Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.07.1999, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 07.07.1999, Blaðsíða 3
Sundfélagið Vestrí Dagrún Matthíasdóttir, Silfurgötu 11 á Isafirði, hlaut kvöldverð fyrir tvo á Hótel Isafirði í boði SKG-veitinga, þegar dregið var úr nöfnum þeirra sem gáfu Sundfélaginu Vestra á Isafirði poka með dósum og flöskum. Efnt var til söfnunarinnar í fjáröflunarskyni fyrir félagið. Hver fullur ruslapoki af dósum og flöskum sem aflientur var félaginu var skráður á nafn og síðan var dregið úr nöfnum. Birgir Jónsson í fjáröflunarnefndinni var afar ánægður með söfnunina. „Það barst gífurlegur fjöldi af pokum. Eg hálffyllti bílskúrinn hjá mér tvisvar. Þetta sýnir að fólk vill styðja við bakið á þessu starfi. Fyrir það erum við ákaflega þakklát og þetta mun koma í góðar þarfir í þágu sund- fólksins.“ Vikan framundan Miðvikudagur 7. júlí Þennan dag árið 1974 kom Kútter Sigurfari, sem smíð- aður var í Englandi 1885, til Akraness frá Færeyjum. Hann var settur á byggða- safnið á Görðum og er eini kútterinn sem varðveittur er hér á landi. Sigurfari var í eigu Islendinga í byrjun aldarinnar. ísafjarðarlotu ARS MAGICA lokið Sumarkvöld í Neðsta Vegurinn inn með Tunguskógi „Skógarbúi" hringdi: „Vegurinn meðfram sumar- bústaðabyggðinni í Tungudal og inn að tjaldsvæði ferða- manna er gjörsamlega ómögulegur. Við höfum marg- sinnis haft samband við bæjar- yfirvöld og beðið um úrbætur. Vegur þessi er holóttur, grýttur og þurr, auk þess að veraofmjór. Stundumerhann bleyttur í þeim tilgangi að kæfa eitthvað af rykinu en þá fyllast bara holurnar af vatni og til verða drullupollar. Þarna er oft fólk á gangi eða að skokka og þá eru bílarnir ýmist að kæfa það úr ryki eða ausa yfir það drulluslettum. Fyrir nokkrum dögum var fótboltaæfing á vellinum inni í dalbotni og þá voru á ferð unglingar sem óku þennan veg áað minnstakosti áttatíu kíló- metra hraða framhjá gangandi fólki á veginum. Golfvöllur- inn er rétt við veginn og golf- arar eru oft hreinlega að kafna úr ryki og drullu og þurfajafn- vel fyrir utan gasgrímur að nota áttavita, GPS-tæki og kort af vellinum í leik sínum þegarhimintunglinformyrkv- ast af ryki. Nýi golfskálinn hefur verið byggður akkúrat á miðjum veginum þannig að erfitt er að komastframhjáhonum. Innan við skálann er svo brött brekka að það er hið versta mál fyrir ferðafólk með tjaldvagna eða aðra aftanívagna. Merkingar fyrir ferðamenn áleiðinni inn átjaldsvæði bæj- arins vantar. Þeir fara iðulega malarveginn og fara þá um hlaðið á Bræðratungu með til- heyrandi ryki og drulluaustri, í stað þess að fara malbikaða veginn rétt fyrir ofan. Þegar komið er að golfskálanum er engin merking hvora leiðina eigi að fara. Þeir taka yfirleitt beinustu leiðina og lenda þá uppi í efri skógi. Ef bíllinn er með tjaldvagn eða hjólhýsi í drætti komast menn í sjálf- heldu á leiðarenda því að eng- in leið er að snúa við. Það vefst fyrir jafnvel bestu bíl- stjórum að bakka með hjól- hýsi eða tjaldvagn alla leið niður eftir til baka. Þeim er nauðugur einn kostur að taka vagninn aftan úr og drösla honum til hliðar til að geta snúið bílnum og komist niður aftur. Geturþessi bærtalistferða- mannavænn og útivistarvænn meðan ástandið í „paradís- inni“ íTunguskógi er svona?