Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.02.1999, Page 2

Bæjarins besta - 03.02.1999, Page 2
uwz: Vtgefandi: Ábyrgðarmenn: H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísafjörður Halldór Sveinbjörnsson •B 456 4560 Ritstjóri: 0456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson Netfang prentsmiðju: Blaðamaður: h.prent@snerpa.is Hlynur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar: http://www.snerpa.is/bb bb@snerpa.is Bæjarins Þesta er í samtökum öæjar- og héraðs- fréttahlaða. Eftirprentun, hijóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnls er óheimil nema heimilða sé getið. L. A Með bros á vðr Þegar hinir ríkisvöldu eigendur óveidda fisksins á mið- unum úti fyrir ströndum landsins ræsa flugskeyti sín til varnar kvótakerfinu bera varnarflaugarnar oft þrjá stóra- sannleika til stuðnings sérhagsmunakerfinu, sem þeir telja sig og sína borna til að sitja að um ókomna tíð. Fyrsta skeytinu er ætlað að sanna fávísum að fiskveiði- stjórnunin hafi leitt af sér mikilvæga verndun fiskistofna. Um þetta eru menn engan veginn sammála. Efasemdarmenn eru jafnvel meðal þeirra sem neyðst hafa til að taka upp hanskann fyrir kerfið af einni eða annarri ástæðu. I umræð- unni um verndun fiskistofna forðast varnarliðið jafnan að minnast einu orði á það gífurlega magn af fiski sem hent er daglega aftur í sjóinn vegna þess að menn mega ekki undir neinum kringumstæðum koma með hann að landi þar sem þá vofir yfir þeim refisvöndur kerfisins. Menn forðast að nefna snöru í hengds manns húsi. Eins þegir varnarliðið þunnu hljóði yfir glæpnum. Önnur eldflaugin ber með sér smyrsl á sárin sem öfund hins illa upplýsta fjölda veldur þeim, sem Gróusögurnar segja að fari með fullar hendur fjár út úr atvinnugreininni þegar þeir ákveða að hætta og selja kvótann sinn fyrir smáaura til að eiga til elliáranna. Þriðja skeytið á svo að taka af allan vafa um hvaðan pen- ingarnir til kvótakaupa koma: „Því er haldið fram að pen- ingana hafi þessir menn tekið frá almenningi, því auðlindin sé sameign þjóðarinnar.” (Tilvísun í blaðagrein fyrir skömmu síðan) „Eg er sjálfur í útgerð”, sagði greinarhöf- undur „og hef keypt aflaheimildir. Sá sem fékk mína pen- inga tók þá ekki af þjóðinni. Hann fékk þá hjá mér. Eg fékk fyrirgreiðslu í bankanum mínum.” Það er ekki ný frétt að bankar komi við sögu útgerðar á Islandi. Til þess eru þeir m.a. og ekki nema sjálfsagt að þeir styðji við bakið á sjávarútvegi líkt og öðrum atvinnu- greinum, enda munu þeir hafa gert það um langan tíma og stundum kannske ótæpilega. í tilvitnaðri grein var þess hvergi getið hvernig seljandi aflaheimildanna hafði komist yfír þær. Hafði bankinn hans lánað honum til að kaupa þær á sínum tíma? Og hann síðan lent í vanskilum og neyðst til að selja? Yfir höfuð: Hvernig „eignaðist” hann kvótann? Kjarni málsins er auðvitað sá að seljendur aflaheimilda -hlutdeildar í sameign þjóðarinnar- fá þær ókeypis á silf- urfati stjórnvalda. Eina ómak þeirra er að selja gjöfína fyrir fjármuni, sem þá hefur áreiðanlega sjaldan dreymt um að hafa handa á milli. Að peningar til þessara kaupa komi frá bankanum kemur málinu ekkert við og er einungis aumlegt yfirklór. Er nema von að menn taki við slíku ríkisframlagi með bros á vör. Það er líka eitthvað allt annað en menn eiga al- mennt að venjast þegar ríkið er annars vegar. -s.h. OKD VIKUNNAD Helga Það er með mannanöfnin eins og mannfólkið sjálft - þau geta flust til framandi landa, dvalist þar lengi og verið nær óþekkjanleg þegar þau koma aftur. Þegar germanskir menn gengu í bland við Slava í Austurvegi forðum var nafnið Helga gott og gilt eins og það er enn. Eftir langdvalir í Garðaríki sneri Helga aftur heim en heitir nú Olga. Hróbjartur heitir Róbert og þannig mætti lengi telja. Hitt er svo annað mál, að svín fór yfir Rín og kom aftur svín. Það eru víst undantekningar frá öllu. 2 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 Andey ÍS 440 komin úr lengingu og gagngerri klössun Burðargetan meira en tvfi- fnlduð ng skipið eins ng nýtt Andey ÍS 440 kom frá Póllandi til heimahafnar í Súðavík um síðustu helgi að lokinni lengingu og svo gagngerum endurbótum, að heita má að unt nýtt skip sé að ræða. Andey er í eigu Hraðfrystihússins hf. Hnífs- dal og kom inn í fyrirtækið þegar Frosti hf. í Súðavík sam- einaðist því. Skipið var lengt unt 12 metra, sandblásið allt hátt og lágt, innandekks og utan, og síðan að sjálfsögðu ntálað upp á nýtt. Vélbúnaður