Víðförli - 15.03.1995, Blaðsíða 8

Víðförli - 15.03.1995, Blaðsíða 8
Heimsóknaþj ónusta Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um heimsókna- þjónustu safnaða. Af því tilefni sneri Víðförli sér til Sigrúnar Gísladóttur, framkvæmdastjóra ellimálaráðs Reykjavíkurpró- fastsdæmanna, til að fá nánari upplýsingar um þann stuðning og efni sem þar er til um heim- sóknaþjónustu. Er einhver sérstök ástœða fyrir auknum áhuga á heimsókna- þjónustu hjá söfnuðum landsins, Sigrún ? „Það er mikill og vaxandi áhugi í söfnuðum hér Reykjavík á að hefja heimsóknaþjónustu við aldraða eða aðra sem um skemmri eða lengri tíma eru einangrað- ir. Kærleiksþjónustan á að vera veigamikill þáttur í starfi safnaðanna. Fólk lifir lengur en áður og við sjáum fleiri og fleiri einkenni stórborgar á Reykjavík, með þeim vanda og erfiðleikum sem það felur í sér, sem m.a. gerir það að verkum að margir eru einmana og einangraðir. Það er einmitt meginmarkmið heimsóknaþjónustunnar að rjúfa einangrun og vera vinur í nafni kristinn- ar trúar og kristinnar kirkju.“ I hverju felst frœðslan og þjónustan sem elli- málaráð veitir til safnaðanna íþessu tilliti? „Heftið „Að glæða von“ var samið fyrir rúmu ári af Höllu Jónsdóttur fyrir ellimálaráð. Þetta hefti tekur á flest- um þeim atriðum sem þarf að hafa í huga við undirbúning Sigrún Císladóttir. heimsóknaþjónustu í söfnuði og við framkvæmd hennar. Þar er fjallað um hvernig farið skuli af stað, undirbúningur bæði með fyr- irbæn, fræðslu og kynningu. Hvernig söfnuður tekur ákvörðun um að hefja slíkt starf, heimsókn- ina sjálfa, skráningu, þagnar- skyldu og fleira. Eg hef verið til reiðu að fara með hópum, sem þess hafa óskað, í gegnum heftið auk þess sem nauðsynleg hefur verið trúarleg og persónuleg styrking fyrir þá sem hefja ætla heimsóknaþjónustuna.“ Hverjir taka þátt í heimsóknaþjónustu safnaðanna? ,Mikil áhersla er lögð á að heimsóknaþjónustuna þurfi að byggja upp á sjálfboðaliðum. Víða heldur launaður starfsmaður, eða starfsmenn, utan um hana. er ábyrgðaraðili, umsjónaraðili sem sér um þau mörgu atriði sem vinna þarf með, en reynt er að afla sjálfboðaliða til að taka þátt í starfinu. Víða hefur verið farið af stað með beiðni til sjálfboðaliða að taka að sér að heirn- sækja einn einstakling tvisvar til fjórum sinnum í mánuði. Það er mikilvægt að við fáum sjálf- boðaliða af báðum kynjum og á mismunandi aldri til að gegna þjónustu þessari, því að þeir sem heim- sóttir eru eru ólíkir. Það er mikið verk og vandasamt að afla starfsmanna til þessa starfs því að það þarf að standa vel að því.“ Dauövona fólk: Læknum leyft að aðstoða við sjálfsvíg Oregon verður fyrsta fylki Bandaríkjanna til þess að leyfa læknum að hjálpa dauðvona fólki við sjálfsvíg. Leitað var álits kjósenda á málinu og voru 52% þeirra því fylgjandi að læknar fengju að aðstoða dauðsjúkt fólk á þennan hátt. Samkvæmt niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar mega læknar gefa dauðvona sjúklingum ávísun á lyf sem valda dauða óski þeir þess. Sjúklingarnir verða þó að taka lyfin sjálfir. Læknum er ekki heimilt að gefa þeim banvænar sprautur. Skilyrðin fyrir þessu liðsinni læknanna eru þau að sjúklingurinn hafi beðið ítrekað um slíkt eitur á ákveðnu tímabili. Hið minnsta ein þeirra beiðna verður að vera skrifleg og hún verður að vera gerð í viðurvist tveggja votta. Að auki verður að liggja fyrir staðfest álit tveggja lækna um að viðkomandi sjúklingur eigi ekki meira en hálft ár ólifað og að hann sé andlega heil- brigður. Þunglyndissjúklingum má ekki veita þessa þjónustu. (Byggt á DAS nr. 46/94) Þýska kirkjan deilir um samkynhneigö: r Ihaldssamir hóta stofnun „neyðarkirkjuu Deilt er um afstöðuna til samkynhneigðar innan evangelísku kirkjunnar í Þýskalandi. Fyrir nokkru var stofnað þar samstarfsráð samkynhneigðra presta sem er íhaldssömum meðlimum evangelísku kirkjunnar mikill þyrnir í augum. Þeir hafa mótmælt þeim áformum evangelísku kirkjunnar þar í landi að veita samkyn- hneigðum pörum kirkjulega blessun. Þeir íhaldssömu telja að samkynhneigð sé synd og fari kirkjan að leggja blessun sín yfir hana þýði það ekkert annað en „ofsókn- ir á hendur kristnum mönnum með samþykki kirkjunn- ar sjálfrar“, eins og segir í mótmælum þeirra. Við slíkar aðstæður geti menn neyðst til þess að íhuga möguleik- ann á stofnun sjálfstæðrar „neyðarkirkju“. (Byggt á DAS nr. 46/94) Fyrirgefningin Þegar við fyrirgefum ekki þeim sem gert hefur á hlut okkar brennum við þá brú sem við þurfum sjálf á að halda síðar meir. 8 VÍÐFÖRU

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.