Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1996, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 22.12.1996, Blaðsíða 10
Vilborg Guðmundsdóttir, fyrrum Ijósmóóir, segir frá æskujólunum í Hjaröardal í Dýrafirði Vilborg Guðmundsdóttir ólst upp í Hjarðardal í Dýrafirði. Hún starfaði sem ljósmóðir í Dýra- firði um árabil, en býr nú á Hlíf, íbúðum aldr- aðra á Isafirði. Vilborg er 76 ára gömul og man því tímana tvenna. Blaðamaður heimsótti hana á heimili hennar í síðustu viku og bað hana að segja sér frá sínum æskujólum. Vilborg tók vel í það og sagði að það væri óþarfi að vera feimin við láta eitthvað eftir sér í blöðin þar sem fólk gleymdi fljótlega því sem það hefði lesið. Blaðamaður hafði einmitt rekið sig á að auðvelt var að fá eldra fólk til að tala við sig, en erfið- ara að sannfæra það um að fá að birta viðtalið ásamt mynd í blaðinu. Vilborg ólst upp á mann- mörgu heimili þar sem allt var af skornum skammti. Hún segir að jólin lifi í minningunni sem bjartur geisli sem skín í gegnum allt prjál og tildur nútímans. ,,Sú þróun sem orðið hefur er alveg ótrúleg, en það þurrkar ekkert út hina myndina. Hvert tímabil stendur í raun og veru fyrir sínu,“ segir Vilborg. Ekkert rafmagn Tvær fjölskyldur bjuggu á bænum hennar Vilborgar. „Húsið var eitt, en stúkað sundur með gisnu timburþili og bjó sín fjölskyldan hvoru megin við þilið. Öðru megin voru hjón með fjögur börn og hinu megin hjón með sex börn. Við vorum alls 10 börnin á báðum heimilunum svo við höfðum alltaf nóg að gera við leik og störf. Eldhúsin voru niðri og eldavélarnar báðar við sama reykháf, en húsfreyjumar voru að jafnaði sín við hvora vélina og oft er ómur minning- anna háður tali þeirra gegnum þilið: ,,Gunna“ eða „Kristín, ertu þarna?“ Síðan hófust viðræður um bækur, þjóðmál og barnauppeldi, sem léttu þessum konum margan dimm- an daginn. Það var ekkert rafmagn í sveitinni, bara olíulampar. Fyrir jólin var það verk stærri krakkanna að þvo glösin svo að Ijósin væru björt. I raun og veru var heilmikil vinna fyrir jólin að fægja lampanaog pússa allt hátt og lágt. Ég byrjaði snemma að búa til skinnskó með mömmu. Mín fyrsta minn- ing fyrir jólin er þegar ég var að heimta að vaka með mömmu við að gera skó eða að ganga frá prjónafatnaði sem átti að fara í nýtt urn jólin. Mamma fékk snemma sokkaprjónavél og fyrir jólin voru prjónaðir sokkar fyrir allt liðið. Síðan var strengd snúra í eldhúsinu til að þurrka þá sokka sem búið var að prjóna." Fátækraþurrkurinn Til þess að fara ekki í jóla- köttinn var nauðsynlegt að fá a.m.k. eina nýja flík fyrir jólin og eins og tíðkast í dag varð allt að vera tandurhreint á jólunum. „Við fengum alltaf eina flík fyrir jólin svo við færum ekki í jólaköttinn. Nauðsynlegt var að vera í öllu hreinu og þeir sem áttu ekki föt til skiptanna þurftu að þvo fötin á Þorláksmessu. Var það kallaðfátækraþurrkurinn. Voru fötin þá þvegin og þurrkuð daginn fyrir jól þannig að við gætum farið í allt hreint á aðfangadag. Við áttum nú yfirleitt einhver föt til skipt- anna, en ég man frekar eftir fátækraþurrkinum í sambandi við að þvo af rúmunum, en algengara var að ekki væru til rúmföt til skiptanna. Við sváfum öll íbaðstofunni. Þó herbergið okkar væri lítið og við mörg þá skapaðist aldrei hætta af kertunum því við vissum að við yrðunt að vera kyrrlát og hæg til að skemma ekki jólin. Við máttum ekki hrekkja Ijósið, þ.e. blása á Ijósið og láta það flökta því þá vorunt við að spilla jólunum. Sennilega hefur hættan af því að fikta með kertaljós valdið þessu banni.“ Ljús í hverju skúmaskoti „Á aðfangadag var kveikt í hverju skúmaskoti, öll ljós voru höfð uppi. Það þurfti auðvitað meira eftirlit, en það kunnu allir að meðhöndla lifandi Ijós. Ljósin eru ákaflega mikils virði og kertaljósin voru okkur ekki síður mikils virði. Það sem ég sakna einna mest í dag er að sjá ekki stjörnurnar á himn- inuni vegna allra Ijósanna. Ég verð að fara út til að sjá stjöm- urnar vegna ljósanna fyrir utan gluggann minn. Við fengum aldrei innpakk- aðar jólagjafir, við þekktum það ekki. Við fengum ný spil og hvert sitt kerti. Við fengum nýja prjónasokka, ullamærföt og skinnskó sem voru svartir með hvítum bryddingum. Allt var þetta unnið heima því við fórumekki íkaupstaðfyrirjólin nema pabbi sem sá um að kaupa það sem þurfti til matar. Við áttum lítið heimasmíðað jóla- tré, grænmálaður stöðugur spítustofn með