Bæjarins besta - 03.02.1999, Side 3
Andey ÍS-440 í heimahöfn í Súðavík.
kvæmdir allar var liðlega
hundrað milljónir króna.
Ekki liggur fyrir nákvæmur
samanburður á mælingu fyrir
og eftir lengingu. Samkvæmt
gömlu mælingunni var skipið
211 tonn en er nú 596 brúttó-
tonn samkvæmtnýju rnæling-
unni. Stækkunin er því mjög
veruleg, enda var metrunum
tólf bætt í skipið þar sem það
er breiðast og rýmið mest.
Að sögn Ingimars Halldórs-
sonar útgerðarstjóra Hrað-
frystihússins hf. fer Andey á
veiðar á ferskri rækju og land-
ar í Súðavík. „Við veiðurn
hana bara þar sem hún finnst
- það er ekki flóknara en svo!“
sagði Ingimar. Það verður þó
hér á íslandsmiðum, enda er
skipið ekki með frystibúnaði
oggeturþvíekki sóttáfjarlæg
mið.
Ingimar Halldórsson útgerðarstjóri Hraðfrystihússins hf, Konráð Jakobsson fram-
kvœmdastjóri, Jónatan Ásgeirsson skipstjóri á Andey og Einar Valur Kristjánsson
stjórnarformaður Hraðfrystihússins hf á kajanum í Súðavík.
„Gömlu mennirnir“ hressa sig á snittum eftir leikinn. Frá
vinstri: Hinir brottfluttu Lúðvík Jóelsson og Albert
Guðmundsson („Lost Boys“ - mœtti ekki nefna þá glataða
snillinga?) og heimamennirnir Pétur Guðmundsson og
Guðjón Höskuldsson („Old Boys“ eða gamlingjar).
|r í RörfubPlta?
ferð til Stykkishólms og vann
Snæfell með átta stiga mun,
69-77.
Yngstu krakkarnir voru í
Reykjavík og léku þrjá leiki,
sem allir töpuðust með litlum
mun.
Gamlingjalið KFÍ („Old
Boys“) fékk brottflutt gamal-
menni („Lost Boys“) í heim-
sókn til ísafjarðar og var það
hnífjafn og skemmtilegur
leikur sem endaði með jafn-
tefli, 63-63. Jafntefli er annars
ekki til í körfubolta en það
var látið gilda í þetta sinn.
Myndin er tekin um síðustu helgi, rétt áður en endar náðu saitian í Sundahöfn.
landvinmngar í Sundaluifn
Fyrir fáum dögum var takar frá Sauðárkróki önnuð- ætlunin að dæla um hundr-
lokið við grjótgarð í Sunda- ust gerð garðsins. að þúsund rúmmetrum af
höfn á ísafirði, sem á að Innantíðarverðurbryggju- efni úr Sundunum inn fyrir
verða ytri mörk nýrra land- kanturinn í Sundahöfn lengd- téðan garð á einhverju ára-
vinninga á svæðina Verk- ur um 75 metra en síðan er bili og búaþar til landrými.
Myrkurflug um ísafjaröarflugvöll?
Hreyfing virðist kornin á
undirbúning þess, að hægt
verði að stunda áætlunar-
flug um Isafjarðarflugvöll
þótt myrkur sé, en það er
langþráður draumur og
baráttumál margra ísfirðinga.
Fyrr í vetur var komið upp
fjórum leiðarmerkjum á Eyr-
arhlíð og Seljalandsmúla.
Fyrir skömmu kom vél Flug-
málastjórnar vestur og prófaði
aðstæður f myrkri. Reyndar
stóð til að gera það í fyrra, en
ekki varð af því þá af ein-
hverjum ástæðum. Skátar
voru fengnir til að lýsa upp
leiðarmerkin og tlóðlýsa háls-
inn framan við Kubbann.
Vélin fór nokkrar ferðir um
völlinn í báðar áttir og er ekki
vitað annað en það hafi gengið
mjög vel.
Það er afar brýnt, að vænt-
anlegir frambjóðendur til
Alþingis í vor hafi þetta mál
í huga og fylgi því í höfn.
Eftir því mun verða tekið,
hvernig menn standa sig í
því efni.
ísafjörður
Rekstur
Eló endur-
skipulagður
Starfsfólki verslunarinnar
Eló á Skeiði á Isafirði hefur
verið sagt upp störfum auk
þess sem leigusamningi um
verslunarhúsnæðið hefur
verið sagt upp.
Eigendur EIó staðfestu
þetta í samtali við blaðið í
gær. Þeir tóku jafnframt
fram að verið væri að endur-
skipuleggja reksturinn og að
þessar aðgerðir þýddu engan
veginn að þeir myndu hætta
verslunarrekstri í Ljóninu.
Uppsagnirnar taka gildi
eftir þrjá mánuði. Auk
verslunar í Ljóninu reka
Eló-menn verslanir við
Silfurtorg og í Hnífsdal.
Hæstiréttur dæmir Básafeii hf. tii að greiða fimm miiijónir króna í skaðabætur
Útgerðarfðagið Barð fdkk ekki
nodð nðbátaraflahliitdeadar
Hæstiréttur hefur dæmt
Básafell hf. til að greiða Barði
ehf. tæpar 5 milljónir króna í
skaðabætur vegna þess að síð-
arnefnda félagið fékk ekki
notið viðbótaraflahlutdeildar
á grundvelli laga nr. 105/1996
um breytingu á lögum um
stjórn fiskveiða.
Barð hafði árið 1994 selt
Eyrasparisjóði endurnýiunar-
rétt bátsins ísborgar BA, sem
hafði farist skömmu áður, og
var tekið fram í afsalinu að
honum fylgdu engar veiði-
heimi ldir, en aflahlu tdei ld bát-
sins hafði Barð flutt yfir á
annan bát í sinni eigu. Sfðan
heimilaði Barð sparisjóðnum
að nýta endurnýjunarrétt bát-
sins á togarann Hafrafell IS,
sem er í eigu Básafells.
Með fyrrgreindum lögum
var lögfest heimild til að út-
hluta viðbótaraflahlutdeild til
skipa sem stundað höfðu
línuveiðar á ákveðnum tíma-
bilum, enda kæmi viðbótin í
stað línutvöföldunar. Á grund-
velli lagabreytinganna var
Hafrafelli úthlutað viðbótar-
aflahlutdeild sem grundvall-
aðist á aflareynslu ísborgar.
Þegar Básafell hf. neitaði að
viðurkenna rétt Barðs til afla-
hlutdeildarinnar krafðist síð-
arnefnda fyrirtækið skaða-
bóta.
Hæstiréttur taldi Barð ehf.
eiga réttmætt tilkall til við-
bótaraflahlutdeildarinnar,
þrátt fyrir að félagið ætti ekki
fiskiskip þegar hún kom til
úthlutunar og því hefði félagið
bersýnilega orðið fyrir tjóni.
Var því Básafell dæmt til að
greiða bætur sem svöruðu til
gangverðs aflahlutdeildarinn-
ar í viðskiptum, eða kr.
4.988.284 með dráttarvöxt-
um. Auk þessa var Básafell
dæmt til að greiða stefnda,
Barði ehf. kr. 600 þúsund í
málskostnað.
MIÐViKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999
3