Bæjarins besta - 19.05.1999, Blaðsíða 2
XJtgefanði:
H-prent ehf.
Sólgötu 9, 400 ísaJjörður
■b 456 4560
0456 4564
Netfang prentsmiðju:
hprent@snerpa.is
Stafræn útgáfa:
http ://www. snerpa. is/bb
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Blaðamaður:
Hljmur Þór Magnússon
Netfang ritstjórnar:
bb@snerpa.is
Bœjarins besta er í samtökum bæjar- og héraðs-
fréttahlaða. Eftirprentun. hijóðritvm, notkun Ijósmynda
og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið.
w
Holhrinir góðir
Tuttugu og fímm ár eru liðin síðan Menntaskólinn á
ísafírði útskrifaði fyrstu stúdentana. Þau tímamót voru
Vestfirðingum fagnaðarefni, fyrsta uppskera langrar og
strangrar baráttu fyrir menntaskóla á ísafírði, sem að
lyktum lauk með sigri þrátt fyrir mikið andóf úrtölumanna
er fundu staðsetningu skólans allt til foráttu.
Fullyrða má að eins konar hollvinasamtök hafí lagt
drjúgan skerf að þeim sigri er fólst í stofnun Menntaskól-
ans á ísafírði. Frumkvæði tólfmenninganna sjálfskipuðu
erstóðu fyrirundirskriftasöfun meðalVestfirðinga, áskor-
un á þingmenn um að samþykkja stofnun menntaskóla á
Isafirði, vó þungt og staðfesti samstöðu heimamanna í
skólamálinu.
Nú hafa verið stofnuð Hollvinasamtök Framhaldsskóla
Vestfjarða, sem „eru hugsuð sem vettvangur fyrir alla þá
sem vilja skólanum vel og sjá nauðsyn þess að hann fái
vaxið og dafnað”, eins og sagði í frétt blaðsins í síðustu
viku um Hollvinasamtökin. Þá er þess einnig vænst að
samtökin „geti orðið mikilvægur tengiliður skólans við
fyrrum nemendur, foreldra nemenda, fyrirtæki og stofn-
anir”.
Enginn vafi er á því að samtök af þessu tagi geta orðið
skólanum að miklu liði, stuðlað að vexti hans og framgangi
á ýmsa lund. í þjóðfélagi þar sem haldgóð menntun
verður einstaklingnum æ mikilvægari munu góðir skólar
í héraði gegna stöðugt þýðingarmeiri hlutverkum á sviði
mennta og menningar, auk þess að vera atvinnuskapandi
og leggja þar með grunn að frekari uppbyggingu byggð-
arlagsins. Hlutverk góðs og öflugs skóla verður aldrei
ofmetið.
Fagna ber stofnun Hollvinasamtakanna og þakka ber
þeim er þar höfðu frumkvæði. Forustusveit er árnað
heilla í störfum. Vonandi vex samtökunum svo fiskur um
hrygg að skólinn fái notið þess h vata sem lá til grundvallar
stofnun þeirra.
Flogið hefur fyrir að uppi séu raddir um að breyta nafni
skólans til fyrri nafngiftar. Það kemur vel til álita. Satt
best að segja hafa aldrei nein haldbær rök verið færð fyrir
nafnbreytingunni. Og óneitanlega hljómar gamla nafnið,
Menntaskólinn á Isafirði, betur í eyrum en framhaldsskóla-
nafnið gerir.
En hvað sem nafni skólans líður er aðalatriðið að hann
vaxi og dafni um lengd og bráð. Þá ósk berum við öll í
brjósti á þeim tímamótum þegar aldarfjórðungur er liðinn
frá því fyrstu hvítu kollarnir voru settir upp á Isafirði.
- s.li.
OÐÐ VIKUNNAÐ
Dixilmaður
Orð koma og fara eftir þörfum. Af er sú tíð þegar
dixilmenn voru ómissandi á sfidarplönum. Og jafnvel
er líklegt að nú viti margir ekki einu sinni hvað beykir
er.
Beykir er tunnusmiður. Kunnastur íslenskra beykja
mun vera Sigurður skáld Breiðfjörð, sem starfaði um
skeið á ísafirði. Beykisiðn var á sínum tíma löggilt
iðngrein. Flelsta verkfæri beykis var dixill eða beykis-
öxi. Dixilmaður var ófaglærður maður sem vann við
tunnusmíði.
Farskóli
J&w Vestfjarða
Námskeið í
gróðursetningu
í samstarfí við Skógræktarfélag íslands
verðurhaldið námskeið ígróðursetningu og
umhirðu ungplantna. Námskeiðið er bæði
bóklegt og verklegt og mjög gott fyrir flokk-
stjóra og verkstjóra, einnig fyriralla áhuga-
sama um trjárækt.
Námskeiðið verður haldið að Núpi í Dýra-
fírði 7. júní kl. 09:30 til 16:30. Kostnaður
erkr. 5.000.- fyrirhvern nemanda og erhá-
degisverður innifalinn.
Mikilvægt er að skrá sig strax í síma 456
3599 eða 456 4215.
Athugið!
