Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.03.1999, Side 13

Bæjarins besta - 31.03.1999, Side 13
Kristján Finnbogason og Hermann Hermannsson. - litið inn á varðstofu Slökkviliðs ísafjarðar, þar sem menn eru ávallt reiðu- búnir þegar slys eða elds- voða ber að höndum Það er mikill dagamunur á annríkinu hjá vaktinni á Slökkvistöðinni áísafirði. Ut- köllin eru að jafnaði um 200- 250 á ári eða um 4-5 á viku en dreifast misjafnlega. Stundum rekur hvert útkallið annað sama daginn en stundum er hreint ekkert að gera í marga daga. Og þó. Það er í rauninni alltaf nóg að gera. Þeir sem eru á vaktinni sitj a ekki auðum höndum frá morgni til kvölds og horfa á símann og bíða eftir að hann hringi. Á vökt- unum hafa heilu slökkvibíl- arnir verið smíðaðir nærfellt frá grunni og mikill tími fer í viðhald þeirra sem er nokkuð forn, eins og tíðkast yfirleitt hjá íslenskum slökkviliðum. Og haldi einhver að slökkviliðsmennirnir á vakt- inni séu bara kallaðir út í elds- voða, þá er það mikill mis- skilningur. Langflest útköllin eru vegna sjúkraflutninga, enda eru eldsvoðar tiltölulega fátíðir hér um slóðir. Ástæðan er væntanlega sú, að forvarnir og eftirlit hjá Slökkviliði ísa- fjarðar eru í mjög góðu lagi, en einnig má vera að Isfirð- ingar séu sérstaklega passa- samir í þeim efnum. Þess ber að geta, að sjúkraflutningarnir eru ekki nærri, nærri allir fólgnir í hraðakstri með sírenu og ljós, heldur einfaldlega flutningar á veiku fólki á milli staða íbílum sem eru sérhann- aðir til þeirra þarfa. REYKSKYNJARINN Á VARÐSTOFUNNI Klukkan er átta að morgni. Mennirnir sem ganga hinar daglegu vaktir á Slökkvistöð- inni við Fjarðarstrætið koma á staðinn. Það eru þeir Kristján Finnbogason varaslökkviliðs- stjóri og Hermann G. Her- mannsson. Að sjálfsögðu er eitt fyrsta verkið á varðstof- unni eins og á öllum varðstof- urn heimsins að hella upp á könnuna. Má reykja hérna? Svarið kemur af sjálfu sér. Öskubakki stendur á borði, troðið er í pípu. kveikt í síga- rettu. Maður skyldi ætla að einhver ráð væru með að slökkva á þessum stað ef kviknaði í út frá vindlingi. I loftinu er reykskynjari. Gestir sem líklega eru í varaliðinu í bænum koma við á varðstofunni á leiðinni í vinnuna, fá sér kaffisopa, kveikja sér í sígarettu og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Er þriðja heims- styrjöldin að hefjast? Hvað sagði ekki Nostradamus? Reykskynjarinn í loftinu hlýt- ur eiginlega að vera óvirkur, annars væri hann farinn í gang. Þeir eru þrír, fastir starfs- menn hjá Slökkviliði ísafjarð- ar. Fyrir utan þá Kristján og Hermann er Þorbjörn Sveins- son slökkviliðsstjóri. Hann er reyndar ekki á staðnum í þetta sinn. BRYNJA SIG AND- LEGA Á LEIÐINNI Á SLYSSTAÐ Það er hlutverk mannanna á Slökkvistöðinni að hlaupa upp í sjúkrabflinn og rjúka burt þegar tilkynnt er um slys. Getur það nokkurn tímann komist upp í vana að korna að slysum? Getur það nokkurn tímann orðið rútína eins og að stimpla umslög eða hausa fisk? Geta menn nokkurn tím- ann orðið ónærnir fyrir því? Nei, líklega ekki, hversu gamlir sem menn verða í þessu starfi, hversu oft sem þeir koma að slösuðu eða látnu fólki. Og hér, á stað úti á landi þar sem allir þekkja alla eða því sem næst, þá er það enn erfiðara og þungbærara. Þeir Kristján og Hermann segjast brynja sig andlega á leiðinni í útköll á slysstaði. Yfirleitt vita þeir lítið að hverju þeir munu koma. Þess vegna er um að gera að vera viðbúinn hinu versta, segja þeir. ÁFALLAHJÁLP OG ÁGÚST L/EKNIR Báðir hafa þeir notið áfalla- hjálpar vegna hörmulegra at- burða þar sem þeir hafa komið á vettvang, eins og farið er að tíðkast á seinni árum. Þeir