Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.08.1999, Síða 2

Bæjarins besta - 25.08.1999, Síða 2
Útgefandi: Ábyrgðarmenn: H-prent eM. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísaflörður Halldór Sveinöjörnsson tr 456 4560 Ritstjóri: O456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson Netfang prentsmiðju: Blaðamaður: hprent@snerpa.is Hlynur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar: http:/A«rww.snerpa.is/bb bb@snerpa.is Bæjarins besta er í samtökum bæjar- og héraðs- fréttahlaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Sáttahjal Nú þykir næsta Ijóst, sem margir óttuðust og aðrir héldu fram, að sáttahjalinu íkvótamálinu í kosningun- um í vor var aldrei ætlað að vera annað en orðin tóm. Þótt grannt sé leitað eru engin teikn á lofti um vilja til að leysa þann vanda, sem mestum deildum veldur í kvótakerfmu. Er jafnvel svo komið að menn fá ekki leynt ánægju sinni yfir því að það nenni bara enginn að minnast á þetta lengur. Kann þó að vera að ekki sé öll nótt úti. Vonandi lætur þingmaður Vestfirðinga, ótvíræður sigurvegari kosninganna, að sér kveða þegar landsfeðurnir safnast saman viðAusturvöll í Reykjavík er hausta tekur. Svo merkilegt sem það má vera virðist slæðingur af fólki í þéttbýliskjarnanum við Faxaflóa ekki geta fundið sér þarfari dægrastyttingu en að agnúast út í tilvist Reykjavíkurflugvallar, sem búinn er að þjóna landsbyggðinni með miklum ágætum lengur en flestir þeirra, sem mest telja sig hafa til brunns að bera við að koma flugvellinum í burtu, muna. Flugvöllinn ber að fjarlægja og það hið fyrsta, segja þessir spekingar, sem reglubundið verða haldnir þessari áráttu. Ekki skal við því amast að fólk hafi sér þetta við- fangsefni til dundurs. Sjálfsagt er það af góðum vilja gert sem þetta ágæta fólk tekur sér fyrir hendur að segja hvað okkur sem búum á landsbyggðinni sé fyrir bestu. Því er þó ekki að leyna að okkur finnst rökin fyrir brotthvarfi flugvallarins ekki öll sótt á djúpsævi. Við því er nú kannski ekki heldur að búast. Þannig hefur einn sérlegur umboðsmaður almættis- ins hér á jörð komið ríkistjórn og borgarstjórn Reykja- víkur í eina sæng fyrir að innsigla ósómann, þ.e. að endurbæta flugvöllinn. „Stóra slysið vofir yfir“ segir umboðsmaðurinnogbiðurborginni verndarfráþvílíkri ógnun, en bætir við, „þó að stjórnvöld og borgaryfir- völd stuðli óbeint að slíku.“ Landsbyggðarfólki er almennt hlýtt til höfuðborg- arinnar. Þangað þarf það margvíslegt að sækja og þangað vill það eiga góðar og greiðar leiðir hvort heldur er á láði eða í lofti. Flugvöllur í höfuðborginni er forsenda einnar þeirrar. Þess vegna fagnar lands- byggðarfólk þeirri ákvörðun stjórnvalda að endurbæta Reykjavíkurflugvöll. Vel má vera að sú komi tíð að Reykjavíkurflugvöllur heyri sögunni til.Að þeirtímarrenni upp aðíslendingar þurfi ekki á öðru flugi að halda en til útlanda. En það er ekki tímabært í dag að leggja flugvöllinn niður. —s.h OÐÐ VIKUNNAD Appelsína Oft virðist hending ráða því, hvaða nýyrði ná fótfestu í íslensku máli. Orðin samúð fyrir sympatí, sími fyrir telefón og gegnheill fyrir massífur eru dæmi um orð sem falla svo vel að málinu, að það er eins og þau hafi verið á vörum fólks í aldaraðir. Önnur prýðileg nýyrði liggja ónotuð og virðast jafnvel hálfhlægileg, eins og tröllasúra fyrir rabharhara, jarðepli fyrir