var endur- nýjaður að verulegu leyti og settar voru í skipið nýjar 35 tonna rafdrifnar togvindur frá Ibercisa. Lestin vareinangruð sérstaklega fyrir kör. Nýr ásrafall var settur í skipið og aflstýribúnaður sem gerir kleift að samkeyra ásrafal og rafal hjálparvélar, eins og nú er farið að tíðkast í skipurn til að aukaaflið út í skrúfu. Kæli- kerfi aðalvélar var allt endur- nýjað. Verulegar endurbætur voru gerðar á vistarverum áhafnar, eldhúsi og stakka- geymslum, og borðsalur stækkaður og innréttaður upp á nýtt. Hér mun þó ekki allt upp talið. Kostnaður við þessar frarn- ísafjörður Leki á trún- aðarmálum fráfelags- málanefnd? Laufey Jónsdóttir, for- maður félagsmálanefndar Isafjarðarbæjar, greindi frá því á fundi nefndar- innar fyrir skömrnu, að henni hefði borist til eyrna, að á fundi bæjar- stjórnar hefði ótilgreindur bæjarfulltrúi sagt í ræðu- stól, að hugsanlega hefðu trúnaðarmál lekið frá fé- lagsmálanefnd. I bókun segir að nefndin líti mál þetta „mjög alvar- legum augum“ og var ák veðið að óska eftir fundi með viðkomandi bæjar- fulltrúa til að ræða um- mæli hans. Skáiavík Landsmnt í júlímánuði Ráðgert er að halda Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélags íslands í Skálavík dagana 8.-11. júlí í sumar. Leitað hefur verið til landeigenda í Skálavík eftir leyfi til afnota af svæðinu. Bæjarsjóður Bolungarvíkur á þar stærstan hluta en að öðru leyti er landið í einkaeign í mörgunt litlum pörtum. Bæjaryfirvöld hafa tek- ið vel í þessa málaleitan. Bolungarvík Sigrdn ráðin Sigrún GerðaGísladótt- ir hefur verið ráðin hjúkr- unarforstjóri við heilsu- gæslusvið Heilbrigðis- stofnunar Bolungarvíkur. Hún tók við starfinu nú um mánaðarmótin. Aftciri röð: Gamlingjarnir Magnús, Veigar, Pétur, Guðjón, Halldór, Guðni, Kristinn, Gísli og Róbert. Fremri röð: Guðjón framkvœmdastjóri KFI og glötuðu snillingarnir Jón, Örnólfur, Gautur, Lúðvík, Gunnar og Albert. Reyndar hefur Gautur ekki ennþú aldur til þess að komast í lið gamalmenna en það œtti að lagast með tímanum. Fyrsta jarntefli sfigunna Síðasta helgi var mikil körfuboltahelgi hjá KFI, bæði hjá konum og körium og allt fráhinumyngstu leikmönnum til hinna elstu. KFI-stelpurnarfengu tvölið í tilefni af opnun Ijós- myndasýningar sem helguð er þýska rithöfundinum og leikstjóranum Bertolt Brecht (1898-1956) verður þýskt kvöld á Hótel Isafirði á föstudagskvöldið. Þar verð- ur boðið upp á þýskt hlað- borð ásamt skemmtiatrið- unt og menningarefni sem tengist Brecht. Sif Ragnhildardóttir flytur lög eftir Brecht og nernend- ur í Framhaldsskóla Vest- fjarða lesa úr verkunt hans. Þýska sjónvarpsstöðin Arte verður á staðnum ásamt fólki frá sendiráði Þýska- lands og Goethe Zentrum í Reykjavík. Meðal rétta á hlaðborðinu í heimsókn á Torfnesið. Þær unnu Borgnesinga 43-42 eftir hnífjafnan leik en töpuðu með ellefu stiga mun fyrir efsta liðinu í deildinni, Tindastóli, 46-57. verða þýskar pylsur, reykt svínakjöt, síld, schnitzel, kjötbollur, Sauerkraut, kartöflusalat, kartöfluklattar, cplamauk, berlínarbollur, eplastrudel, þýskur bjór, þýsk vín og margt fleira. Kvöldverðurinn hefst kl. 19 en dagskráin kl. 21. Matargestir hafa forgang í bókanir. Meðal þekktustu verka Brechts má nefna leikritið Túskildingsóperuna, en Kurt Weill samdi tónlistina við það og fleiri verk Brechts. Leikritin Mutter Courage og Góða sálin í Sesúan hafa einnig verið þýdd á íslensku og flutt í Þjóðleikhúsinu. Meistaraflokkurgerði góða Karfan Nýr liðs- maður KFÍ KFÍ hefur bæst nýr iiðs- maður, Ray Carter, sem er enskur landsliðsmaður, 1,90 áhæð. Hann var kominn til landsins en beið eftir fyrsta flugi vestur þegar þetta var ritað í gær. Carter er hrein viðbót hjá KFÍ því að eng- inn er að hætta í liðinu. Reyndar hefur ekki tíðk- ast þar á bæ að reka leik- menn eins og mjög algengt er hjá öðrum íslenskum körfuboltafélögum. Vestfirðir Listi Sam- fylkingar kynntur Listi Samfylkingar á Vestfjörðum verðurkynnt- ur á opnun fundi á Hótel ísafirði nk. sunnudag kl. 17. A fundinum munu fram- bjóðendur flytja ávörp, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum. Boðið verður upp á tónlist og upplestur rnilli atriða. Skattframtöl Framtalsaðstoð einstaklinga. Önnumst einnig færslu virðisaukabókhalds og fram- talsgerð rekstraraðila og minni fyrirtækja. Bjarni K. Jóhannsson, Guðrún K. Guð- mannsdóttir, Hafraholti 46, ísafirði, símar 456 4176 og 894 2433. Hótei ísafjörður Þýskt menningarkvöld

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.