Bæjarins besta - 31.03.1999, Qupperneq 12
Samkaup
hagnast
Rúmlega 55 millj-
óna króna hagnaður
varð af starfsemi
Kaupfélags Suður-
nesja á síðasta ári, '
Þessar upplýsingar f
koma fram í árskýrslu
félagsins en aðalfund-
urþessvarhaldinnfyr- ,
ir stuttu.
Heildarvelta félags- f
ins á síðasta ári nam ;
um 2,2 milljörðum
króna sem er aukning
um 123 miltjónir frá ;
árinu á undan en þá
nam hagnaðurinn um I
30 milljónum króna.
í yfirlili yfir síðustu f
frmm starfsár félags-
ins kernur fram að
hagnaður hefur verið
á rekstrinum öll starfs-
árin.
..................
Messa oo
kiHýukaffl
Hin árlega messaög
kirkjukaffí ísfirðinga- I
félagsins í Reykjavík
fer frarn sunnudaginn
18. apríi kl. 14 í Ás-
kirkju Reykjavík. Þar !
mun sr. Árni Bergur
Sigurbjömsson þjóna ;
fyrir altari, Sveinbjörn !
Bjarnason guðfræð-
ingur predikar og kór
brottfluttra Ísfírðinga |
syngur.
í frétt frá félaginu
kemur einnig fram að
aðalfundur félagsins
verður haldinn að
Grand Hótel í Reykja-
vfk þriðjudaginn 22. :
apríl kl. 20:30. Allir
ísfirðingár að fornu og
nýju eru hvattir til að
mæta á bvort tveggja ;
og taka með sér gesti.
Feraiingar
íHölskirkju
Fimm ungmenni |
verða fermd f Hóls-
kirkju f Bolungarvík f
á morgun, skírdag kl.
14:00.
Þau eru Ásta Björg
Björgvinsdóttir, Han-
hóli, Bjarni R Jóns-
son, Hjallastræti 28.
Rakel Kristinsdóttir,
Hjallastræti 24, Sand-
ra Björk Jónsdóttir,
Höfðastíg 6 og Stefán
Örn Kartsson, Holta-
brún 4.
Næstu fermingar í f
Bolungarvík verða á
hvftasunnudag og
sunnudaginn 30. maí
kl. 11:00.
Herdís M. Hiibner, fagstjóri í iestri við Grunnskóiann á ísafirði skrifar
Könnun á lestrarrenjum nem-
enda Grunnskólans á ísafírði
í byrjun febrúar sl. var gerð
könnun í Grunnskólanum á
Isafirði á lestrarvenjum 9-16
ára barna. Alls náði könnunin
til 313 nemenda, 166 drengja
og 147 stúlkna.
Tilgangurinn með þessari
könnun var fyrst og fremst sá
að beina athygli barnanna að
lestrarvenjum sínum og reyna
að gera þeim ljóst að bóklestur
er mjög mikilvægur; fá þau til
að velta fyrir sér hvers konar
bækur þau lesi og hvað þau
hafí í huga þegar þau velja sér
bækur til lestrar. Einnig er
mjögforvitnilegtfyrirkennara
og foreldra að sjá hvernig
lestrarvenjur þróast með aldr-
i num og h ver munur er á lestr-
arvenjum drengja og stúlkna.
Spurt var um ýmislegt sem
tengist lestri bóka, annarra en
skólabóka.
Fyrsta spurning var hversu
margar bækur þau hefðu
fengið í jólagjöf. Svörin
sýndu að börn á þessum aldri
fá að meðaltali rúmlega tvær
bækur í jólagjöf. Flestar bæk-
ur fá börn á aldrinum 10-11
ára, en úr því virðist draga úr
bókagjöfum til barnanna. 10
ára stúlkur fenguu t.d. að með-
altali 4 bækur, en 16 ára stúlk-
ur aðeins 0,8 eða minna en
eina bók á mann.
Önnur spurning varhversu
margar bækur þau hefðu
lesið á sl. mánuði. Svörin við
þeirri spurningu sýndu greini-
lega þróun eftir aldri, þ.e. að
það dregur jafnt og þétt úr
lestri eftir því sem börnin
eldast, allt að 16 ára aldri, en
þá taka þau við sér aftur (sjá
meðfylgjandi súlurit). Einnig
kom berlega í ljós að á öllum
aldri lesa stúlkur meira en
drengir, með einni undantekn-
ingu þó; 1 1 ára drengir lásu
meira en stúlkur á sama aldri.
Augljóslega lesa þó drengir á
unglingsaldri minnst af öllum
hópunum.
Þriðja spurning varðaði það
hvar börnin fengju bækur
til að lesa. Langflest eða 212
sögðust helst fá bækur heima
hjá sér. I öðru sæti var bæjar-
bókasafnið, síðan skólabóka-
safnið. Fáein sögðust fá bækur
að láni hjá vinum sínum og
voru það aðallega stúlkur sem
þannig svöruðu. Það er því
ljóst að það er heimilisbóka-
safnið sem er hér í aðalhlut-
verki og greinilegt að hvatning
og aðbúnaður heima fyrir að
þessu leyti skipt sköpum.