“ „Skógarbúi“. Afmæli 70 ára I dag, miðvikudaginn 7. júlí verður Þröstur Sig- tryggsson, fyrrv. skip- herra, til heimilis í grunn- skólanum að Núpi í Dýra- firði, sjötugur. Hann og eiginkona hans taka á móti gestum á heim- ili sínu eftir kl. 15 laugar- 'ydaginn 10. júlí. Samræmdur matur forn Hálfsmánaðar samstarfi fjölþjóðlega listahópsins ARS MAGICA á ísafirði lauk með sýningu á skúlp- túrum á Silfurtorgi á sunnu- daginn. I hópnum sem hér starfaði að þessu sinni voru sjö listamenn, þrír frá Aust- urríki, einn frá Noregi, einn frá Ukraínu og tveir íslensk- ir, þau Olöf Björk Oddsdótt- ir og Pétur Guðmundsson, en þau sáu um skipulagn- ingu þessa verkefnis. A myndinni er hópurinn á Silfurtorginu við myndverk sem skapað var í samein- ingu, gott ef ekki úr drasli af haugunum. Upphafsmað- ur ARS MAGICA er Aust- urríkismaðurinn Robert W. Wilfing. Spennandi sumarkvöld verður í Tjöruhúsinu á Isa- firði annað kvöld. Þar mun HallgerðurGísladóttir þjóð- háttafræðingur segja frá vestfirskum mat og matar- gerð á fyrri öldum og gestir fá að smakka á þjóðlegum kræsingum. Tónlist flytja Margrét Gunnarsdóttir og Rúnar Vilbergsson. Sumarkvöldin í Neðsta eru íTjöruhúsinu á fimmtu- dagskvöldum í júlímánuði líkt og fjögur undanfarin sumur. Að þessu sinni er bryddað upp á ýmsum nýj- ungum en tónlist skipar áfram veglegan sess ásamt þjóðlegum fróðleik og ým- islegri skemmtan í tali og tónum. Dagskráin er eins og áður ætluð heimamönn- um jafnt sem ferðamönnum íslenskum og erlendum. Nánari upplýsingar um Sumarkvöldin í Neðsta fást hjá Vesturferðum. ÚTSALAN 8YRJAR Á FIMMTUDAG AF HANDAVINNU, FONDURVORUM, GARNI 0G LOPA A FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG Gardínubúðin Hafnarstrœti 8, sími 456 3430 Fimmtudagur 8. júlí Þennan dag árið 1951 lenti bjarg á fólksflutningabifreið á Oshlíð, milli Isafjarðar og Bolungarvíkur. I bifreiðinni voru þrjátíu íþróttamenn, tveir biðu bana og tveir slös- uðust mikið. Þennan dag árið 1916 tók vopnaður enskur togari farþegaskipið Flóru sem var á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar með rúmlega eitt hundrað farþega. Flóru var skipað að sigla til Eng- lands en farþegarnir voru sendir heim með öðru skipi síðar í mánuðinum. Heims- styrjöldin fyrri stóð sem hæst um þessar mundir. Laugardagur 10. júlí Þennan dag árið 1980 hófust viðskipti með Eurocard greiðslukort hér á landi á vegum Kreditkorta hf. Fyrstu Visa-kortin voru gef- in út árið 1981. Sunnudagur 11. júlí Þennan dag árið 1972 hófst einvígi aldarinnar í Reykja- vík. Bandaríkjamaðurinn Robert Fischer og Sovét- maðurinn Boris Spassky kepptu um heimsmeistaratit- ilinn í skák. Mánudagur 12. júlí Þennan dag árið 1966 tók Raunvísindadeild Háskóla Islands formlega til starfa. Hún fæst við grunnrann- sóknir og kennslu. Þriðjudagur 13. júlí Þennan dag árið 1973 hlaut eldfjallið á Heimaey nafnið Eldfell, að tillögu Örnefna- nefndar. MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1999 3

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.