kartöflur og bjúgaldin fyrir banana. Það er eins og fólk vilji frekar hafa útlend nöfn á þvf sem hægt er að éta. Hið ægifagra orð glóaldin má sín lítils í samkeppninni við appelsínur, en appelsína merkir einfaldlega epli frá Kína. Frá skólasetningunni á sunnudag. Framhaldsskóli Vestflarða settur sl. sunnudag Fleíri nemendur en nokkru sinni fvrr Á þessu hausti eru fleiri nemenduren nokkru sinni fyrr skráðir í nám í dagskóla við Framhaldsskóla Vestfjarða. Þeir eru alls 302 eða 25 fleiri en í fyrra. Þetta kom fram í ræðu BjörnsTeitssonarskóla- meistara við setningu skólans sl. sunnudag. Á vegum skól- ans verða í gangi í dagskóla nú í vetur fleiri námsbrautir en áður. Skráðir nemendur í öldungadeild eru 35, sem er svipuð tala og í fyrra. I heild eru konur 23 fleiri en karlar í hópi nemenda. Öldungadeild- in er að venju að mestu skipuð konum. Það kom fram í máli skóla- meistara, að óvenju erfiðlega hefði gengið að manna allar kennarastöður að þessu sinni. Niðurstaðan er sú, að margir hinna föstu kennara munu vinna mikla yfirvinnu í vetur. Frá skólanum hverfa nú tveir kennarar sem voru í fullu starfi sl. vetur, þau Ásgerður Bergsdóttir íslenskukennari og Róbert Jack þýskukennari. Þá hefurTómas Hermannsson látið af íþróttakennslu, en hann starfaði við skólann megnið af síðasta starfsári. I fullt starf kemur sem þýskukennari Claudia Thiele frá Bonn, en hún er með þýskt meistarapróf frá háskóla m.a. í enskum fræðum og hefur að auki menntað sig til þess að kenna nemendum af öðru þjóðerni þýsku. Einnig kemur í fullt starf sem íþróttakennari Þórður Jensson, gamall nem- andi skólans, og verður hann einnig nemendum til aðstoðar í félagslífi. Fyrir utan hefðbundið skólahald FVI á fsafirði verð- ur í vetur fornámsdeild á Pat- reksfirði (12 nemendur) og starfsbraut á Hólmavík (6 nemendur). Helsta nýlundan í skólastarfmu að þessu sinni er sú, að tréiðnadeild tekur til starfa (II nemendur), en í allmörg ár hefur staðið til að stofna hana. Fyrir lá að reka deildina í leiguhúsnæði á meðan í ljós kæmi hvort spurn eftir námi í grunndeild tréiðna væri nóg til þess að hún næði að festa sig í sessi. Ekki fannst heppilegt leiguhúsnæði á ísa- firði en tekið var á leigu hús- næðiTrésmiðjunnarÞróttarað Hafnarstræti 9b í Bolungarvík ásamt ýmsum tækjum sem nota má við kennsluna. Nem- endur í grunndeild tréiðna verða fl uttir þrj á morgna í viku með skólabíl milli ísafjarðar og Bolungarvfkur. Á heimavist munu nú búa aðeins um 12 nemendur, en þeim hefur fækkað mjög hin seinni á með bættum sam- göngum á norðursvæði Vest- fjarða. Langflestir nemendur FVI eða rúmlega 96% eiga lög- heimili á Vestfjörðum. Rúm- Iega 61% þeirra eru úr Skut- ulsfirði og Hnífsdal en 14% Skuggi yfir skóla- setningu Skuggi hvíldi yfir setningarathöfn Fram- haldsskóla Vestfjarða að þessu sinni. Einn nemenda skólans, Sig- rún Sólbjört Halldórs- dóttir, Neðri-Breiðadal í Önundarfirði, andað- ist í síðustu viku á Spáni í ferð nemenda sem nú hefja sitt síðasta skólaár í framhaldsskóla. Formaður skóla- nefndar, Ólafur Helgi Kjartansson, minntist hennar í ávarpi sínu og sagði þá m.a.: „Sigrún Sólbjört var góður nem- andi, samviskusöm og dugleg, innan skóla og utan. Mikill harmur er kveðinn að foreldrum hennar og systkinum. Samnemendur, kennar- ar og aðrir starfsmenn skólans sakna góðs fé- iaga og nemanda.