Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.08.1999, Síða 8

Bæjarins besta - 25.08.1999, Síða 8
ÍSAFJARÐARBÆR FRÁ GRUNNSKÓLANUM Á ÍSAFIRÐI Skólastarf næsta vetrar hefst fimmtu- daginn2. september. Nemendurmæti á sal sem hér segir: 2.-3. bekkur kl. 11.00 4.-7. bekkur kl. 10.00 8.-10. bekkur kl. 9.00 Nemendur í 1. bekk og aðstandendur þeirra verða boðaðir til viðtals sérstaklega. (Athugið að í vetur mun skóladagur 1. bekkjar hefjast kl. 8.00.) Starfsmannafundur verður mánu- daginn 30. ágúst kl. 9.00. Skólastjóri. DAGMÆÐUR ÓSKAST Félagsmálanefndísafjarðarbæjarósk- ar eftir að ráða dagmæður. Hér er um þónokkur störf að ræða, vegna mikill- ar eftirspurnar að undanförnu. Upplýsingar um störfin veitir félags- málastjóri, Kjell Hymer, á skrifstofu bæjarinseðaísíma 456 3722, milli kl. 10:00 og 12:00 virka daga. Félagsmálastjóri Isafjarðarbœjar. ÍÞRÓTTAHÚSIÐ TORFNESI______________ HHBHi Viðskiptavinir athugið! íþróttahúsið verður opnað fyrir sölutímum, sam- kvæmtstundaskráþann 13.september I nk. Nánari upplýsingar gefur forstöðu- maður í síma 456 5260. FERÐAMALASAMTÖK VESTFJARÐA Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða 1999 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn í Bjarkalundi laugardaginn 11. september kl. 11:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður aðalmál fundarins markaðsmál. Sameiginlegur kvöldverður að loknum aðalfundi. Allir áhugamenn um ferðamál á Vest- fjörðum velkomnir. menn að hugsa og þarna er frelsi til að hugsa. Og þegar Óðinn og bræður hans eru komnirtil sögunnar, þá skipu- leggja þeir óskapnaðinn, frumorkuna. Þeir skapa ekki neitt heldur setja hlutina í kerfi. Þeir taka kaos og búa til kosmos, rétt eins og hjá Grikkjunumgömlu. Þegarvið skoðum goðin og jötnana og aðrar persónur í hinni fornu heimsmynd heiðinna manna, þá kemur í ljós að enginn er algóður og enginn alvondur. Þetta er ákaflega aðlaðandi heimsmynd, vegna þess að líf- iðereinfaldlega þannig. Iein- gyðistrú eins og kristni þar sem bara er hvítt og svart er sagt við okkur: Haldiði kjafti og hlustið og trúið! Þið eigið ekkiað spyrja! Þiðmegiðekki spyrja! Þið eigið að trúa!Vegir guðs eru órannsakanlegir! Aður fyrr og öldum saman var beinlínis lífshættulegt að spyrja. Mér finnst ekki ólíklegt að á bak við allt sé einhver mikill andi sem við myndum kalla guð. Eg geri mér ekki grein fyrir honum. Sumir indíánar eru með stóran anda af þessu tagi, þó að líka sé búið að ljúga miklu um það. Það er þó líklega ekki fyrr en á seinasta stigi, eftir að þeir hafa orðið fyrirkristnum áhrifum. En það er mjög ótrúlegt samkvæmt okkar skilningi að til sé ein- hver persónulegur guð. Frekar einhvers konar kosmískur guð, einhvers konar algeims- guð eins og ýmsir vísinda- menn hafa talað um, sem er þá á bak við það sköpunarverk sem við þekkjum og kannski hluti af einhverju öðru sköp- unarverki. Kannski er hver kúlan eða hver kellingin inni í annarri, eins og rússnesku babúskurn- ar.