Bæjarins besta - 07.07.1999, Blaðsíða 5
Ársskýrsla Byggðastofnunar fyrir 1998 komin út
Skáiavík
70 mílljónir til íshúsfélags
Isfirðinga hf., fiskverkunar
Næsthæsta lán sem
Byggðastofnun greiddi út á
síðasta ári var til íshúsfélags
Isfirðinga hf., fiskverkunar,
og nam 70 milljónum króna.
Hæsta lánið var til Háaness
hf., skipakaupa (Vestur-
byggð), kr. 91,2 milljónir. I
þriðja sæti var síðan lán til
fyrirtækis í Borgarnesi.
Þetta kemur fram í árs-
skýrslu stofnunarinnar fyrir
árið I998.
Á árinu 1998 voru útborguð
lán Byggðastofnunar alls
172. Þar affóru46 til
Vestfjarða eða tæp 27% af
heildarfjöldanum. Heildar-
upphæð útborgaðra lána
Byggðastofnunar var liðlega
l,5 milljarður króna
(l.562.796.000). Þar af voru
lán til Vestfjarða
kr. 577.703.000 eða 37% af
heildarupphæðinni.
Árið I998 greiddi
Byggðastofnun út 142
almenna styrki. Þar að auki
voru veittir rekstrarstyrkir til
atvinnuráðgjafar víða um
land að upphæð kr. 64,5
milljónir króna. Af almenn-
um styrkjum fóru 37 til
Vestfjarða eða liðlega 26%
af heildarfjöldanum. Heild-
arupphæð útborgaðra al-
mennra styrkja var tæpar 90
millj. króna (88.922.000).
Þar af fóru til Vestfjarða al-
mennir styrkir að upphæð
kr. 16.291.000 eða 18,3% af
heildarupphæðinni.
Meðal annarra aðila á
Vestfjörðum sem fengu
útborguð lán hjá Byggða-
stofnun á árinu 1998 eru
Einherji, útgerð, fisk-
vinnsluvélar og skipakaup,
Vesturbyggð (42,4 millj-
ónir.), Hólmadrangur hf.,
rækjuvinnsla, Hólmavfk
(39,9 millj.), Björg og
Jóhann ehf., fiskverkun,
Vesturbyggð (39,8 millj.),
Pétursvör ehf., fjárhagsleg
endurskipulagning, Vest-
urbyggð (25 millj.), Kollsvík
ehf., skipakaup og smá-
bátaútgerð, Vesturbyggð
(23,2 millj.), Vesturskip ehf,
skipakaup, Vesturbyggð (21
millj.), Hraðfrystihús
Tálknafjarðar hf., fiskverk-
un, Tálknafirði (19,8 millj.),
Þórður Jónsson ehf., fisk-
verkun, Vesturbyggð (18
millj.) björgunarsveitir á Isa-
firði, kaup á húsnæði og
endurbætur (17 millj.), Ef
hf., skipakaup, Vesturbyggð
(16 millj.), og Skelfiskur hf.,
kúfiskveiði og -vinnsla, ísa-
fjarðarbæ (15 millj.).
Önnur lán til Vestfjarða
voru undir 15 milljónum
króna. Meðal lánþega í þeim
hópi eru Fiskmarkaður Vest-
fjarða hfi, Útnaust ehfi, Há-
nes hf., Hjörleifur Guð-
mundsson, Fagrimúli ehf.,
Bátasmiðja Vestfjarða, H.V.
Umboðsverslun ehf., Timbur
og íshús ehfi, Gunnar Karl
Garðarsson, Unnur ehf., Hjá
Settu ehf., Verslun Gunnars
Sigurðssonar hf. og Steinþór
Friðriksson.
Þeir aðilar á Vestfjörðum
sem fengu útborgaða hæsta
almenna styrki, kr. 400
Vesturfrakt
Sjalfstæöir
Vestfiröingar
flytja með okkuri
Síminn er
4563701
Afgreiösla á ísafiröi:
Ásgeirsgata 3 (viö hliöina á Vestra-húsinu)
Oulu, en hinir þrír eru frá
Danmörku, Svíþjóð og
Finnlandi. „Það var leitað
til Nýlistasafnsins í
Reykjavík eftir ábending-
um um íslenska ljósmynd-
ara sem hefðu einbeitt sér
með einhverjum hætti að
fólki — og ég varð fyrir
valinu.“
Sýningin var opnuð í gær
og stendur f rúman mánuð.
