Bæjarins besta - 10.02.1999, Síða 8
Keppt var um
Grænagarðsbikarinn í
svigi í Tungudal sl.
sunnudag. í flokki karla
15 ára og eldri voru í
keppendur sjö og luku
sex þeirra keppni. Sig- f
urvegari varð Hávarður
Olgeirsson, í öðru sæti :
varð Stefán Þór Ólafs- :
son og f þriðja sæti varð f
Eiríkur Gíslason.
Tveir keppendur
voru í kvennaflokki 15
ára og eldri og lauk :
annar þeirra keppni, :
Elín MartaEiríksdóttír. j
Einnig voru tveir kepp-
endur í flokki 13-14 ára:
stúlkna.AldísTryggva-
dóttir sigraði en Guðný
Ósk Þórsdóttir var ekki
langt á eftir.
Bikarmót Skíða-
sambands íslands þar :
sem 15 ára og eldri
keppa í svigi og stór-
svigi verður haldið í ;
Tungudal dagana 14. j
og 15. febrúar.
Keppni hefst báða ;
dagana kl. 31:30.
ísfirðingar
sigursælir
ísfirðingar áttu sig-
urvegara í átta af fjórt-
án keppnisflokkum á :
Bikarmóti Skfðasam-
bands íslands scnt j
haldiðvaráísafirðium ;
fyrri helgi.
í göngu með het'ð-
bundinni aðferð áttu ís-
firðingar fjóra sigur- ;
vegara af sjö. í 5 km
göngu stúlkna 15-16
ára sigraði Sandra
Steinþórsdóttir. í 7.5
km göngu drengja 15- j
16 ára sigraði Jakob
Einar Jakobsson, f 10 j
km göngu pilta 17-19 I
ára sigraði Ólafur Th.
Árnason og í 7,5 km
göngu kvenna 16 ára
og eldri sigraðí Stella
Hjaltadóttir.
í göngu með frjálsrí ;
aðferð sigraði Katrín
Árnadóttir í flokki 15- 1
ISSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSM
16 ára, í 5 km göngu
drengja 15-16 ára stgr-
aði Jakob Einar Jak-
obsson, í 10 km göngu
pilta 17-19 ára sigraði
ÓlafurTh. Árnason og j
göngu kvenna sigraði ;
Stella Hjaltadóttir.
Jónína Ó. Emi/sdóttir, aöstoðarskólastjóri skrifar
Skipulag lestrarkennslu
Eins og allir vita er góð
lestrarkunnátta lykill að góð-
um námsárangri. Það sem ein-
kennir lestrarnám umfram
annað nám er sú mikla þjálfun
og endurtekning sem á sér
stað. Það er með lesturinn eins
og íþróttir - hann krefst stöð-
ugrar þjálfunar á ákveðnu stigi
lestrarferilsins til þess að skila
þeim árangri sem við setjum
okkur. Hvað varðar lestrarnám
nemenda verður samstarf
heimila og skóla aldrei ofmet-
ið. Samstarfið krefst tíma og
vilja, ekki aðeins á meðan
barnið er á fyrstu árum grunn-
skólagöngu sinnar, heldur
einnig, og ekki síður, á seinni
stigum hennar. Það að fylgjast
náið með árangri eykur metn-
að nemenda, kennara og for-
eldra. Það stuðlar að skjótari
framförum nemandans í lestri
og annað nám verður auðveld-
ara og ánægjulegra.
Veturinn 1996-1997 var
staða lesturs og lesskilnings
til endurskoðunar í 1 .-10.
bekk Grunnskólans á Isafirði,
í þeim tilgangi að gera lestrar-
nám nemenda markvissara og
samfelldara og bæta námsár-
angur nemenda. Þann vetur
fólst aðalvinnan í því að safna
gögnum og kanna fyrirkomu-
lag lestrarkennslunnareins og
hún var. Ut frá þessurn gögn-
um ásamt viðtölum og vinnu
með kennurum voru markmið
lestrarkennslunnar ákveðin í
hverjum árgangi, leiðir til að
nálgast þau settar fram og
staðan metin, bæði til
skemmri og lengri tíma litið.