“ Kirkjan hluti af kerfinu - Þú varst lengi vel í ís- lensku Þjóðkirkjunni... „Eg er náttúrlega fæddur inn í hana eins og við flest, skírður inn í hana, fermdur inn í hana og meira að segja giftur í henni." - Undirðu þér ekki vel þar? „Nei, en þetta var bara svona og eins og sjálfsagt mál að vera þar eins og aðrir í minni fjölskyldu og líka í fjöl- skyldu konunnar. Kirkjan er náttúrlega ríkisstofnun, hluti af kerfinu, og það þarf að gera eitthvað sérstakt til að komast framhjá henni, til dæmis varð- andi skírnir og ég tala nú ekki um greftrun. Það þarf nánast Vesturfrakt Sjálfstæöir Ves tfiröingar flytja meö okkur! ^ Afgreiösla á ísafiröi: Ásgeirsgata 3 (viö hliöina á Vestra-húsinu) Eyvindur áscnnt joður sínum, Eiríki Guðjónssyni. að berja í borðið og hrópa: Ég geri þetta ekki! Það þarf helst aðgerauppreisn gegn kerfinu. Kirkjan er hluti af kerfinu líkt og sýsluskrifstofan. Það er mjög sorglegt, vegna þess að þarna er verið að leika sér með helgustu tilfinningar fólks. Og það er ljótt. Sér- staklega er Ijótt að ljúga að bömum. Síðustu þúsund árin hafa iðulega legið líflátshótanir og pyntingar við því að leggja stund á heiðinn dóm og flest honum tengt hefur fengið á sig neikvæðan blæ. Samanber sögnina að blóta, sem er fornt orð um ákveðnar athafnir, líklega einkum trúarlegar, og nákvæmlega ekkert skylt orðinu blóð eins og sumir halda. Sögninaðblessaerhins vegar skyld orðinu blóð, svo merkilegt sem það er.“ Forlapatrú Heiðinn er skammaryrði upphaflega, eins og orðið atómskáld. Heiðið merkti allt sem var ekki kristið. Guð er einn og þú átt að trúa á hann vinur, annars verður þú bara brenndur eða stungin úr þér augun eða klippt úr þér tung- an. Þannig var þetta. En fólk er skynsamt. Þeir sem eru ekki á kaupi hjá ríkinu til að röfla í kirkjum eða annars staðar, þeir hirða það skásta úr öllu sem á boðstólum er og gera úr því sæmilega heildstæða heimsmynd eða lífsmynd. Við sem erum alin upp við sjóinn og veiðiskap erum t.d. alin upp í forlagatrú. Menn eru feigireða ekki feigir. Sjómenn höfðu ekki með sér mat í róður og varla vatn. Menn fóru þegar þeir áttu að fara. Sjómenn vildu ekki læra að synda. Til hvers andskotans? Maður hitt- ir gamla sjómenn enn í dag sem segja þetta. Ef maður dettur í sjóinn, þá drepst mað- ur hvort sem er. Eins gott að fara fljótt frekar en vera að basla við að synda tímunum saman.“ Ásatrúarsöfnuðurinn Asatrúarsöfnuðurinn er fé- lagsskapur á landsvísu og starfar með ágætum, heldur fundi og blót og kýs sér stjórn, að sögn Eyvindar Vestfirð- ingagoða. „Allsherjargoðinn er opinber prestur og sá eini í söfnuðinum sem hefurréttindi til þess að standa fyrir lögleg- um athöfnum.“ Nú ergoðatitillinneinungis virðingarstaða án formlegra réttinda en rætt hefur verið að koma upp goðakerfi um land- ið. Auk allsherjargoðans eru nú þrfr landshlutagoðar, á Vesturlandi, á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Jón Thor Har- aldsson, sem nú er nýlátinn, var goði án sérstaks goðorðs og Þorsteinn Guðjónsson, sá gamli Nýalssinni, er h'ka goði án goðorðs. Eyvindur kveðst einu sinni hafa verið beðinn að taka að sér allsherjargoðastarfið en ekki haft áhuga á því. Þanþolið og Múkkioo - Aftur að þanþolinu sem unglingurinn og listamaður- inn þurfa að prófa. Þegar þú skrifaðir Múkkann - varstu að kanna þanþol lesenda, varstu að prófa hversu langt væri hægt að ganga, varstu að reyna að ganga fram af fólki með orðbragðinu? „A þessu „kynlcga" sviði? Nei, ég var ekkert að því, ekki meðvitað. En ég bar það samt undir þá ágætu menn sem þá störfuðu hjá Iðunni, hvort þeim fyndist