Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.03.1999, Side 2

Bæjarins besta - 31.03.1999, Side 2
TJtgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 ísaflörður ■B 456 4560 O456 4564 Netfang prentsmlðju: hprent@snerpa.is Stafræn útgáfa: http://www.snerpa.is/bh Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Hlynur Þór Magnússon Netfang ritstjórnar: bb@snerpa.is Bæjarins Þesta er í samtökumbæjar- og héraðs- fréttablaða. Eftirprentun, hljóðrltun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema helmllda sé getið. Fjörheilagt Ef fallið er í þá freistni að láta seinnihluta fyrirsagnarinnar gilda yfír líðandi viku á hún rétt á sér. Heilagleikanum er þó ekki fyrir að fara fyrr en kemur að hátíðinni í lok Dymbilviku; Skíðavikan, Skíðalandsmótið og afmælið er því tengist hafa yfir sér annan blæ. Enda þótt heilagleiki svífi ekki yfir skíðabrekkum og keppnisbrautum íTungudal er þess að vænta að drengskapur og sannur íþróttaandi verði þar í fyrirrúmi. Sextíu ár eru nú síðan Skíðalandsmót var í fyrsta sinn haldið á ísafirði. Það eru merk tímamót. Til keppni á Skíðalandsmótinu, sem sett var s.l. mánudag af forseta fslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, eru mættir bestu skíðamenn landsins ásamt erlendum köppum. Allir áttu þó ekki hægt um gang til leikja að þessu sinni líkt og verða vill hjá íþróttafólki þegar eitthvað fer öðruvísi en ætlað er. Megi þeir sem um langan veg eru komnir til að etja kappi í skemmtilegri íþrótt eiga góða daga á ísafirði. Megi dvölin hér verða þeim gott vegarnesti og varðveitast í sjóði minninga þegar frá er horfið. Mikið vatn er til sjávar runnið og margt öðruvísi en þeg- ar fyrsta Skíðalandsmótið var haldið hér. Þá öttu kappi frístundaíþróttamenn sem svo mætti kalla, fólk er leitaði til fjalla til útiveru og íþrótta oft að loknum löngum og ströngum vinnudegi. Landsmótin gáfu þessu fólki tækifæri til að reyna með sér í íþróttinni. Þá var orðið áhugamaður enn í orðabók íþróttamanna. Nú er öldin önnur. Nú skreppa atvinnuíþróttamennirnir okkar í útlöndum heim á gamla Frón til að sína listir sínar þegar mikið liggur við. A skíðamótum fyrri tíma voru norrænar greinar, ganga og stökk, í hávegum. Sá er náði bestum árangri samanlögðum í þessum greinum hlaut sæmdarheitið „Skfðakóngur íslands”. Nú stökkva menn ekki lengur á skíðum á lands- mótum. Og skíðakóngur fyrirfmnst enginn. Dugnaður fáeinna karla og kvenna vakti Skíðavikuna af nokkurra ára þyrnirósarsvefni. Sú elja verður aldrei full- þökkuð. Skíðavikan var og er á ný orðin órjúfandi þáttur í bæjarlífinu á ísafirði í páskavikunni. Og má aldrei niður falla. Snúum okkur þá að hátíðinni í lok vikunnar. Megi páskahátíðin færa okkur þó ekki sé nema hænufet í þá átt að við verðum „meðal þjóða þjóð” þar sem þekkist „hvorki sverð né blóð”, og að þjóðir heims muni um síðir læra að una við þann auð, sem friðsæld gefur, svo vitnað sé til þjóðhátíðarljóðs Huldu. Bæjarins besta sendir lesendum sfnum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. -s.h. ORÐ VIKUNNAD Heimskur Til forna hafði orðið heimskur aðra merkingu en nú. Heimskt er heimaahð barn, segir hið fomkveðna, og það er kjarni málsins. Að maður væri