Kom í ljós að of lítil áhersla
var lögð á lestur eftir 4. bekk
og áherslan var einkum á
raddlestur. Almennt er talið
að nemendur eigi að vera
orðnir læsir við 10 ára aldur
og eru það flestir. Þó á hluti
nemanda (um 10%) við mikla
lestrarörðugleika að etja og
þeir nemendur þurfa sérstaka
aðstoð.
Þegar við prófuðum nem-
endur á unglingastigi í lestri
kom hins vegar í ljós að tölu-
vert stærri prósenta náði ekki
tilteknum lágmarksatkvæða-
fjölda á mínútu. I lesskilnings-
prófinu kom einnig fram
ónógur skilningur á lesefninu.
Við nánari eftirgrennslan kom
í ljós að stór hópur nemenda
las mjög lítið t.d. sögubækur
eða annað lesefni. Um leið og
eftirfylgni á lestri í skólanum
minnkar, og þá að sama skapi
eftirfylgni heima, dettur lestr-
arhraðinn niður og lesskiln-
ingur ásamt orðaforða fylgir
með. Þörf var á endurbættu
skipulagi til að auka lestrar-
færni nemenda, sérstaklega á
mið- og unglingastigi. En
hvernig? Hvað getur skólinn
gert og hvað geta foreldrar
gert? Hvað er hægt að gera til
að virkja nemendur á mið- og
unglingastigi? Jú, lestrarefnið
verður að höfða til þeirra, það
þarf að vera mátulega þungt,
Jónína Ó. Emilsdóttir.
áhugavekjandi, markvisst og
fjölbreytt. Þörf var á að leggja
oftar fyrir reglulegar kannanir
á lestrarfærni nemenda og
kennsla síðan byggð á þeim
könnunum. Þeir nemendur
sem grunur leikur á að séu
með dyslexíu eða mikla lestr-
arörðugleika þurfa að fá nán-
ari greiningu og aðstoð í fram-
haldi á því.
Lestrarskipulagið hófst svo
skólaárið 1997-1998. Skipu-
lagið fólst m.a. í því að fjölga
hraða- og lesskilningsprófum
frá 2. og upp í 10. bekk. Jafn-
framt var aukin áhersla lögð á
lestur á miðstigi og efsta stigi
grunnskólans. I 9. bekk var
haldið hraðlestrarnámskeið
og nefnist námsefnið „Lestu
nú". Það er svipað að upp-
byggingu eins og námsefnið
„Lestu betur" en það er kennt
á framhaldsskólastigi. Þessi
námskeið gefast mjög vel og
eru dæmi þess að nemendur
sem nú eru í 10. bekk hafi
margfaldað lestrarhraða sinn.
Mun þetta verða fastur liður í
námi 9. bekkjar framvegis en
námskeiðið nær yfir 6 tíma á
viku í fjórar til fimm vikur.
Eru allir íslenskutímar ár-
gangsins teknir í lestrarátakið
á því tímabili.
Þó að foreldrar komi ekki
mikið nálægt þessu námsefni,
þá er engu að síður nauðsyn-
legt að þeir fylgist með og
hvetji börnin sín. Foreldrareru
lykilpersónur og gegna afar
mikilvægu hlutverki í lestrar-
námi barna sinna. Börnin
þurfa á öllum ykkar liðstyrk
að halda til þess að viðunandi
árangur náist. í öllu þessu ferli
og í öllum bekkjum grunn-
skólans verða foreldrar að að-
stoða börn sín við lesturinn
og fylgast náið með árangri
þeirra. Það að hvetja börnin
og hrósa þeim ef vel gengur
er nauðsynlegt. Ef foreldrar
lenda í erfiðleikum og vantar
ráðleggingar þá er besta ráðið
að hafa samband við umsjón-
arkennara og/eða sérkennara
um aðstoð.
Með sameiginlegu átaki
kennara og foreldra við að
virkja nemendur í lestri með
öllum ráðum og dáðum í öll-
um bekkjum grunnskólans
munum við geta aukið lestrar-
færni nemenda og um Ieið
minnkað lfkur á að þeir lendi
í lestrarerfiðleikum.
r~ ^
Raöleggingar
til foreldra
barna, sem
eiga i lestr-
arerfiðleikum
* Gott er að foretdrar setji
upp tímatöflu í samráði við
bamið, þar sem tíminn er valinn
til að læra og lesa, þannig að
hægt sé að minna á tímann.
