmenn ísafjaróarkaupstaóar Eyjólfur kvaddur Eyjólfur Bjarnason lét um mánaðamótin af starfi sínu sem forstöðumaður tæknideildar Isaíjarðarkaupstaðar. Hann hefur um ellefu ára skeið starfað hjá ísatjarðarkaupstað en heldur nú til starfa hjá Samtökum byggingariðnaðarins. Að loknum síðasta vinnudegi Eyjólfs, sem var 29. febrúar sl. héldu samstarfsmenn hans honum veglegt kveðjuhóf á kaffístofunni á Bæjarskrifstofunum. Ármann Jóhannesson var ráðinn nýr forstöðumaður tæknideildarinnar og kom hann til starfa í febrúarmánuði. MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1996 9

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.