Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.03.1999, Side 9

Bæjarins besta - 31.03.1999, Side 9
- Þú ert einn af tiltölulega fáum ísfirðingum sem hafa farið brott til náms og snúið síðan heint afturmeðháskóla- próf upp á vasann. Eg spurði þig ekki alls fyrir löngu, hvort þú byggist við því að eiga hér heinta meðan öndin blaktir í nösum ellegar fara suður eins og allir. Mér fannst eins og þú byggist alveg eins við því að fara suður... „Það sem heldur manni hérna er fyrst og fremst vinnan og aðstaðan til skíðaiðkunar. Og nú svo komið með Dalinn eins og það er.“ - Og ekki er bridsið lengur. Mér skilst að það sé nú að mestu aflagt hér á ísafirði. Flestir bestu bridsmennirnir eru ýmist dánir, eins og Einar Valur, eða farnir burt, eins og Guðmundur Mósi og ungu strákarnir sem gerðu garðinn frægan fyrir Islands hönd fyrir nokkrum áruum... Hvar er gððærið? „Já, ef maður ætlar að spila hérna fyrir vestan, þá verður að fara til Þingeyrar. Það hefur á ýmsum sviðum hallað undan fæti hjá okkur félagslega á undanförnum árum.“ -Segja má að Isafjörður hafi átt þrjú uppgangstímabil á þessari öld - í byrjun aldar, á tímum Samvinnufélagsút- gerðarinnar og loks á tímum skuttogaravæðingareftir 1970 og fram um 1985... „Já, hér kom góður tími þegar síldin hvarf og bátarnir komu hingað heim aftur og skuttogararnir upp úr því.“ - En hvað með góðærið ntargfræga sent nú ríkir í þjóð- félaginu? „Það hefur ekki komið til ísafjarðar." — Sérðu ekki djarfa fyrir því á suðurhimninum? „Eg held að við séum hér að grafa okkar eigin gröf með ýmsum hætti og ástæðulítið að rökstyðja það nánar. Þetta eru ekki góðir tímar.“ Eyrin og breytingarnar - Segja má að þú hafir búið í hornunum á litlum þríhyrn- ingi hér á eyrinni á Isafirði - fyrst niðri á Bökkum, síðan við Aðalstræti 13 og loks hér við Silfurtorgið. En eyrin er fjarri því að vera hin sama og fyrrum. Fjaran mun á sínum tíma hafa náð upp að húsinu við Aðalstrætið... „Það var reyndar búið að fylla nokkuð upp þar fyrir framan þegarpabbi keypti. En áður féll alveg upp að húsun- um við Aðalstræti 11 og 13 og oft kom fyrir að flæddi inn í kjallara." - Landslagið á eyrinni hefur breyst afar mikið á liðnum áratugum. Hún hefur stækkað og stækkað og fjörurnar eru einungis til á myndum og í minningunni. Í æsku þinni var eiðið í Mjósundunum ennþá mjótt... „Já, það var rétt vegarslóð- inn þar sem þar var mjóst. Dokkan er horfin, Rifið horfið og öll fjaran kringum eyrina. Ég held að það sé ekkert eftir af þeirri fjöru sem varhérþeg- ar ég var að alast upp. Það er búið að hlaða utan á alla eyrina og rúmlega það.“ Og undirritaður minnist gamals og löngu brottflutts ísfirðings sem dvaldist í Sól- túnum í sumar og gekk um eyrina að leita að löngu horf- inni fjöru æsku sinnar. Þaraslagur og Jons Andréssooartúnið „Fjaran hérna Pollmegin var leiðinleg og raunar lítil eftirsjá að henni, nema kann- ski hclst við Hrannargötu og Sólgötu. Þar var nokkuð skemmtileg fjara. En annars var fjaran við Pollinn skítug og leiðinleg, alveg niður í bátahöfn, og við sóttum ekki mikið í hana. En að norðan- verðu var skemmtileg sand- fjara og góður leikvangur." - Þar hefur að líkindum ver- ið mikið af þangi og þara... „Já, heilu garðamir, og oft var farið í þaraslag." Fyrir fimmtíu-sextíu árum voru Efribæjarpúkarnir á ísa- firði mikið á skíðunum en púkarnir í Neðribænum héldu sig í fjörunum og á bryggjun- um. Arnar Geir kveðst nú eitt- hvað hafa farið upp á Jóns Andréssonartúnið á skíði en þó meira á sleða. „Ég var að- eins á skíðum en það var enda- laust basl og það varð ekkert úr því á þeim árum að ég yrði skíðamaður. Það beið betri tíma.