heimskur sagði ekkert um greind hans eða hæfileika, heldur aðeins að hann skorti þekkingu og víðsýni, að hann skorti reynslu til að geta notfært sér greindina og hæfileikana. Heimskur var sá sem hélt sig alla tíð í heimahögunum og fór á mis við kynni af framandi löndum og þjóðum og siðum þeirra. Það var því talið mikilvægt ungum mönnum að hleypa heimdraganum, fara víða og reyna margt, og koma síðan aftur reynslunni ríkari. Ráðstefna WWF í Þýskalandi Dorothee Lubecki verðlaun- uð fyrir Vestfiarðaverkef ni Dorothee Lubecki með verðlaunin. Á ráðstefnu alþjóðlegu WWF-samtakanna sem hald- in var í Husum í Þýskalandi fyrir skömmu fékk Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða, viðurkenningu og verðlaun fyrir sérlega vel unn- ið tilraunaverkefni um þróun ferðamála áVestfjörðum. Fyr- ir ári voru ákveðin 35 tilrauna- verkefni varðandi ferða- mennsku í norðlægum lönd- um, þar af 7 á íslandi. Úr þessum hópi voru 6 verkefni verðlaunuð, þar af tvö á Græn- landi, eitt í Noregi, eitt í Þýskalandi og eitt á Sval- barða. Að sögn Dorothee hefur þessi viðurkenning mikið kynningargildi fyrirVestfirði, því að WWF ætlar að gefa út kynningarbæklinga um heild- arverkefnið og kynna í því sambandi sérstaklega þau verkefni sem verðlaun hlutu. Fyrsta viðtalið við Dorothee í þeim tilgangi fór fram á ráð- stefnunni í Husum og verður prentað í tímariti nú í vor. Á ráðstefnunni voru full- trúar frá flestum Evrópuskrif- stofum WWF og voru þar ræddar hugmyndir um að útbúa ferðapakka fyrir félags- menn WWF í samvinnu við verðlaunahafa. WWF er með- al stærstu náttúruverndarsam- taka veraldar og félagsmenn mjög margir. Vestfjarðaverkefni Doro- thee Lubecki vakti sérstaka athygli, þar sem hér er um þróun á heilu landsvæði að ræða en ekki breytingar á starfi eins fyrirtækis. Gott tækifæri gafst á ráðstefnunni til að kynna verkefnið ítarlega með glærum og litskyggnum. Auk viðurkenningarskjals fékk Dorothee í sinn hlut 2.500 svissneska franka (um 110.000 krónur). Á vinnufundum á árunum 1996-97 skoðuðu fulltrúar WWF í samvinnu við ferða- heildsala, náttúruvemdarsam- tök, stjórnendur, rannsóknar- menn og fulltrúa heimamanna ávinning og hugsanleg vanda- mál vegna aukins ferða- mannastraums á nyrstu svæð- um jarðar. Afrakstur þeirrar vinnu eru tíu reglur um ferða- mál ásamt siðareglum fyrir ferðaheildsala og ferðamenn og hafa þær verið gefnar út. Skíða vikupunktar Það verður margt um að vera á Skíðavikunni þetta árið, hvort sem menn kjósa að þeysast um á skíðum á skíðasvæðinu í Tungudal, renna sér á snjóþotu eða ganga á skíðum í Tungu- skógi, taka sundsprett sér til heilsubótar, hlusta á tón- list, horfa á leikrit, njóta myndlistar, dansa og syngja eða bara rölta um í góða veðrinu. Hér verður drepið á helstu atriði Skíðavikunnar en á það skal bent að nánari dag- skrá verður dreift með blaði Skíðafélags ísfirðinga sem kemur út í þessari viku. Fjölskyldupunktamöt Mótið fer fram á föstudag, laugardag og sunnudag á skíðasvæðinu í Tungudal. Öll fjölskyldan getur tekið þátt í mótinu, engin aldurs- takmörk eru í gildi og geta því amma og afi líka tekið þátt með barnabörnunum. Keppt verður í svigi, göngu og á snjóþotu en á það skal bent að hver