Bæjarins besta - 11.08.1999, Side 8
Þingeyri
Byggðastofn-
un gerir ekki
athugasemd
Byggðastofnun samþykkti
á fundi sínum í síðustu viku
að gera ekki athugasemd við
þá ákvörðun bæjarstjórnar
Isafjarðarbæjar að láta allan
byggðakvótann sem bær-
inn fékk úthlutað, til Þing-
eyrar, eða alls 387 tonn.
A fundinum samþykkti
stofnunin einnig að veita
100 milljónum króna í nýtt
fiskvinnslufyrirtæki á Þing-
eyri sem Isafjarðarbær og
Vísir í Grindavík ætla að
stofna á staðnum. Við það
fyrirtæki munu 20-30 manns
fá atvinnu. Ráðgert er að hið
nýja fyrirtæki hafi yfir að
ráða um 1.000 tonnum af
þorski og að þar verði unnin
a.m.k. 2.000 tonn af þorski í
salt. Stefnt er að því að
fyrirtækið hefji starfsemi í
næsta mánuði.
Lesendur
Þakkir til
Vegagerðar-
innar
Ragnheiður Ólafsdóttir á
Þingeyri hringdi:
„Mig langar að koma á
framfæri þakklæti til Vega-
gerðarinnar og annarra sem
kunna að hafa stuðlað að því
komnar eru vegstikur á leið-
inni yfir Dynjandisheiði og
niður í Vatnsfjörð. Þetta er
mikil slysavörn og skiptir
miklu fyrir öryggi vegfar-
enda, enda er oft þoka þarna
á heiðinni. Ekki síst finnst
mér mikilvægt að koma
þakklæti mínu á framfæri
vegna þess að ég hef rifist
mikið út af því að stikur
skuli ekki hafa verið til stað-
ar á þessari leið. Rétt og
skylt er að þakka það sem
vel er gert.“
Vestfirðir
Truflanir
yegna sólar
I síðustu viku voru þó-
nokkrar truflanir á útsend-
ingum rásar 1 á Vestfjörðum
sem og útsendingum Ríkis-
sjónvarpsins.
Truflanirnar munu vera
tilkomnar vegna mikils sól-
skins, en þegar þannig háttar
tekur varaleið ekki við á
leggnum Vatnsendi-Girð-
ingsholt í Dölum, eins og
henni er ætlað að gera í
bilunartilfellum.
Hvað varðar sjónvarpið, þá
er ráðgert að útsendingar
þess fari inn á ljósleiðarann
með haustinu og eru þá
truflanir sem þessar úr sög-
unni. Annað er uppi á ten-
ingnum hvað varðar útvarp-
ið og ekkert hægt að gera.
Því verða Vestfirðingar að
bíða eftir skammdeginu eða
að hann þykkni upp.
Síðustu sperrurnar risnar og sjáljboðaliðar úr Skotíþróttafélagi Isafjarðarbœjar kasta mœðinni. Jens Magnússon for-
maður er lengst til vinstri.
Skotíþróttaféiag ísafjarðarbæjar á Dagverðardai
Hús til æfinga og keppni
í „kúlugreinum“ risið
- og aðstaðan á svæðinu að öllu leyti til fyrirmyndar
Hús fyrir æfingar og keppni
í „kúlugreinum“ er nú risið á
svæði Skotíþróttafélags Isa-
fjarðarbæjar á Dagverðardal.
Síðustu sperrur voru reistar í
síðustu viku og nú er verið að
klæða og loka.
Um þrjú ár eru frá því að
Isafjarðarbær úthlutaði félag-
inu svæði á Dagverðardal. Þá
var fljótlega byrjað á nauð-
synlegri jarðvinnu en auk
hússins er nú kominn þar lög-
legur keppnisvöllur fyrir
ólympíska „skeet“-keppni
(leirdúfuskotfimi). A vellin-
um eru tveir tumar með vél-
kösturum fyrir leirdúfur.
„Aðstaðan á Dagverðardal
er stórkostlegt framfaraskref
fyrirfélagið“, sagði formaður
SÍ, Jens Magnússon, í samtali
við blaðið. „Við erum að vona
að við fáum að halda hér
landsmót á allra næstu árum.
Hér var hjá okkur í vor þre-
faldur Islandsmeistari í leir-
dúfuskotfimi og hann hrósaði
aðstöðunni í hástert."
Isafjarðarbær hefur veitt fé-
laginu myndarlegan stuðning
en aðöðru leyti byggjast fram-
kvæmdirnar á svæðinu á fé-
lagsgjöldum og sjálfboða-
vinnu. Milli 70 og 80 ntanns
greiða árgjöld en harðasti
kjarninn sem alltaf mætir til
æfinga og keppni er mun
minni.
Innan SI er lögð stund á
ólympíska skotfimi með
haglabyssum, rifflum og
skammbyssum og jafnframt
er kennd meðferð skotvopna.
