Bæjarins besta - 22.12.1996, Blaðsíða 15
sónu, og færa hann í kaf hvað
eftir annað. Þegar fólk er
komið út í óreglu af þessu tagi,
farið að nota, ekki aðeins
áfengi, heldur einnig ýmis
konar eiturlyf, þá er fíknin
orðin svo allsráðandi að þetta
fólk svífst einskis.'1
- Nú eruð þið prestarniralltaf
að fjalla um sorgina og þurfið
að taka á áföllum og sorg
annarra. Hvernig hafið þið
hjónin tekið á þessu?
„Út af fyrir sig njótum við
þess að þekkja þennan vanda
og vera vel kunnug því hvað í
gangi er. Við erum einnig í
samstarfi við margvíslega
björgunaraðila og höfum tæki-
færi til að sækja hjálp þangað.
En það eru bara engin ráð sem
duga, fyrr en að fíkillinn
viðurkennir heilshugar vanmátt
sinn til þess að ráða bót á lífi
sínu, sér þetta sem sjúkdóm og
finnur hjá sér vilja til að eignast
heilbrigt líf á ný. Hins vegar er
ekki aðeins nauðsynlegt að
þessi vilji kvikni, hann gerir
það eflaust oft hjá áfengissjúkl-
ingum og fíkniefnaneytendum,
heldur er galdurinn sá að láta
þennan vilja lifa með sér. A
því klikka svo margir. Það er
vegna þess að þeir eru ekki
reiðubúnir að viðurkenna það
að þeir geta sjálfir ekki séð
fótum sínum forráð heldur
verða ævinlega að sækja styrk
sinn í trúna og í reynslu annarra.
Fíkniefnavandinn
er hnlskefla
Eg er nýorðinn formaður
þjóðmálanefndar kirkjunnar
sem er það tæki hennar sem á
að ávarpa þjóðmál. Við erum
einmitt núna að fjalla um
skýrslu um sjálfsvíg og um
fíkniefnavandann í þessari
nefnd. Eg hef einnig starfað
mikið með Krýsuvíkursam-
tökunum og verið á köflum
heimilisprestur hjá þeint. Þar
eru mjög langt gengnir fíkni-
efnaneytendur þannig að mér
er ákaflega vel Ijóst hvernig
vandi þessa fólks birtist. Það
skal alltaf vera orðið sem dugar
best og lengst. Hið heilaga orð
sem kveikir von. Orð trúar-
innar. Þetta orð er ekki hægt að
sækja í reynslu manna því allt
það sem á vegginn er skrifað er
meira og minna forskrift að
áframhaidandi ógæfu. Það
verður að vera eitthvað sem
breytirógæfunni ívon,eitthvað
sem hefur með trú að gera.
Vonin er það eina sem kemur
þessu fólki inn í jákvætt og
heilbrigt líferni."
Fíkniefnin eru í rauninni að
verða meira þjóðarböl núna en
oft áður ef marka má fregnir
fjölmiðla.
„Já, það er engu líkara en að
holskefla ríði yfir,” segir séra
Jakob og maður sér að honum
er alls ekki rótt. Þessi málefni
eru honum greinilega mjög
hugleikin og kannski ekki
skrýtið. “Þetta er ámóta átakan-
legt, ef menn vilja gera saman-
burð, eins og snjóflóðin fyrir
vestan, bara miklu stærra án
þess þó að ég vilji á nokkurn
hátt draga úr þeim áföllum.
Mannskaðinn af völdum þessa
og sársaukinn, sem fylgir í
kjölfarið, er svo ótrúlegur og
lamandi fyrir þjóðfélagið rétt
eins og hitt var. Mér finnst það
vera svo hrikaleg ógæfa, sem
fallið hefur yfir landið í gegn-
um þetta, að það tekur engu
Heimsóknir á Hornstrandir voru með eftirminnilegustu embættisverkunum.
Séra Jakob, ingi Jó, og séra Jón Ragnarsson í Furufirði.
tali. Það eru ótrúlega miklir
peningar í umferð og ótrúlega
margir einstaklingar, sem
starfa að því að koma fíkni-
efnum til fólks, að manni fallast
nærri því hendur. Flest er þetta
fólk bara að bjarga eigin fíkn
fyrir horn og fjármagna hana.
Þetta kostar allt saman mikla
peninga. En á endanum hljóta
þessir peningar að koma í vasa
einhverra. Það er það fólk sem
gengur um í pelsum, keyrir um
á fínum bílum og býr í glæsi-
legum húsum. Enginn þarf að
segja mér að þetta fólk grafi fé
sitt í jörðu. Við vitum um þetta
fólk, það er bara ósnertanlegt í
bili en það verður það ekki
alltaf,“ segir hann og ég sé
svipinn harðna eitt andartak.
Hræðilegt að sjá barnið
sitt lenda í þessu
„Það er hræðilegt að sjá
manneskju, sem maðurberjafn
mikið fyrir brjósti og barnið
manns, lenda í þessu og rnaður
gæti grátið alla daga yfir þessu
en það er auðvitað ekki hægt.
Maður verður að lifa lífinu og
þarf ekki að vera sakbitinn yfir
því að njóta gleði. Við hjónin
og Þórir, og reyndar tjölskyldan
öll, vitum að þegar hann
ákveður að gera eitthvað í
sínum málum höfum við hvert
annað. Þá stöndum við saman
um það eins og við höfum áður
gert. A meðan getum við ekki
gert annað en að biðja fyrir
honum. Það þýðir ekki að við
séum kærulaus gagnvart því,
sem er að gerast, því sársaukinn
bærir á sér við og við en það
verður að finna honum stað.
