Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.02.1999, Page 8

Bæjarins besta - 03.02.1999, Page 8
Bolvíkingar á heimave um hvítabirnina á Grs - þar sem menn fara í róður á hundasleðum og veiða grálúðuna upp um ís og lifa á maddaki þangað til næsta skip kemur í júlí s Olafur Sigurðsson er liðlega þrítugur Bolvíkingur, sem hefur að mestu alið aldur sinn á sjó, lengst af á Júlíusi Geirmundssyni sem háseti og eitthvað sem annar stýrimaður, en er nú kominn í land - Grænland. Hann starfar þar sem framleiðslustjóri eða verklegur framkvæmdastjóri frystihúss í litlum bæ sem heitir Kuummiut, innst í Ang- magssalikfirði á austurströndinni, þráðbeint í vestur frá Bolungarvík. Fyrirtækið sem hann vinnur hjá heitir Nuka A/S, dótturfyrirtæki Royal Greenland. Nuka er grænlenska og þýðir litli bróðir eða litla systir og er þar átt við skyldleikann við Royal Greenland. Segja má, að á hvítabjarna- landinu Grænlandi sé Bolvíkingurinn Olafur Sigurðsson á heimavelli. Hann er bróðursonur Jóns Péturssonar skip- / stjóra á Guðnýju IS, sem frægur er af því að vinna hvítabjörninn ásamt skipshöfn sinni hér um árið. 8 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 Sjómennskan á þessum slóðum er með nokkuð öðrum hætti en Vestfirðingar eiga að venjast. A vetrum sækja menn t.d. sjóinn á hundasleðum og veiða grálúðuna upp um ís. Engin þörf er að ísa aflann á leiðinni heim því að hann beinfrýs af sjálfu sér. Ahöfnin ereinn maðurog tíu-tólfhund- ar. Frá farkostum þessum berst ekki annað vélarhljóð en gelt. Eftir ísa brot á sumrin róa menn hins vegar á smábátum. Sumir þeirra eru upp í tíu tonna plastbátar. Aðrir eru allt niður í jullur eða fyrrverandi árabáta með fjögurra hestafla vélar og minna óneitanlega á upphaf vélbátaaldar í Bolung- arvík fyrir nærri hundrað ár- um. Aflið í sleðunum er að sjálfsögðu mælt í hundöflum en ekki hestöflum. Kuummiut er um 400 manna bær eða á stærð við sjávarþorpin á Vestfjörðum. Þar eru eintóm „spýtuhús“ eins og sagt er hér fyrir vestan og í fæstum þeirra er rennandi vatn. Ekkert bíó, enginn skemmtistaður. Þar er hins vegar einn bar í húsi sem minnir helst á samkomuhúsið á Flæðareyri í Jökulfjörðum. Tvö vatnsklósett eru í bæjar- félaginu. Bæjarbúum þykir gott að fá sér í staupinu mörg- um hverjum en þá nota þeir að vísu hvorki staup né glös. Nuka A/S yfirtók ekki alls fyrir löngu reksturinn á 29 fiskfabrikkum í eigu Royal Greenland víðsvegar á Græn- landi. Nuka er undir stjórn íslensks framkvæmdastjóra, Gunnars Braga Guðmunds- sonar, sem ráðinn var af Roy al Greenland. „Hann er alveg einstakurmaður“, segirOlafur Sigurðsson. Kom heim til að skipta um föt Olafur hefur nú verið í Kuummiut í þrjá mánuði og kom snögga ferð heim til að fara í sturtu og skipta um föt og opna póstinn. Tildrög þess að hann fórtil Grænlands voru þau, segir hann, „að karl faðir minn fluttistþarnaútfyrirtæp- um tveimur árum. Eg var eitt sinn með honum á ferðalagi frá Islandi og yfir til Nuuk á vesturströndinni og þá hittum við Gunnar Braga í stutta stund í flugstöðinni í Kulusuk. Ólafur Sigurðsson.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.