þetta of gróft orðafar. Þeir töldu svo alls ekki vera enda var ég ekki að finna upp eitt eða neitt. Þetta var orðalag sem aðrir höfðu notað, rey ndar ekki hinir hefð- bundnu rithöfundar. En þegar ég var að skrifa þessa sögu, þá hafði ég í huga að í öllum vinnuhópum eru ákveðnir menn sem hafa gaman af því að klæmast. Ég hef ekki enn verið í vinnuhópi með fimm- sex mönnum þar sem ekki var einn sem þótti óskaplega gam- an að klæmast. Svo eru aðrir sem nota þessi orð vegna þess að þau eru þeim töm, þó að það megi helst ekki skrifa þau. Sum orð sem annars teljast klæmin eru hreint ekki klæm- in í vissum hópi. Mörg af svo- kölluðum klámyrðum, eink- um varðandi kynfæri, eru gömul orð með fallega merk- ingu í upphafi, þýða t.d. eitt- h vað mjúkt. Það er ljótt h vern- ig búið er að fara með sum af þessum orðum með því að stimpla þau sem eitthvað Ijótt. Þetta er einfaldlega hluti af lífinu og ekki sá ómerkasti. Það er einhver sýking í sam- félagi sem gerir þetta að svo miklu máli. Það er bara ekki heilbrigt, fjandinn hafi það. En þeir hjá Iðunni héldu að frjálslyndið væri orðið meira en það reyndist vera.“ Búkmeootaverðlauoio og kerfið Þegar þú fékkst bókmennta- verðlaun þau sem kennd eru við Halldór Kiljan - fannst þér þú vera að fá uppreisn æru hjá bókmenntamafíunni? „Nei, ég þurfti svo sem ekki neina uppreisn æru. En ég var náttúrlega óskaplega glaður.“ - En þú hefur verið ósáttur við móttökurnar hjá „kerf- inu“... „Já, ég komst illa að. Upp- haflega komst ég að hjá Máli og menningu með unglinga- sögu. Þeirgerðureyndarntjög lítið fyrir hana. Síðan tókst mér eiginlega að smygla inn hjá þeim framhaldinu. Þeir voru búnirað skrifaundiráður en þeir áttuðu sig á því og reyndu svo að losna. Það leit út eins og þeir hefðu í upphafi fengið eitthvert góðmennsku- kast og hugsað sem svo: Við skulum gera þetta fyrir kall- greyið.“ Eyvind langar til að skrifa meira um sjómenn og sjó- mennsku. „Mér finnst alveg furðulega lítið af slíkum lýs- ingum í íslenskum bókmennt- um. Þar er ég ekki að tala um ævisögur gamalla sjómanna - þær eru allt annar geiri“, segir hann. Úr oúgu að oioða Þegar rennt er yfir ritaskrá EyvindarP. Eiríkssonar kemur í ljós, að útgefnar bækur hans og bókakorn fylla nú brátt annan tuginn. Þar fyrir utan er sitthvað sem birst hefur í tímaritum eða verið flutt í út- varpi. smásögur og barnasög- ur, frumsamdarog þýddar, svo og ljóð og Ijóðaþýðingar. Fyrir utan verðlaunasöguna Landið handan fjarskans er Múkkinn sú bók Eyvindar sem flestir þekkja, en hún kom út árið 1988. Eyvindur mun eiga marg- vísleg drög í fórum sínum. Þótt ekki væri annað, þá mætti ætla að hann hefði úr nógu að vinna þar sem er annars vegar sjómennskan og hins vegar lífíð í Víkunum forðum daga. Þá er gott að vera ekki ofsetinn útvarpi og öðrum truflandi vélum nútímans. Þá er gott að hafa drykkjarvatn á gömlum mjólkurbrúsa sem á er málað nafnið Eiríkur. Brúsinn geym- ir ekki bara vatn, heldur líka minningar. „Og við munum upp rísa, undursamlega jörð.“ r /I <£iiÝi J ~öe,ltinqaslaíiAÝ mj ICaííih ~öc.itinqasta<5uv y /Cafáihús /Hánaqata 1 -^inti 456 5267 'J-ishethísi anne 1884 Atvinna Starfsfólk vantar í sal. Vaktavinna. Upplýsingar gefur Árni í síma 456 5525. 8 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.