Bæjarins besta - 31.03.1999, Blaðsíða 10
hann aldrei á boltunum. Af
vissum ástæðum gæti einhver
haldið að Arnar Geir væri nú
farinn að ryðga í skrúfgang-
inum á ný, en hann telur svo
ekki vera. Þetta er víst eitt af
því sem aldrei tapast niður,
rétt eins og að hjóla eða synda.
Silfurtorgið
Húsið að Silfurtorgi 1 er
merkilegt fyrir ýmsar sakir.
Staðurinn, útlitið, sagan, sjálft
húsnúmerið... Silfurtorgið er
hjarta Isafjarðar og húsið
númer eitt hlýtur því að vera
hjartað í hjartanu. ef svo vel
og heimskulega má komast
að orði. Nú sjáum við ein-
hvern staur rísa fyrir utan
gluggann. Ætli Prófessorinn
sé mættur? Nei, það er ekki
svo gott. Það er verið að koma
upp stöngum fyrir fánaborg.
Forseti Islands er kominn í
bæinn. Arnar Geir minnist
þess þegar eitt sinn komu
bridsmenn að sunnan að
keppa við fsfirðinga. Menn
settust í stofu að Silfurtorgi 1
og fengu sér í glas og þá fer
allt í einu að heyrast músík
utan af torginu. „Þá varhljóm-
sveitin Yr að spila hér. Hún
var í sérstöku uppáhaldi hjá
þessum drengjum og það var
hreinlega hápunkturinn í ferð-
inni hjá þeim að sitja hér og
hlýða á tónleika hjá uppá-
haldshljómsveitinnifyrirutan
gluggann."
En það er ekki endilega allt
sem breytist, þótt í heildina
fari heimurinn vissulega
versnandi eins og hann hefur
gert frá því að fyrsti maðurinn
reis upp á afturlappirnar. Við
Silfurtorgið er Gamla bakaríið
enn í dag, Björnsbúð, Bóka-
verslun JónasarTómassonar...
Margt annað er horfið inn í
söguna - „þarna var Soffíu-
búð, þarna var Karlsbúð,
þarna varVitinn og Smjöríkis-
gerðin, þarna var Ljónið",
segir Arnar og bendir í ýmsar
áttir. Sic transit gloria mundi.
Ekki í fiskifræði
Ástæða þess að Arnar Geir
fór til sjós á Sólborginni var
fyrst og fremst sú, að hann
„gekk með fiskifræðinginn í
maganum. Þá var á Sólborg-
inni Gunnar Páll Jóakimsson
heitinn úr Hnífsdal, sem var
nýbyrjaður að læra fiskifræði
í Kiel. Hann fræddi mig um
það út á hvað námið gengi og
það var nóg til þess að ég varð
því afhuga. Námið var þess
eðlis að ég gat ekki hugsað
mér að leggja í það.“
- Hvað þá helst?
„Eins og ég hefði reyndar
mátt vita voru eðlisfræði og
náttúrufræði uppistaðan í
þessu námi, en það voru þær
greinar sem ég hafði verið
hvað lélegastur í og hafði
minnstan áhuga á þegar ég
var í gagnfræðaskóla og
menntaskóla."
Hiðglaðalíf
- Fannst þér gaman í lög-
fræðinni í háskólanum?
„Nei! Eg hafði engan áhuga
á henni og var í henni ein
þrjú-fjögur ár eingöngu að
slugsa í Reykjavík, spila brids,
leika mér og drekka brennivín
og lifa hinu glaða stúdentalífi.
Eg get varla sagt að ég hafi
veriðfarinnaðlítaíbók. Helst
að fyrsta árið hafi verið nokk-
urn veginn í lagi hjá mér. Það
var ekki fyrr en á fjórða ári
sem ég tók á mig rögg til að
athuga hvort mér gæti yfirleitt
fallið við að lesa lögfræði.
Það reyndist vera í þolanlegu
Iagi og eftir þetta fór ég í gegn-
um námið á eðlilegum tíma.“
- Þú munt hafa verið góður
námsmaður þegar þú nenntir
eða máttir vera að fyrir mikil-
vægari hlutum, eins og t.d.
slugsi...
„Eg var það kannski þegar
ég var krakki, en það eltist at'
mér.“
- Ertu refur í lögfræðinni?
„Nei.“
- Eru lögfræðingar ekki þeir
refir sem alþýða manna vill
stundum vera láta?
„Auðvitað eru lögfræðingar
misjafnir eins og aðrar stéttir.
En upp til hópa eru þeir held
ég heiðarlegir og grandvarir
menn og hjálpfúsir. Þetta er
bara ímynd sem einhverjir
öfundarmenn draga upp. Við
liggjum vel við höggi að ýmsu
leyti."
