Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.02.1999, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 10.02.1999, Blaðsíða 2
tJtgefandl: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður n 4S6 4560 0456 4564 Uetfang prentsmiðju: hprent@snerpa.is Stafræn útgáfa: http ://www. snerpa.is/bh Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halidór Sveinhjörnsson Hitstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Hlynur Þór Magnússon Netfang ritstjórnar: bb@snerpa.is Bæjarins'besta er í samtökumbæjar- og héraðs- fréttablaða. Eftirprentun, hjjóðritun, notkun Ijósmynda og annars flfals er óhelmll nema heimllda sé getið. Hið þýska fley Útgeróarfélagió Marína kaupir Sunnutind Rækjulína sett í skipið á ísaflröi Sunnutindur SU 59 við komuna til ísafjarðar. Frystitogarinn Sunnutind- ur SU 59 kom til hafnar á Isafirði sl. mánudagsmorg- un. Nýr eigandi þess er Ut- gerðarfélagið Marína, en það er í eigu þeirra Aðal- steins Ómars Ásgeirssonar áfsafírði og Aðalbjörns Jóa- kimssonar úr Hnífsdal, sem kenndur var við Bakka hf. Skipið keyptu þeir af Bú- landstindi hf. á Djúpavogi. Útgerðarfélagið Marína er skráð í Reykjavík. Sunnutindur er flaka- frystitogari en strax við konr- una til ísafjarðar hófu Vél- smiðjan Þristur hf. og Skipa- smíðastöðin hf. á Isafirði vinnu við að setja rækju- vinnslulínu í skipið, flokkara og kör fyrir Japansrækju. Að öðru leyti verður notast við sama búnað og notaður var fyrir bolfiskinn. Reiknað er með að þetta verk taki viku tii tíu daga en síðan fer skipið á rækjuveiðar á Vestfjarðamið- um og frystir aflann um borð, að sögn Aðalsteins Ómars. Ekki er ákveðið hvar skipið leggur upp. Ástandið á rækju- miðunum hefur verið mjög dauft í vetur en menn vonast eftir þokkalegri rækjuveiði á Dohrnbanka í næsta mánuði. Skipið er um 300 brl. Það var smíðað í Noregi árið 1978 Fjárhagsáætlun Bolungarvíkurkaupstaðar 1999 Þess er ekki langt að minnast er einn þingmanna kvað svo að orði að nú reyndi á hvort hann (ráðherrann, flokksbróðir þingmannsins) reyndist maður orða sinna. Mun miklu lengra aftur í tímann farið bar við að menn handsöluðu samninga sín á rnilli. Töluð orð jafngiltu undirskrift. Handtakið var innsiglið. Menn þeirra tíma reyndust menn orða sinna. „Það er sjálfsagt að menn selji skip sín eins og aðrar eignir, til þess hafa þeir fullan rétt. En það stríðir gegn öllum lögmálum siðaðra manna að einstaklingar selji þjóðareign, lögum samkvæmt, sem sína eigin.” Þetta sögðum við í leiðara þegar Samherji keypti Gugg- una eða öllu heldur aflaheimildir hennar, sem við kváðum „stærsta og átakanlegasta dæmið um hriplekt kvótakerfi, sem þjónar þeim helsta tilgangi að koma yfirráðum mestu auðlindar okkar Islendinga á fárra manna hendur.” Tveimur árum seinna rifja menn upp fögru loforðin sem þá voru gefin en sem nú eru brostnar vonir einar. Guggan er orðin þýsk. „Það má ekki hengja okkur um aldur og ævi fyrir það sem höfum einhvern tíma sagt” er haft eftir forstjóra Samherja, sem lítur svo á að aðalmálið sé ekki hvað skip- in heita og hvar þau landa, hagsmunir félagsins gangi fyrir. „Eg er voðalega sár, ég get ekki sagt annað.” Og lái honum (Geira á Guggunni) hver sem vill. En „þeir (Sam- herjamenn) reka sitt fyrirtæki, blessaðir drengirnir,” og þeir hafa komið vel fram við hann (Ásgeir) þótt mikið vanti á að þau orð hafi staðið sem féllu við sameiningu Hrannar og Samherja á sínum tfma. Guggu-máliðsnýst ekki umþaðhvortforstjóri Samherja er maður orða sinna eða ekki. Það snýst heldur ekki um hversu mikil sárindi Ásgeirs Guðbjartssonareru. Möndull þessa máls eru ólög kvótakerfisins sem gera mönnum kleift að braska með fjöregg þjóðarinnar. I kvótakerfinu skipta fögurfley ekki máli,jafnvel þótt gul séu. Þar blífur söluverðmæti kvótans sem handhafarnir geta braskað með að eigin vild. I augum fbúa þeirra byggðarlaga sem kvótakerfið er að leggja í auðn skiptir hins vegar miklu máli hvar aflinn kemur að landi, hvað sem blessaðir drengirnir segja. Það skiptir engu máli þótt Guggan sé orðin þýsk úr því sem komið var. Það skiptir hins vegar öllu að tekið