Þernu Ijósmyndaranna
fjögurra eru ólík en snúast
þó öll um fólk. Þegar blað-
ið hitti Spessa á Isafirði í
síðustu viku, daginn áður
en hann hélt utan. kvaðst
hann mjög ánægður með
þann heiður sem ísfirsku
hetjunum hans væri sýnd-
ur. „Það er allt borgað fyrir
mig, ferðirnar og dvölin úti
og allur kostnaður við
sýninguna og það er gaman
að hetjurnar mínar skuli
komast á erlenda grund.“
Hetjur Spessa eru roskið
eða aldrað fólk á Isafirði og
í nálægum byggðum.
Upphaflega var um tvær
sýningar að ræða; fyrir
þremur og hálfu ári hélt
hann sýningu á myndum af
karlmönnum en tveimur
árum síðar sýndi hann
myndir af konum. Þetta er
fólk sem hefur lokið farsælu
ævistarfi, staldrar framan
við vélina hjá Spessa og
lítur yfir farinn veg - fólk
sem stundum er nefnt
hversdagshetjur.
Spessi er Isfirðingur og
verður það alltaf, þó hann
hafi flust brott fyrir um
tuttugu árum. Hér á hann
sfnar rætur og kemur oft
vestur. „Þegar ég var að taka
myndirnar fyrir fáum árum
hitti ég aftur þetta fólk sem
var á besta aldri þegar ég var
að alast upp og var svo stórt
og mikið þegar ég var
krakki.“
Hugsanlegt er að ísfirsku
hetjurnar fari miklu
lengra en til Finnlands
áður en langt um líður.
Árið 2000 efna Sam-
einuðu þjóðirnar til
ljósmyndasýningar sem
fer um öll Bandaríkin og
voru tilnefndir þrír
ljósmyndarar frá hverju
ríki innan SÞ. Spessi er
einn af þeim íslensku en
síðan velja aðstandendur
sýningarinnar einn af
þeim. „Hvort það verður
ég kemur í ljós í haust.
Þetta er dálítið spennandi
hvort hetjurnar mínar
komast líka vestur um
haf‘, sagði Spessi.
Ishúsfélcig Isftrðinga, fiskverkun, fékk 70 milljóna króna
lán hjá fíyggðastofnun á síðasta ári.
þúsund eða meira (auk At-
vinnuþróunarfélags Vest-
fjarða sem fékk alls kr. 6,4
millj. til ýmissa verkefna)
eru Héraðsnefnd Stranda-
sýslu, Edinborgarhúsið ehf.,
Gullfiskur ehfi, Þórður
Halldórsson, Samstarfs-
hópur um Riis-hús, Ragnar
Jakobsson, Reimar Vil-
mundarson, Finnbogi Her-
mannsson, Guðrún Krist-
jánsdóttir, Klofningur ehf.
og Konráð Eggertsson.
Þess má að lokum geta,
að yfir landið fékk Kaup-
félag Þingeyinga hæsta al-
mennan styrk Byggðastofn-
unar á síðasta ári.
Lögreglan og
sýslumaður
í síðasta tölublaði BB var í
dálki blaðsins sem kenndur
er við Stakk fjallað um lög-
regluna á Isafirði. Fundið var
að framkomu lögreglumanna
vegna skriðufalla við Urðar-
veg á Isafirði dagana 11. og
12. júní sl. Þess vegna er rétt
að taka fram, að lögregla hafði
ekki afskipti af því að vísa
íbúum úr húsum fyrr en til-
kynning barst frá Almanna-
varnanefnd eftir miðnætti. Þá
voru íbúar farnir.
Lögreglan hefurskýrarregl-
ur um rýmingu húsa. En það
er Almannavarnanefnd sem
tekur ákvörðun. Því virðist
sem lögreglan sé höfð fyrir
rangri sök.
