Bæjarins besta - 19.05.1999, Blaðsíða 5
Umsóknir um styrki frá menningarnefnd
Ikki Sll kurl komin tll grafar
Eins og fram kom í síðustu
viku hefur menningarnefnd
Isafjarðarbæjar samþykkt
styrkveitingar til tíu aðila af
þeim um það bil tuttugu sem
sótt hafa um þelta árið. Þess
misskilnings hefur gætt, að
þeir umsækjendur sem hafa
ekki fcngið úthlutað styrkjum
séu þar með úti í kuldanum
að þessu sinni, en svo þarf
alls ekki að vera.
I sumum tilvikum kann að
vera að forsendur séu ekki
enn fyrir hendi en verði það
síðar. Þannig verðurekki hægt
að afgreiða beiðni Litla leik-
klúbbsins um ferðastyrk með
Oliver! á meðan ekki liggur
fy rir hvort yfirleitt verður farið
í leikferð. Sama gildir um
styrkbeiðni vegna Sumar-
menningar í Neðsta. Menn-
ingarnefndin hefur með hönd-
um útleigu á Tjöruhúsinu í
Neðstakaupstað og getur ekki
veitt ákveðnum aðilja styrk
lil rekstrar þar á meðan ekki
hefur verið gengið formlega
frá því hver muni annast þann
rekstur, að sögn Ingu Olafs-
dóttur, formanns menningar-
nefndar.
I öðrum tilvikum kann að
vera að styrkbeiðnum sé vísað
annað og hugsanlega fái þær
þar jákvæða afgreiðslu. Til
dæmis kemur íil kasta ferða-
málanefndar að afgreiða
beiðni Sjóferða Hafsteins og
Kiddýar um styrk vegna kynn-
ingarbæklings.
Þátttcikendur í Landsbankahlaupinu fyrir framan Landsbankann að lilaupi loknu.
Landsbankahiaupið á ísafiröi
114 börn tóku þátt
Þátttakendur í Lands-
bankahlaupinu á Isafirði að
þessu sinni voru 144 talsins
á aldrinum 10-13 ára, en
hlaupið bar upp á 95 ára
afmælisdag útibúsins á
Isafirði, 15. maí.
Fyrstu þrír keppendur í
hverjum flokki voru:
Stúlkur fæddar 1986 og
1987: Kristín Grímsdóttir,
ísafjörður
Lögreglan
sektar og
sviptir
Fjörutíu ökumenn höfðu á
mánudagsmorgun verið teknir
fyrirof hraðan aksturá ísafirði
og í nágrenni frá síðustu mán-
aðamótum, eða á aðeins lið-
lega hálfum mánuði. Að sögn
Önundar Jónssonar, yfirlög-
regluþjóns á Isafirði, er hrað-
akstursbylgja af þessu tagi
árviss á hverju vori, einmitt á
sama tíma og börnin eru að
taka fram hjólin sín eftir vet-
urinn og fara út á göturnar.
„Lögreglan er búin að vera
á fleygiferð að heimsækja
skólana í umdæminu til þess
að hamra á því við börnin að
þau noti hjálma og gæti sín í
umferðinni. En því miður
náum við ekki sem skyldi til
ökumannanna öðruvísi en
Bolungarvík, íris Péturs-
dóttir, Isafirði, og Asrún
Sigurjónsdóttir, Isafirði.
Stúlkur fæddar 1988 og
1989: Sandra Matthíasdóttir,
Reykjavík, Guðbjörg
Einarsdóttir, Isafirði, og
Þórdís Benediktsdóttir,
Suðureyri.
Drengir fæddir 1986 og
1987: Ivar Pétursson,
með því að vera með sekta-
bóki na á lofti. Okkur er ekkert
vel við það en við neyðumst
til þess, því að það virðist
vera eina ráðið til að hamla
eitthvað gegn hraðakstrinum.
Innan bæjarmarkanna erum
við að taka ökumenn á um og
yfir hundrað kílómetra hraða,
til dæmis þar sem börn eru að
Isafirði, Jón Örn Guðlaugs-
son, Flateyri, og Matthías
Vilhjálmsson, Isafirði.
Drengir fæddir 1988 og
1989: Bragi Þorsteinsson,
Isafirði, Ómar Halldórsson,
Önundarfirði, og Brynjólfur
Ó. Arnason, Önundarfirði.
Allir þátttakendur fengu
verðlaunapening.
leik framan við Holtahverfið
og á Stakkanesinu."
Sektir við hraðakstri á götu
þar sem hámarkshraði er 60
km er allt frá kr. 4.000 ásamt
punktamissi og upp í kr. 20
þúsund ásamt ökuleyfissvipt-
ingu þcgar komið er í 102 km
hraða og síðan eru stighækk-
andi sektir og sviptingar.
Hvaö er helst aö
gerast í norræna
samstarfínu?