láta afar vel af starfi Ágústs Odds- sonar læknis í Bolungarvík á því sviði. Þegar atburðir gerast á við þá sem urðu í Súðavík og á Flateyri er oft einhver hluti björgunarmanna sem treystir sér ekki til að halda áfram starfi í björgunarsveit- um. Enda þótt utanaðkomandi kunni að halda annað, þá eru björgunarsveitarmenn og sjúkrabílstjórar manneskjur en ekki vélar. Og eru þeir í þessum störfum einmitt þess vegna. Kristján Finnbogason og Hermann G. Hermannsson eru vissulega manneskjur en ekki vélar. Á veggjum varðstofunnar á Slökkvistöð Isafjarðar er fjöldi skírteina um próf og námskeið í hinu og þessu sem lýtur að slökkvistörfum, sjúkraflutningum og neyðar- hjálp. Hermann segirað Krist- ján varaslökkviliðsstjóri eigi nú öllu meira af þessu en hann. Endaerhanneldri ogreyndari. KRISTJÁN OG HERMANN Kristján Finnbogason er Djúpmaður að uppruna, 57 ára að aldri, og hefur um langt árabil verið varaslökkviliðs- stjóri og sjúkrabílstjóri á Isa- firði. Hermann G. Hermanns- son er 30 ára, ísfirðingur að uppruna og meira að segja fæddur í næst-næsta húsi við Slökkvistöðina við Fjarðar- strætið. Hann hefur verið í föstu starfi á Slökkvistöðinni á Isafirði í nokkur áren byrjaði þar í sumarvinnu fyrir bráðum áratug. Hann sér ekki eftir því að hafa valið þetta starf. Raun- ar má rekja það til veru hans í skátunum, enda er sitthvað af- ar skylt með störfum hjálpar- sveita og sjúkraflutninga- manna. KONA í SLÖKKVILIÐI ÍSAFJARÐAR Talið berst að konum í starfi slökkviliðsmanna. Fyrir skemmstu var auglýst eftir nýju fólki í Slökkvilið Reykja- víkur og sérstaklega óskað eft- ir því að kvenfólk sækti um. Konur gerðu það vissulega en engin stóðst þau próf og þær kröfur sem lutu að líkamleg- um styrk. Þeir Kristján og Her- mann geta þess, að hugsan- lega sé Slökkvilið Isafjarðar hið eina á landinu þar sem kona hefur verið í föstu starfi. Það er eitthvað um eða yfir áratugur síðan. Konan sú var Helga Rut Halldórsdóttir og stóð sig með miklum ágætum, segja þeir. Kristján þvertekur fyrir að stunda æfingar hjá Studio Dan. Samt eru vöðvarnir á handleggjum hans eins og hann geri aldrei neitt annað en stunda lyftingar. Það eru trúlega engin vettlingatök hjá þessum fremur lágvaxna en samanrekna rnanni þegar mikið liggur við. 8ÍLASMÍÐI Á VÖKTUNUM Handan við glervegg varð- stofunnar er bíla- og tækja- geymslan. Þar eru tveir vold- ugir slökkviliðsbílar í við- bragðsstöðu nótt sem nýtan dag. Annar þeirra er Benz, kominn hátt á fertugsaldur. Hinn er líka þýskur, fyrrver- andi mjólkurbíll af gerðinni MAN.töluvertyngri. Kristján er hógvær maður og hægur og fremur orðfár og þegar hann bregður sér frá er það Hermann sem segir frá því að Kristján hafi hreinlega smíðað þann bíl frá grunni sem slökkvibíl. Hermann bendir líka á nýsprautað hús af fram- byggðum International-vöru- bíl sem liggur í bflageymsl- unni frammi og bíður bara þess að verða sett á bílinn. Ekki alls fyrir löngu keypti Slökkvilið ísafjarðar aflóga olíubfll af þeirri gerð fyrir and- virði dekkjanna einna, sem síðan voru notuð undirMAN- inn. Síðan fór Kristján að vinna á vöktunum við að gera bílinn upp. Húsið á honum var orðiðafarlasiðen Kristján þefaði uppi heldur skárra hús hjá einhverju fyrirtæki í vest- firsku plássi. Nú er gamli olíu- bfllinn smátt og smátt að verða að nýuppgerðum slökkvibfl. Honum er síðan ætlað fram- haldslíf í öðrum byggðar- kjarna í Isafjarðarbæ þegar honum hefur verið tryggt húsaskjól. Ekki kveðst Kristján hafa lært neitt lil bílasmíða nema afreynslunni.Raunarfermik- ill tími hjá þeim félögum í viðhald og viðgerðir á bílun- um. Eitt brunaútkall krefst yfirleitt margra klukkutíma yfirferðar