Arnar Geir er farinn að
draga úr golfinu og meira far-
inn að stunda almenna útivist,
eins og gönguferðir úti í nátt-
úrunni. „Eg er búinn að gera
mér grein fyrir því að ég verð
aldrei góður golfIeikari.“
Er hollara að vera
vondur golfari?
- Er golf ekki þeim mun
heilsusamlegra sem menn eru
verri golfleikarar? Góðurgolf-
leikari þarf e.t.v. ekki að slá
kúluna nema þrisvar á sömu
vegalengd og slæmur golf-
leikari þarf tíu-fimmtán högg.
Góði golfleikarinn þarf yfir-
leitt ekki að þramma nema
sléttar brautir en vondur golf-
leikari þarf að klöngrast um
urðir og grjót til að leita að
kúlunni, jafnvel að klifra upp
í tré, brölta í skurðum og vaða
straumvötn. Vondur golfleik-
ari hlýtur að fá miklu meiri og
tjölbreyttari og hollari hreyf-
ingu en góður golfleikari...
„Sko, maður getur verið svo
lélegur að það komi hreinlega
niður á andlegri heilsu. En
plúsinn við það að vera lélegur
er vissulega sá, að maður þarf
að slá langoftast. I leikjum í
æsku vildi maður fá „að gera“
sem oftast. Þetta hefur mér
Ioksins tekist í golfinu. Eg fæ
„að gera“ oftar en hinir!
Inni hjá Adda Geir er skák-
klukka á borði. Hann tefldi af
kappi á ungum aldri, en það
breyttist strax í þriðja bekk í
menntaskóla og bridsið kom í
staðinn. Þeir sem héldu áfram
að tefla kölluðu slíkt að fara í
hundana.
Aldrei tekinn á beinið
Þórarinn heitinn Björnsson
var skólameistari Mennta-
skólans áAkureyri í tíðArnars
Geirs. Þá var enn í brúkun
hvalbeinið fræga úr tíð Sig-
urðar skólameistara. Þegar
nemendur gerðu einhvern
skrattann af sér lét hann þá
sitja á beininu meðan hann
las yfir þeim ritúalið. Það hét
að „taka menn á beinið“. Arn-
ar Geir kveðst reyndar aldrei
hafa lent á beininu. „Þórarinn
náði aldrei að negla mig á
beinið því að ég var aldrei
gómaður fyrr en í sjálfum
stúdentsprófunum í lok skóla-
vistarinnar. Ég hafði fengið
mér heldur mikið neðan í því
eftir íslenska stflinn. Það var
reyndar hefð fyrir því að fara
á „fjörufyllirí" eflirfyrsta stú-
dentsprófið en ég gerði það
líklega fullrösklega. En þá var
maður í rauninni kominn úr
skólanum og búið að gefa
vetrareinkunnir. Annars hefði
þetta jaðrað við að vera brott-
rekstrarsök. Að öðru leyti var
ég að ég held ekkert slæmur í
menntaskóla hvað þetta varð-
ar. Þó kannski heldur í verri
kantinum. En ýmsir voru
verri."
Hvítur fjallahringur
Skutulsfjarðar
Þegar þetta er fært í letur er
hvítur fjallahringur Skutuls-
fjarðar baðaður sólskini.
Skíðavikan er að hefjast.
Arnar Geir er ekki mikið fyrir
að vera á Dalnum í Skíðavik-
unni. NemaauðvitaðáGarpa-
mótinu. Á Skíðaviku er svo
mikið af fólki á skíðasvæð-
unum að það ereiginlegaekki
hægt að renna sér. Að minnsta
kosti fyrir menn sem taka lítið
af beygjum. Það er bara best
að fara beint af augum.
Dómum Jóa Torfa á Garpa-
mótinu verður ekki áfrýjað.
Þeir gömlu garpar sem eru
hræddir um að vera ekki í
náðinni hjá honum þetta árið
laumast til að æfa sig þegar
húmar á Dalnum.
- Hlynur Þár Magnússon.
Vestfirðir
Gufijðn
flrnar og
Pétur í
framboð
Blaðinu hefur borist eft-
irfarandi fréttatilkynning
frá Guðjóni Arnari Krist-
jánssyni og Pétri Bjarna-
syni:
„Um margra ára skeið
hafa undirritaðir barist
fyrir því að fá fram veru-
legar breytingar á þeirri
stefnumótun og fram-
kvæmd sem á var komið
með lögum nr. 38/1990
um stjórn fiskveiða. Með
lögunum var opnað fyrir
brask með óveiddan fisk í
sjó og frjálst framsal, óháð
búsetu og atvinnirétti
fólks sem áður hafði haft
atvinnu og Iifibrauð sitt af
fiskveiðum og fisk-
vinnslu, sent er undirstaða
byggðar víðast hvar í land-
inu.
