Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.06.1999, Side 10

Bæjarins besta - 02.06.1999, Side 10
Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, stöku sinnum til Rúss- lands en aðallega til Banda- ríkjanna og Kanada. „Eg var nær eingöngu í ferðum vestur um haf, fyrir utan eina ferð til Rússlands. Það var til Múr- mansk og mér fannst sú eina ferð þangað alveg nóg. Þessi farmennska vestur um haf var bara beint strik til Boston og síðan var farið til Gloucester og Cambridge og til Halifax á Nýfundnalandi. Þarna dólaði ég í ellefu ár þangað maður varrekinn ílandfyrirelli sakir og vitleysu", eins og Kristján orðar það. Þau Sigríður Inga og Krist- ján kom í síðasta sinn í land af Hofsjökli síðla árs 1995, þannig að það eru að verða komin fjögur ár síðan. „Þegar Hofsjökull kom hér til Isa- fjarðar fyrst eftir að við vorum hætt, þá fannst mér endilega að við værum að fara. Ég trúði því varla að við værum komin í land“, segir Inga. Keyptu bíl til að hafa I Boston „Við eignuðumst fljótlega bíl úti í Boston og höfðum hann þar“, segir Kristján. „Astæða þess var sú, að það átti að drepa mig. Það bar þannig til, að við fórum upp í bæ eins og venjulega Við vissum alveg hvað leigubíl- amir kostuðu. Ferðin hvora leið kostaði alltaf tíu dollara. I þetta skipti voru við líklega fimm sem tókum bíl saman uppi í bæ og ætluðum að fara aftur um borð. Það kemur ein- hver helvítis svertingjabíl- stjóri, lítill pjakkur, og við spyrjum hvort hann rati niður á bryggju númer það sem við tiltókum. Hann hélt nú það og keyrir af stað. Við fórum yfir stóra brú og áttum eftir það að fara fyrsta veg til vinstri og ég segi við kallinn að ég skuli láta hann vita hvar hann eigi að beygja. Við komum að vegamótunum og ég segi að nú eigi hann að beygja, en hann fer framhjá. Ég segi hon- um að snúa við en hann segir bara: Ég veit það, ég veit það. Og hann keyrir og keyrir og það endar með því að við erum komin út í skóg. Ég var að tauta við helvítis kallinn en hann vissi ekkert hvað hann var að fara og var meira að segja farinn að spyrja hjól- reiðafólk til vegar.“ Búllao og rekkverkið „Það endar með því að ég segi við kallinn: Nú verðurðu bara að hringja í lögregluna og láta lóssa þig niður að skipi. Ég sagði honum að fara niður á mellubúlluna King Arthur sem allir þekktu og hringja þar. En hann vildi alls ekki kalla á lögregluna. Ekki um að tala. Og það er enn keyrt og keyrt og allt í einu sér eitt- hvert okkar kjúklingaslátur- hús sem var þar skammt frá sem Hofsjökull lá. Þá rötuðum við og gátum komið helvítis kallinum á rétta braut. Inga og aðrir í bílnum voru þá orðin svo leið á þessu að þau fóru út úr bílnum við sjoppu og ætl- uðu síðan að labba þann stutta spöl sem eftir var niður að skipi. Þau fóru inn í sjoppuna en ég var eftir í bílnum og ætlaði að fara að borga. Þarna við dyrnará búllunni varrekk- verk svo að fólk sem hent var út eða slagaði út lenti ekki beint úti á akbrautinni, heldur á þessu þar til gerða rekk- verki.“ Byssuhlaup upp I augað „Það er ekkert með það, að ég sé á mælinum að gjaldið er komið upp í sextíu og eitthvað dollara. Ég segi við kallinn að hann fái bara tíu dollara, vegna þess að leigubíll ofan úr bæ og niður í skip hafi alltaf kost- að tíu dollara. Hann segir að ég verði að borga það sem stendur á mælinum, hann sé með bílinn á leigu og verði að standa eigandanum skil á því sem mælirinn segi. Ef ég borgi ekki samkvæmt mælinum, þá tapi hann þessum peningum og verði kauplaus allt kvöldið. Mér var náttúrlega andskotans sama hvort hann væri kaup- laus eða ekki. Ef þú borgar ekki, þá skýt ég þig, sagði hann þá, og rak byssuhlaup upp í augað á mér. Ég neitaði og sagði enn að hann fengi tíu dollara og búið. Ég skýt þig, endurtók hann.