Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.07.1999, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 14.07.1999, Blaðsíða 9
» Spaugsami spörfuglinn a eyðir öllum sumrum á Núpi 11 in dægurlög eftir Þröst ^jryggsson að komaút „Spaugsami spörfuglinn“, öðru nafni Þröstur Sigtryggs- son fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni, varð sjö- tugur í síðustu viku og hélt upp á afmælið á æskuslóðum að Núpi í Dýrafirði um helg- ina. Þröstur er sonur séra Sig- tryggs Guðlaugssonar á Núpi í Dýrafirði, hins þjóðkunna manns, og Hjaltlínu Guðjóns- dóttur konu hans. Þessa dagana er að koma út hljómdiskur sem hefur m.a. að geyma nokkur lög eftir Þröst. Diskurinn heitir Laga- safn 7 og er í röð safndiska sem Stöðin ehf. gefur út en Skífan dreifir. Meðal fimmtán laga á diskinum eru fimm lög eftir Þröst en önnur eru eftir m.a. Herbert Guðmundsson og rokkbóndann Arna Bryn- jólfsson á Vöðlum. „Ég hef nú lítið átt við þetta“, sagði Þröslur þegar blaðið spurði hann út í laga- smíðarnar. „Þegar ég var ungl- ingur var pabbi oft að raula lög sem hann var að búa til og þá fór ég að hugsa: Skyldi ég ekki geta gert þetta líka? Og þegar ég var tólf-þrettán ára held ég að ég hafi gert eitt sem ég held að megi kalla lag. Síð- an skeytti ég ekkert um þetta meira fyrr en ég fór að vera minna á sjónum og eignaðist hljóðfæri í landi. Þá fór ég líka að læra nótur betur og fór í orgelskóla. Kennarinn setti okkur einu sinni fyrir það heimaverkefni að búa til lag. Ég var eini nemandinn sem skilaði lagi. Ég rembdist við og bjó til eitthvað sem má kallast lag. Það er eitt af þeim sem eru á þessum diski og heitir Dúra, en það er gælu- nafn konunnar minnar. Þetta lag kom reyndar áður út á vinýlplötunni Vestanvindum, flutt af Rokkbændum í Ön- undarfirði, þeim Arna og Birki, en þá með öðrum texta og öðru nafni. Nú er lagið með texta eftir Gylfa Ægis- son. Svo hafa mér dottið í hug stef og stef öðru hverju. Ef ég hef raulað þetta eitthvað lengur og komist í hljóðfæri, þá hef ég spilað það inn á band til að festa það og lagað það svo smátt og smátt.“ Þeir sem syngja lögin hans Þrastar á nýja diskinum eru Ari Jónsson, Viðar Jónsson og María Björk Sverrisdóttir. Textar eru eftir Gylfa Ægis- son, Kristján Hreinsson skáld og Torfa hinn kaþólska Ólafs- son, vin Þrastar. Meðal þeirra sem annast hljóðfæraleik eru Asgeir Óskarsson trommu- leikari, Kristinn Sigmarsson og Úlfar Sigmarsson en Þórir Ólafsson hefur að mestu ann- ast tölvuvinnslu og útsetning- ar. Þröstur fluttist ásamt Guð- rúnu Pálsdóttur konu sinni af Keppendur í unglingaflokki á Vestfjarðamótinu ígolfi í Bolungarvík. Sigurður Fannar með bikarinn. Vestfjarðamótið í goifi í Boiungarvík Rannveig og Magnús sigruðu Þátttakendur áVestfjarða- mótinu f golfi, sem haldið var á golfvellinum í Bol- ungarvík um helgina, voru alls 61. Úrslit í einstökum flokkum urðu þessi: í unglingaflokki sigraði S igurður Fannar Grétarsson, Isafirði, annar varð Birkir Þ. Karlsson, Bíldudal, og þriðji Gunnar I. Elvarsson, Isa- firði. I öldungaflokki sigraði Hreinn Pálsson, Isafirði, annar