á bílunum. Eins og vænta má um svona gamla bfla er ævinlega eitthvað að bila og ganga úr sér. En Krist- ján er nostrari og snyrtimenni af Guðs náð, ekki síst þegar bílar eru annars vegar, og á hans eigin fannhvítu einka- bflum hefur varl a nokkur mað- ur nokkurn tímann séð blett eða skrámu. KVIKNAÐI í SLÖKKVI8ÍLNUM Þeir félagar vita ekki til þess að kviknað hafi í á Slökkvi- stöðinni á Isafirði, að tóbaki frátöldu. Hins vegar kviknaði eilt sinn í dæluhúsinu aftan á öðrum slökkvibílnum. Vel og greiðlega tókst að slökkva þann eld, enda vel tækjum búnir fagmenn á staðnum. PERSÓNULEG Á8YRGÐ ÖKUMANNS EF £/77- HVAÐ KEMUR FYRIR I þessu starfi er stundum nauðsynlegt að „kitla pinn- ann“, eins og það er kallað. Sumir halda að ökumenn lög- reglubfla, sjúkrabíla og slökk- vibíla megi hvað sem er í umferðinni ef þeir aðeins eru með ljósmerki og hljóðmerki. Það er alger misskilningur. Ef þeir lenda í óhappi eða slysi sem rekja má til þess að þeir hafi brotið almennar um- ferðarreglur, alveg sama þótt þeir séu með blikkljós og sír- enu á fullu, á bera þeir sjálfir persónulega ábyrgð á því. Þeir Kristján og Hermann hafa til þessa komist slysalaust frá hraðakstri; Kristján kveðst þó einu sinni hafa lent í því að hnubba annan bíl. Hann segir betra að vera nokkrum mínút- um lengur á leiðinni inn í Djúp eða innan úr Djúpi, svo dæmi sé tekið, en komast í staðinn heilu og höldnu alla leið. Mal- arvegirnir í Djúpinu eru víða rnjóir og varasamir og þarf naumast að spyrja að leiks- lokum ef bíll með stórslasað fólk innanborðs skrikar þar út af á gríðarlegri siglingu eða lendir framan á öðrum bfl. MARGIR í SLÖKKVILIÐINU Enda þótt þeir Kristján og Hermann séu aðeins tveir á daglegum vöktum á Slökkvi- stöðinni, þá eru fjölmargir menn í Slökkviliði ísafjarðar. Það eru menn í hinum og þess- um störfum um allan bæ, sem eru kvaddir út með einni hringingu þegartilkynnt er um eldsvoða. Þá henda þeir frá sér pennanum eða penslinum eða mataráhöldunum, hvar sem þeir sitja eða standa, og rjúka í útkallið. Reykköfun er líklega það hættulegasta í starfi slökkvi- liðsmannsins. Þeir Kristján og Hermann telja sig aldrei hafa komist í beina lífshættu í störf- um. Væntanlega er hvort tveggja, að þeir kunna vel til verka, þekkja hætturnar og vita hvernig á að varast þær, og jafnframt eru þeir gæddir þeim nauðsynlega eiginleika að vera hæfilega smey kur þeg- ar það á við. ALLTAF í SOKKUM, EN... Þó að vaktmennirnir á Slökkvistöðinni séu heima og sofi á sitt græna um miðja nótt, þá er ekki þar með sagt að þeir séu þar stikkfrí. Þeir verða að storma burt þegar kallið kemur og það er komið upp í vana að vera fljótur í fötin og fljótur af stað. Her- mann neitar því að hann hafi nokkurn tímann hlaupið ber- fættur út. Hins vegar dregst upp úr honum að komið hafi fyrir að hann hafí farið í útkall án flíkur sem hann vill ekki tilgreina og glottir. Kristján og morgungestirnir glotta líka. Þessir gestir eru áreiðanlega líka í slökkviliðinu. Það fæst loksins upplýst, að Hermann sé ekkert endilega að hirða um óþarfa eins og nærbuxur ef hann er t.d. í baði þegar kallið kemur. Það eru utan- yfirbuxurnar sem máli skipta. ÁVALLT REIÐU8ÚNIR Það sama gildir hjá mönn- unum hjá Slökkvistöðinni á Isafírði og skátunum: Ávallt reiðubúinn. Það ergotttil þess að vita og vekur öryggiskennd að þessir traustu, þrautreyndu og hæglátu menn skuli vera ávallt reiðubúnir þegar slys eða bruna ber að höndum. Hvort heldur er á nóttu eða degi. Hvað sem líðureinhverj- um aukaatriðum eins og nær- buxum. MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 13

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.