“ Reyndi luks að keyra yfir hann „Þegar ég var í lögreglunni gekk ég í alþjóðasamtök lög- reglumanna og þegar við komum á Hofsjökli til Cam- bridge kom ég alltaf inn á lögreglustöðina þar og drakk kaffi. Ég var með skírteinið mitt frá þessum samtökum á mér og sýndi kallinum. Þá slakaði hann á og ég slapp með að borga tíu dollara. Svo fer ég út úr bílnum, en þá tekur helvítis kallinn tilhlaup, bakkar og ætlar svo að keyra mig niður. Ég var betri í löpp- unum þá en ég er nú og stökk yfir rekk verkið sem ég nefndi. Hann keyrði á það en ég slapp inn um dyrnar. Ut af þessu keyptum við svo bílinn til að hafa þegar við kæmum til Boston. Við tókum aldrei leigubíl þarna eftir það.“ Gott að hafa snæri með I leigubíl „Þau Inga og Kristján minn- ast þó fleiri leigubílaferða fy r- ir vestan haf. Astand leigubfl- anna þar gat verið með ýmsu móti og ekki allt beysið. Inga: „í fyrsta skipti sem ég fór á jólaskemmtun hjá Coldwater, þá tókum við saman leigubfl, Helgi stýrimaður, Einar bryti og ég. Helgi sagði þá við mig: Sigríður mín, hafði alltaf með þér snæri þegarþú ferð í leigu- bfl hér. Það gat verið betra að hafa með sér snæri, því að þetta lék allt á reiðiskjálfí og maður þurfti að halda í hurð- irnar því að það var ekki hægt að loka þeim. Það er ekki allt leyfilegt á Islandi sem er leyfflegt þar.“ Þau Inga og Kristján minn- ast líka leigubíls sem gólfið vantaði í. Það var kona sem keyrði þann leigubfl. „Maður gat fylgst með merkingunum á götunum á milli lappanna á sér“, segir Kristján. Alltaf skúrað pegar var vitlaust veður Hofsjökull var mjög stórt skip á íslenskan mælikvarða, hundrað og tuttugu metrar á lengd með níu þúsund hestafla vél og gekk tuttugu mflur. „Þegar barningur var á móti kom fyrir að þetta stóra og öfluga skip tommaði varla heilu dagana. Það var ekki alltaf logn á þessari leið. Við vorum eitt sinn tólf daga á leiðinni frá Hafnarfirði til Halifax en annars vorum við iðulega ekki nema fimm og hálfan sólarhring til Boston. Það voru ekki neinir smá- ræðis gangar í þessu skipi. Þetta var eins og á Hótel Loft- leiðum. Alltaf þegar var vit- laust veður var mannskapur- inn settur í að gera hreint, öll loft, alla veggi og allar hurðir. Ut af veltingnum og djöful- ganginum var hámark að vera með einn lítra af vatni í tíu lítra fötu.“ „Er ekkert verið að vinna?“ „Inga var einu sinni að skúra í þvergangi, og hún fór úr stjórnborðssíðunni með helvítis fötuna og skrúbbinn á fullri ferð eftir þvergangin- um og yfir í vegg hinum meg- in. Kústskaftið fór í síðuna á henni og mölvaðist og nokkur rifbein líka. Svo fór hún á klósetthurðina og svo á aðra hurð og síðan sem leið lá aftur eftir ganginum og rotaðist. Þá var hún spurð: Er ekkert verið að gera? Er ekkert verið að vinna? Það var alveg passað upp á að láta alltaf vera að skúra þegar var vitlaust veð- ur“, segir Kristján. Messinn á Hofsjökli var tví- skiptur, yfirmannamessi og undirmannamessi. „Ég held að þetta hafi verið eina ís- lenska skipið á þessum tíma sem var enn með tvískiptan messa. Stýrimaðurinn kom alltaf yfir í gættina á okkar messa og benti á klukkuna á úlnliðnum á sér ef hún var orðin eina mínútu yfir. Það var ekki neitt sagt. Maður var nýttur alveg eins og mögulegt var. Það mátti ekki detta úr mínúta. Helgi stýrimaður var nú bara svona. Hann varalveg furðulegur. Þetta er alveg búið núna. Það lætur enginn maður svona lengur. Hann væri klagaður fyrir samstarfsörð- ugleika.