Bæjarins besta - 25.08.1999, Qupperneq 7
Eyvindi finnst afarþægilegt
að vera íArnardal. „Ég er ekki
nema nokkrar mínútur að
labba til frænda míns á bæn-
um fyrir neðan. Og svo er ég
ekki nema hálftíma á hjólinu
í kaupstaðinn. Ljómandi til-
vera.“
Kannskí...
Það er vandséð hvers vegna
bókmenntamafían margfræga
tók Eyvindi svona seint og
illa. Kannski hann sé heldur
framúrstefnulegur að ein-
hverju leyti. Kannski ásatrúin.
Kannski allt samansafnið af
klámi og blótsyrðum í skáld-
sögunni Múkkanum sem fór í
fínu taugarnar svokölluðu á
mörgum. Kannski að ástæðan
sé sú öðrum þræði, að Ey-
vindur er langskólagenginn í
íslenskum fræðum með kand-
mag-próf og samt með svona
hár kominn á þennan aldur.
Kannski mönnumfinnistþetta
ekki passa einhvern veginn.
Kannski hann sé að sumu leyti
ekki nógu skrítinn en í hina
röndina of skrítinn.
Að vera skrítinn
Svo er hitt, hvað það er eig-
inlega að vera skrítinn.
- Eru listamenn yfirleitt
skrítnir?
„Skrítnir? Þetta er náttúr-
lega ein af þessum „góðu“
spurningum. Já, auðvitað eru
þeir skrítnir. Eru ekki allir
menn skrítnir? Ég þekki engan
mann sem er ekki skrítinn á
einhvern hátt. Þetta er auðvit-
að skilgreiningaratriði (nú
kemur fræðimaðurinn upp í
skáldinu). Við værum báðir
mjög skrítnir ef við færum
inn í Mið-Kína. Þá væri horft
á okkur stórum augum. Já,
listamenn. Ef við ætlum að
vera listamenn þurfum við
væntanlega a.m.k. að hugsa
ofurlítið öðruvísi en almennt
gerist. Stórirhóparfólks vinna
skyld störf og mótast að
einhverju leyti af því. Lista-
menn eru fremur sér á báti.
Þeir eru reyndar einn af þeim
sérhópum sem allra mest ber
á, vegna þess að þeir þurfa að
láta bera á sér og auglýsa sig.“
- Iðnaðarmenn t.d. vinna
mjög eftir stöðlum en það er
eins og listamenn reyni ein-
mitt að víkja sem mest frá
stöðlum...
Staðlarnir
„Já, listamaðurinn er eins
og unglingurinn sem þarf að
prófasigáfram. Hannerbúinn
að átta sig á því nokkurn veg-
inn hvar mörkin liggja og þarf
að prófa að brjóta reglur sam-
félagins til að sjá hversu langt
sé hægt að ganga. Að vísu er
nú ekki sérlega stór hluti af
listamönnum sem gerir þetta.
Þorri þeirra gengur troðinn
stíg. Flestir vinna eftir stöðl-
unum eins og iðnaðarmaður-
inn og festast í þeim og gera
það oft vel. En svo eru menn
sem eru snjallir. Þeir virða lög-
málin að ákveðnu marki. Það
þurfa að vera svo og svo marg-
ir naglar í spýtunni o.s.frv. En
þeir listamenn sem bregða trá
stöðlunum og eru snjallir öðl-
ast oft ekki viðurkenningu fyrr
en seint eða ekki fyrr en þeir
eru dauðir. Það er einmitt
vegna þess að þeir hafa farið
þvert á slóð í verkum sínum.
Svo eru aftur listamenn sem
beinlínis gera í því að vera
skrítnir til þess að láta taka
eftir sér. Sérstaklega í samfé-
lagi nútímans þarf að auglýsa
sig svo helvíti mikið.“
Hárið
- Hárið á þér vekur athygli.
Er það partur af auglýsingu?
„Nei, reyndar ekki. Að svo
miklu leyti sem ég er skrítinn,
þá er ég bara svona skrítinn.
Ég hef alltaf verið veikur fyrir
síðu hári og ekki bara á kon-
um, án þess að það sé neitt
kynferðislegt í því. Ég var
alltaf með lubba þegar ég var
strákur. Svo var maður klippt-
ur stutt árum saman en kring-
um 1970 lét ég mér vaxa ansi
mikið hár, miklu síðara en ég
er með núna, og hafði það í
nokkur ár. Það var viss frelsun
á sínum tíma þegar Bítlarnir
komu með síða hárið og áttu
sinn þátt í því að breyta við-
horfum í samfélaginu. Ég hef
löngum verið að lesa mér til
um hinar fyrstu þjóðir, ekki
síst indíána og líka ínúíta, vini
okkar. Sítt hár er mikið atriði
hjá ýmsum þjóðum þeirra“,
segir Eyvindur og nær sér nú
heldur betur á skrið, samanber
framanskráð. Magnaðurfyrir-
lesturum frumþjóðir, tengslin
við náttúruna og allt það og
slotar ekki fyrr en viðmæl-
andinn hækkar raustina og ber
í borðið...
