Víðförli - 15.03.1995, Blaðsíða 12

Víðförli - 15.03.1995, Blaðsíða 12
Sumarlandið frásaga um von Út er komin hjá Skálholtsútgáfunni bókin „Sumarlandib" eftir norska rithöf- undinn og prestinn Eivind Skeie, í ís- lenskri þýbingu séra Sigurbar Pálssonar. Bók þessi kom fyrst út í Noregi fyrir tíu árum en hefur verib margendurútgefin og þýdd á fjölmörg tungumál. Saga þessi er skrifub fyrir hjón sem misstu dóttur sína af slysförum. Eyvind Skeie skrifabi bókina á einni nóttu, eftir erfitt samtal vib foreldra stúlkunnar, og var hún skrifub í þeirri von ab hún gæti orbib foreldrunum og börnunum þeirra til huggunar. Sumarlandib er sérstök saga. Hún fjallar um ferbina í Dimmadal, um myrkrib, Ijósib sem lýsir leibina um sum- arsléttuna, um Engil Ijóssins, Engil von- arinnar og Engil huggunarinnar og um Hann sem alltaf bíbur. Þetta er saga sem er skrifub til ab hugga og gefa von. Höfundur segir sjálfur í formála bókar- innar: „Daubi barns er tilefni þess ab ég skrifabi þessa frásögu. Daubinn veldur okkur alltaf sársauka. Ab missa barn, af slysförum eba á sóttarsæng, er mebal þess erfibasta sem mætir okkur. Vib þurfum á allri von okkar og öllum mætti okkar ab halda til ab Ijúka göng- unni á vegi sorgarinnar. Frásagan um Sumarlandib getur ef til vill orbib ein- hverjum til hjálpar vib ab hefja göng- una á vegi sorgarinnar í von." Ný verkefnamappa fyrir kristinfræbikennslu Sögur og myndir úr Biblíunni Þú kemur í kyrðinni kemur þú. Hljóðlega. Ég hvísla nafnið þitt, Jesús. Og þú kemur. þegar ég þagna. Hugurinn kyrrist. þá kemur þú sjálfur. Tíl að reyta íllgresi hjartans. Hlúa að blómabeðinu. Tíl að þvo þreytta fætur. Flytja yl kærleíka þíns. Færa mér von um eilíft líf. Síðastliðið haust gaf Skálholtsút- gáfan út verkefnamöppu með fjörutíu verkefnum eftir Elínu Jóhannsdóttur sem samin voru með hliðsjón af bókinni Sögur og myndir úr Biblíunni eftir Anna- Hermine Muller. Verkefnunum er bæði ætlað að vera til gagns og gamans. Þar eru hefðbundnar spurningar og þrautir, sem minna örlítið á þær þrautir sem böm dunda sér við að leysa í bók- um og tímaritum, og mega kennar- ar ljósrita þau og dreifa til nem- enda. Ásamt bókinni Sögur og myndir úr Biblíunni geta verkefnin nýst sem ítarefni með nýju kristinfræði- efni, Brauð lífsins, sem Náms- gagnastofnun hefur gefið út og er eftir Sigurð Pálsson og Iðunni Steinsdóttur. Bókin Sögur og myndir úr Bibl- íunni gefur nemendum góða heild- arsýn yfir sögur Biblíunnar og kristna trú. Sögurnar eiga fyllilega erindi við nútímann því þær flytja börnunum ekki aðeins trúarlegan boðskap heldur eru þær fullar af siðfræðilegum vangaveltum. Bókin Sögur og myndir úr Biblíunni er falleg bók og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og notið vin- sælda víða um heim. I

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.