* Nauðsynlegt er að lesa
reglulega með barninu. rninnst
fitnm sinnum í viku.
* Mikilvægi er að sitja við
hliðina á barninu í ró og næði.
Lestur á að vera hlý og notaleg
reynsla.
* Gott er að skoða mynclir
og spá í efnið út frá þeim, áður
en byrjað er að lesa.
* Gotteraðhrósaoft, jafnvel
þótt það virðist vera fyrir
I íti lræði. H-vnamínið er mikil-
vægt, sérstaklega þegar barnið
les erfið orð, leiðréttir sjflft
viilu eða les heilar setningar
rétt.
* Oft er erfitt að fmna bók
fyrir börn með lestrarörðug-
leika, sern höfðar til áhuga
þeirra og löngunar til að lesa.
Gott e r að lesa þá ti 1 s kipt i s eða
að báðir lesi saman.
* Mikilvægt er jat'nframt að
stuðla að sjálfstæði og ábyrgð
barnsins í Iestri og stýra ekki
verkínu frá a til ö eða fram
kvæma fyrir barnið.
* Barnið á helst að benda
sjálft á orðið um ieið og það
les. Sum börn vilja það ekki og
fara þess vegna línuvillt og
orðavillt. Gotter að setja blýant
við upphaf þeirrar línu sem
barnið er að lesa. Þegar barnið
er að lesa síðasta orðið í línunni
færir þú blýantinn niður að
næslu línu. Reyndu þetta áður
én þú tekur á þíg ábyrgðína á
vcrkinu og bendir sjálf/sjálfur
'yá orðið.________________J
- Jónína Ó. Emilsdóttir,
aðstoðarskólastjóri Grunn-
skólans á Isafirði.
HaHdór Hermannsson á ísafirði skrifar
Djúpbáturinn Fagranes
Nú hefur það verið gert
heyrinkunnugt, að rekstur
bílaferjunnar Fagraness
verði hætt í vor að öllu
óbreyttu, takist ekki með
einhverjum hætti að bæta
fjárhagsstöðu Hf. Djúpbáts-
ins.
Mér þykja þetta slæm tíð-
indi fyrir fbúa ísafjarðarbæj-
ar og nágrennis og enn ein
sönnun hnignunar byggðar-
lagsins. Það verður að segj-
ast eins og er, að áhugi al-
mennings er hvergi nærri
nógur að nýta sér þennan
þægilega flutningsmáta á
bifreiðumogfólki. Segjamá
að það sé einungis íjóra
mánuði ársins sem notkun
skipsins er með viðunandi
hætti. Skammur tími er lið-
inn frá því að lagður var
mikill kostnaður og fyrir-
höfn í að koma þessuin
ferðamöguleika á fyrir íbúa
svæðisins. Má þar nefna
tvær ferjubryggjur, á Isafirði
og Arngerðareyri, sem bíða
þess eins að safna fugladriti
í framtíðinni.
Vert er að skoða þetta
dæmi nánar. Fólki sem vinn-
ur á vegum hins opinbera er
borgaður svokallaður ríkis-
taxti fyrir að aka á eigin bifreið
ef starf þess útheimtir það.
Rúmar 35 krónur munu vera
borgaðar á hvern ekinn km á
malbikuðum vegi en um 40
kr. pr. km á malarvegi. Þarna
er tekið tillit til aksturs, bens-
íns og viðhalds á bifreið. Frá
ísafirði til Arngerðareyrar,
landveg, munu vera um 178
km. Margfaldað með 35 kr. á
kílómetra gerir það kr. 6.230,.
Bíferjufarið kostar ökumann-
inn kr. 3.000,- en kr. 500 bæt-
ast við ef um farþega er að
ræða. Þó að fólki tinnist það
taki minnaíbuddunaaðkeyra
landveginn, þá er það einfald-
lega rangt þegar allt er reikn-
að.