Aðalfundur Norræna félagsins á ísafirði
verðurhaldinn á Hótel ísafirði miðvikudaginn
19. maí kl. 20:00.
Auk aðalfundarstarfa munu formaður Nor-
ræna félagsins á ísiandi, Kristín S. Kvaran og
varaformaður, Almar Grímsson, segja frá
helstu verkefnum félagsins og svara fyrir-
spurnum.
Allir velkomnir!
Stjórnin.
FRAMHALDSSKÓLI
VESTFJARÐA
Pósthólf 97 - 400 ísafirði
Innrítun í
Framhaldsskóla
Vestfjarða
Innritunarfrestur vegna náms nýrra
nemenda á væntanlegri haustönn er til 4.
júní 1999. í boði eru eftirtaldar brautir:
Starfsbraut fyrir þá sem ekki gangast
undir samræmd próf.
Fornám fyrir nemendur sem standast
ekki samræmd próf.
Almenntbóknám 1. árs (dagskóli á ísafirði
og Patreksfirði og öldungadeild á ísafirði).
Málmiðnaðarbraut (áður grunndeild
málmiðna).
Grunndeild rafiðna.
Grunndeild tréiðna.
Matartæknibraut.
Samningsbundið iðnnám.
Sjávarútvegsbraut.
Sjúkraliðabraut.
Vélstjórnarbraut.
Þá er hægt að bæta við nýjum nem-
endum á ýmsar námsleiðir á 2.-4. ári.
Mjög brýnt er að öllum umsóknum fylgi
afrit af prófskírteinum úr grunnskóla.
Nemendursem koma úröðrum framhalds-
skólum láti afrit af námsferli þar fylgja
umsókn.
Skólagjöld á haustönn, einkum innritunar-
gjald og nemendafélagsgjald, alls kr.
5.000.-, verða innheimt með gíróseðli. Ef
sótt er ofseint um skólavist þarfað greiða
aukagjald.
Upplýsingareru veittará skrifstofu skólans
kl. 9-16.
Skólameistari.
Tertu- og
brauötertubasar
KvennadeUd S.V.F.Í. ísafirði verður með
tertu- og brauðtertubasar föstudaginn 21.
maí kl. 15:00 í húsnæði Framsóknarflokksins
við Hafnarstræti.
Allur ágóði rennur til húsbyggingar deildar-
innar.
Fatamarkaöur
Andrésar
verður í Kiwanishúsinu á ísafirði, miðviku-
daginn 19. maí kl. 12-22 og fimmtudaginn
20. maí kl. 12-22.
Mikið úrval af nýjum vönduðum fötum.
Eldri föt á hálfvirði.
Andrés
Skólavörðustíg, sími 551 8250.
KFÍ sér
um hátíð-
arhöldin
Menningarnefnd ísa-
fjarðarbæjar hefur ákveðið
að fela Körfuboltafélagi
Isafjarðar að sjá um há-
tíðahöld 17. júní á Isafirði
að þessu sinni. Félagið
þegar gert drög að dagskrá
hátíðahaldanna.
Djúpmanna-
búð opnar
Álfhildur Jónsdóttir og
fjölskylda annast nú rekst-
ur Djúpmannabúðar í
Mjóafirði sjötta sumarið í
röð. Þar verður opnað á
föstudaginn og verður
tilhögun öll með svipuðu
sniði og undanfarin ár.
Fyrir utan veitingar og
bensín er boðið upp á
gistingu í sumarhúsi og á
tjaldsvæðum. Hið marg-
rómaða kaffihlaðborð Álf-
hildar verður í fyrsta sinn
á sjómannadaginn og síð-
an um hverja helgi fram á
haust.
Massi
kaupir
Massi, hreingerninga-
þjónusta, hefur fært sig á
nýjan stað í sama húsinu f
Suðurtanga 2 á Isafirði og
byrjaði þar starfsemi á
mánudag. Hann hefur
fram að þessu verið í
leiguhúsnæði en hefur nú
keypt tæplega 260 fer-
metra pláss þar sem H-
prent var eitt sinn. Massi
annast bæði bílaþrif og
hreingerningar í heima-
húsum og fyrirtækjum.
Herferð
gegn nagla-
dekkjum
Þessa dagana hefur
lögreglan nóg að gera við
að ýta við fólki að skipta
af nagladekkjum yfir á
sumardekk, enda allir
vegir auðir. Sekt við því
að aka á negldum dekkj-
um utan þess tíma þegar
þau eiga við er fjögur
þúsund krónur. Lögreglan
á Isafirði beinir þeim
eindregnu tilmælum til
ökumanna að þeir taki
nagladekkin nú þegar
undan svo ekki þurfi að
koma til sekta.
-•■tátÍMMii f. - ’ >v, ..
AUGLÝSINGAR
00 ÁSKRIFT
SÍMI
456 4560
MIÐVIKUDAGUR 19. MAI 1999 5