Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.08.1999, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 11.08.1999, Blaðsíða 2
Útgefandi: Ábyrgðarmenn: H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísafjörður Haildór Sveinbjörnsson •b 456 4560 Ritstjóri: 0456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson Netfang prentsmiðju: Blaðamaður: hprent@snerpa.is Hljniur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar: http://www.snerpa.is/bh bb@snerpa.is Bæjarins Þesta er í samtökum úæjar- og héraðs- fréttahlaða. Eftirprentun, Ujóðrltun, notkun ljósmynda og annars efnls er óheimil nema heimilda sé getið. Þar liggur hund- urinn grafinn Ovænt eignarhald Orca S.A. í Lúxemborg á 26,5% hlutatjár í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins strekkti heldur betur á taugum margra spekúlanta í fjármálaheiminum. Kannski var það lítillæti kaupenda að vilja ekki láta nafns síns getið sem kom forsætisráðherra til að tjá sig um óæskilegt veldi fárra í fjármálakerfinu. Otti hans er skilj- anlegur. Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að bankar verði almenningseign á íslandi. En nú er komið á daginn að margt fer öðruvísi en ætlað er. Peningavaldið hefur enn eina ferðina sannað að fáir finnast þeir þröskuldar sem því verður fótaskortur á. „Það má vel vera að staðan sé sú að sú aðferð okkar að reyna að koma út með dreifðum hætti [eignaraðild að bönkunum] haldi ekki til lengdar og þá þarf kannski að kanna hvort aðrar lagaforsendur þurfi að vera fyrir hendi sem tryggi hreinlega að eignaraðild að fjármálakerfínu í þessu landi sé dreifð. íslenska þjóðríkið er þannig vaxið að það er ekki hollt fyrir það að vera í höndunum á mjög fáum aðilum“ sagði forsætisráðherra. Og hann kveður hættu á að mjög stórir aðilar í bankakerfinu gætu í eigin- hagsmunaskyni átt það til að taka ákvarðanir sem stríddu gegn hagsmunum bankanna og lítilla eigenda þeirra. Viðbrögðin við ummælum forsætisráðherra hafa verið á báða vegu. Ekki verður þó annað séð í fyrstu en að við- horf forsætis- og viðskiptaráðherra liggi um krossgötur, hvað sem síðar kann að verða. Þeir skáldlegustu í brans- anum benda á að menn skipti ekki um hross í miðri á. En hvað sem því líður er rétt að staldra við þau orð ráðherrans að „íslenska þjóðríkið [sé] þannig vaxið að það er ekki hollt fyrir það að vera í höndunum á mjög fáum aðilum.“ Það skyldi nú aldrei vera að einmitt þannig sé búið að koma því fyrir að „eignarhaldsréttur" á stærstu auðlind þjóðarinnar, fiskinum íhafinu í kringum landið, sé kominn í hendur mjög fárra aðila? Ekkert lát er á samþjöppun fyr- irtækja í sjávarútvegi. Þar berjast stærstu og fjársterkustu aðilarnir um að gleypa hvert smáfyrirtækið á fætur öðru. Erfingjar útgerðarfyrirtækja flýja stöðugt greinina með milljónatugi í vasanunt. Og hæla sér af. Þarna þurfa menn ekki á nafnleynd að halda. Þar eru engir huldumenn. Forsætisráðherra hefur ekki áhyggjur yfir fámennis- yfirráðum í sjávarútvegi. Þau eru í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda. Meirihluti þingmanna telur þetta fyrirkomulag hollt fyrir íslenska þjóðríkið. Þar liggur hundurinn grafinn. —s.h. OÐÐ VIKUNNAR Loftnet Á stórhátíðum og við útlendinga er stundum sagt að tslenskt mál hafi varðveist óbreytt í þúsund ár. Þar er talsvert ofmælt. Framburður hefur breyst verulega. Þótt ekki séu til teip með Gretti eða Snorra má m.a. ráða breytingar á framburði af þrælrím- uðum kveðskap þeirra. Olíklegt er að við gætum skilið