Fjórða spurning var: Hvað
heitir uppáhalds höfundur-
inn þinn? Alls voru 45 höf-
undar nefndir, en nokkrir
skáru sig úr og nutu meiri
vinsælda en aðrir, eins og við
er að búast (sjá meðfylgjandi
súlurit). Greinilegt er að Þor-
grímur Þráinsson er mjög vin-
sæll og bækur hans mikið les-
nar af börnum og unglingum.
Langmestar eru vinsældir
hans meðal stúlkna á aldrinum
13-14 ára. Fast á hæla honum
komu Anders Jakobsen og
Sören Olsson (höfundar bók-
anna um Bert), og voru það
frekar drengir en stúlkur sem
nefndu þá sem uppáhalds höf-
undana sína.
Þegar allur listinn er skoð-
aður, er Ijóst að norrænir höf-
undar eru þar í meirihluta og
má segja að það sé ánægjuleg
niðurstaða í Ijósi þess að ann-
að alþreyingarefni sem við bú-
um við, svo sem kvikmyndir,
popptónlist og sjónvarpsefni,
er að stórum hluta enskt og
amerískt. En reyndar má geta
þess að lausleg könnun svip-
aðs efnis sem undirrituð gerði
fyrir 7 árum, sýndi að þá var
hlutfall norrænna höfunda enn
hærra, svo e.t.v. er þróunin í
þá átt að lestrarefni barnanna
verði í stöðugt stærra hlutfalli
enskt eða amerískt. En þetta
getur Iíka verið tilviljun, það
er t.d. ekki langt síðan bækur
Enid Blyton voru gefnar út að
nýju og það er margt slíkt
sem getur áhrif á þennan iista.
Ekki skal lagt mat á gæði
bóka þessara höfunda, en þó
var ljóst að eftir því sem nem-
endur voru eldri, nefndu fleiri
„fullorðinshöfunda”, s.s.
Halldór Laxness, Þórarin
Eldjárn, Einar Kárason, Einar
Má Guðmundsson o.s.frv.
Fimmta spurningin var um
það hver þeim þætti besta bók
sem þau hefðu lesið. Þar voru
ótal titlar nefndir og ýmsar
skýringar gefnar á því hvers
vegna þau hefðu valið þessa
bók öðrum fremur, sem of
langt mál yrði að rekja hér.
Sjötta spurning var um það
hvað börnunum þætti skipta
mestu máli við bækur og
áttu þau að merkja við þrjú
atriði.
Eins og við var búist svör-
uðu flest að þær þyrftu að
vera spennandi og/eða fynd-
nar. Einnig virtist skipta miklu
máli að letrið væri skýrt og
mörg svöruðu að bækurnar
þyrftu að vera á góðri ís-
lensku. 52 merktu við að það
þyrftu að vera góðar myndir í
bókunum og voru það nær
eingöngu 9 og 10 ára drengir
sem þannig svöruðu.
Sjöunda spurning varðaði
það hvar þeim þætti best að
lesa.
Langflestir, eða 255 sögð-
ust helst lesa í rúminu sínu
heima. Fáienir sögðust helst
lesa annars staðar heima hjá
sér, örfáir í skólanum, á bóka-
safninu, í strætó og svo voru
ýmsir aðrir staðir nefndir, s.s.
úti á torgi, á svölunum, í bíl-
skúrnum, hjá ömmu, hjá
vinkonu o.s.frv. Það er greini-
lega víða hægt að setjast niður
með góða bók en samt er þessi
góði gamli siður, að lesa fyrir
svefninn, augljóslega enn í
fullu gildi.
Áttunda spurningin var um
það hvers konar bækur
nemendur læsu helst. Það
sem helst vakti athygli í svör-
um við þessari spurningu var
það hversu drengir hafa miklu
meiri áhuga á fræðibókum en
stúlkur. Einnig er ljóst að ungl-
ingsstúlkur hafa meiri áhuga
á ástarsögum en drengirnir og
kemur það kannski ekki á
óvart. Svo má benda á að 9-
12 ára nemendur virðast ekki
síður sólgnir í svokallaðar
unglingabækur en unglingar-
nir sjálfir og dregur jafnvel
frekar úr áhuga á þeim með
aldrinum. Margir nefndu ým-
islegt annað. Sérstaklega voru
það unglingsdrengir sem
nefndu alls konar sérhæft les-
efni, s.s. bækur um vélar,
íþróttir, bíla, brettablöð og
margt fleira.
Að lokum áttu þátttakendur
að merkja við hvort þeir væru
sammála eða ósammála ýms-
um fullyrðingum. Ein þeirra
var: Mér finnst gaman að
lesa. Nær allir á aldrinum 9-
12 ára voru sammála þessu,
einnig 84% unglingsstúlkna,
en aðeins 61% unglings-
drengja og vekur það nokkra
athygli og er í samræmi við
þá niðurstöðu að þeir séu sá
hópur sem minnst les.