Kjaftæðið um landafundina
„Það er engin ein þjóð sem
heitir indíánar. Þetta eru marg-
ar og ólíkar þjóðir. Tala gjör-
ólík tungumál og hafa oft ólfka
siði. En það er sterk tilhneig-
ing hjá ýmsum af þessum
þjóðum að hafa sítt hár. Síða
hárið hjá mér núna er eins og
það er búið að vera í tíu ár eða
svo. Kjaftæðið núna um
landafundi - að jafnvel æðstu
menn skuli halda ræðu eftir
ræðu og leyfa sér að segja að
Leifur Eiríksson Stranda-
maðurfrá Dröngum en líklega
fæddur í Dölum hafi fundið
þessi lönd, þar sem fólk hafði
þegar búið um tugþúsundir
ára. Fyrir nú utan allan
skepnuskapinn eftir að hvíti
maðurinn „fann“ Ameríku.
Einhverjar villimannlegustu
þjóðernishreinsanir söguntiar
áttu sér stað í báðum Amerík-
unum. Þarna eru tvær stórar
álfur þar sem fólki var útrýmt
áskipulegan hátt. Sumarþess-
ara þjóða áttu sér afar merki-
lega menningu sem við höfum
afneitað. Sjáðu lífsviðhorf
þessa fólks. Ef við hefðum
komið fram við þessar þjóðir
eins og menn en ekki haft það
eitt í huga að drepa það og
ræna öllu sem hægt var að
ræna, þá hefði getað vaxið
upp úr þeim kynnum afar frjó
menning. Samanber þegar við
tókum kristni, tiltölulega frið-
samlega, þá spratt upp úr
þeirri samtvinnun tveggja
ólíkra menningarheima hin
merkilega menning okkar
Islendinga, þá varð til hinn
frjói jarðvegur fyrir sögurnar
okkar. Þetta gerðist ekki íAm-
eríku. Þar trömpuðum við allt
niður og eyðilögðum allt sem
við gátum eyðilagt."
Ásatrú - heiðni
- Hvernig stendur á því að
þú ert ásatrúar, eða heiðinn
maður eða hvað á að kalla
það?
„Sumir segja að Islendingar
hafi alltaf verið heiðnir. Aðrir
segja að þeir haft fljótlega orð-
ið vel kristnir. Sú deila snýst
um keisarans skegg. Mann-
eskjan hefur alltaf viljað hafa
ákveðna heimsmynd. Það er
enginn vafi að okkar fornu
trúarbrögð hafa verið heild-
stæð en ekki neinn samtíning-
ur eins og sumir halda. Ef
heimsmynd okkar er tætings-
leg, þá líður okkur illa. Þá
fáum við magasár og stress,
drekkum of mikið og förum
jafnvel og hengjum okkur.
Við tölum um ásatrú. Það
er nærtækast þó að orðið sjálft
sé ekki mjög gamalt og segi
lítið. Hið opinbera viður-
kenndi þetta nafn og það er
hægt að una við það. En trú
okkar er afar fjölbreytileg og
náttúrutrú er þar afskaplega
sterkur þáttur. Við erum hluti
af náttúrunni og höfum ekki
yfir okkur einn guð sem
stjórnar að geðþótta sínum.
Sá guð er oftaslnær leiðinlegur
og vill ekki segja okkur neitt.
Ef við étum af skilningstrénu
er okkur hent út á gaddinn.
Ekki út á guð og gaddinn,
heldur bara gaddinn. Þetta er
óþægilegur guðdómur.“
Guðdömurinn
- Er sá guð samt til?
„Ég hef bara ekki hugmynd
um það.“
- Getur ekki verið að það
séu mörg leikrit í gangi sam-
tímis?
„Mér finnst það í sjálfu sér
ekki ótrúlegt. Þó er þetta lík-
lega allt sama leikritið. Það er
margt sem við vitum ekki. Við
höldum núna að heimurinn
hafí byrjað með Stóra hvell-
inum og síðan verið að þenjast
út. En hvað var á undan hon-
um? Og hvað var þar á undan?
Við vitum lítið en við viljum
trúa einhverju og þess vegna
búum við okkur til guðdóm.
Það frumstæðasta er að búa
til einn stóran og sterkan guð,
Stóra pabba sem býr þetta allt
til úr engu. Það finnst mér
lVumstætt og ekki nein æðri
trúarbrögð. Síðan fara menn
að hugsa eins og t.d. heiðnir
forfeður okkar sem reyna að
skilja þetta. Þeir hugsa upp
sköpunarsöguna. Fyrst er eitt-
hvert ógurlegt tóm en engin
festing þar sem einhver guð
situr og hefur setið frá upphafí.
Svo er kuldi og hiti og þegar
þeir mætast, þá drýpur úr og
líf kviknar. Meira að segja er
það kýr sem fæðist fyrst og
einnig sá frumkraftur sem er
Ymir.“
Frelsi til að hugsa
„Ég þekki nú engan sem
trúir þessu bókstaflega en það
er önnur saga. En þarna eru
10-50%
afsláttur
SIÐUSTU DAGAR
Hafnarbuóin
Isafirði - simi 456 3245
ÚTSÖLUNNAR
SRU FIMMTUDAG-
INN 26. ÁGÚST
0G FÖSTUÐAGINN
27. ÁGÚST
10-50% |
afsláttur I
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 7