Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.09.1999, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 08.09.1999, Blaðsíða 2
ÚtgefancLi: Ábyrgðarmenn: H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísafjörður Halldór Sveinhjörnsson ■B 456 4560 Ritstjóri: 0456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson Netfang prentsmiðju: Blaðamaður: h.prent@snerpa.is Hlynur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar: http: //www. snerpa. is/bh bb@snerpa.is Bæjarins'besta er í samtökumbæjar- og héraðs- fréttablaða. Eftirprentun, hfjóðritnn, notkun jjósmynda og annars efnis er óhelmil nema helmilda sé getið. Horfit til framtíðar Þegar fram í sækir mun framtak þeirra er stóðu að stofnun Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða verða talið með merkari skrefum sem stigin hafa verið til aukinnar mennt- unar í þágu atvinnulífs í fjórðungnum. Breið samstaða heildarsamtaka vinnuveitenda, launþega og sveitarfélaga, inenningar- og menntastofnana rennir styrkum stoðum undir þá starfsemi sem Fræðslumiðstöðinni er ætlað að standa fyrir. Gleggri vitnisburð en „innrás“ Islenskrar miðlunar í þrjá bæjarhluta Isafjarðarbæjar er vart hægt að ímynda sér um möguleika dreifbýlisins á öld tölvunnar þar sem fjarlægðir eru ekki lengur til, þar sem búseta einstakl- ingsins stendur ekki lengur í vegi fyrir þátttöku hans í verkefnum í þágu fjöldans. Það er mikill fengur að fyrir- tæki á borð við Islenska miðlun, sem strax í upphafi leiðir af sér þrjátíu og funm störf á áður óþekktum vettvangi hér um slóðir auk margs konar annars ávinnings fyrir bæjarfélagið sem fylgja kann í kjölfarið. Þátttaka þriggja ísfirskra iðnfyrirtækja og eins sölu- fyrirtækis með útgerðarvörur í sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í síðustu viku var lofsvert og þarft framtak. Hugvit og hagleikur ísfirskra iðnaðar- og tæknimanna við smíði margvíslegs búnaðar til fiskvinnslu er fyrir löngu þekkt hérlendis og um víða veröld. Þátttaka fram- leiðslufyrirtækjanna í sýningunni undirstrikaði það sem áður var vitað, að við höfum ætíð átt og eigum á að skipa góðum fagmönnum á öllum sviðum. Það sem hér hefur verið gert að umtalsefni tekur af allan vafa um möguleika okkar á að öðlast verðugan sess í samfélagi tækninnar. Við getum því horft til framtíðar með bjartsýni. Ef rétt er á málum haldið er engin hætta á að Vestfírðingar sitji eftir. Hér er óplægður akur á ótal sviðum. Til að nýta hann og rækta þurfum við samstillt átak hugar og handa; opin augu fyrir því sem daglega er að gerast í kringum okkur. Tækifærin koma ekki sjálfkrafa. Þau verður að grípa. Oft hefur syrt í álinn hjá Vestfirðingum en alltaf stylt upp um síðir. Uppgjöf samrýmist illa skapferli þeirra. Og hví skyldu þeir nú láta deigan síga þótt þeim um stundar sakir sé meinuð sú alda gamla iðja að draga bein úr sjó. Þeirri óáran hlýtur að létta um síðir ef eðli íslendingsins er hið sama og verið hefur um aldir. Og þegar þar að kemur er ekki verra að hafa fjölbreytt og öflugt atvinnulíf til staðar þótt með öðrum hætti sé. Þess vegna skulum við umfram allt horfa fram á veginn. s.h. OÐÐ VIKUNNAD Júdas / Hrappur / Refur Nöfn sérlega illræmdra manna verða stundum að eins konar samheitum fyrir illmenni. Jafnframt hættir fólk þá að gefa þau börnum sínum. Hið ágæta nafn Júdas er nú einkum notað á svikara en ekki sveinbörn. Steinar sem svikulir eru í vegghleðslum hafa löngum hlotið Júdasarnafn á íslandi. Nöfnin Hrappur og Refur eru nokkuð algeng í fornritum en mönnum þeim sem þau báru er oftast lýst á þann veg, að engir foreldrar velja þau lengur sonum sínum. Áskorun bæjarráðs ísafjaröarbæjar um veðurfréttir frá ísafírði Dræmar undirtcktir Veðurstofu Islands Áskorun bæjarráðs Isa- tjarðarbæjar til veðurstofu- stjóra frá því í sumar, þess efnis að upplýsingar frá veð- urathugunarstöðinni í Skut- ulsfirði verði notaðar í veður- fréttum í útvarpi og sjónvarpi, fær afar dræmar undirtektir hjá Veðurstofu íslands. í svar- bréfi sem undirritað er af Guð- mundi Hafsteinssyni, veður- fræðingi og forstöðumanni þjónustusviðs Veðurstofunn- ar, segir m.a.: „Á veðurathugunarstöðinni í Bolungarvík starfar veður- athugunarmaður sem gerir fullgildar veðurathuganir átta sinnum á sólarhring. Eins og fram kemur í bréfinu er veður- stöðin í botni Skutulsfjarðar notuð til að mæla vind, hita, raka og