“ Á Old Trafford og Vemblí En það er fleira matur en feitt ket og fleira íþróttir en brids og skíðaskrið. Arnar Geir er kunnur að knatt- spyrnuáhuga en sá áhugi fær ekki útrás í hlaupum og mark- skotum á fótboltavelli, heldur einkum fyrirframan sjónvarp- ið. Þó hefur hann komið bæði á Trafford gamla (heimavöll Manchester United) og Wem- bley (eða Vembil eins og hann heitir á íslensku). Á Vembli sá Addi á sínum tíma úrslita- leik Everton og Watford í bikarkeppninni. Þar var við- staddur þáverandi eigandi Watford-liðsins, sjálfur Elton John íeigin persónu, og bless- aði lýðinn. Hins vegar tók hann ekki lagið. Arnar Geir hefur haldið með Manchester United meira en fjörutíu ár eða allt frá flugslysinu í Mtinchen árið 1958. - Ætlarðu ekkert að fara að skipta um lið? „Objection!" segir Arnar eins og Matlock í réttarsaln- um. „Þetta er heilagt. Þetta er meira en trúarbrögð. Menn halda ekki einu sinni með ís- lenskum liðum eins og með Manchester United. Og þó að maður eigi einhver uppáhalds- lið í öðrum löndum, þá víkja þau öll l'yrir United. Einhvern veginn er það svo með mig og marga fleiri, að enski boltinn er algerlega númer eitt. Það er alger niðurlæging hjá Ríkis- sjónvarpinu hvemig þeir glutr- uðu honum niður. Þeir virðast ekki hafa neinn skilning á vægi hlutanna í hugum þeirra sem fylgjast með íþróttum. Þeir eru að sýna okkur pflu- kast og hjólreiðar og ég veit ekki hvað, sem enginn áhugi er fyrir.“ Að hafa áhrif á dómarann - Þú ert ekki aðeins áhuga- maður um enska boltann. Þú ferð á leiki hjá KFÍ og and- skotast í dómurunum eins og vera ber við þær aðstæður... „Já, ég reyni vissulega að hafa áhrif á þá, reyndar rneð tiltölulegahógværum frammí- köllurn." - Hvemig er það í praxísn- unt - reynirðu líka þar að hafa áhrif á dómarana, t.d. með frammíköllum (þó ekki væri nema tiltölulega hógværum) í dómsal? „Það er nú dálítið öðruvísi. Þessi taktík hrífur vonandi eitthvað á körfuboltadómar- ana en ég er viss um að hún mundi ekki gagnast í mál- flutningi." - Þú ætlar ekki að prófa hana á Erlingi héraðsdómara? „Nei. Þar verður að beita einhverjum lagalegum aðferð- um.“ - En þið eruð bræður í and- anum hvað varðarManchester United... „Já, Erlingur hefur vissu- lega sitthvað til brunns að bera.“ Og Addi Geir viður- kennir fúslega að það hafi ver- ið góð skipti þegar Erlingur tók við af Jónasi Jóhannssyni héraðsdómara, hinum eld- heita Arsenal-manni. „Jónas hafði ekkert vit á fótbolta", segir hann. Körfuboltinn Arnar kveðst ekki vera fé- lagsmaður í ísfólkinu og hann hefur ekki fylgt KFI á útileiki. „Nei, ekki gagngert. En ef ég er fyrir sunnan, sem ég er nú talsvert mikið, þá reyni ég að fara á alla leiki KFÍ þar. Ef til vill reyni ég líka stundum að haga ferðum mínum suður í samræmi við leikjaskrána. Ég hef séð marga leiki KFI fyrir sunnan og hef virkilega gam- an af því að sjá allt það glæsi- lega fólk sem er flutt héðan frá Isafirði og kemur á leikina og styður liðið.“ Gamalt og nýtt Við stöndum upp og horfum yfir Silfurtorgið. Arnari þykir nokkuð vel hafa tekist til við breytingarnar á Silfurtorginu fyrir skömmu. Þó finnst hon- um eins og fleirum mikill sjónarsviptir að Prófessorn- um, Ijósastaurnum gamla og fræga sem þá var fjarlægður. „Það er allt of mikið af göntlum gildum sem við slátr- um hér á ísafirði. Til dæmis eru sárafá gömul félög eftir með upprunalegu nafni.