Bæjarins besta - 08.09.1999, Blaðsíða 8
Vestfirðir
Guðmundur
tilnefndur
Islensku sjávarútvegsverð-
launin, sem stofnað var til í
tengslum við Islensku sjávar-
útvegssýninguna sem lauk í
Smáranum í Kópavogi á laug-
ardag, voru afhent í fyrsta sinn
á hátíðarkvöldi á Hótel Islandi
á föstudagskvöld.
Verðlaunin voru veitt fyrir-
tækjum og einstaklingum sem
þykja hafa náð framúrskar-
andi árangri á ýmsum sviðum
sjávarútvegs. Einn Vestfirð-
ingur var tilnefndur til verð-
launa en það var Guðmundur
Einarsson skipstjóri í Bolung-
arvík, sem tilnefndur var í
flokknum „Framúrskarandi
fiskimaður“. Guðmundur
kom með 804 tonn af óslægð-
um fiski á nýliðnu fiskveiðiári
sem er mesti afli sem smá-
bátur hefur komið með að
landi á einu ári.
Vestfirðir
Páll Pálsson
kvótahæstur
Fiskistofa hefur úthlutað
aflaheimildum fyrir nýtt fisk-
veiðiársem hófst I. september
sl. Samtals gefur Fiskistofa
út 897 leyfi til veiða í atvinnu-
skyni í aflamarkskerfí en þar
af er úthlutað aflamarki á
grundvelli aflahlutdeilda til
763 skipa.
Af einstökum skipum fær
Arnar HU mestan kvóta eða
6.269 þíg. tonn, þá kemur
Sléttbakur EA með 4.358 tonn
og Baldvin Þorsteinsson EA
með 4.383 tonn.
Tvö vestfírsk skip komast
á lista yfír tuttugu kvótahæstu
skip flotans, Páll Pálsson ÍS
sem er í 7. sæti með 3.812
tonn og Orri ÍS sem fær 2.908
þorskígildistonn.
Þingeyri
r
Ibúar hafa
áhyggjur
Frjálslyndi flokkurinn stóð
fyrir almennum stjórnmála-
fundi í félagsheimilinu á Þing-
eyri fyrir stuttu þar sem hátt í
fjörutíu manns mættu.
Gestir fundarins voru al-
þingismennirnir Guðjón Am-
ar Kristjánsson og Sverrir
Hermannsson, Pétur Bjarna-
son, varaþingmaður og Mar-
grét K. Sverrisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Frjálslynda
flokksins.
A fundinum var rætt um
stjórnmálaviðhorfið með sér-
stöku tilliti til atvinnuástands-
ins á Þingeyri. „Margir tóku
til máls og lýstu viðhorfum
sínum og áhyggjum vegna
framvindu mála á Þingeyri.
Hafa Þingeyringar ýmislegt
við ráðsmennsku Byggða-
stofnunar að athuga eins og
hún hefur birst þeim að undan-
förnu," segir í frétt frá Frjáls-
lynda flokknum.
3Q Bolungarvíkur-
tfy kaupstaður
Atvinna hjá
íslenskrí miðlun
Bolungarvík
íslensk miðlun í Bolungarvík óskar eftir
fólki til starfa.
Áætlað er að hefja starfsemi um miðjan
október.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu Bolungarvíkurkaupstaðar.
Umsóknarfrestur er til 15. september nk.
Þeir sem óska eftir að gerast hluthafar í
fyrirtækinu geta fyiit út eyðublað þar um
sem liggurframmi á skrifstofu Bolungarvíkur-
kaupstaðar.
íslensk miðlun í Bolungarvík.
ÍSAFJARÐARBÆR
LEIKSKÓLAKENNARI
— Leikskólakennari eða starfsmaður
óskast á leikskólann Bakkaskjól sem
fyrst.
Um er að ræða 100% stöðu eða tvær
50% stöður.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri í
síma 456 3565.
Siggi Björns
- Einn á ferð -
Föstudagskvöld í Vagninum
á Flateyri kl. 23-03.
Laugardagskvöld í Víkurbæ
í Bolungarvík kl. 23-03.
Tónlistarskóli íscifjarðar
Austurvegi II • 400 ísafjörður • Sími 456 3926
Skólasetning
fer fram í Ísaíjarðarkirkju sunnudaginn
12. september kl. 17:00.
Ávörp, tónlistarflutningur.
Allirvelkomniren þess er sérstaklega ósk-
að að nemendur og forráðamenn mæti.
Skólastjóri.
Reynslunni ríkarí
Helgina 18.-19. september standa Iðn-
tæknistofnun og Atvinnuþróunarfélag Vest-
fjarða fyrir námskeiði sem ætlað er konum
sem áhuga hafa á atvinnurekstri og vilja
kynna sér hvaða skref þarf að stíga til að
hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd.