“ Lapparbrotnar alltaf 23. desember „Það eru ekki nema þrjú- fjögur ár síðan við hættum þarna, en það er eins og það hafi verið í gær. Maður furðar sig á því hvernig maður hefur sloppið frá þessu öllu nokkurn veginn óslasaður", segir Krist- ján. Hann nefnir að vísu að hann hafi lapparbrotnað þris- var um borð í Hofsjökli en það heitir víst ekki að slasa sig. Og öll þrjú skiptin sem hann lapparbrotnaði bar upp á 29. desember, hversu furðu- legt sem það kann að virðast. „í eitt skiptið vorum við í Bol- ungarvík og ég var að fara í frí. Þá þurfti endilega að slá einu af síðustu brettunum sem komu niður í löppina á mér og þá brotnaði eitthvað í hnénu.“ „Þá lá ég einmitt rifbrotin fyrir sunnan“, segir Inga. „Einu sinni fórum við nokk- rir út á dekk, ég og Óli blautur, þriðji stýrimaður - líka kall- aður Borgarnesblautur - og strákarnir. Þá voru gámarnir uppi á lúgunum að losna. Það var heldur aldrei slegið af heldur alltaf andskotast í bár- una á fullri ferð. Við vorum sendir frammá til að reyna að tjóðra þetta niður. Við vorum rétt að enda við að festa þegar kemur þetta djöfulsins rosa brot og tekur alla gámana sem voru á lúgunni og dengir þeim ofan í svelginn sem við vorum í fyrir aftan lúguna og út að lunningunni. Þannig fórum við með þetta til Halifax." Kallinn ætlaði að flauta „Annað sinn um vetrartíma var Hofsjökull á leið til Hali- fax. Þá áttum við að fara að höggva ís. Það hlóðst geysi- legur ís á skipið við Ný- fundnaland, því að hver ein- asta skvetta sem kom inn varð að klaka um leið. Stagið frá mastrinu og fram í stefni var kannski þriggja tommu vír en það var svo svert af ísingu að maður náði ekki utan um það. Maður var að höggva þetta af en það var svo vitlaust veður að það var í rauninni ekkert hægt að höggva Við vorum nú samt sendir fram í bakka til að vita hvort það væri ekki allt í lagi þar, því að þeim fannst skipið eitthvað svo framþungt. Það var nú bara út af fsnum. En við fórum bæði í lestarnar og fram í bakka. Þetta var engin smávegalengd því að skipið var 120 metra langt og brúin aftast. Kallinn ætlaði að l'lauta ef hann sæi brot og þá áttum við að hlaupa í skjól.“ Hékk á rekkverkinu aftur á rassgati „Við vorum búnir að fara í bakkann tveir saman og erum á leiðinni aftureftir og þá eru strákarnir að koma upp úr lestunum. Ég man eftir því að ég lagði af stað fyrstur en svo fór ég allt í einu í grængolandi djöfulsins sjó á fullri ferð aft- ureftir ganginum, undir olíu- rörið sem var fyrir framan brúna, og flæktist einhvern veginn í járni þar og hékk á annarri hendinni. Ég var hálf- dasaður en þegar ég var að standa upp kom annað brot og ég hélt áfram á fullri sigl- ingu aftur eftir ganginum þangað til ég hékk á rekk- verkinu afturárassgati. Þaðan gat ég brölt upp á spilið sem þar var og síðan upp á báta- dekkið. Maður var orðinn hel- víti dasaður. Ég var í nýjum gúmmígalla en það var komið svo mikill sjór ofan í hann að klofið í buxunum sprakk. Ég var með hettuna reimaða og það var að hengja mann þetta helvíti, þetta var svo þungt.“ Nei, kondu sæll... „Ég var dálitla stund á bátadekkinu að jafna mig en svo fór ég upp í brú, alveg snarvitlaus því að kallinn var búinn að lofa að flauta ef það kæmi brot og ég ætlaði nú heldur betur að lesa yfir hon- um. En það fyrsta sem hann sagði var: Nei, kondu sæll Stjáni minn, ég hélt að ég myndi aldrei sjá þig aftur. Fórstu ekki út? Ég varð svo hissa á þessum orðum hans að ég sjálfur átti ekki til eitt einasta orð. En svo kom í ljós að um leið og ég lagði fyrstur af stað aftureftir við hornið á dekkhúsinu sáu hinir skaflinn sem var að koma en ég sneri baki í hann og sá hann ekki. Kallinn var íbrúarglugganum og flautaði en það heyrðist ekkert því að llautan var full afklakaog alltfreðið. Þettaer nú það versta sem man eftir að hafa lent í þarna um borð. En það voru alveg rosaleg djöfulsins stórviðri sem gat 10 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.