“ Hann nefnir ýmis dæmi máli sínu til stuðnings. Helst að kvenfélögin haldi sínu striki. „Við gætum verið að halda upp á ýmis 75 ára eða jafnvel 100 ára afmæli en í staðinn eru það 25 ára eða 30 ára afmæli, vegna þess að það hefur ekki verið gæfa okkar að halda í það gamla. Hér voru líka í eina tíð Barnaskól- inn og Gagnfræðaskólinn og Menntaskólinn en nú heitir þetta eitthvað allt annað.“ Því má skjóta hér inn, að stundum eru samt gerð nterki- leg „átök“ í afmælishaldi hér. Árið 1966 voru t.d. mikil há- tíðahöld í tilefni 100 ára af- mælis kaupstaðarréttinda á Isafirði og aðeins tuttugu ár- um síðar eða 1986 voru aftur vegleg hátíðahöld og þá í tilefni 200 ára afmælis kaup- staðarréttinda á ísafirði. Mult- um absurdum in capite vac- cae, eins og gamlir latínugrán- ar að norðan og sunnan orða það. „Heiðarlegir menn“ En aftur varðandi breyting- arnar á Silfurtorginu. I heild- ina er Arnar Geir ekkert ósátt- ur við þær, nema hvað hann gerir athugasemdir við lausa- grjóthrönglið sem notað var á vissum stöðum í hinni nýju hönnuntorgsins. „Þaðer gam- an að horfa hér yfir torgið. En þetta grjót er alveg forkastan- legt. Það er ljótt, það er sóða- skapur að því og slysahætta." Og hann gengur að gluggan- um og horfir úl yfir torgið. Hann myndi hreint ekki sýta það þótt einhverjir „heiðar- legir rnenn" tækju sig til og létu grjóthröngl þetta hverfa á næturþeli. Að sjálfsögðu kæmi hann sjálfur þar hvergi nærri. í þessu sambandi rifjast upp sögufræg mál í Reykjavík fyrir bráðum hálfri öld eða svo. Þjóðkunnur umsvifamað- ur lét þau orð falla. að þegar kveikt væri í fyrirtækjum væri grundvallaratriði að fá strang- heiðarlega menn til slíkra verka. Praxísinn Hér hefur lítið verið rætt um lögfræðistörf á fremur smáum stað úti á landi. Arnar Geir vinnur mikið fyrir lög- menn og fyrirtæki syðra og þeir Tryggvi hafa um langan aldur verið eins og tvílemb- ingar á eftir sýslumanni eða fulltrúa hans við ýmis konar dómsathafnir. Fasteignasalan hefur jafnframt verið drjúgur þáttur í starfi Arnars í meira en tuttugu ár. Arnar segir að núna sé sá markaður ekki nema svipur hjá sjón hjá því sem var fyrir tíu-fimmtán ár- um. Hann segir að hér hafi mátt heita gósentíð í fast- eignaviðskiptum alveg fram á seinni hluta níunda áratug- arins. „Það hélst í hendur við gróskuna í atvinnulífinu." Hann segir að afkoma lög- manna sé háð öðrum lögmál- um en margir halda. „Ymsir telja að það sé okkar gósentíð þegar illa gengur í samfélag- inu og skuldirnar hrannast upp. Þetta er mesti misskiln- ingur. Þá fáum við einfaldlega ekki borgað. Það er ekki nóg að fá einhver skuldamál og víxla í innheimtu. Það er einfaldlega útlagður kostnað- ur hjá okkur og vinna sem ekki fæst borgað fyrir. Ef vel- gengur í bæjarfélaginu, þá gengur vel hjá okkur. I niður- sveiflunni drögumst við líka niður.“ Skrúfgangurinn Þegar Arnar Geir var bráð- ungur var hann til sjós á Sól- borginni, fyrst eitt sumar og síðan hausttíma og fram á vetur. Seinna var hann á Páli, eins og áður segir. Þegar hann var á sjónum átti hann framan af í dálitlum erfiðleikum með að muna skrúfgang á boltum á toghlerum og öðru. En þá kom hið einfalda ráð eins og frelsandi engill: Til að losa bolta á að skrúfa hann eins og þegar tappi er skrúfaður af áfengisflösku. Eftir að Arnar Geir áttaði sig á þessu klikkaði MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 9

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.