fjöl- skyldumeðlimur má ekki keppa nema einu sinni hvern dag. Allir sem taka þátt draga miða að keppni lok- inni en áþeim eru 50-1000 punktar og aðeins þrír 1000 punkta miðar. Sú fjölskylda sem safnar flestum punktum ber sigur úr býtum og hlýtur vegleg verðlaun frá Sjóvá- Almennum. Verðlaunin verða afhent kl. 16 á sunnudag í Tungudal. Garpamút Garpamótin hafa öðlast fastan sess á Skíðaviku. Þau eru ætluð skíðafólki sem er komið af allra léttasta skeiði, þ.e. er 35 ára og eldri. Garpamótið í svigi fer fram í Tungudal á páskadag og hefst kl. 12. Göngumótið verður í Tunguskógi og hefst kl. 13. Skráning er á staðnum og eru allir „gamlir" skíða- menn hvattir til að taka þátt. Mjólkursamlag Isfirðinga mun gefa keppendum fallega keppnisboli og Gullauga gef- ur verðlaunapeninga fyrir þrj ú efstu sætin í hvorri grein. Verðlaunaafhending fer fram kl. 16 á sunnudag. Þátttöku- gjald er kr. 1.200. Páskaeggjamót Núa-Síríus Páskaeggjamótið er einnig fastur liður á Skíðaviku. Mót- ið fer fram á laugardag kl. 11:30 og er ætlað skíðafólki sem er 12 ára eða yngra. Keppt verður í svigi og göngu í Tungudal og Tunguskógi. Skráning er á mótsstað. Mótið fer þannig fram að hver keppandi dregur miða þegar hann hefur lokið keppni og þá fyrst kemur í ljós hvort viðkomandi hefur hlotið páskaegg frá Nóa-Síríus, en reikna má með að nánast allir keppendur fái glaðning, þ.e.a.s. fari þátttaka ekki fram úr björtustu vonum. Þeir sem ekki fá páskaegg verða leystir út með smá glaðningi. Furöufugl Skíðaviku Föstudagurinn langi verður skrautlegur á skíðasvæðunum íTungudal og Tunguskógi en þann dag eru allir hvattir til að mæta í grímubúningi eða í það minnsta með eilthvert skrautlegt höfuðfat. Ljósmyndari verður á stað- numog tekurmyndiraf furðu- fuglunum og verða þær hengdar upp í skíðaskálanum daginn eftir. Dómnefnd mun fara um svæðið og velja „Furðufugl Skíðavikunnar". Vegleg verðlaun eru í boði fyrir rétta búninginn fyrir utan þann heiður sem fylgir þessari skemmtilegu nafnbót. Sama dag mun Foreldrafé- lag Skíðafélags ísfirðinga grilla úti í Tungudal, mála börnin í framan og að sjálf- sögðu mun sætindum rigna yfir svæðið um kl. 13. Rossignol snjóbrettamót Snjóbrettin verða vinsælli með hverju árinu sem Iíður. Ungir sem aldnir taka ástfóstri við þessa íþrótt og þeir sem einu sinni komast upp á lagið geta ekki hætt. Á Skíðaviku gefst gestum að sjá okkar efnilegustu snjó- brettakappa leiða saman hesta sína í orðsins fyllstu merk- ingu. Keppt verður í tveimur fiokkum 16 ára og yngri og eldri en 16 ára. Föstudaginn langa kl. 14:30 hefst keppni í Boardercross og fer hún fram íTungudal. Þar er um að ræða útsláttarkeppni þar sem tveir eða fleiri keppendur fara saman niður brautina í einu og sigrar sá sem kemur fyrstur í mark. Á laugardag kl. 13 verður síðan keppt í stökki af palli (BigJump).Verðlaunaafhend- ing fer fram kl. 16 á sunnudag í Tungudal. Vestfjarða-Quakingurinn Á föstudaginn langa hefst nokkuð sérstakt íþróttamót í félagsheimilinu á Suðureyri. Um er að ræða keppni í tölvu- leiknum Quake II, en hann nýtur nú fádæma vinsælda meðal netverja. Það er Snerpa ehf. á Isafirði sem stendur fy rir 2 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.