Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.06.1999, Síða 9

Bæjarins besta - 02.06.1999, Síða 9
kallinn upp í lögreglubílinn en heilinn úr honum var eftir á götunni. Þá komTorfi Bjarna nteð skóflu, pabbi hans Reyn- is listamanns, tók heilann á skófluna og henti honunt nið- ur í fjöru. Þá sagði einhver þarna: Það hefði nú frekar átt að setja heilann úr Alí Baba í kistuna en henda búknum.“ Tólf börn samanlagt Sigríður Inga Þorláksdóttir, eiginkona Kristjáns, er frá Siglufirði. Þaðan fór hún sextán ára til Danmerkur þar sem hún bjó í níu ár en fluttist þá til Reykjavíkur. Inga á sjö börn frá fyrra hjónabandi en Kristján á fimm, einn son og fjórar dætur. Aðeins eitt af börnum Kristjáns og Elsu heitinnar er búsett á Isafirði. Það er Kiddý, eiginkona Haf- steins kafara. Síðan á Kristján eina dóttur sem er bóndakona í Landeyjunum, aðra í Reykja- vík og þá þriðju sem er búsett í Noregi, og sonurinn á heinta í Reykjavík. nokkrum árum eða undir það sem þau Sigríður Inga voru að hætta í siglingunum hafi börnin, barnabörnin og barna- barnabörnin þeirra verið orðin samtals 85. „I síðasta jóla- túrnum vorum við með áttatíu og fimm jólapakka.“Töluvert hefur afkomendunum víst fjölgað síðan en Kristján veit ekki hver fjöldinn er núna. „Eg er hættur að telja“, segir hann með uppgjafarsvip. „Við vorum auðvitað sitt með hvort herbergið á Hofs- jökli, Inga með þernuherberg- ið og ég með bátsmannsher- bergið, sem var stærsta her- bergið. En eftir að við vorum gift kunnum við ekki við ann- að en að reyna að búa saman, þannig að hennar herbergi var bara notað sem geymsla. Þar vorum við með jólapakkana og tollurunum hreinlega féll- ust hendur þegar við komum til landsins. Þeir lögðu ekki í að fara að skoða í áttatíu og fimm jólapakka.“ Nóg að fara einu stoðarmenn til að fara með sér um borð í Albert. Baldur sagðist vera hræddur við skip- herrann því að hann væri með kjaftagang og hótanir, enda var maðurinn blindfullur. Baldur vildi komast um borð í Albert til að koma því áhreint hvort þeir ætluðu yfirleitt að ná bátnum út. Helgi skipherra þóttist ætla að ná honum út á morgunflóðinu en svo kom morgunflóðið og þeir gerðu ekki neitt. Það var svo á kvöld- flóðinu sem við Jóhann vorum sendir um borð með Baldri og Hermanni heitnum Sig- urðssyni, sem var skipstjóri á Víkingi, þeim til trausts og halds, til að vita hvað varð- skipsmenn hygðust fyrir. Að öðrum kosti ætlaði Baldur að fá Fagranesið til að draga bátinn á flot.“ Blindfullur skipherra með bjölluhnapp í kojunni „Svo fór að það átti að leggja hendur á Baldur þarna um borð í varðskipinu en við Jóhann sem áttum að vera líf- verðir hans gátum auðvitað ekki látið það viðgangast. Þetta endaði þannig að ég lagði helvítis kallinn á varð- skipinu upp í koju og settist fyrir framan hann. En þá var tæknin orðin svo mikil þarna um borð að hann var með bjölluhnapp í kojunni til að fá kaffi eða önnur drykkjarföng í bælið. Hann hringdi bara og þá kom stýrimaðurinn. Helgi skipherra fyrirskipaði stýri- manninum að láta alla menn vopnbúast og standa klárir á ganginum og tjarlægja síðan þessa menn af skipinu, þ.e. okkur, því að við værum of- beldisseggir. Við Jói gengum síðan í gegnum þessa helvítis þvögu, þcssa vopnasveit, með þeirn Baldri og Hermanni. Þarna um borð var loftskeyta- rnaður sem ég þekkti. Pabbi hans var lögregluþjónn hér á Isafirði og átti heima hérna í næsta húsi. Þessi strákur var vopnaður línubyssu. Þegar ég gekk fram hjá honum gat ég ekki stillt mig um að segja: Oli, skjóttu! Og þá var kjark- urinn ekki meiri en það, að hann missti byssuna. Svona var nú liðið um borð í varð- skipinu.“ Kristján var lögreglumaður í tíð þriggja sýslumanna á ísa- firði. Fyrsturþeirra var Jóhann Gunnar Ólafsson, síðan Björgvin Bjarnason og loks Þorvarður Kjerúlf Þorsteins- son, en sýslufulltrúarnir á þessum tíma skiptu tugum. Eins og vænta má gekk á ýmsu í meira en tuttugu ára starfi lögreglumanns á Isafirði eftir miðja öldina, þegar kom- ur breskra og þýskra togara voru hér tíðar. Þá var oft róst- ursamt þegar margir togarar voru í höfn, erlendir og inn- lendir. Þegar Hofsteinn kafari læknaðist af hikstanum En það bar fleira við en átök við sjómenn. „Mér er það mjög minnisstætt þegar verið var að rífa gamla slátur- húsið, en það stóð rétt þar sem seinna reis rækjuverk- smiðja O. N. Olsens. Hér á ísafirði var á þeim tíma að- fluttur maður að sunnan og vann í Vélsmiðjunni Þór. Hann var snillingur í höndun- um og gat allan andskotann. Hann var hreinn galdramaður og víst þess vegna kallaður Alí Baba Til dæmis gerði hann við ljósaperur. Þess má geta, að hann læknaði Haf- stein tengdason minn af hik- sta. Hann fékk þennan and- skotans óstöðvandi hiksta en Alí var fljótur að blanda ein- hvert helvítis rnjöl ofan í hann og pilturinn snarhætti að hiksta. Eg held bara að hann hafi ekki hikstað síðan.“ Ævilok Alí Baba „Nú, það var verið að rífa þetta sláturhús og lögreglan var fengin til að koma og loka götunum svo að það væri ekki verið að keyra þarna rétt á nteðan ýtan var að maska þetta niður. Þá hafði kallinn kornið þarna inn á svæðið án þess að við yrðum hans varir. Hann fór fram fyrir ýtuna og ætlaði að stoppa hana, því að hann sagði að þetta væri svo mikil sóun á verðmætum, sperrur- nar þykkar og góður í þeirn viðurinn, og hann vildi fá að rífa þetta sjálfur og nýta það. Strákurinn á ýtunni vildi ekk- ert hlusta á hann og svo fer kallinn og strákurinn bakkar. Þá vill ekki betur til en svo að hann keyrir yfir hausinn á kall- inum. Hausinn lagðist náttúr- lega saman undir beltinu. Þá vorum við sóttir og við tókum Áttatíuog fimm júlapakkar Kristján segir að fyrir sinni til Múrmansk Hofsjökull var í flutningum á frystum sjávarafurðum fyrir 6endum vestfirskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur á sjómannadagjnn ÍSFANGhf. Suðurgötu - ísafirði óendum vestfirskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur á cBjómannadagjnn Orkubú Vestfjarða Nr Stakkanesi 1 • ísafirði • Sími 456 3211 r óendum vestfirskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra be<stu kveðjur á .sjómannadaginn MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1999 9

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.