Eins og Vestfirðingar
vita manna best hefur
frjáls sölu- og leiguréttur
fiskikvótans veikt undir-
stöðu sjávarútvegsbyggð-
anna og gert fasteignir
þess fólks sem þar býr
nánast verðlausar, Okkur
er Ijóst að margir vílja
stöðva þann málflutning
okkar að atvinnu- og
veiðirétt fólksins í sjávar-
byggðum skuli tryggja
með Öllum tiltækum ráð-
itm, líka þvx að núverandi
kvótakerfi skuli aflagt ef
það er eina ráðið til þess
að tryggja undirstöðu at-
vinnu og búsetu fólks í
sjávarbyggðunum.
Með þvf að taka sæti á
lista Frjálslynda flokksins
í Vestfjarðakjördæmi vilj-
um við leggja okkar af
mörkum til þess að at-
vinnu og búseturéttur
fólksins verði virtur um-
fram það að óheft forrétt-
indi kvótaeigenda sem nú
ríkir ráði för til framtíðar.
50 ára
Ingimar Halldórsson, út-
gerðarstjóri hjá Hraðfrysti-
húsinu hf. í Hnífsdal.
Sunnuholti 4 á ísafxrði
verður fimmtugur á morg-
un, I. apríl.
Hann og eiginkona
hans, Kristín Karlsdóttir,
taka á móti gestum í sal
frímtírara frá kl. 17-20 á
afmælisdaginn.
Blaöamaður
Vegna aukinna verkefna óskum við eftirað
ráða blaðamann til starfa. Viðkomandi þarf
að hafa góða íslensku kunnáttu, geta unnið
sjálfstætt og geta hafið störf sem fyrst.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir
Sigurjón í vinnusíma 456 4560 og heima-
síma 456 4277.
H-prent ehf - Bæjarins besta.
Frc't setningu Skíðavikunnar íísafjarðarkirkju cí mánudagskvöld. F. v. Egill Jóhannsson,
Guðfina Hreiðarsdóttir, hr. Ólafiir Ragnar Grímsson, Ragnheiður Hákonardóttir,
Gunnar Þórðarson, Björn Helgason, Gylfi Guðmundsson og Marinó Hákonarson.
Skíðavikan sett í ísafjarðarkirkju
Úlafur Ragnar í heimsðkn
Forseti Islands, herra Olafur Ragnar Grímsson, er fremstur
meðal jafningja í hópi gestanna á Skíðaviku ísfirðinga og
Skíðamóti Islands á ísafirði. Hann heiðraði sína gömlu
sveitunga með því að setja skíðahátíð þeirra og landsmótið
við athöfn á Silfurtorgi á mánudagskvöldið og síðan var
hann við kvöldmessu í Isatjarðarkirkju.
Enda þótt Olafur Ragnar sé forseti allra íslendinga, þá er
því ekki að neita að mörgum rótgrónum ísfirðingum finnst
þeir eiga heldur meira í honum en aðrir landsmenn. Því er
það alltaf sérstakt fagnaðarefni þegar Ólafur Ragnar kemur
hingað íheimsókn -þar sérfólkekki aðeins sjálfan forsetann
á ferð, heldur einnig og ekki síður strákinn hans Gríms
Kristgeirssonar rakara.
Nýjar íbúöir til sölu
Til sölu eru níu nýjar og glæsilegar íbúðir í fjölbýlishúsið aó Sund-
stræti 34, ísafirði, sem stendur á sjávarlóð við Sundin. Á1. hæð eru
tvær 60m2 íbúðir og ein 110m2. Á 2. hæð eru fjórar íbúðir, 79m2.,
70m2., 73m2 og 68m2. Á 3. hæð eru tværíbúðir, 149m2 ogl43m2.
í húsinu er bílgeymsla fyrir þrjá bíla og ein sérgeymsla fyrir einn bíl.
íbúðirnar eru nú í byggingu og verða afhentar 15. desember nk.
Þeirsem fyrstir ákveða kaupgeta valið óskaíbúðina ogbílgeymslu.
Föstudaginn 9. apríl kl. 16 verður húsnæðið í núverandi ástandi til
sýnis fyrir þá sem vilja skoða það.
Nánari upplýsingar eru veittar á fasteignasölu Tryggva Guðmunds-
sonar hdl., Hafnarstræti 1, ísafirði, sími 456 3244, fax 456 4547.
setur skíðavikunct.
10 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999