Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1996, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 22.12.1996, Blaðsíða 14
sjálfur, sem mest var sagður vilja nýtt hús, þjónar núna í einni elstu kirkju landsins,“ segir hann og brosir út að eyrum. „Svo það var nú ekki bara það að presturinn vildi nýja kirkju.“ Viðurstyggð eyðilegg- ingarinnar blasti við - Hvemig tilfinning var það fyrir prest að sjá þessa gömlu kirkju fara svona? „Það var bara skelfilegt. Ég var í sumarbústað mínum inn við Svarfhól í Alftafirði og var vakinn upp af bóndanum. Ég skildi ekki það sem hann var að reyna að segja mér. Alla leiðina út í Arnarnes var ég að vona að þetta væri eitthvert minniháttar mál. En þegar ég kom fyrir nesið sá ég að svo var ekki því ég sá reykjar- slæðunaliggjayfirbænum. Svo varð ég aftur vonbetri þegar ég sá kirkjuna sjálfa því hún stóð ennþá og var í sínum litum. Ég gleymi aldrei þeim hryllingi, sem greip mig, þegar ég kom inn í kirkjuhúsið. Ég hef einu sinni áður komið inn í nýbrunn- ið hús þar sem fjölskylda hafði farist og allur sá hryllingur elti mig inn í kirkjuna. Eyðilegg- ingin var svo viðurstyggileg." Heyrði óm af vitlausum sögum Nú er kannski komið að því að ræða það mál sem ætla mætti að hafi brunnið á séra Jakobi Hjálmarssyni alla tíð síðan kirkjubruninn varð á Isafirði. Prestur ríður sjálfur á vaðið með það og segir varfærnis- lega: „Ég heyrði óm af sögum. Sögum. sem mér fundust svo vitlausar að ég gat ekki einu sinni látið þær særa mig.“ - Það hlýtur samt að hafa magnað upp einhvers konar tilfinningar innra með þér? „Eg trúi ekki að nokkur heilvita maður hafi tekið undir slíkan söguburð af neinni alvöru. Mér kemur það ekki í hug. Það hafa kannski ein- hverjir asnar sagt þetta í ábyrgðarlausum gárungshætti: „Að presturinn hafi kveikt í kirkjunni sinni sjálfur.“ Þetta særði mig ekki einu sinni. Það var svo vitlaust. Ekki það atriði. Það gerði hins vegar ýmislegt annað, sem síðar kom, þar sem mér voru lögð orð í munn og ætlaðar skoðanir sem éghafði ekki. Ég reyndi, íþessu máli, að gæta mín sem best, lengst af, að gefa ekki upp það sem mér fannst varðandi kirkjudeilurnar. Það var ekki ég sem sagði: „Nú ætlum við að byggja nýja kirkju." Aðrir urðu til þess.“ - Hvað vildirðu í raun og veru á þessum tíma? „Við vorum mikið búin að ræða það áður en kirkjan brann, að þetta málefni, sem var að byggja nýja kirkju, sem hafði nánast verið vakandi alla öldina, næði fram að ganga. Staður eins og Siglufjörður fékk teikningu af nýrri kirkju frá sama arkitekti um 1930 og Siglfirðingar létu verða af því að byggja sfna kirkju. En ísfirðingar höfðu ekki tækifæri til þess. Þeir fengu, á mismun- andi tímum, þrjár teikningar, sem stóðu frammi á áberandi stöðum svo fólk aæti skoðað Á ísafirði þróuðust áhugamálin. Lagt af stað á skíði með Daníe/ og Óskari. í Hnífsdalskapellu með Guðrúnu Eyþórsdóttur heitinni. þær, og stunduðu það af mikilli eljusemi að safna fé til bygg- ingar á nýrri kirkju. Ég fann manna best hve ófullnægjandi gamla kirkjan var fyrir þetta mikla starf og allir hljóta að sjá núna hvað kreppti að starfseminni. Sú hugmynd, sem mér leist best á, var að byggja nýja kirkju á gamla bæjarhólnum. Þarhafði Guðjón Samúelsson ætlað henni stað þar sem hún átti að vera hluti af miðbæjartorgi ásamt gamla sjúkrahúsinu. Maður gat séð fyrir sér að með tíð og tíma myndi kirkjugarðurinn missa þann svip sem hann hefur núna, og meira rými myndaðist í kringum kirkjuna. Þetta var það sem ég hefði helst viljað. En ég fann hins vegar að fastheldni við gömlu kirkjuna varmikil. Vegnaþess varfarið út í það að kaupa fasteignir í Sólgötunni til að byrja að byggjaeitthvað sem líkist þeirri kirkju sem stendur þar í dag. Byggja