Víðförli - 15.03.1995, Blaðsíða 5
Djákna- og prestsvígsla
Myndin er tekin vib vígsluna í Dómkirkjunni. Nebri röb frá vinstri: Rósa djákni,
Brynhildur djákni, séra Bryndís Malla, biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, Sigríb-
ur djákni, Valgerbur djákni, Kristín djákni. Efri röb frá vinstri: Unnur djákni,
séra Sigurbur, séra Einar, séra Kristján, séra Kristján Einar, séra jakob, jón,
séra Birgir og séra Árni Bergur.
Sunnudaginn 12. febrúar fór fram
í Dómkirkjunni í Reykjavík vígsla
fyrstu djáknanna er lokið höfðu
djáknamenntun frá Háskóla fs-
lands. Fimm djáknar voru vígðir
til starfa og einn prestur.
Brynhildur Ósk Sigurðardóttir
djákni var vígð til Víðistaðasóknar í
Kjalarnesprófastsdæmi.
Kristín Bögeskov djákni var vígð
til Nesprestakalls í Reykjavíkurpró-
fastsdæmi vestra.
Rósa Kristjánsdóttir djákni var
vígð til Landspítalans í Reykjavrk.
Sigríður Valdimarsdóttir djákni var
vígð til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Valgerður Valgarðsdóttir djákni
var vígð til Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri.
Bryndís Malla Elídóttir prestur var
vígð til aðstoðarprests í Hjallasókn í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Biskup Islands, herra Ólafur
Skúlason, vígði bæði djákna og
prest. Séra Jakob Agúst Hjálmarsson
þjónaði fyrir altari.
Vígsluvottar voru sr. Birgir Snæ-
björnsson prófastur, en hann lýsti
vígslu, sr, Árni Bergur Sigur-
björnsson, sr. Einar Eyjólfsson, Jón
Sveinbjörnsson, sr. Kristján Björns-
son, sr. Kristján Einar Þorvarðarson,
sr. Sigurður H. Guðmundsson og
Unnur Halldórsdóttir djákni.
Biðjum við hinum nýju vígsluþeg-
um blessunar og leiðsagnar Guðs í
starfi sínu og lífi öllu.
Áður hafa eftirtaldir djáknar verið
vígðir: Einar Einarsson var vígður
1960 til Grímseyjar. Unnur Halldórs-
dóttir var vígð 1965. Örn Bárður
Jónsson var vígður 1979 til Grensás-
kirkju. Ragnheiður Sverrisdóttir var
vígð 1981.
/' 7/ÆM fíMm
H77 y|B ™ ^Hly
3 \JH[r
y{ JHB 1 943® |w
» : i
i JUP .TSHf T •
Xt jMil I _ /3
L*«y4 iwl 1 Y
Þýskaland:
Verður kaþólskum prestum
leyft að kvænast?
Aðalráð þýskra kaþólikka (ZdK) hefur hvatt til þess
að prestar kirkjunnar fái að ganga í hjónaband og
kvæntum mönnum verði gert kleift að taka prestsvígslu.
Ályktun ráðsins þar að lútandi var samþykkt með mikl-
um meirihluta atkvæða á fundi þess í Bonn síðastliðið
haust. í ályktuninni er spurt hvort einungis þeir eigi að
hafa rétt til þess að gerast prestar sem jafnframt hafa
kosið að vera utan hjónabands. Þá er þar ennfremur
staðhæft að gildi hjónabandsins sé ómetanlegt fyrir
kirkjuna. Vissulega hafi núverandi fyrirkomulag á
margan hátt verið kirkjunni blessunarríkt. Það sé þó
ekki neitt grundvallaratriði að prestar megi ekki kvæn-
ast og eigi því ekki að þvinga neinn til slíks. Fái bæði
kvæntir og ókvæntir að vera prestar gæti það auðgað og
eflt starf kaþólsku kirkiunnar.
(Byggt á DAS nr. 47/94)
Anglíkanska kirkjan:
Punktakeríl fyrir predikanir
Anglíkana-prestinum lan Gregory finnst margt svip-
að með því að standa í predikunarstólnum og á leik-
sviði. Svipaðar mælistikur megi nota á leikara og
predikara. Hann hefur útbúið punktakerfi fyrir predik-
anir sem byggir á orðfæri og frumleika predikaranna.
Þar er ennfremur tekið tillit til mats kirkjugesta. Listi
yfir helstu ræðuskörunga kirkjunnar birtist síðan reglu-
lega í tímariti, innan um aðra vinsælda- og metsölu-
lista.
Gregory, sem áður var blaðamaður, kveðst fyrst og
fremst vera að berjast gegn leiðindum. Hann bendir
kirkjugestum á hvar góðar predikanir sé helst að heyra,
rétt eins og fólk gelur fengið meðmæli gagnrýnenda um
góðar leiksýningar eða veitingahús. Um leið leiðbeinir
hann predikurum um hvernig þeir eigi að tala til fólks.
í því samhengi mætti minnast hollráðs Marteins Lúth-
ers: „Stíg í stól, opna munn, hættu fljótt."
VÍÐFÖRU 5