verði á braskinu í kvótakerfinu. Braskinu sem búið er að færa yfírráðaréttinn yfir auðlindinni á fárra manna hendur og kemur í veg fyrir að ungir og framsæknir menn geti hafið útgerð á Islandi. - s.h. ODÐ VIKUNNAÐ Kiaustur Orðið klaustur er komið úr latínu eins og margt annað sem varðar trúarbrögð. Það merkir í rauninni „lokað hús“ enda áttu fæstir sem gengu í klaustur afturkvæmt þaðan. Klaustur er skylt ensku sögninni to close (að loka). Klósett er lítið herbergi sem venja er að loka að sér meðan á dvöl stendur. þótt flestir eigi þaðan afturkvæmt sem betur fer. Claustrophobia er innilokunarótti (fóbía = ótti eða fælni, oft án sérstakrar ytri ástæðu, að því er virðist). Samdráttur og erflöur fjárhagur Fjárhagsáætlun Bolungar- víkurkaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 1999 var sam- þykkt á bæjarstjórnarfundi fyrir skömmu. Hún ber glögg merki samdráttar og erfíðrar fjárhagsstöðu bæjarins. Áætlunin er samin við þær aðstæður, að íbúum bæjarins hefur fækkað um 6,5% á milli áranna 1997 og I998. Sam- hliða því hefur hálaunastörf- um í bæjarfélaginu fækkað verulega. Þetta tvennt hefur í för með sér umtalsverða skerðingu í tekjuáætlun fyrir 1999. Reiknað er með allt að 13 milljón króna lægri tekjum bæjarsjóðs árið 1999 en árið 1998, þrátt fyrir launahækk- anir í landinu. Heildartekjur eru áætlaðar tæplega 229 milljónir króna. Þá vantar samkvæmt fjárhagsáætlun- inni liðlega23 milljónirkróna til að endar nái saman og rnunu þá skuldir bæjarsjóðs aukast sem því nemur. Vegna fólksfækkunarinnar hefur fjölgað þeim íbúðum sem standa auðar og hafa því leigutekjur húsnæðisnefndar Bolungarvíkurdregist saman. Jafnframt eru umsvif og tekjur Bolungarvíkurhafnar mun minni en áður. Rekstrargjöld sveitarfé- lagsins, svo sem launakostn- aður, hafa jafnframt vaxið um leið og einstaklingar og fyrir- tæki hafa fengið aukna og fjöl- breyttari þjónustu af hálfu bæjarfélagsins. Þá verður ekki vikist undan föstum kostnaði, svo sem viðhaldi fasteigna, gatna, holræsa og vatnsveitu, ásamt því að endurnýja tækja- búnað stofnana bæjarins eftir því sem hann gengur úr sér. Á síðustu árum hefur verið farið vandlega yfir rekstrarliði bæjarsjóðs og stofnana hans. Ljóst má vera, að ekki verður gengið öllu lengra í niður- skurði rekstrargjalda án þess að verulega sé dregið úr þjón- ustu, en það er hvorki vilji né stefna bæjarstjórnar Bolung- arvíkur. Jafnframt er ljóst, að ekki er hægt að verða við öll- um óskum um fjárveitingar. Þó verður reynt að koma til móts við óskir forstöðu- manna, félagasamtaka, nefnda og ráða um viðhald og fjárfestingar svo sem kostur er, að teknu tilliti til hins þrönga fjárhags bæjarsjóðs. Héraðsdómur Vestfjarða Æsumálið þingfest Mál Kolbrúnar Sverris- dóttur á Isafirði vegna slyss- ins þegar skelveiðiskipið Æsa fórst á Arnarfirði (sbr. BB fyrir hálfum mánuði) verður væntanlega þingfest í Héraðsdónri Vestfjarða í næstu viku. Dómsmálaráðherra hefur veitt Kolbrúnu gjafsókn í málinu, en það þýðir að rík- issjóður mun greiða kostn- að hennar vegna málsókn- arinnar. KF! þokast upp stigatöfluna í úrvalsdeildinni í körfu KFÍ sigraði Þór frá Akureyri örugglega með 87 stigum gegn 71 í frestuðum leik á Torfnesi um síðustu helgi. Leiknar hafa verið sextán umferðir af tuttugu og tveimur í DHL-deildinni og er KFÍ með 20 stig að þeim loknum, hefur unnið tíu leiki og tapað sex. Liðið er nú í fimmta sæti af tólf og talsvert bil í næstu lið fyrir neðan. Á föstudagskvöldið (12. febrúar) verður sannkallaður stórleikur á heimavelli KFI áTorfnesinu, en þá komanýkrýndir bikarmeistarar Njarðvíkinga í heimsókn. Oft var þörf en nú er nauðsyn að ísfólkið og aðrir stuðningsmenn KFÍ komi í Jakann og hvetji sína menn. Þá gefst lfka fyrsta tækifærið til að sjá hinn nýja liðsmann KFÍ, enska landsliðsmanninn Ray Carter, f öllu sínu veldi. ísfirðingum gefst í fyrsta sinn tœkifœri til að sjó Ray Carter, hinn nýja leikmann KFÍ, í leiknum við bikar- meistara Njarðvíkur nk. föstudagskvöld. 2 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRUAR 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.