Námskeiðið verður haldið í Reykjanesi við
ísafjarðardjúp og erverð kr. 9.500.- (nám-
skeið, gisting og fullt fæði).
Nánari upplýsingar hjá Ernu Reynisdóttur,
Iðntæknistofnuns. 570 7100oghjáAtvinnu-
þróunarfélagi Vestfjarða sími 450 3000.
Heilbrigðisstofnunin Isafjarðarbæ
Þjónusta
heilsugæslu
Tímapantanir alla daga
íbúum er bent á að eftirleiðis skal panta
síma hjá móttökulækni í Súðavík í aðalsíma
Heilbrigðisstofnunarinnar, 450 4500. Áður
var símamóttaka eingöngu opin að morgni
hverrar læknisheimsóknar.
Nú verður hægt að hringja alla virka daga
frá kl. 08:00-16:00 ogpanta tíma. Tilgreina
þarf að um tíma í Súðavík sé að ræða.
Súðavík
Víkurbúðin
tekur við
bensíninu
Um síðustu mánaðamót tók
Víkurbúðin í Súðavík við
rekstri bensínafgreiðslunnará
staðnum sem og rekstri sölu-
skálans.
Víkurbúðin mun sjá um
sjoppuna og bensínafgreiðsl-
una auk þess sem mynd-
bandaleiga Víkurbúðarinnar
mun flytjast í söluskálann.
Fyrirhugað er að rekstur sölu-
skálans verði með þessum
hætti út september.
Jafnframt verður skoðuð
hagkvæmni þess að flytja
verslun Víkurbúðarinnar í
söluskálann. Verði af því, er
sú ráðstöfun til skamms tíma
því stefnt er að því að nýtt
húsnæði rísi fyrir verslunar-
rekstur í nýju byggðinni á
næsta ári.
Afmæli
50 ára
Þriðjudaginn 7. september
varðGuðmundurE. Kjartans-
son, Hlíðarvegi 20, ísafirði,
fimmtugur.
I tilefni þessa hafa hann og
eiginkona hans, Bryndís S.
Jónasdóttir opið hús í Odd-
fellow-salnumáísafirði föstu-
daginn 10. september frá kl.
18-21.
Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona heldur tónleika í Víkurbæ í Bolungarvík á morgun
Islenskir Ijóðasöngvar á dagskrá
Sigrún Pálmadóttir sópran- efnisskránni eru íslenskir eftir þrjá höfunda, Richard
söngkonaheldureinsöngstón- ljóðasöngvar eftir Sigvalda Strauss, Benjamin Britten og
leikaíVíkurbæíBolungarvík Kaldalóns og af erlendum Alban Berg. Þá verða flutt
annað kvöld kl. 20:30. A ljóðum má nefna næturljóð norræn Ijóð eftir Grieg og
Vesturfrakt
Sjálfstæöir
Vestfiröingar
fiytja meö okkur! 45*5
Afgreiösla á ísafiröi:
Ásgeirsgata 3 (viö hliöina á Vestra-húsinu)
Sibelius.
Sigrún Pálmadóttirerfædd
og uppalin í Bolungarvík. Hún
lauk stúdentsprófí frá Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði
vorið 1994 og var á þeim tíma
virkur þátttakandi í kórstarfi
skólans. Hún hóf tónlistarnám
við Tónlistarskóla Bolungar-
víkur og lauk þaðan 5. stigi í
píanóleik. Söngnám stundaði
hún síðan veturinn 1995-1996
við Tónlistarskólann á Akur-
eyri hjáþeim Hólmfríði Bene-
diktsdóttur söngkennara og
Daníel Þorsteinssyni píanó-
leikara en haustið 1996 hóf
hún nám við Söngskólann í
Reykjavík og var frá upphafi
nemandi Ólafar Kolbrúnar
Harðardóttur. Sigrún lauk 8.
stigi í söng vorið 1998 og
síðastliðinn vetur stundaði
hún nám við framhaldsdeild
Söngskólans og tók þaðan
burtfararpróf sl. vor.
Sigrún hefur starfað með
nemendaóperu Söngskólans
undanfarin tvö ár og m.a. tekið
þátt í uppfærslum á Töfra-
fiautunni og Leðurblökunni.
Hún hefur komið fram sem
einsöngvari við ýmis tæki-
færi. Sigrún stefnir á fram-
haldsnám í Þýskalandi í vetur.
Undirleikari Sigrúnar á tón-
leikunum er Iwona Jagla, sem
er pólskur píanóleikari sem
kennir við Söngskólann í
Reykjavík. Iwona kom til
landsins árið 1990 og hefur
starfað hjá fslensku óperunni
undanfarin ár. Aðgangseyrir
að tónleikunum er800krónur.
8
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999