“ Síðan risu viðstaddir á fætur og minntust Sig- rúnar Sólbjartar Hall- dórsdóttur með þögulli stund. koma úr Vestur-ísafjarðar- sýslu hinni fornu og 11% úr Bolungarvík.Tæplega6% eru úr Barðastrandarsýslu, flestir í fornámsdeildinni á Patreks- firði, og tæplega 5% koma úr Súðavíkurhreppi. Við skólasetninguna flutti ávarp formaður skólanefndar FVÍ, Ólafur Helgi Kjartans- son. Hann tjallaði einkurn um þátt nemendanna í starfi Fram- haldsskóla Vestfjarða og ræddi einnig um hollvinasam- tök skólans, sem stofnuð voru á síðasta skólaári og nefnast Hollvættir FVÍ / Menntaskól- ans á ísafirði. „Hollvinasam- tök eru mjög líkleg til að verða góðir talsmenn skólans í sam- félaginu sem hann starfar í. Sá stuðningur er mikils virði“, sagði formaður skólanefndar. Súðavíkurhreppur leitar allra leiða 1 sorpförgunarmálum Baggaplast flutt suður Það vakti athygli í fyrradag, þegar á Isafirði var verið að ganga frá sorpi frá Súðavík- urhreppi til flutnings til Reykjavíkurmeðflutningabíl. Menn gátu sér þess til, að nú væru Súðvíkingar að byrja að flytja allt sitt sorp til förgunar hjá Sorpu í Reykjavík, vegna þess að það væri ódýrara en að láta farga því í Funa á Isa- firði. Málið er þó ekki alveg svo einfalt. Hér var um að ræða bagga- plast frá bændabýlunum 17 í Djúpi, sem tilheyra Súðavfk- urhreppi. Hreppsnefnd Súða- víkurhrepps er mjög áhuga- söm um vistvæna lifnaðar- hætti og endurnýtingu þess sem til fellur eltir því sern hægt er. Sveitarstjórinn, Ágúst Kr. Björnsson, hefur verið talsmaður þess við ráðamenn Isatjarðarbæjar og Bolungar- vfkurkaupstaðar, að skoðaðir verði allir möguleikar til end- urvinnslu og nýtingar á sorpi. „Mér finnst það skylda okkar gagnvart afkomendunum að ganga vel um náttúruna og nýta þá auðlind sem felst í sorpi, svo sem timbri og dag- blaða- og tímaritapappír, en hann er unt fjórðungur af öllu húsasorpi." Ágúst segir að hreppsnefnd Súðavíkurhrepps hafi í fyrra ákveðið að safna saman baggaplasti í Djúpinu. „Þetta er landbúnaðarhreppur og mikið fellur til af slíku. Við erum áhugamenn um um- hverfisvernd og okkur þótti slæmt að verið væri að brenna þessu á sautján stöðum." Hann kveðst hafa komist í samband við fyrirtæki áAkur- eyri sem nýtti baggaplast til iðnaðarframleiðslu, en nú þegar á reyndi treysti fyrir- tækið sér ekki til að taka við plastinu sakir einhverra rekstr- arerfiðleika. Á Flúðum var síðan fyrir- tæki senr notaði baggaplast til framleiðslu á girðingar- staurum, en henni hefur nú verið hætt þar eð efnasam- setningin í plastinu var ekki nógu heppileg. Þessar leiðir voru því lokaðar nú þegar á reyndi. „Það sem eftir stendur er að nota plastið sem varma- gjafa, enda er það í rauninni olía í föstu formi og mjög orkuríkt. Til dæmis mun slíkt plast vera notað til orkufram- leiðslu í sorpbrennslunni í Vestmannaeyjum. Mér fannst hart að vera bú- inn að hvetja bændurna til að vera umhverfisvænir og safna þessu saman og fara svo að brenna þessu sjálfur úti á haugum. Ég talaði við Funa og þar áttu rnenn mjög erfitt með að taka við þessu. Þangað berst það mikið sorp að stöðin á erfitt með að taka við mjög varmagefandi efnum, sem tefja aðra vinnslu. Þá átti ég fáa aðra kosti en koma þessu suður í Sorpu." Ágúst segir að ekki sé dýrara fyrir hrepp- inn að kosta flutninginn suður og förgun hans í Sorpu en að 2 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.