Bæjarins besta - 08.09.1999, Blaðsíða 12
iNNANHÚSS SKÓRNiR
FRÁ NiKE ADiDAS OG
NiKE KOMNIR
AÐALSTRÆTI 27 SÍMI 456 3602
Brjánslækur
Skelvinnsla
hefst innan
fárra vikna
Stefnt er að því að Lómsnes
hf., sem er sameiginlegt fyrir-
tæki Háanesshf. áPatreksfirði
og Lórns hf. í Hafnarfirði hefji
skelfiskvinnslu á Brjánslæk
innan fárra vikna.
Ráðgert er að 12-15 starfs-
nrenn verði ráðnirtil fyrirtæk-
isins og að afkastageta þess
verði 180-200 tonn á ári en
heildarkostnaður við að koma
vinnslunni af stað er ráðgerð-
ur um 70-80 milljónir króna.
Engin vinnsla hefur verið í
húsnæðinu síðan í febrúar.
Vestfirðir
Orkubúið
fyrst með
löggildingu
Orkubú Vestfjarða er fyrsta
raforkufyrirtækið á fslandi,
sem kemur sér upp viður-
kenndu öryggisstjórnunar-
kerfi með eigin starfsemi og
tryggir þannig öryggi eigin
raforku virkja og rekstur þeirra
sem frekast er unnt. Raf-
magnsöryggisdeild Löggild-
ingarstofu viðurkenndi fyrir
skömmu innri öryggisstjórn-
un hjá OV eftir að faggilt skoð-
unarstofa, Rafskoðun ehf.,
hafði gert úttektir á kerfinu.
í öryggisstjórnunarkerfi OV
eru ákveðnir verkþættir skil-
greindir, svo sem skipulag,
ábyrgðarskipting, skráning
raforkuvirkja og eftirlit með
þeim og innri úttektir. Kerfíð
felur það í sér, að með varnað-
arráðstöfunum sé ævinlega
fullnægt ítrustu kröfurn um
öryggi búnaðarins og gæði
vinnunnar.
Innra gæðaeftirlit fyrirtækja
er talið árangursríkasta leiðin
til þess að tryggja öryggi og
bæta starfsemina. Með því
verða stjórnendur og starfs-
rnenn betur á verði í öryggis-
málum. Faggiltar, óháðar
skoðunarstofur á rafmagns-
sviði annast úttektir á örygg-
isstjórnunarkerfum raforku-
fyrirtækja í umboði Löggild-
ingarstofu.
Kristján G. Jóhannsson, framkvœmdastjóri Gunnvarar hf afhenti Ómari Ellertssyni skipstjóra og áhöfn Júlíusar
tertu í tilefni dagsins er skipið lagðist að bryggju á Isafirði.
Mettúr hjá Júlíusi
Geirmyndssyni ÍS
Frystitogarinn Júlíus ar hafa skilað meiri verðmæt-
Geirmundsson IS 270, kom um að landi úr einni veiði-
í heimahöfn áIsafirði á mið- ferð. Kristján G. Jóhannsson,
vikudag í síðustu viku úr framkvæmdastjóriGunnvarar
33ja daga veiðiferð með hf., færði áhöfninni af þessu
frystar afurðir að verðmæti tilefni myndarlega tertu þegar
um 103 milljónir króna. komiðvaríhöfn. GunnarAm-
Þetta er met hjá Júllanum órsson var skipstjóri fyrri
og munu fáir íslenskir togar- hluta veiðiferðarinnar en Óm-
ar Ellertsson tók við í miðjum en einnig var nokkuð af grá-
túr. lúðu, karfa, ýsu og ufsa.
Mettúrinn byijaði á Vest- Meginhlutinn af því sem
fjarðamiðum, síðan var farið skipið kom með að landi
austur fyrir land en endað út eru fryst flök. Stór hluti af
afVestfjörðum.Aflinn varall- þorskinum fer á Ameríku-
ur frystur um borð en hann markað en nokkuð á Bret-
var urn 580 tonn upp úr sjó, landsmarkað. Grálúðan og
að langmestu leyti þorskur, karfinn fara tilAusturlanda.
Vörubifreið valt á flallveginum milli Bíldudals og Tálknaflarðar
Sat klemmdur í stýrishúsi
hátt í ffjórar klukkustundir
Vörubifreið valt á fjallveg-
inum um Hálfdán milli Bíldu-
dals og Tálknafjarðar á ellefta
tímanum á laugardagsmorg-
un. Bílstjórinn sat klemmdur
í stýrihúsi bifreiðarinnar hátt
í fjórar klukkustundir áður en
tókst að losa hann um kl. 14
með sérhæfðum búnaði sem
fluttur var með þyrlu Land-
helgisgæslunnar frá Reykja-
vík ásamt tækjamönnum frá
Slökkviliði Reykjavíkur.
Lögreglunni á Patreksfirði
barst tilkynning um slysið kl.
10:30 og fóru björgunarmenn
og slökkviliðsmenn frá Pat-
reksfirði á vettvang en bún-
aður þeirra dugði ekki til og
þurfti því að kalla eftir meiri
aðstoð. Komu þrírtækjamenn
með TF-LÍF, þyrlu Landhelg-
isgæslunnar frá Reykjavík
með ýmsan búnað og lenti
þyrlan við slysstaðinn kl.
12:30.
Læknir frá Patreksfirði og
þyrlulæknir sinntu hinum
slasaða á vettvangi en það tók
björgunarmenn hátt í fjóra
tíma að losa manninn undan
vörubifreiðinni en hann var
með meðvitund allan tímann
á meðan á björgunaraðgerð-
um stóð. Maðurinn var fluttur
með þyrlunni á sjúkrahús í
Reykjavík en þangað var hann
kominn síðdegis á laugardag.
Vörubifreiðin, sem er af
stærstu gerð, skemmdist mik-
ið og er jafnvel talin ónýt eftir
veltuna. Hún var með tengi-
vagn og var í fylgd nokkurra
annarra bifreiða sem voru á
leið út að Látrurn með margs-
konar tækjabúnað fyrir muln-
ingsflokk sem þar átti að taka
til starfa í þessari viku.
Ekki er vitað um tildrög
þess að bifreiðin valt, né held-
ur hversu alvarlega slasaður
ökumaðurinn er.
Kw9**' *
W
l
m
A'SS"" ,
m,
pv ;
‘ -i
H-PRENT er söluaðili
á vörunum frá ODDA
H-PRENT
Sólgöíu 9 • ísafiröi • S: 456 4560
Virka daga
kl. 09 - 21
Laugardaga
kl. 10 - 18
Sunnudaga
kl. 12 - 18
l/ír/J
AUSTURVEGI 2 • SÍMl 456 5460
Kaupmannafiafnar
í septemfier
með Flugleiium
frá kr. 15.000,-
Samvinnuferðir
Landsýn
Söluskrifstofa • Hafnarstræti 7
ísafirði • Simi 456 5390
TILBOÐ
Prins kex 2 í pakka kr. 149,-
Heinz tómatsósa 1,3 kg/kr. 149,-
Þurrkryddaó iambaiæri kr. 978,-/kg
magnborgarar frosnir m/brauði kr. 86 i ,-/pk.
Ijörnsbinl
j 1 • 400 hotiðfáur ■ Simí 456 3670