safnaðarheimilishlut- ann, sem þar er núna, og leyfa þessu að gerast í rólegheit- unum. Þá gat maður sér fyrir sérað gamla kirkjan hefði verið færð, jafnvel inn í fjörð eða þá hreinlega rifin eins og nú hefur verið gert. Svona mál eiga að fara til almennrar atkvæðagreiðslu! Þegar kirkjan brann litu menn þannig á að núna væru þeir ekki bundnir af neinu. Kirkjan var úr sögunni og þá fóru menn að velta fyrir sér alveg nýjum stöðum. Arkitekt- inn benti t.d. á þennan stað fyrir framan sjúkrahúsið. Sú ákvörðun kom eftir mjög eðlilegum leiðum. Mér hefur síðar orðið ljóst að það verður ekki tekin endanleg ákvörðun í svona málefni öðruvísi en að það fari til almennrar atkvæða- greiðslu í sókninni. Þetta er það mikið mál. Að vísu hefur verið bent á aðferðir til að nálgast lausnir á svona flóknum deilumálum. Við hugleiddum þær en höfð- um síðan ekld kjark til að beita svo róttækum aðgerðum. Búa til nokkrar lausnir og láta menn raða þeim niður eftir ákveðnu punktakerfi. Með þessu móti á sú lausn, sem flestir geta sætt sig við, að nást fram. Þessi aðferð tekur að vísu ekki á því að þegar svona er farið að hlutunum geta ákveðnir val- kostir útilokað hvern annan, að minnsta kosti í hugum þeirra sem eiga að greiða atkvæði.“ - Eftir að hafa lent í svona deilum sjálfur og litið á slæm dæmi um deilur af öðrum toga, eins og t.d. í Langholtssókn, hvað finnst þér þá sjálfum? A fólkið að fá að ráða í svona málum. Er rétt að söfnuðurinn ráði ferðinni? „Auðvitað er það rétt. Söfn- uðurinn er sú félagseining sem ber ábyrgð á þessu. Kennivald kirkjunnar í gegnum biskupinn og prestinn getur bent á ákveðin kenningarleg atriði sem verður að gæta. Hitt er annað mál að auðvitað getur komið upp sú staða, í ákveðnum málum, að kirkjuþing þjóðkirkjunnar ákveði að viðurkenna ekki þennan söfnuð sem hluta af þjóðkirkjunni ákveði hann að skera sig alvarlega úr.“ Erfitt fyrir söfnuði að losa sig við presta Þegar svona deilumál koma upp eru alltaf ákveðnar norna- veiðar í gangi á báða bóga og auðvitað erfitt að eiga við það í sjálfu sér. „Hluti vandans er að þær aðferðir, sem notaðar eru við lausn deilumála núna, njóta ekki stuðnings af tíðarandan- um. Hversu mikið við eigum að eltast við hann er náttúrlega spurning. Staða prestsins hjá söfnuðinum er bundin af kirkjusamfélaginu í heild. Presturinn kemur inn í söfn- uðinn á vegum íslensku þjóð- kirkjunnar. Til þess að söfn- uðurinn geti verið í lífrænu sambandi við þjóðkirkjuna þarf hann að geta notað prest sent nýtur viðurkenningar kirkj- unnarsem heildar. Prestvígslan er tákn um þessa viðurkenn- ingu. Þess vegna er svo erfitt fyrir söfnuðinn, eftir að hann hefureinu sinni tekið við presti, að losa sig við hann aftur. Því presturinn má ekki eiga sitt undir söfnuðinum því þá þarf hann að segja það sem fólkið vill að hann segi og það er ekki alltaf víst að það sé fagnaðar- erindið." Þú verður ákveðinn mið- punktur í deilunum á Isafirðí. „Nei, ég vil ekki líta á mig sem miðpunkt í þeim deilum. Ég var ekki talsmaður eins né neins. Hins vegar settu margir fókusinn á mig.“ Heppilegt fyrir báða aðila að haon fór - Urðu þessar deilur til þess að þú ákvaðst að fara frá Isafirði? „Samkvæmt framansögðu fannst mér að það væri ákaflega hollt fyrir okkur öll að ég færi. Ég var svo sem farinn að hugsa mér til hreyfings áður en þessi mál komu upp en fannst ótækt að hugsa frekar um það á meðan þetta stóð yfir. En árið 1989 var málið komið í þann farveg sem síðan varð ákveðin lausn, þó að ekki væri svo sem allt búið þá. Ég held reyndar að það hafi verið heppilegt fyrir báða aðila að ég færi í burtu á þessum tíma. Ég hefði áreið- anlega ekki farið strax hefði málið gengið ljúflega fyrir sig. Þá hefði verið eðlilegast að ég yrði áfram og ég hefði haft mikla ánægju af þvf að taka þátt í uppbyggingarstarfinu með ísfirðingum. En af því að það urðu úr þessu deilur þá held ég að hollt Itafi verið fyrir mig að komast frá þessu og fyrir söfnuðinn að geta farið að takast á við þessi mál. Auðvitað skemmist ímynd prestsins í svona deilum og ég varð gagnminni prestur á þessum stað eftir þetta.