óforvarendis upplestur Ara fróða úr eigin verkum. Breytingar á samfélagi og tækni hafa einnig leitt til breytinga á orðaforða. Orð hafa dáið, önnur fæðst eða verið ættleidd og merk- ing margra hefur breyst. Hætt er við að partíljóninu Agli Skalla- Grímssyni yrði tregt tungu að hræra í geðveikt skemmtilegum sam- kvæmum nú á dögum og sennilega myndi hann telja að loftnet væri útbúnaður til fuglaveiða. Rækjuverksmiðja Bakka hf. í Boiungarvík Afköstín tvöfaldast um mánaðaniótin - og verða orðin fjórföld eftir hálft ár Eftir þrjár vikur tvöfaldast afkastageta rækjuverksmiðju Bakka hf. í Bolungarvík og síðan á hún að tvöfaldast á ný eftir hálft ár. í byrjun mars var frá því skýrt hér í blaðinu, að ætlunin væri að fjölga pillun- arvélum fyrirtækisins úr þremur í sex og klárast sú vinna um næstu mánaðamót. í lok febrúar í vetur eiga vélarnar síðan að verða komn- ar upp í tólf, að sögn Egils Guðna Jónssonar, stjórnarfor- manns Nasco ehf., sem er eig- andi Bakka hf. Egill Guðni sagði í samtali við blaðið að ekki væri langt síðan ákveðið hefði verið að halda áfram að stækka verk- smiðjuna. „Við teljum skyn- samlegast að halda áfram að efla þessa verksmiðju enn frekar og ætlum að gera það. Þarna er að verða til mjög öflugt stóriðjufyrirtæki og það kallar vissulega á að við þurf- um að fá bæjaryfirvöld til liðs við okkur, einkum til þess að fá meira vatn fyrir vinnsluna." Stefnt er að því að verk- smiðjan verði keyrð 16 tíma á sólarhring, að minnsta kosti virka daga, 47-48 vikur á ári. Þegar l'ullum afköstum verður náð eftir stækkun í tólf vélar ættu afköstin að verða 18 þús- und tonn yfir árið og velta Bakka hf. um fjórir milljarðar. Fjöldi starfsmanna verður þá um hundrað. A undanförnum mánuðum hefur verið nokkrum erfiðleik- um bundið að fá nægilegt starfsfólk í Bolungarvík og helst þurft að byggja á inn- flutningi á vinnuafli. Egill Guðni segir að það sé vissu- lega nokkurt áhyggjuefni þeg- ar litið er til stækkunarinnar. „Þetta hefur valdið okkur nokkrum þönkum en okkur sýnist að það hafi staðið til bóla. Til að mynda er nokkuð af erlendu verkalölki búsett á svæðinu. Mér sýnist að verði til frambúðar og þetta fólk hefur meira og meira verið að koma til okkar.“ Egill Guðni segir horfurnar í sölumálum góðar og fyrir- tækið hafi trausta kaupendur. Einnig segir hann að hráefn- isöflun fyrirtækisins sé trygg til að hægt verði að halda uppi fullri vinnslu árið um kring, Bakki á helmingshlut í þremur skipum sem veiða fyrir vinnsl- una, síðan eru samningar við önnur skip sem Nasco hefur lagt til veiðileyfi gegn löndun og í þriðja lagi kaupir fyrir- tækið á markaði. „Ég hygg að staða og sam- keppnishæfni Bakka ætti að vera mjög góð eftir þessar breytingar", segir Egill Guðni. „ Vonandi er það sem við erum að gera jákvætt innlegg í um- ræðuna á Vestfjörðum sem hefur ekki verið alltof björt. Maður hefur verið ósáttur við fréttaflutninginn að vestan. Það þjónar vissulega ekki okkar hagsmunum að þar sé allt á niðurleið. Ég vona að svæðið í heild muni njóta góðs af þessari verksmiðju.“ Samkoma í Reykjanesi Til heiðurs sr. Baldri Knattspyrna 3. deiid KÍB í 2. sæti Sunnudaginn 15. ágúst gangast sóknarnefndir við Inn-Djúp fyrir samkomu í Reykjanesi til heiðurs prest- hjónunum, sr. Baldri Vil- helmssyni og Olafíu Salv- arsdóttur, þar sem nú er að ljúka 43 ára starfi þeirra í Vatnsfirði. Vonast aðstandendur sam- komunnar til að sem flest sóknarbörn hans og nem- endur frá Reykjanesskóla, heima og heiman, sjái sér fært að mæta. Fyrirhugað er að koma í Vatnsfjarðarkirkjukl. 