grænum grein- um felldum í sem kertin stóðu á, en þau voru fest með litlum nagla sem settur var í hverja grein og gekk upp í kertið. Ekkert skraut var á trénu nema kertin og stundum litlar gler- körfur með rúsínum og súkku- laðimola, ein karfa á ntann. Þó þetta lýsi ekki glæsilegum jólaútbúnaði þá hlökkuðum við mikið til jólanna. Það voru heldur engir jólasveinar. Við lásum bara um þá í sögum sem við fengum lánaðar á bóka- safninu fyrir jólin. Við vorum ekki í vanda með að þykjast sjá þá á ferðinni um fjöllin, en þeir hafa bara ekki ratað niður í dalinn okkar." Hátíðarblær yfir öllu „Þegar kom að aðfangadegi jóla var allt orðið þvegið og pússað. Pabbi og bræður ntínir flýttu sér að gefa kindum og kúm sinn jólamat svo að allt væri búið fyrir kl. sex. Þá fóru allir í nýju fötin og kveikt var á öllum lömpum því nú þurftum við ekki að fara um húsið í myrkri eins og á venjulegum kvöldum. Síðan var sest að matborði sent mamma var búin að gera fínt. Ég man ekki eftir miklu um matinn nema það var alltaf borðað hangikjöt. Við krakkarnir hlakkaði svo til þegar búið var að borða því þá var kveikt á jólatrénu og sungn- ir jólasálmar eins og Heims um ból og pabbi las húslestur. Fjölskyldan af hinu heimilinu kom yfir til okkar og hlustaði á húslesturinn og mömmur okkar sáu um sönginn. Við sungum og gengurn í kring urn jólatréð sem stóð á miðju baðstofu- gólfinu. Það voru aldrei nein ærsl í kring um jólatréð. Hringurinn var genginn hönd í hönd og það var rneiri hátíðar- blær yfir öllu, þetta var kyrr- látara. Við fórum ekki í kirkju á jólunum því það var svo langt að fara. Ég man eftir einu aðfangadagskvöldi að mamma fórmeðokkurgangandi íkirkju og mér fannst aðfangadags- kvöldið ónýtt. Við vorum klukkutíma að fara að kirkju- stað og klukkutíma heim aftur eftir messuna. Þegar heint var kontið vorum við orðin þreytt og kvöldið var búið. Þegar ég var 7-8 ára voru farnar að vera jólasamkomur í sveitinni rnilli hátíða og voru þær haldnar í barnaskólanum sem hét Lambahlað. Ég hef svo oft verið að hugsa að aldrei varð þarna slys. Það voru kaffiveitingar uppi á háaloftinu og þangað er brattur stigi upp. Það var manngengt um mæn- inn framantil, en innantil höfðum við alltaf fataskipti. Þar sem við urðum öll að fara gangandi, var farið úr vosbúð- arfötunum eða snjófatnaðinum og í sparifötin. Síðan var farið niður og dansað í skólastofunni í kring um jólatréð. I öllum þessum mannfjölda urðu aldrei nein meiðsli." Lngn og marrandi snjúr „Ég ntan aldrei eftir vondu veðri um jólin. Eflaust hefur það verið, en fyrir mér er alltaf heiðblár himinn og snjór í fjallinu. Ein jólaminning sent greypt er í huga mér átti sér einniitt stað í ekta jólaveðri. Pabbi var að ljúka við skepnu- hirðinguna, flýta sér áður en hátíðin gengi í garð og mamma var í önnum við húsþrif og eldamennsku. Tíminn var lengi að líða hjá okkur börnunum þar til hátíðin byrjaði þó engir biðu jólapakkar aðrir en kerta- Ijós og ný föt. Þá spyr mamma hvort við viljum ekki færa öndunum okkar jólaljós. Við áttum nokkrar endur í kofa upp á túni og í miðjum kofanum stóð vatnsbali fyrir þær að baða sig í meðan allt var frosið úti. Við lögðum af stað með stórt VHborg Guðmundsdóttir. kerti í það miklu logni og marrandi snjó að strákarnir kveiktu á kertinu á leiðinni til að sanna veðurblíðuna. Er upp í kofann kom var sett fjöl yfir vatnsbalann og kertið fest þar á. Þetta litla jólaljós lýsti upp þennan dintma torfkofa og breytti honunt í dýrðlega töfra- höll ef dæma má eftir gleði- látunum sem endurnar létu í Ijós með vængjablaki og rabbi. Við buðum þeim gleðileg jól og hlupum svo heim yfir hjarnið þar sem heiðstirndur himinn sveipaði dalinn okkar helgi ljóma. Ég vona að allir eigi í vitund sinni einhvem bjartann geisla sem skín í gegnum allt prjál og tildur nútímans, hvort sem það er frá litlu kertaljósi eða skærri rafmagnsperu," sagði Vilborg Guðmundsdóttir að lokum. Kiwaniskiúbburinn Jiaball fyrir alla Kiwanisklúbburinn Básar á (safirði stendur fyrir jólatrésskemmtun í íþróttahúsinu á Torfnesi á annan í jólum. Skemmtunin er öllum opin, en undanfarin ár hefur það færst í vöxt að skemmtanir séu haldnar eingöngu fyrir félags- menn ákveðinna hópa. Baldur Geirmundsson og Margrét Geirsdóttir munu spila og syngja auk þess sem von er á góðum gestum sem án efa munu vekja mikla kátínu. 10 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.