Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.08.1999, Qupperneq 5

Bæjarins besta - 11.08.1999, Qupperneq 5
Starf Framhaldsskóla Vestfjaröa að hei|ast Nýlt skólaár í Framhalds- skóla Vestfjarða hefst með skólasetningu á sal skólans kl. 17 sunnud. 22. ágúst nk. Vegna ýmissa fyrirspurna og fáeinna missagna í fjölmiðl- um skal hér sagt í stuttu máli frá undirbúningi skólahalds- ins. Grunndeild tréiðna kemur til sögunnar Skólinn hefst nú á svipuð- um tíma og í fyrra, eða um vikufyrrenáðurvar. Súbreyt- ing var gerð til samræmis við ákvæði í kjarasamningum kennara 1997 og þá ákvörðun menntamálaráðherra um líkt leyti að kennslutímabilið á hverju skólaári í framhalds- skólum skyldi lengt um þrjár vikur. Eftir þessu varð að fara. I haustönn og vorönn eru eðli- lega hafðir nokkurn veginn jafn margir kennsludagar, og við hér förum eftir óskum nemenda um að öllum haust- annarprófum verði lokið fyrir jól. Umsóknir nýrra nemenda sem bárust á réttum tíma snemma í júní sl. voru með fleira móti, 51 skráði sig í almennt bóknám, 12 í fornám á Isafirði en 16 í fornám á Patreksfirði. Þáeru 10 skráðir í nýja grunndeild tréiðna, en húsnæði hennar er verið að innrétta að Hafnarstræti 9b í Bolungarvík, og verður urn að ræða skólaakstur frá Isa- ftrði. Einnig verður starfrækt eins og áður grunndeild raf- iðna, 1. ár matartæknibrautar og 1. stig vélstjórnar á Isafirði með um 30 nemendum alls. A 2. ári verður m.a. rekin sjúkraliðabraut og 2. ár málm- iðnaðarbrautar, auk hefðbund- ins náms til stúdentsprófs. Nokkuð er um eins og áður að nemendur sæki alltof seint um skólavist, þeir fara þá á biðlista ef hópar eru fullir, en það á nú einkum við um almenna bóknámið á 1. ári. Misjafnt námsgengi á Patreksfirði Nokkur blaðaskrif urðu snemma surnars vegna mikils falls á samræmdum prófum í grunnskólanumáPatreksfirði. Staðreynd er að árgangar í skólum eru einatt að mörgu leyti mjög misjafnir, einkum í fámennum eða fremur fá- mennum skólum, þetta er þekkt tölfræðilega og kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Sum árin hefur verið allgóð útkoma á Patreksfirði, en ýmsar á- stæður munu samanlagt hafa stuðlað að því að í vor var árangur þar í 10. bekk svona slakur; þar er örugglega engu einu né einum um að kenna. U ndirritaður hefur aldrei geftð annað í skyn en að nemend- urnir frá Vesturbyggð og Tálknafirði væru velkomnir í fornámsdeildina sem fyrir- hugað er að reka á Patreks- ftrði, enda fengu þeir bréf þess efnis. Nú hefur verið ákveðið hver verði útibússtjóri yfir deildinni á Patreksfirði, það er Ragnhildur Einarsdóttir, nýráðinn skólastjóri í Vestur- byggð. Steingrímur Sigurðsson mun ekki kenna hér Tveir nýir kennarar koma í heilar stöður á Isafirði, Þórður Jensson til að kenna íþróttir og ClaudiaThiele, þýsk stúlka sem hefur lært sérstaklega að kenna útlendingum þýsku. Þá koma væntanlega fjórir nýir kennarar í hálfar stöður, og er þar um að ræða gamla nem- endur skólans, sem er mjög ánægjulegt. Björn Teitsson skóla- meistari Framhalds- skólaVestfjarða skrifar Því miður var í Morgun- blaðinu 30. júlí sl. haft eftir Steingrími Sigurðssyni list- málara að hann ætlaði að kenna við Framhaldsskóla Vestfjarða næsta vetur. Þessi fregn var algjörlega röng, Steingrímur hefur aldrei sótt formlega um neitt kennslu- starfhér, endaerhannkominn nokkuð yftr sjötugt og útilok- að að unnt væri að ráða hann að skólanum. Líklega hefur hann verið að gera að gamni sínu við blaðamanninn. ■ps r ö í & $ ' snss® ss Fjölmenni fylgdist með citriði íleikritinu Ávaxtakörfunni, Steinn Armann Magnússon enda veðrið eins og best verður á kosið. kom fram í gervi Presleys. ■ t' Ein vinsœlasta hljómsveit landsins í dag, Skítamórall, tók nokkur lög fyrir viðstadda við góðar undirtektir. Unnsteinn Sigurjónsson frá Bolungarvík telfdi fjöltefli við gesti og gangandi. Líf og gf •• r fjor a torginu Það var líf og tjör á Silfur- torgi á Isafirði á laugardag er Bylgjulestin heimsótti bæinn. Fjölmargt var til skemmt- unar, jafnt fyrir unga sem aldna. Fjölmennt varátorginu enda veður eins og best verður á