“ - Voru mikil umskipti fyrir þig að koma suður? „Já, það er óhætt að segja það. Ég kom að ákaflega gróinni stofnun sem er dóm- kirkjan í Reykjavík. Hér eru hjólin vel smurð og allt gengur vel. Það er mikið um að vera í kirkjunni. Þar hitti ég líka ýmsa góða menn fyrir, m.a. ísfirð- inginn Andrés Olafsson, sem hefur verið kirkjuvörður í Dómkirkjunni á annan áratug, en var áður prestur á Hólmavík. Hann er eiginlega sá hluti í þessu sigurverki sem ræður ganghraðanum því að hann stillir þessu öllu saman upp og sér um að þættirnir rekist ekki á hvern annan í þessari starf- semi. í starfi Dómkirkjunnar er hefðin ákaflega rík og það var heilmikið starf að koma sér inn í það allt saman. Síðan fannst mér mikilvægt að fá að vera sá sem breytti dálítið siglingalaginu á þessu öllu til að Dómkirkjan gæti mætt samtímanum betur. Kirkjan verður nefnilega að taka á vandamálum líðandi stundar. Á þessum stað eru ákaflega ríkar andstæður. Annars vegar glæsilegustu kirkjuathafnir landsins, eins og forsetainn- setning og messur um hátíðar. En svo þrífst einnig, kringum múra Dómkirkjunnar, eitthvert ömurlegasta líf sem fyrirfinnst í þessu landi. Allt í kringum kirkjuna eru hús fyrir heimilis- leysingja og þarna í kring er sollurinn hvað mestur. Það felur í sér mikla áskorun fyrir prest. Mér finnst gaman að því að ég finn mig vel í hvoru- tveggja, að rigsa þarna inn í fínum skrúða og syngja hátíð- lega messu og síðan að reyna að finna einhverja glóru með ráðleysingjum, fólki sem sér engin ráð fyrir sér og á við margvísleg vandamál að stríða.“ Fíkniefni leiöa fólk ót í hina öfgafyllstu eymd - Nú hefur þú sjálfur átt við vandamál að stríða sem tengist þínum nánustu? „Já, það er nefnilega það. Vandamálin eru ekki alltaf vandamál einhverra annarra. Stundum er maður að ávarpa í einhverjum öðrum vandamál sem kemur síðan upp í manns eigin fjölskyldu. Oregla eða fíkn í vímuefni leiðir fólk út í hina öfgafyllstu eymd. Þetta er leið sem liggur í gegnum sakleysislegt drykkjuraus og allt út í það að vera búinn að tapa heiðri og heilsu. Fólk er einhvers staðar að ferðast á þessari leið í ótölulega miklum fjölda. Það er varla nokkur fjölskylda sem ekki þekkir af einhverri raun svona vanda. Eins og við Auður erum tilbúin að hrósa okkur af honum Daníel, syni okkar, sem hefur staðið sig mjög vel á skíðunum og honum Oskari sem lifir heilbrigðu og reglusömu lífi með sinni litlu fjölskyldu, þá verðum við auðvitað að kannast við það að hann Þórir okkar hefur ekki fundið heppilegt göngulag í lífinu. Við Auður höfum löngum ásakað sjálf okkur fyrir að hafa á einhvern hátt brugðist. En síðan höfum við látið okkur lærast að við brugðumst hinum svo sem líka en það gerði bara ekkert til. Þeir fundu sjálfir tökin á lífinu." Sumir hafa slæma forgjöf í lífinu Þar kemur kannski þetta gamla fram að mennirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. „Já, og maður sér Iíka að sumir hafa slæma forgjöf í Iífinu og hafa hneigðir og upplag sem er ekkert auðvelt að hafa í vöggu- gjöf. Það virðist nú hafa verið raunin með Þóri blessaðan. Samt er hann rífandi duglegur maður, skemmtilegur félagi og vonglöð persóna sem hefur dreymt sína drauma um lífið eins og aðrir. En í lífí hans eru eitihver öfl að verki, sem eru honum yfirsterkari sem per- 14 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.