Bæjarins besta - 22.12.1996, Blaðsíða 6
og hélt þá á ný til Reykjavikur,” segir Steingrímur. Eftir að hann
og Finnbogi, höfðu verið „keyptir” til Bolungarvíkur, kynntust
þeir heimamönnum sem höfðu áhuga á að stofna hljómsveit. Þar
fóru fremstir í flokki þeir Magnús Hávarðarson og Alfreð
Erlingsson og ásamt Finnboga og Herbert Guðmundssyni,
söngvara, stofna þeir hljómsveitina KAN, sem margir
Vestfirðingar muna eftir, enda ein vinsælasta hljómsveitin á
svæðinu á sínum tíma.
„Ég byrjaði ekki í hljómsveitinni fyrr en tveimur árum síðar,
en þá var ég aftur kominn vestur til að vinna. Þá var Herbert
hættur í hljómsveitinni og Magnús Hávarðarson plataði mig til
að taka sæti í þessari vinsælu sveit. Hann vissi að ég hafði
lítillega lært á píanó og ég ákvað því að giamra með þeim
félögum. Minn hljómsveitarferill var ekki langur enda var
hljómsveitin lögð niður árið 1985. Hún var síðan endurreist árið
1987 og starfaði um eins árs skeið og því má segja að minn
hljómsveitarferill hafi aðeins varað á þriðja ár,” segir Steingrímur
sem vill minnst gera úr framlagi sínu til tónlistarmenningar á
íslandi. „Gullaldartímabil hljómsveitarinnar KAN var þegar
þeir voru án mín og því má segja að þeim hafi gengið mun betur
án mín.”
Bjartsýnisárin með KAN
Þegar Steingrímur kom vestur árið 1987, hafði hann um tíma
starfað með Herbert Guðmundssyni við plötugerð og þá sem
upptökumaður. „Áhugi minn stóð mun meira til þess að taka
upp plötur, heldur en að spila á þeim, en því er ekki að leyna að
tíminn sem ég starfaði með KAN, nýttist mér vel í þeim
upptökustörfum sem ég átti eftir að taka að mér. Þegar KAN var
endurreist árið 1987, var hún gerð út frá Reykjavík. Á sama tíma
ákváðu hljómsveitarmeðlimirnir að setja á stofn hljóðver sem
gefið var nafnið Bjartsýni hf. Eins og nafn fyrirtækisins gefur til
kynna, var hér um mikið bjartsýnisverk að ræða, sem endaði því
miður á annan veg en stefnt var að í upphafi. Við gerðum þau
megin mistök að taka lán fyrir megninu af þeint tækjum sem
þurfti til starfsins, og lánsféð var fengið í gegnum tjármögnunar-
leigu, sem var ekki ódýrasti lánamöguleikinn á þeim tíma. Það
ásamt því að samkomulagið innan hópsins var ekki gott, varð til
þess að fyrirtækið var sett á hausinn,” segir Steingrímur og
greinilegt er á svip hans, að hann er ekki alveg sáttur við þau
málalok sem Bjartsýni fékk. „Við lentum allir í fjárhagstjóni
vegna þessa, en það sem mest er um vert, er að við komumst allir
óskaddaðir út úr dæminu. Endalok fyrirtækisins kenndu mér það
að vinir og fjármál eiga ekki saman a.m.k. ekki þegar þeir eru
eins margir og við vorum, eða fimm talsins.”
Þrátt fyrir að Steingrímur vilji gera sem minnst úr framlagi sínu
til tónlistarmenningar landans, verður ekki af honum tekið, að
hann hefur leikið inn á nokkrar hljómplötur, samið þar fjölda
Steingrímur Einarsson fæddist á Rauðarárstígnum í Reykjavík,
26.dag desembermánaðar árið 1958 og verður því 38 ára á
öðrum degi jóla. Hann bjó í Reykjavík til sex ára aldurs en þá
flutti hann með fjölskyldu sinni að Sogsvirkjun í Grímsnesi þar
sem faðir hans, Einar Ingvarsson, starfaði sem vélstjóri.
Steingrímur á margar góðar minningar frá árunum við
Sogsvirkjun og þar fékk hann sína fyrstu dellu, veiðidelluna,
sem fylgt hefur honum síðan. „Pabbi var og er fluguveiðimaður
og hann kenndi mér öll grunnatriðin varðandi fluguveiði. Það er
engu logið þó ég segi að ég hafi verið við veiðar alla daga, öll
sumur, frá sex ára aldri til sautján ára aldurs, eða þar til ég flutti
á ný til Reykjavíkur. Þá tóku við önnur áhugamál eins og gengur
og gerist með unglinga á þessum aldri, en veiðiáhuginn kom
aftur og hefur fylgt mér síðan,” sagði Steingrímur er blaðamaður
hitti hann að máli í síðasta mánuði, tveimur dögum áður en hann
hélt til veiða með skipi sínu, Guðbjörgu. Við brottför var
ákveðið að Guðbjörgin yrði í landi á Þorláks-
messu og að áhöfnin yrði í faðmi
fjölskyldunnar yfir jól og
áramót. Sú ákvörðun
gladdi Stein-
Steingrímur Einarsson, vinnsiu-
stjóri á frystitogaranum Guð-
björgu frá ísafirði er deiiukari eins
og þeir gerast bestir eða verstir,
eftirþví hvernig á máiið er iitið.
Hann hefur átt fjöimörg áhugamái
um ævina og þau sem hafa verið
efst á iistanum á hverjum tíma,
hefur hann stundað af mikiiii
ástríðu. Það áhugamái sem hefur
fyigt hefur Steingrími frá biautu
barnsbeini og er enn ofariega á
iista, er veiðiskapur og aiit sem
honum fyigir. Hann útbýr sínar
eigin veiðifiugur sem og veiði-
stangir og árbakkinn er því
ofariega í hans hugarhvoifi þó svo
að fjöiskyidan sé komin í fyrsta
sæti hvað varðar áhugamáijn.
grím líkt og aðra
áhafnarmeðlimi, enda hafa
þeir verið við störf á fjarlægum
miðum stóran hluta ársins. En hvað varð þess
valdandi að borgarbarnið ákvað að flytjast búferlum
vestur á firði?
„Keyptur” til Bolungarvíkur
„Ég er lærður rennismiður og starfaði hjá Vélsmiðjunni Þrym
í Reykjavík er það ágæta fyrirtæki fór á hausinn. í framhaldi af
gjaldþrotinu ákváðu þeir bræður, Finnbogi og Sveinn
Bernódussynir hjá Vélsmiðjunni Mjölnir í Bolungarvík, að
kaupa allar vélar þrotabúsins og ég og góður vinur minn,
Finnbogi Kristinsson, fylgdum með í kaupunum ef svo má að
orði komast. Þetta var árið 1982 og var í raun ástæðan fyrir því
að ég kom fyrst hingað vestur. Ég starfaði í Bolungarvík í eitt ár
6
SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996