Meðal annarra fullyrðinga
var: Mér finnst erfitt að lesa
langar bækur. 28% unglings-
drengja var sammála því og
var enginn hópur annar með
svohátthlutfall. Reyndar voru
drengirnir í yngri hópnum
með 25%, en þarer líkafrekar
við slíku að búast þar eð þeir
eru ekki orðnir eins þjálfaðir í
lestri og þeir eldri ættu að
vera.
Loks var ein svohljóðandi:
Eg vil heldur sjá sögur á
myndbandi en að lesa þær.
Þar kom fram mikill munur á
svörum drengja og stúlkna í
báðum aldurshópum. 31%
drengja í yngri hópnum var
sammála þessu, 7% stúlkna á
sama aldri, en 67% unglings-
drengja og 25% unglings-
stúlkna. Unglingsdrengirvoru
eini hópurinn þar sem meiri-
hlutinn vildi frekar horfa á
myndband en lesa bók og
þeirra svar sker sig mjög úr
svörum hinna hópanna. Samt
er það svo, að 83% þessa sama
hóps svaraði því til að þeir
telji þroskandi að lesa og það
svar var alveg á sömu nótum
og hjá öðrum hópum.
Ljúft og skylt er þó að taka
fram að þessi hópur unglings-
drengja skiptist í raun alveg í
tvo hópa. Annars vegar drengi
sem lesa mjög lítið og hafa
mjög neikvæða afstöðu til
bóklesturs og hins vegar
drengi sem lesa mikið og eru
mjög sannfærðir og ákafir að-
dáendur bókarinnar. Þeir voru
bara ekki nógu fjölmennir til
að ná meðaltalinu upp að
neinu gagni. En ljóst var líka
að í þeim litla hópi drengja
sem hafði náð 16 ára aldri
þegar könnunin var gerð voru
flestir miklir lestrarlestar. Það
er því e.t.v. ekki ástæða til að
örvænta um drengina, von-
andi læra þeir að meta bækur-
nar með auknum þroska.
Síðast í þessari könnun voru
börnin beðin að svara því, af
hverju þau lesi bækur. Þar
voru margvísleg og mörg
skemmtileg svör. Örfá dæmi:
„Brain food, baby. - Slak-
andi.” (16 ára strákur).
„Ég les bækur af því að
mamma mútar mér alltaf en
svo gleymir hún að uppfylla
það.” (10 ára strákur)
„Af því að mér finnst gam-
an að lesa og ég lifi varla
daginn af ef ég les ekki eitt-
hvað.” (15 ára stúlka)
„Af því að þær gera mann
klárari og þær eru oftast
fyndnar og skemmtilegar.” (10
ára stúlka)
„Það er bara mjög góð af-
þreying. tilbreyting frá öllu
sjónvarpsglápinu og íslenskir
unglingar hafa gott af því að
rífa sig upp úr sora-bókmennt-
um og þvílíku einhæfu rugli
og virða fyrir sér og skoða
hinn íslenska bókmenntaarf
sem er eins æðislegur og raun
ber vitni.” (15 ára strákur)
Flest svöruðu á jákvæðum
nótum, lýstu því hversu gam-
an er að lesa, það sé þroskandi
og róandi, gott fyrir svefninn,
víkki sjóndeildarhringinn og
hafi almennt góð áhrif. Þó
voru mörg, einkum unglings-
drengirnir margumræddu,
sem skrifuðu að það væri
hundleiðinlegt, tímasóun og
þar fram eftir götunum. En
eins og sjá má af dæmunum
hér að ofan, (sem eru síður en
svo einsdæmi) voru mjög
skiptar skoðanir í þeim hópi.
Ég held að það sé gott fyrir
kennara og ekki síður foreldra
að velta niðurstöðum þessarar
könnunar ofurlítið fyrir sér
með það í huga hvort við
eigum og getum haft einhver
áhrif áþau börn sem minnstan
áhuga hafa á lestri bóka. Hætt
er við því að þeir sem venjast
af lestri á unglingsárum nái
ekki allir að endurvekja áhug-
ann þegar þeir fullorðnast og
fari því á mis við þá ánægju
og menntun sem fylgir lestri
góðra bóka.
Það er sannfæring mín að
góðar bókmenntir geti haft af-
gerandi uppeldisáhrif, geri
fólk víðsýnna og umburðar-
lyndara og séu að flestu leyti
mannbætandi og það er mik-
ilsvert að allir rækti þann akur
sem best þeir geta. Mér finnst
það því vera skylda okkar,
hinna fullorðnu, að hlú að
þessum þætti í uppeldinu. Við
þurfum að fylgjast með því
hvað börnin eru að lesa, halda
að þeim góðum bókum, ræða
við þau um bækurnar og reyna
að viðhalda þeim áhuga sem
þau augljóslega hafa á yngri
árum.
Herdís M. Hiibner,
fagstjóri í lestri við G.I.
12 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999