„Það eru geysistrangar reglur
sem gilda hjá okkur, enda eng-
in önnur íþróttafélög sem
þurfa að lúta eins ströngum
skilmálum. Tölur sýna að
slysatíðni er langminnst í
skotíþróttum en það sýnir ein-
faldlega hversu strangur aginn
er“, segir Jens.
Auk venjulegra skotíþrótta-
greina hefur SÍ lagt stund á
skíðaskotfimi. „Við erum þeir
fyrstu og einu sem hafa verið
með skíðaskotfimi hér á landi.
Við vorum hér með slíka
keppni ísexáreðaalltþangað
til í vetur, þegar við fengum
ekki mokað upp á svæðið.“
Skotíþróttafélag Isafjarðar
hefur einnig að einu öðru leyti
algera sérstöðu meðal ís-
lenskra skotíþróttafélaga, en
þau eru um tíu talsins. I stjórn-
inni eiga sæti tvær konur, þær
Dagrún Matthíasdóttir (ritari)
og Sigríður Guðjónsdóttir
skattstjóri (meðstjórnandi).
Jens segir konurnar ekki að-
eins virkar í félagsmálunum,
heldur ekki síður duglegar en
karlarnir að mæta til æfinga
og keppni. Yngsta konan sem
tekur virkan þátt í starfinu um
þessar mundir er sextán ára
dóttir formannsins, en lögum
samkvæmt má hefja æfingar
með ákveðnum skotvopnum
við sextán ár aldur.
Jens Magnússon fluttist til
Isafjarðar fyrir áratug, byrjaði
í félagsmálunum hjá SÍ árið
1993 og tók við formennsk-
unni árið eftir. Þá fékk félagið
aðstöðu í Engidal til bráða-
birgða en síðan var ákveðið
að framtíðarsvæði þess yrði á
Dagverðardal. Jens er húsa-
smíðameistari og trefjaplast-
ari að iðn. Svo vill til, að hið
nýja hús SÍ á Dagverðardal er
það fyrsta sem hann skrifar
upp á sem byggingameistari.
ísafjörður
Kæran
ekki tekin
til greina
Umhverfisráðuneytið
tekur ekki til greina kæru
Magna Guðmundssonar
og Svanhildar Þórðardótt-
ur á Seljalandi á Isafirði
vegna fyrirhugaðs snjó-
flóðavamargarðs í Selja-
landsmúla.
I veturkynnti Skipulags-
stofnun fyrirhugaðar fram-
kvæmdir og auglýsti eftir
athugasemdum. Magni og
Svanhildur mótmæltu
harðlega gerð umræddra
mannvirkja og því raski
og náttúruspjöllum sem
framkvæmdinni muni
fylgja. Þau kærðu síðan til
umhverfisráðuneytisins
úrskurð embættis skipu-
Iagsstjóra ríkisins í apríl
sl. um að mannvirki þessi
skuli gerð. I úrskurði ráðu-
neytisins, sem nýlega var
kveðinn upp, segir að úr-
skurður skipulagsstjóra
um snjóflóðavarnirá Selja-
landssvæði á ísafirði skuli
standa óbreyttur.
Mannvirki þessi voru
kynnt rækilega hér í blað-
inu á sínum tíma. Fyrir-
hugaður er 700 m langur
leiðigarður frá Seljalands-
bænum (húsi Svanhildar
og Magna) og upp að efri
beygjunni á núverandi
Skíðavegi, rétt neðan við
Skíðheima. Ráðgert er að
hæðin á efri hluta garðsins
verði 13,5 m en á neðri
hlutanum 16 m. Breidd
garðsins verður 3 m í
toppinn. Ofan garðsins er
gert ráð fyrir níu snjóflóða-
keilum.
I tengslum við fram-
kvæmdina hafa tveir
möguleikar á vegstæðum
að skíðasvæðunum á
Seljalandsdal verði skoð-
aðir. Annar er að vegurinn
liggi í gegnutn garðinn og
þaðan utan í Múlanum og
upp á skíðasvæði, en hinn
kosturinn er að vegurinn
liggi frá skíðasvæðinu í
Tungudal og upp á Selja-
landsdal.
Kostnaður við fram-
kvæmdir þessar hefur
verið gróflega áætlaður um
300 milljónir króna.
Vesturfrakt
Sjalfstæðir
Vestfiröingar
flytja meö okkur!
Síminn er
4563701.
Afgreiösia á ísafíröi:
Ásgeirsgata 3 (viö hliöina á Vestra-húsinu)
Þessarþrjár ungu stúlkur efndu til hlutaveltu fyrir stuttu
og gáfu afraksturinn, 2.350.- krónur til Rauða krossins.
Þœr heita Ingibjörg Kristjánsdóttir, Kristín Ósk Sigur-
jónsdóttir og Ólafía Kristjánsdóttir.
8
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999