13:30, skoða kirkjuna og halda þaðan út í Reykjanesskóla til veislu. Sameiginlegt lið ísafjarð- ar og Bolungarvíkur (KIB) var í 2. sæti 3. deildar -A þegar ein umferð var eftir af mótinu. Liðið tapaði öðrum leik sínum á tímabilinu á föstu- dag er það sótti Aftureld- ingu heim. Lokatölur leiks- ins urðu 1-0 fyrir heima- menn. Afturelding er nú í efsta sæti með 26 stig eftir 10 leiki og KIB kemur næst með 25 stig eftir 11 leiki. Síðasti leikur KIB fór fram á Skeiðisvelli í gær- kvöld og lágu úrslit ekki fyr- ir er blaðið fór í prentun. í þriðja sæti eru Haukar, þá koma Fjölnir og KFR. Amar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 F asteignaviðskipti Eftirtaldar eignir eru einungis sýnishorn úr sölu- skrá okkar, leytið nánari upplýsinga á skrifstofu. ÍSAFJÖRÐUR: Grundargata 2: Rúml. 60 fm 2ja herb. íbúð á I. hæð. Verð kr. 3.800.000.- Laus. Hlíðarvegur 16: Lítil 3ja herb. íbúð á 2. hæð í tvíbýlishúsi. Verð kr. 3.800.000,- Laus þ. 1/1 I nk. Hafnarstræti 6: 5-6 herb. íbúð á 2. og 3. hæð. Getur verið laus strax. Verð kr. 6.800.000,- Aðalstræti 13: Efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt hálfum kjallara og tvöföldum bílskúr. Hlíðarvegur 14: Einbýlishús - kjallari, hæð og óinnréttað ris. Grunnflötur ca. 90m2. Húsið er nýuppgert að mestu. Verð: 10.400.000,- Heiðarbraut 12: Rúmlega 220m2 tvílyft einbýlishús ásamt bílskúr. Geta verið tvær íbúðir. Laust fljótl. Verð kr. I 1.500.000,- Skipti á minni eign koma til greina. Kirkjubær: Lítið einbýlishús. Laust. Mánagata 6: Efri hæð I55m2 5-6 herbergja. Laus fljótlega. Mjallargata 6, norðurendi: Lítil 3- 4 herb. íbúð ásamt tvöföldum bílskúr. Laus fljótlega. Pólgata 4: 5 herbergja íbúð á 3. hæð. Verð: 3.600.000,- Stakkanes 6: Rúmlega I40m2 raðhús ásamt bílskúr og sólstofu. Urðavegur 24: 240m2 raðhús með bílskúr. Seljalandsvegur 22: Rúmlega 130 m2 einbýlishús, nýstandsett að utan og innan. Verð 10.500.000,- Verð I 1.500.000,- Stórholt II: 3ja herbergja íbúð á 3. hæð fyrir miðju. Laus. Verð: 4.300.000,- Stórholt 13:4ra herb. íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. Skipti á ódýrari eign eða jafnvel bíl komatil greina. Ibúðin er laus. Verð kr. 7.800.000 Strandgata 5: Hnífsdal, 2ja herb. íbúð 65 m2 á 2. hæð í sambýlishúsi. íbúðin er laus. Verð kr. 1.000.000 BOLUNGARVÍK: Hafnargata 7: Efri hæð í tvíbýlishúsi. Verð: 2.800.000,- Höfðastígur 6: Rúmlega 170m2 íbúð á efri hæð og séríbúð í kjallara. Selst sitt í hvoru lagi. Þuríðarbraut 9: Rúmlega I20m2 einbýlishús úr timbri ásamt mjög stórum bílskúr (hátt til lofts). Húsið getur verið laust fljótlega. Hagstæð greiðslukjör - engin útborgun. Búðarkantur 2: Rúmlega 200m2 stálgrindarhús. Holtabrún 5: Ca. I40m2 ein- býlishús ásamt bílskúr. Stigahlíð 2 og 4: 2ja og 3ja herb. íbúðir. Verð: 1,5 til 3 milljónir. Traðarland 10: Einbýlishús ásamt bílskúr. Verð: 7,2 milljónir. Vitastígur 9: 2 x 75m2 parhús. Nýuppgert og mjög vandað. Völusteinsstræti 28: 150m2 einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Verð: 7.000.000,- Völusteinsstræti 3: Einbýlishús ásamt bílskúr. Hjallavegur 14 og 16: Lítil raðhús á einni hæð. Hjallavegur 18: Efri og neðri hæð í tvíbýlishúsi. Hjallavegur 20: Efri hæð í tvíbýlis- húsi Góð áhvílandi lán fylgja öllum eignunum á Flateyri. Sætún 6: Raðhús. Laust. Hjallavegur I I: Einbýlishús, 160- 170m2, illa farið. Verð kr. 2 millj., allt áhvílandi. 2 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.