Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.06.1999, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 02.06.1999, Blaðsíða 5
Safnaðtil styrktar Skrúði í Dýrafirði Það vaxa mörg blóm fyrir vestan Sparisjóður Önundarfj arðar - fyrir þig og þína ! áparisjóður Önundarfjarðar hvetur alla Vestfírðinga til að Við hátíðleg tækifæri þegar ástæða þykir til að mæra samfélag okkar eða hugleiða um framtíðina grípum við ósjaldan niður í orðasafn garðyrkjumanna. Við tölum um blómlegt mannlíf og þörfina á því að undirbúa jarðveginn fyrir vaxtarbrodda atvinnulífsins eða gróskulega skóla. Þess- ar samlíkingar koma upp í huga mér nú í upphafi söfn- unar til styrktar hinum sögufræga garði Skrúði í Dýrafirði. Þú átt von á pósti Á næstu dögum fá öll vestfirsk heimili póstsent bréf ásamt gíróseðli og sé seðilinngreiddurrennurféð til reksturs og varðveislu Skrúðs. Söfnunin mun standa yfir fyrri hluta júní- mánaðar og er það von allra, sem standa að henni að Vestfirðingar sjái sér fært að láta eilítið af hendi rakna til málefnisins. Til mikils er að vinna enda er sérstaða Skrúðs óuntdeilanleg í garðyrkjusögu Islands og hvergi er að finna betri sönnur fyrir því hve mikla möguleika Vestfirðingar hafa á ræktun í túnfætinum heima. / upphafí var prestur Það er tæpast tilviljun að málfar garðyrkjumanna er mörgum tamt á góðum stundum. Það stendurokkur flestum nærri að rækta skik- ann okkar og tryggja þannig afkomu, sumar og vetur. Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar ísaQarðarbæjar skrifar SéraSigtryggurGuðlaugsson. prófastur að Núpi í Dýrafirði, hefur án efa haft þetta í huga þegar hann, í upphafi aldar- innar, réðst í gerð matjurta- og skrautgarðs í tengslum við ungmennaskólann að Núpi. Sigtryggur nefndi garðinn Skrúð og skyldi hann vera til hjálpar kennslu í plöntufræði og garðrækt ásamt því að venja nemendur við neyslu garðjurta og sýna þeim hvað vaxið getur í íslenskum jarð- vegi og jafnvel hrjóstrugum. Jarðeplanna minnst Séra Sigtryggur stofnaði Skrúð formlega 7. ágúst 1909 og verður garðurinn því níutfu ára í sumar. Varð sá dagur fyrir valinu því þá voru liðin rétt 150 ár frá því að jarðepli voru sett niður í Sauðlauksdal á sunnanverðum Vestfjörðum í fyrsta sinn hér landi. Á fjórða áratugnum varSkrúðurorðinn vel gróinn og barst frægð hans víða um land enda var margt fágætra plantna þar að finna og athyglisvert að sjá hversu fjölbreytileg flóra gat í raun dafnað í vestfirskum jarðvegi. I sjö áratugi var garðinum haldið vel við en upp úr 1980 var garðinum lítið sinnt enda hnignaði honum rnjög. Ærið verk var að koma honum í sæmilegt horf á ný, þótt það tækist með eljusemi áhuga- samra einstaklinga og sam- taka. Ekki vantar hugmyndirnar \ dag nær Skrúður yfir 2500 fermetra svæði. Þar er að finna hundruð trjáplantna og jurta en samsetningin hefur breyst nokkuð frá tímum séra Sig- tryggs. Matjurtir hafa vikið fyrirfjölærum blómjurtum og runnum en Skrúðsvinir hafa þó hug á að færa matjurtirnar til vegs á ný. Einnig eru uppi hugmyndir um að rækta upp skika þar sem gefur að líta vestfirska plöntuflóru og jafn- vel flóru Hornstranda. En allar slíkar hugmyndir kalla á fé og það er af skornum skamm- ti. Sveitarfélagið Isafjarðar- bær og félagasamtökin sem standa að varðveislu Skrúðs eru þess ekki megnug að halda garðinum við sem skyldi og er skemmst frá því að segja að sjóðir Skrúðs duga ekki fyrir nauðsynlegu viðhaldi í