Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.03.1996, Side 12

Bæjarins besta - 06.03.1996, Side 12
Smíöasvuntur! Magnaó úrval Frábært verð <^íH% Simi: 456 5188 Opiðí hádeginu <^\% Sími: 456 5188 ísafjörður Sútaö stein- bítsroð, trjá- börkurog fjörugrjót Skartgripirsem Dýr- finna Torfadóttir, gull- smiður á ísafirði smíð- aði, hlutu önnur verð- laun í keppni um tísku- skartgripi ársins 1996 á sýningu sem haldin var á Hótel Islandi síðast- liðinn sunnudag. Yfir- skrift sýningarinnar var Endurvinnum jörðina og sagðist Dýrfinna hafa sótt hugmynd sína að efnisvali til hennar, en í skartgripunum er sútað steinbítsroð, trjábörkur og fjörugrjót í listilegu samspili við silfur. Gripirnir voru smíðaðir sérstaklega fyrir sýn- inguna, og sagði Dýr- finna að fyrirvarinn hefði verið óvenju stuttur, en hún vissi fyrst af fyrir- hugaðri sýningu um miðja síðustu viku. „Þetta er búin að vera mikil nætur- vinna en ég lauk smíðinni klukkan fimm á laugar- dagsmorgun,” sagði Dýrfinna. Hún sagðist lítið hafa velt fyrir sér hvaða gildi verðlaunin hefðu, en auðvitað virki þau hvetj- andi og sýni að gullsmiðir á landsbyggðinni standi kollegum sínum á höfuðborgarsvæðinu síst að baki. Aða/fundur útgerðarfélagsins Ósvarar hf., í Bo/ungarvfk Bert ráð fyrir hagn- aði ó öðru starfsári Á aðalfundi útgerðarfélags- ins Osvarar hf., í Bolungarvík sem haldinn var á fimmtudag í síðustu viku, var ákveðið að breyta nafni fyrirtækisins í Bakki Bolungarvík hf. Á aðal- fundinum sem var haldinn vegna reikningsársins 1. sept- ember 1994 til 31. ágúst 1995, kom fram að 38,6 milljóna króna tap varð á rekstrinum eftir afskriftir en niðurstaðan var jákvæð um 73 milljónir fyrir afskriftir. Heildarvelta fyrirtæksins var 441,3 millj- ónir, heildareignir voru 1.532 milljónir og heildarskuldir 1.449 milljónir. Samkvæmt rekstraráætlun- um sem kynntar voru á aðal- fundinum verður reksturinn í ár í jámum vegna kostnaðar- samra viðgerða, en gert er ráð fyrir hagnaði á næsta ári. Á fundinum var einnig samþykkt að auka hlutafé fyrirtækisins um 140 milljónir króna, úr3IO milljónum í 450 milljónir og mun aukningin að mestu vera seld. Tvö fyrirtæki hafa nýlega keypt stóra hluti í fyrirtækinu, Kristján Guðmundsson hf., á Rifi, sem keypt hefur 25 milljóna króna hlut og Sund ehf., sem nýlega keypti 30 milljóna króna hlut. Bakki hf., í Hnífsdal er stærsti hluthafinn í Bakka Bolungarvík hf., með 160 milljóna króna eignarhlut. Þá kemur Sund ehf., með 30 milljónir, Burðarás hf., og Kristján Guðmundsson hf., með 25 milljónir, Gná hf., og Tryggingamiðstöðin hf., með 20 milljónir og Kaldá hf., á 10 milljóna króna hlut í fyrir- tækinu. Aðrir hluthafar eiga 20 milljónir. Talsverðar breyting- ar urðu á stjórn Bakka Bolung- arvík hf., í samræmi við breyt- ingar sem orðið hafa á hluta- fjáreign. Stjórn fyrirtækisins skipa nú þeir Svanbjöm Thor- oddsen framkvæmdastjóri VSO-rekstrarráðgjafar hf., Aðalbjörn Jóakinrsson fram- kvæmdastjóri Bakka hf., Agnar Ebenezerson framleiðslustjóri Bakka hf., Jón Kristjánsson framkvæmdastjóri Sunda ehf., og Guðmundur Kristjánsson framkvæmdastjóri Kristjáns Guðmundssonar hf. Heildarkvóti fyrirtækisins samsvarar 5.083 þorskígildis- tonnum. Nafni útgerðarféiags- ísafjörður 42ferm- ast í maí Tvær fermingar verða í Isafjarðarkirkju á komandi vori þar sem fermd verða 42 börn. Fyrri fermingin fer fram 19. maí en þá verða 15 börn fermd. I síðari fermingunni sem fram fer 26. maí verða fermingar- börnin 27 að tölu. Þá verður ein ferming í Hnífsdal, 26. maí, þar sem fermd verða fjögur börn. Auk þessa munu tvö börn verða fermd frá Súðavíkurkirkju og fer athöfnin fram 27. maí. Flateyri Gjöffrá Grænlend- ingum Jónathan Motzfeld fulltrúi á grænlenska þinginu afhenti á hlaupársdag Samhug í verki 3,5 milljóna króna gjöf Græn- lendinga vegna snjóflóðanna á Flateyri í október sl. Við athöfn sem efnt var til vegna þessa kom Jónathan á framfæri þeirri ósk gefenda að féð yrði með einhverjum hætti notað í þágu bama á Flateyri. Féð var safnað á meðal almenn- ings og er söfnunni nýlokið. Fulltrúi Flateyringa við afhend- ingu gjafarinnar var Ægir Hafberg sparisjóðsstjóri. ísafjörður Jön Pöll hættur Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihús- sins Norðurtanga hf., á ísafirði til 27 ára lét af störfum um mánaðarmótin. Jón Páll sem hefur starfað við útgerð og fiskvinnslu um 48 ára skeið ti lkynnti starfsfólki Norðurtangans um ákvörðun sína á föstudag. Við starfi Jóns Páls sem framkvæmdastjóra tók Eggert Jónsson, sem að undanförnu hefur gegnt starfi útgerðarstjóra.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.