Maður verður að læra að lifa
með sinni sorg. „Það sem
verður að vera, viljugur skal
hver bera." Þá er eina Ieiöin að
reyna, með þeim mun meiri
áhuga og brýningu, að sinna
því sem ntaður getur sinnt, öðru
fólki í kringum sig.“
- Hvernig gengur hinum
strákunum?
„Daníel gengur bara prýði-
lega. Okkur finnst núna að hon-
um sé farið að finnast komið
nóg af skíðamennskunni. Hann
hefur um skeið verið að mæta
ákveðnum takmörkunum í lík-
amanum, álag undanfarinna ára
er farið að segja til sín. Honum
finnst óvarlegt að ætla að hann
nái meiri framförum en orðið
er. Daníel er orðinn stúdent og
sá áhugi hefur verið að kvikna
hjá honum undanfarið að finna
sér eitthvert nám og fara að
búa sig undir lífsstarfið. Þetta
hefur nú verið óttalegt mein-
lætalíf á honum, ræflinum,”
segir séra Jakob og bros færist
yfir andlit hans. „Hann hefur
aldrei haft neinar tekjur. Þessir
kappar fá gefins fullt af útbún-
aði, fötum og skíðagræjum sem
eru það flottasta sem til er,
en...“
Menn éta ekki skíðaáburð
Menn éta ekki skíði eða
áburð, segi ég.
„Nei, hann hefur aldrei getað
mulið neitt undir sig, blessaður.
Hann hefur t.d. aldrei getað
veitt sér þann munað að kaupa
sér skrjóð. Það, sem hann hefur
verið að gera, hefur sarnt sem
áður skipt hann það miklu máli
að hann hefur látið sig hafa
það að búa við frekar þröngan
kost. S vo er hann búinn að f inna
yndislega stúlku sem honum
þykir vænt um. Það er sýnt að
þeirra framtíð verði hérna
heima við nám innan fárra
missera.
Það var líka mjög ánægju-
legur dagur hjá fjölskyldunni í
sumar þegar við giftum Óskar
og hans heittelskuðu. Þau eiga
yndislega tíu mánaða stúlku
sem er búinn að komast að
leyndarmálinu um afa sinn.“
- Nú, hvaða leyndarmál er
það?
„Já, að hann er óttalegur
trúður," segir séra Jakob og
glottir ógurlega.
Kirkjukórinn á isafirði í heimsókn á heimiii
prestshjónanna í Miðtúni 12.
Ein eftir í hreiðrinu
Þið eruð orðin ein eftir í
hreiðrinu.
„Já, nú erum við orðin það.
En strákarnir koma í heimsókn
með barnabörnin. Þórir á tvö
börn og þau koma stundum til
okkar og þessi litla hnáta sem
ég var að segja þér frá. Þá færist
líf í húsið.“
- Þú hefur smíðar sem áhuga-
mál er það ekki?
„Jú, það er eitt af áhugamál-
um mínum. Sérðu hvað teppið
á stiganum, sem ég var að
leggja, er fallegt," segir hann
og bendir fram á gang. “Það
hefur verið aðeins minni tími
til að sinna slíku núna undan-
farið. En þetta hús, sem við
búum í hérna, hef ég tekið í
gegn. Eg skipti sjálfur urn alla
glugga og innréttaði efstu
hæðina. Við höfum líka verið
að dútla við garðinn hérna í
kring. Allt þetta eru virkilega
skemmtileg störf sem ég hef
áhuga á.“
Ykkur líkar vel héma í Þing-
holtunum.
„Já, við vorum búin að sjá
þetta hverfi út fyrir löngu síðan,
áður en við fluttum hingað.
Okkur líður ákaflega vel
hérna.“
Jnlakveðja til ísfirðinga
Viltu skila einhverju til Is-
firðinga að lokum?
„Já, því að það hafi svo
þýðingarntiklir hlutir farið á
milli mín og einstaklinga á
Isafirði að það muni aldrei yfir
það fenna. Þá er ég einkanlega
að hugsa um miklar örlaga-
stundir í lífi fólks sem ég fékk
þann heiður að upplifa með
því. Það er ekki nokkur vandi
að framkalla í huga mínum
hundruð slíkra mynda í gegnum
árin. Mér finnst að ég hafi lagt
sjálfan mig fram þannig að það
tengi mig órjúfanlegum bönd-
um við Isfirðinga. En það er
ekki bara þetta sem tengir mig
Isfirðingum heldur ótal
skemmtileg og ánægjuleg atvik
sem gerðust á þessum árum.
Eg er mjög ánægður með
þennan tíma í lífi mínu þrátt
fyrir allt tal um deilur. Það
verður bara lítið hjá öllu hinu.
Þetta var ákaflega auðgandi og
þroskandi tími. Eg óska Isfirð-
ingum allrar blessunar og
gleðilegra jóla. Þegar ég flyt
jólaræðu í útvarp, sem ég geri
annað hvert ár í aðfangadags-
messu, þá er fólkið fyrir vestan
ekkert síður fyrir sjónum mín-
um, en það fólk sem situr í
kirkjunni fyrir framan mig.“
SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996
15