dag. Skrúðmælgi dugir skammt Orð eru til alls fyrst en skrúðntælgin ein dugir skammt ef takast á viðhalda þeirri gersemi sem Skrúður sannarlega er. Beinharðir peningar eru betur til þess fallnir. Okkur gefst nú tæki- færi til að renna styrkari stoðum undir rekstur Skrúðs svo hann verði áfram minn- isvarði um brautryðjenda- starf í garðrækt á Islandi en ekki síður vitnisburður um fjölbreytileika vestfirskrar flóru og um leið flóru fs- lands. Framlag hvers og eins þarf ekki að vera hátt ef allir taka höndum saman. Eg ætla að leggja mitt af mörk- um og vona að þú sjáir ástæðu til að gera slíkt hið sama. - Birna Lárusdóttir. Heimsókn danska sendiherrans tii ís Blásarakvintett úr varðasveit drottnin éendum vestfirskum sjómönnum og fjölstyldum þeirra bestu kveðjur é <sjómannadaginn ^7 BASAFELL HF. Sendiherra Danmerkur á íslandi, Flemming Mprch, og eiginkona hans, Hanne Mprch, koma í heimsókn til ísafjarðar á laugardag og dveljast hér vestra fram yfir helgi, eins og greint var frá hér í blaðinu í síðustu viku. Fjölmargt verður á dagskrá sendiherrans, sem skipulögð er af ræðismanni Danmerkur á ísafirði, Fylki Ágústssyni. Den Kongelige Livgardes Messingensemble verður íföru- neyti danska sendiherrans og tekurþátt í hátíðahöldum sjó- mannadagsins á ísafirði. í föruneyti sendiherrans verður málmblásarakvintett hinnar konunglegu lífvarða- sveitar (Den Kongelige Liv- gardes Messingensemble). Kvintettinn skipa sem vænta má úrvalstónlistarmenn og munu þeir leika fyrir ísfirð- inga í tengslum við dagskrá sjómannadagsins. Vikan framundan Miðvikudagur 2. júní Þennan dag árið 1934 varð Dalvíkurskjálftinn, einn stærsti jarðskjálfti sem átt hefur upptök nærri þéttbýli, fannst kl. 12:43. Hann var um 6,2 stig. Á Dalvík og í nágrenni skemmdust á annað hundrað hús. Fimmtudagur 3. júní Þennan dag árið 1946 varð mikill eldsvoði á ísafírði þegar íbúðarhúsið Fell brann og þrjú önnur hús við Hafn- arstræti. Fimm manns fórust og fimmtíu manns urðu heimilislausir. Föstudagur 4. júní Þennan dag árið 1959 var Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, stofnuð til að hafa forystu í baráttu fatlaðs fólks fyrir auknum réttind- um og bættri aðstöðu í þjóð- félaginu. Laugardagur 5. júní Þennan dag árið 1975 sigr- uðu Islendingar Austur- Þjóðverja í landsleik í knatt- spyrnu í Reykjavík með tveimur mörkum gegn einu. Þetta var talinn einn stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu. Sunnudagur 6. júní Þennan dag árið 1914 var bifreið notuð til að aka brúð- hjónurn til vígslu, í fyrsta sinn hér á landi. Vígslan fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík en brúðhjónin voru Guðrún Einarsdóttir og Gísli Sveinsson, síðar sendi- herra. Mánudagur 7. júní Þennan dag árið 1992 kom nýr Herjólfur til Vestmanna- eyja. Skipið sem enn er í notkun er 70 metra langt og getur flutt 480 farþega og 62 fólksbíla. Þriðjudagur 8. júní Þennan dag árið 1789 hófst jarðskjálftahrina á Suður- landi, frá Selvogi til Þing- valla. I heila viku voru skjálftar með allt að tíu mín- útna ntillibili. „Land seig norðan Þingvallavatns milli Almannagjár og Hrafnagjár um rúma 60 sentimetra, vellirnir urðu að mýrlendi og mun það meðal annars hafa orðið átylla til að leggja þinghald þar niður árið 1800,” segir í Náttúru Islands. Auglýsingar og áskrift sími 456 4560 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 5

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.