Skoðum nú næst þægindi
og öryggi. Ef við tökum dæmi
af venjulegu fólki sem óvant
er að key ra bíl í langkey rslum,
þá er það samdóma álit þeirra
sem að ferðast með ferjunni
um Djúp, að það sé ólíkt léttari
ferðamáti og afslappaðri á
leiðinni til Reykjavíkur, held-
ur en að krækja inn og út alla
fírði í misjafnri færð. Svo ekki
sé nú talað um hálkuna sem
ermeiraog minna viðvarandi
ávetrumáDjúpveginum. Þeir
sem undanfarið hafa verið að
týna lífinu í bifreiðaslysum
hér á landi hafa flestir farið á
hálku, enda þótt að við hér
vestra höfum verið svo heppin
að sleppa mikið frá hálkuslys-
um það sem af er.
Nú fyrir skömmu hafa
stjórnvöld gefið það út, að nú
skuli efla og styrkja dreifbýlið
með því að byggja hin svo-
kölluðu menningarmusteri á
nokkrum stöðum á lands-
byggðinni. Þetta mun verða
einhverra milljarða dæmi.
Margir hugsa gott til þessara
framkvæmda. Hins vegar eru
mj ög dei ldar mei ni ngar meðal
fólks um það með hvaða hætti
þetta kemur til með að stöðva
fólksflóttann úr héruðunum.
Fagranesið hefur hlotið ríkis-
styrki til reksturs síns þótt
hann sé tiltölulega lítill miðað
við rekstur annarra flóaskipa
og ferja. Eg myndi vilja, mætti
ég ráða, að menningarhöllin
yrði höfð örlítið ódýrari í
byggingu og peningar sem við
það spöruðust nýttir til að
styrkja bílaferjuna okkar
meira, þannig að hún mætti
nýtast okkur í einhver ár til
viðbótar, a.m.k. þar til vegur-
inn um Djúp er orðinn styttri
með brú yfir Mjóafjörð eins
og fyrirhugað mun vera ásamt
því að klárað væri að leggja
bundið slitlag á allan Djúp-
veginn.
Nú er talið að ferðamanna-
þjónustan sé sá atvinnuvegur
landsmanna sem á einna
mesta framtíð fyrir sér og
vaxtarmöguleika. Það er því
kaldhæðnislegt, að nú skuli
ísfirðingar ætla að horfa á það
með hendur í skauti að einn
af máttarstólpum ferðaþjón-
ustunnar, Fagranesið, skuli
hverfa héðan úr byggðarlög-
um við Djúp. Hverjum ætlum
við svo að telja trú um að hér
sé verið að byggja upp til að
taka á móti ferðamönnum?
Var einhver að hlæja?
Fyrir tveimur árum síðan
hóf íslandsflug reglubundnar
ferðir til Isafjarðar. I kjölfar
þeirrar samkeppni sem þá
skapaðist lækkuðu flugfar-
gjöld verulega á leiðinni milli
ísafjarðar og Reykjavtkur.
Rúmu ári síðar lagði Islands-
flug þessar ferðir niður. Við
það hækkuðu flugfargjöld öll
á ný. Forráðamenn Islands-
Halldór Hermannsson.
flugs gáfu það út, að Isfirð-
i ngar hefðu sýnt þessu fram-
taki þeirra hið mesta
tómlæti. Samt sem áður varð
mörgum manninum illa við
þegar þessi ferðamöguleiki
aflagðist. I vor um mánaða-
mótin maí-júní geri ég ráð
fyrir því að mörgum mann-
inum þyki miður þegar
Fagranesi ð hættir, eða er öll-
um að verða sama um
hvernig allt velkist hér til
hnignunar?
I Noregi er byggðarlag
þar sem íbúar bitu í skjaldar-
rendur til þess að vinna sig
út út erfiðleikum og hnignun
með því að vinna saman allir
sem einn. Þeim er nú að
takast að sigrast á erfiðleik-
unum; þar er nú allt á upp-
leið.
Er svo stutt á milli fjall-
anna hér á Isafirði að þau
þrengi að hugsanagangi
fólks? Mér hefur stundum
flogið það í hug.
- Halldór Hermannsson.
8
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRUAR 1999