varð Ólafur Magnús- \son, Patreksfirði, og þriðji Jón H. Jóhannsson, Ísaíirði. I kvennaflokki sigraði Rannveig Haraldsdóttir, Pat- reksfirði, önnur varð Thelma B. Kristinsdóttir. Patreksfirði, og þriðja Þorbjörg J. Harðar- dóttir, Bolungarvík. í 1. fl. karla sigraði Magnús Jónsson, Bíldudal, annar varð Felix Haraldsson, Patreksfirði, og þriðji Ómar Dagbjartsson, Bolungarvík. í 2. fl. karla sigraði Halldór P. Bjarkason, ísafirði, annar varð Ingi Magnfreðsson, Isa- firði, og þriðji Arnar S. Ragn- arsson, Bolungarvík. í 3. fl. karla sigraði Ragnar Sæbjörnsson, Bol- ungarvík, annar varð Elvar Sigþórsson, Þingeyri, og þriðji Halldór Leifsson, Patreksfírði. Holuverðlaun á 3. braut hlaut Hreinn Pálsson. Holu- verðlaun á 5. braut hlaut Helga Guðjónsdóttir. Allir keppendur fengu ópal- pakka og golfkúlur merktar Kaupþingi um leið og þeir héldu út á teig. höfuðborgarsvæðinu til Vest- mannaeyja fyrir tveimur ár- um. Þau eru alltaf í Dýrafirð- inum yftr sumartímann. Hann er fæddur í gamla Stúkuhús- inu á Núpi sem var reisulegt hús alveg við kirkjuna. „Þar var fyrsti ungmennaskólinn sem pabbi stofnaði. Það var rifið fyrir mörgum áratugum en líkan af því er í anddyrinu á Hótel Eddu á Núpi. Þegar pabbi lét af skólastjórn fluttist fjölskyldan í bárujárnshús utan við skólabyggingarnarog þar ólst ég upp.“ Ekki þekktist golf á þessum slóðum á uppvaxtarárum Þrastar Sigtryggsonar, en hann hefur í seinni tíð verið nefndur faðir golfsins í Dýra- firði. „Þegar ég hætti hjá Land- helgisgæslunni árið 1990 bauðst mér starf leiðbeinanda í Grunnskpla Þingeyrar. Þá var engin golfaðstaða á svæðinu. Ég hafði aðeins verið að fikta við þessa íþrótt fyrir sunnan eftir að ég kom í land. Ég gekkst fyrir því að stofna golf- klúbb á Þingeyri, við fengum svæði undir golfvöll í Meðal- dal og Golfklúbburinn Gláma var stofnaður vorið 1991. Ég var ansi mikið í þessu framan af‘, segir Þröstur. Hann er hins vegar ekki mikið í golfinu núna. Allmörg undanfarin sumur hefur tím- inn farið í að lagfæra og gera upp gamla húsið að Núpi sem hann ólst upp í og það verk er Iangt komið. „Já, það er gott að vera á æskuslóðunum“, segir Þröst- ur. Hann var skólastjóri grunn- skólansáNúpi veturinn 1982- 83 og tók sér þá átta mánaða frí hjá Gæslunni, - „og nú í þrjú sumur hef ég fengið skólastjóraíbúðina leigða hjá Isafjarðarbæ. Við hjónin kunnum óskaplega vel við okkur hérna. Konan mín er eiginlega Vestfirðingur líka því að faðir hennar ólst upp á Bíldudal en amma hennar er úr Vatnsfírði við Djúp, dóttir séra Páls Ólafssonar." Nafngiftin „spaugsami spörfuglinn" vísar eins og kunnugt ertil endurminninga- bókar Þrastar með því nafni, sem Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður skráði. Komdu með mynd af húsinu þínu í G.E. Sæmundsson . og 16. júlí. Þar er 20% afsláttur af útimálningu myndin lesin inn í tölvu og hægt að setja mismunandi litasamsetningar á húsið. Málningarbúðin Cj.H. Sœmundsson Sindragötu 14, ísafirði MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 1999 9

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.