Vegna hvítasunnuhelgarinnar kemur BB
næst út á fímmtudag í næstu viku. Skila-
fresti auglýsinga lýkur á þriðjudag.
Grímur Jónsson
loftskeytamaður
lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi sunnudaginn 16. maí. Útfðrin
ferfram frá Garðakirkju á Álftanesi, laugardaginn 22. maí kl. 14:00.
Jóhanna Bárðardóttir
Rúnar Þröstur Grímsson Jóna Magnúsdóttir
Sigurður Grímsson Angelika Andres
Jón Grímsson Linda Grímsson
Sigrún Grímsdóttir Magnús Kristinsson
Ása Grímsdóttir Sigurjón Guðmundsson
Bárður Jón Grímsson Aðalheiður S. Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
ÍSAFJARÐARBÆR
FORSTÖÐUMAÐUR VINNUSKÓLA
Óskum eftir að ráða forstöðumann
við Vinnuskóla Isafjarðarbæjar tíma-
bilið maí-ágúst 1999.
Upplýsingar gefur fþrótta- og æsku-
lýðsfulltrúi ísafjarðarbæjar í símum
456 3722 eða456 3149.
íþrótta- og œskulýðsfulltrúi.
TIL SÖLU
Félagsheimilið á Flateyri er til sölu.
Húsið selst í núverandi ástandi. Til-
boðum skal komið til skóla- og menn-
ingarfulltrúa, Hafnarstræti 11, 425
Flateyri, eðatil skrifstofu ísafjarðar-
bæjar, Hafnarstræti 1, 400 ísafirði,
Ifyrir 10. júní 1999.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða til-
boði sem er eða hafna öllum.
fSm Lögreglan á
ísafirði
Reiðhjólaskoðun
Lögreglan verður með reiðhjólaskoðun
laugardaginn 22. maí á eftirtöldum stöðum:
Hnífsdalur, við Bakkaskjól kl. 11:30-12:00.
ísaljörður, viðlögreglustöðkl. 13:00-14:00.
Holtahverfí, við róluvöll (Góuholti)
kl. 14:30-15:30.
Súðavík, viðgrunnskólann kl. 16:00-17:00.
Lögreglan á ísafírði.
Erindi Björns Teitssonar skóiameistara, f/utt á
Framhaldsmennt
Hér verður í stuttu máli
rakin saga þeirra skóla á
ísafirði, sem sameinuðust
fyrir fáeinum árum undir
nafninu Framhaldsskóli
Vestfjarða. Sagasjómanna-
kennslu á síðari hluta 19.
aldar verður þó ekki sögð.
Snemma í janúar 1905
hófst í fyrsta sinn kennsla
á ísafirði á vegum Iðnað-
armannafélags Isafjarðar.
Þetta var kennsla í teikn-
ingu og fór fram að Hafn-
arstræti 11, kennari var
Ragúel Bjarnason frá Hóli
í Bolungarvík. Um haustið
sama ár tók Árni Sveinsson
við stjórn Kvöldskóla Iðn-
aðarmannafélagsins og
næstu árin starfaði skólinn
frá 15. október til aprílloka,
viðbættustkennslugreinarnar
íslenska, danska, enska, reikn-
ingur og bókfærsla, og kenn-
sla fór fram á milli kl. 7 og 10
á kvöldin. Flesta vetur fram
til 1916 voru nemendur 20-
30, en húsnæðishrak háði
skólanum.
Kennsla við skólann lá niðri
1916-20 og aftur 1922-28.
Skólinn fékk fyrst inni í barna-
skólahúsinu viðAðalstræti 34
árið 1920. Þar hófst skólahald
aftur 1928 með því skilyrði
að Iðnaðarmannafélagið tæki
að sér að þilja innan og full-
gera nýja skólastofu með til-
heyrandi gangi í húsinu.
Árið 1939 voru nemendur í
skólanum 37, skólastjóri hafði
þá um skeið verið Björn H.
Jónsson, sem einnig varskóla-
Björn Teitsson.
stjóri Barnaskóla ísafjarðar.
Næstu árin fór iðnnemunum
ekki fjölgandi, þeir voru 23 í
árslok 1957, en þá lét Björn
af skólastjórastörfum á ísa-
firði.
í nokkur ár um 1960 var
Björgvin Sighvatsson skóla-
stjóri Iðnskólans, en árin
1964-75 var skólastjóri Aage
Steinsson.Verulegar breyting-
ar urðu á rekstri skólans þegar
hann fluttist við ársbyrjun
1971 í leiguhúsnæði í ísfirð-
ingshúsinu í Neðstakaupstað.
Skólinn breyttist í dagskóla
upp úr þessu, og við hann var
m.a. rekin skipstjórnardeild.
vélstjórnardeild og tækni-
skóladeild. Um skeið voru til-
tölulega tíð mannaskipti við
skólann. Síðasti skólastjóri
hins sérstaka Iðnskóla var
Snorri Hermannsson, 1985-
87. Á árunurri 1987-89 var
skólinn stjórnunarlega sam-
einaður Menntaskólanum á
ísafirði.
Húsmæðraskólinn Ósk var
2
MIÐVIKUDAGUR 19. MAI 1999