Því miður hefur umferðin
reynzt dýrkeypt og margir lát-
ið lífið í þeim hildarleik, sem
stundum verður. Enn fleiri
hafa slasazt. Lögreglumönn-
um cru gefin þau fyrirmæli að
sýnaávallt kurteisi í samskipt-
um við fólk, ekki sízt við um-
ferðareftirlit.
Ábending huldustakks er
hvorki betri né verri en ann-
arra. Hún verður tekin til at-
hugunar. Ef hún á við rök að
styðjast verður allt gert til að
lagfæra það sem miður kann
að hafa farið.
Tækifærið er notað hér til
að bjóða blaðamanni BB að
Ólafur Helgi Kjart-
ansson, sýslumaður
á ísafirði skrifar
fylgjast með störfum lögregl-
unnar á ísafirði, til dæmis um
helgi. Undirritaður mun beita
sér fyrir því að kynna erfið og
vandasöm störf lögreglu-
manna, ef boðið verðurþegið.
Hvað persónu undirritaðs
varðar er fátt að segja annað
en það, að erfitt er að svara
nema nákvæmum spurning-
um.Allirhljótaaðeigaáhuga-
mál. Það getur verið bæði hollt
og golt.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
Olafur Helgi Kjartansson,
sýslumaður á Isafirði.
Landsmót
unglinga
Landsmót unglingadeilda
Slysavamafélagsins Lands-
bjargar verður haldið í
Skálavík dagana 9. til 11.
júlí. Gert er ráð fyrir að um
300 unglingar víðsvegar af
að landinu mæti til mótsins
og reyni sig við skyndihjálp,
sig, rústabjörgun og flug-
línutæki svo fátt eitt sé
nefnt.
Landsmótið er í umsjón
Björgunarsveitarinnar Tinda
í Hnífsdal en auk hennar
mun Björgunarsveitin Ernir
í Bolungarvík veita dygga
aðstoð sem aðrar sveitir á
Vestfjörðum. Þá hafa tveir
starfsmenn Slysavarnafé-
lagsins úr unglingabúðunum
Hamraborg í Berufirði unnið
að undirbúningi mótsins.
Mótstjóri landsmótsins er
Sara Guðmundsdóttir.
Só/tún
Vestflrðing-
ar á heima-
slóðum
Sóltún á ísafirði, orlofs-
hús Isfirðingafélagsins í
Reykjavík, er fullbókað í allt
sumar eins og venjulega.
Dvalartíminn er vika í senn.
Hér fara á eftir nöfn þeirra
sem skráðir eru fyrir húsinu
í sumar, þannig að þeir sem
vilja heilsa upp á gamla vini
og ættingja í heimsókn á
heimaslóð viti hvaða fólk er
þar hverju sinni.
Eyjólfur Bjarnason (til 9.
júlí); Magnús E. Finnsson
(9.-16. júlí); Sveinn Elíasson
(16.-23. júlí); Bryndís
Bjarnason (23.-30. júlí);
Stefán Finnsson (30. júlí-6.
ágúst); Garðar Hinriksson
(6.-13. ágúst); Fanney Sigur-
baldursdóttir (13.-20. ágúst);
Gísli J. Ólafsson (20.-27.
ágúst); Hallgrímur Jóhann-
esson (27. ágúst-3. sept.);
Magnús H. Ólafsson (3.-10.
sept.).
Laxveiði
Dræm veiði
í Djúpinu
Mjög dræm laxveiði hefur
verið í ám í Isafjarðardjúpi
að undanförnu. Á mánudag
voru 30 laxar komnir á land
í Laugardalsá.
Veiðimenn sem eru við
veiðar í ánni hafa séð mikið
af fiski á eftir veiðistöðum
s.s. í Affallinu og Ruðning-
um en þar hal'a fiskar fengist
að undanförnu.
Sömu sögu er ekki að
segja af Langadalsá. Á
sunnudaga voru sex laxar
komnir á land í ánni. Áin
mun vera með öllu líflaus,
varla sést til seiða hvað þá
meira.
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 5