uppsafnaða úrkomu. Um aðra veðurþætti fást engar upplýsingar frá henni. Þar má t.d. nefna skyggni, veður (úr- komu eða önnur veðurfyrir- bæri á athugunartíma), skýja- far, loftþrýsting og sjólag en þessum þáttum er öllurn lýst í athugunum frá Bolungarvík. Stöðin, sem nú erí Bolung- arvík, var áður á Galtarvita en var flutt þegar staða vitavarðar á Galtarvita var lögð niður. Stöðin í Bolungarvfk er reynd- arein af níu stöðvum á Iandinu sem teljast hluti af hinu al- þjóðlega grundvallarneti veð- urathugunarstöðva... Slíkum stöðvum þarf að koma þannig fyrir, að áhrifa landslags og annarra staðbundinna áhrifa gæti sem minnst. Þótt aðstæð- ur í Bolungarvík fyrir slíka stöð séu ekki að öllu leyti eins og best verður á kosið er þó Ijóst, að stöð, sem er í skjóli fyrir flestum vindáttum inni í Skutulsfirði, væri miklu fjær því að gefa ótruflaða mynd af veðri og vindum á svæðinu.“ r Tölvuþjónustan Snerpa á Isafírði Fyrsti vírusvarnabiin- aðurínn á íslensku Tölvuþjónustan Snerpa á ísafirði er í þann veginn að setja vírusvarnaforrit á mark- að, hið fyrsta sem þýtt er á íslensku. Allar uppfærslur á gagnaskrám í forritinu verða sjálfvirkar í gegnum Netið. „Hér er um að ræða mjög spennandi hugbúnað til vfrus- varna í tölvum sem við gerð- um samning um að fá að þýða á íslensku og dreifa hér á Iandi“, sagði Jón Arnar Gests- son hjá Snerpu. „Þessi hug- búnaður sem ber nafnið Anti- viral Toolkit Pro er mjög út- breiddur um allan heim og með umboðsmenn í 54 lönd- um. Islenska verður tólfta tungumálið sem hann er þýdd- ur á og honum fylgja hjálpar- skrár á íslensku." JónArnarsegiraðhönnuðir búnaðarins bregðist við á nóttu sem degi þegar vart verður nýrra vírusa, finni varn- ir við þeim og sendi þær til notenda gegnum Netið. „Sem dæmi má nefna“, segir hann, „að þegarChernobyl-vírusinn kom frarn voru þeir þrjá klukkutíma að finna lækningu við honum og senda hana til notenda." Að sögn JónsArnars verður útgáfudagur forritsins hér á landi væntanlega 24. septem- ber nk. Vestfírðir Landbúnaðar- nefnd á yfirreið Þessa dagana er landbún- aðarnefnd Alþingis á ferð um Vestfirði. Eftir ferðalag um Strandir í dag og fundahöld á Hólmavík og í Árneshreppi var ætlunin að snæða kvöld- verð á Djúpavík. Á morgun hyggst nefndin koma í Ögur um hádegisbil og fara þaðan til málsverðar úti í Vigur. Síðan á að fara í kynnisferð um Súðavík, Skut- ulsfjörð og Önundarfjörð áður en snæddur verður kvöld verð- ur að Alviðru í Dýrafirði í boði landbúnaðarráðherra. Á föstudagsmorgun kl. 10.30 verður haldinn fundur með bændum að Núpi í Dýrafirði en síðan ekur nefndin suður með viðkomu í Flókalundi og Reykhólasveit. baðstofan Silfurgötu 6 - ísafirði - Sími 456 4229 Vestfiröingar - Námskeið - Framhaldsnámskeið í harðangri verður 28. september til 12. október nk. ef næg þátttaka fæst. Fleiri föndurnámskeið síðar í haust. Tii foreldra og \ forráöamanna \ Félagsmálastjórinn í ísafjarðarbæ og yfir- \ lögregluþjónninn á ísafirði vilja minna for- | eldra og forráðamenn barna og unglinga á I gildandi útivistarregiur. Nú þann 1. septem- I ber styttist sá tími sem börn og unglingar I undir 16 ára aldri mega, lögum samkvæmt, I vera úti á kvöldin. Þannig er útivistartími barna eftirfarandi frá 1. september til 1. maí ár hvert: Börn 12 ára og yngri: \ Mega ekki vera úti á almannafæri eftir kl. I 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára: Mega ekki vera á almannafæri eftir kl. \ 22:00 nema í fylgd með fullorðnum, nema \ um sé að ræða beina heimferð frá viður- | kenndri skóla-, íþrótta- eða æskulyðssam- | komu. Börn yngri en 16 ára: Er óheimil dvöl á dansleikjum eftir kl. | 20:00, öðrum en sérstökum unglinga- eða | fjölskylduskemmtunum sem haldnar eru af \ skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum þeim \ sem til þess hafa leyfi. Aidurinn er miðaður \ við fæðingarár. \ Börn og ungmenni yngri en 18 ára: Er óheimill aðgangur og dvöl á stöðum sem hafa leyfi til áfengisveitinga eftir kl. , 20:00 nema í fylgd með foreldri, öðrum for- , sjáraðila eða maka Aldurinn er miðaðurvið | fæðindardag. Foreldrar! Hluti af öryggistilfinningu I barns verður til við það að upplifa og I skynja þá vernd sem felst í aðhaldi og I reglum. Félagsmálastjórinn í ísafjarðarbæ, Kjell Hymer. \ Yfirlögregluþjónninn á ísafirði, I Önundur Jónsson.^j 2 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.