kosið. Boðið var upp á tón- listarflutning, leiktæki, götu- sölu og kraftlyftingar svo fátt eitt sé nefnt. Myndirnar voru teknar á laugardag. Þessifallega stúlka varein afþátttakendum íSumarstúlku- keppni Séð og Heyrt, Bylgjunnar og Eskimo Models. árangri, heldur varð hún einn- ig til þess að koma á tengslum við ættingja sem búsettir eru í Washington-fyIki nyrst á vest- urströnd Bandaríkjanna. Eiginmaður Claudiu heitir David Sparrow, veðurfræð- ingur, óg heimili þeirra er í Burlington í Ontariofylki í Kanada. Þegar þau komu til Vestfjarða var Oskar búinn að fara með þeim geysivíða eftir að þau komu til hans á Akur- eyri og meira að segja út í Grímsey, - „það var sett á oddinn að komast norður fyrir heimskautsbauginn.“ Þau voru búin að koma ýrnsa staði þar sem forfeður Claudiu og ættmenni fæddust eða bjuggu á sinni tíð, m.a. að Breiða- bólsstað í Vesturhópi til að minnast Bergs Thorbergs landshöfðingja (1884-86) og á Nauteyri á Langadalsströnd, en þar fæddist árið 1851 Rannveig Bárðardóttir, langa- langamma Claudiu. Jóhannes Guðmundsson, eiginmaður Rannveigar, var hins vegar fæddur í Vatnsfirði við Djúp. Þau bjuggu m.a. á Dverga- steini við Alftafjörð. í registr- inu um forfeður og formæður Claudiu hér vestra eru bæja- nöfn eins og Ytrihús í Arnar- dal, Múli í Isafírði, Selárdalur í Súgandafirði, Seljaland við Skutulsfjörð, Núpur í Dýra- firði og Sauðlauksdalur við Patreksfjörð. Claudia var með í farteskinu heilmikla tölvuútprentun af ætturn sínum, bæði aftur í tím- ann og fram á við til hliðar, hérlendis og í Bandaríkjunum og Kanada, og hafði við þá samantekt notið aðstoðar ætt- fræðiþjónustu í Reykjavík. Enda þótt Claudia geti ekki talist nema að litlum hluta af íslensku blóði virðist sem sá áhugi á ættfræði og uppruna sem einkennir okkar litlu þjóð hafa skilað sér fullkomlega til hennar. „Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk leggur á sig til að komast í tengsl við upp- runann“, sagði Oskar. Heimsóknin til Isafjarðar var endapunkturinn á vel heppnaðri ferð Claudiu og Davids til Islands. Héðan fóru þau rakleitt suður og síðan vestur um haf. Þeir sem kannast við einhvern skyld- leika við Claudiu ættu endi- lega að hafa samband við þetta elskulega og áhugasama fólk. Heimilsfangið er 1207-5090 Pinedale Ave., Burlington, Ontario. Canada L7L 5V8, netfangið er sparrow@big- wave.ca og síminn er 905 639 9122. Flateyri Tökum að ljúka á kvik- mynd Lýðs læknis og félaga Nú standa yfir lokahnykk- irnir í töku kvikmyndarinnar sem löngum er kennd við Flateyri, en talsvert var einn- ig tekið um síðustu jól og áramót. Handritshöfundar og leikstjórar eru Lýður Arnason læknir og hjónin Jóakim Hlynur Pálsson úr Hnífsdal og Hildur Jóhann- esdóttir. Myndin er að öllu leyti tekin á Flateyri. Meðal leik- enda eru Hinrik Olafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Halla Margrét, Sigrún Gerða Gísladóttir, sr. Einar Oddur Kristjánsson á Sólbakka og Lára á Vagninum. Vífilsmýrar Eldur í íbúöarhúsi íbúðarhúsið á Vífilsmýr- um í Önundarfirði brann aðfaranótt sl. föstudags. Jörðin er nytjuð þó að ekki sé þar lengur búseta. Þegar kornið var til heyvinnu að morgni var húsið brunnið, en það mun hafa verið í laslegu ástandi. Ekki er vit- að um eldsupptök. Inndjúp Mikið kal í túnuin Mikið kal er í innanverðu Isafjarðardjúpi og á Strönd- um en á sumum bæjum eru 80-90% túna kalin. Bændur, sem hafa orðið fyrir þessu, fá nú slægjur á eyðijörðum en víða eru til miklar fyrningar. ísafjörður Fyviiidur sýnir ljóða- pár og myndkrot Eyvindur P. Eiríksson rit- höfundur hefur uppi minni- háttar (eins og hann orðar það sjálfur) pár- og krotsýn- ingu í Tjöruhúsinu í Neðsta næstu daga. Þar er aðallega efni úr síðustu bók hans, Vertu, sem út kom á Isafirði. Sýningin opnast (líka eins og hann orðar það sjálfur) á morgun, Þórsdaginn (fimmtudaginn) 12. ágúst kl. 16 með einhverju pompi og stendur fram á sunnudag. Allir eru velkomnir, já, mjög I velkomnir, segir Eyvindur. MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 5

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.