Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.10.1999, Page 4

Bæjarins besta - 13.10.1999, Page 4
Fasteignaviðskipti Holtabrún 13, Bolungarvík 237 m2 einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Ahv. ca. 5,7 m.kr. Verð 9,5 m.kr. TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL Hafnarstræti 1 - ísafiröi Símar: 456 3940 & 456 3244 Fax: 456 4547 - Netfang: tryggvi@snerpa.is Einbýlishús/raðhús Bakkavegur39: 201 m2einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Ahv. ca. 3,8 m.kr. Verð 12,2 m.kr. Engjavegur 12: 210 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Ahv. 5,7 m.kr. Verð 9,5 ni.kr. Fagraholtl2: 156,7 mJ einbýlis- hús á einni hæð ásamt bílskúr. Skipti á minni eign á Eyrinni koma til greina. Verð 11,8 m.kr. Hjallavegur 19:242 m2 einb.hús á 2 hæðum ásamt innbyggðum bflskúr. Sér íbúð á n.h. Ymis skipti möguleg. Ahv. ca. 5 m.kr. Verð 10,5 m.kr. Hlíðarvegur 14: 170,8 m2 ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt risi. Húsið er mikið endurnýjað, ekkert áhvílandi. Verð 10,5 m.kr. Hlíðarvegur 31:130 m2 einbýlis- hús á 2 hæðum ásamt bflskúr. Húsið er nær allt uppgert að utan sem innan. Mjög gott útsýni. Verð 10,7 m.kr. Hlíðarvegur 48: 146,4 m2 ein- býlishús á þremur pöllum, mjög fallegt útsýni, garður. Öllum tilboðum svarað. Tilboð óskast Hrannargata 8a: 78,1 m2 ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt eignarlóð. Mikið uppgert. Áhv. ca. 2,8 m.kr. Verð 4,6 m.kr. Isafjarðarvegur 4: 96,4 m2 einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bflskúr. Húsið er að hluta uppgert. Áhv. ca. 1,8 m.kr. Verð 6,5 m.kr. Seljalandsvegur48: 188m2ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt bflskúr. Skipti á minni eign koma til greina. Áhv. ca. 2 m.kr. Verð 12,7 m.kr. Stakkanes 4: 144 m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bflskúr. Skipti möguleg á íbúð á Eyrinni. Áhv. ca. 3,5 m.kr. Verð 9,9 m.kr. Sunnuholt 2: 311 m2 glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum tvöföldum bflskúr. Einstaklingsíbúð á neðri hæð. Stór og vel gróinn garður. Verð 17 m.kr. Tangagata 6a: 99.7 m2 einbýlishús á tveimur hæðum. Laustfljótlega. Öll tilboð skoðuð. Áhv. ca. 1,5 m.kr. Verð 6,8 m.kr. Urðarvegur 4: 136 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt stórum bílskúr. Mikið endur- nýjað. Góð staðsetning. Öll tilboð skoðuð. Verð 9,7 m.kr. Urðarvegur 27: 190,5 m2 einb.hús á 2 hæðum ásamt bflskúr, góðum garði, svölum og sólpalli. Skipti á minni eign mögul. Verð 13,5 m.kr. 4-6 herb. íbúðir Fjarðarstræti 29a: 90,7 m2 5 herbergja íbúð á einni hæð ásamt kjallara og risi í tvíbýlishúsi. Góður garður. Ibúðin uppgerð að hluta. Tilboð óskast Hafnarstræti 6: 158 m2 6 herb. íbúð á 3ju hæð í fjölbýlf Skipti á minni eign möguleg. Áhv. 4,5 m.kr. Verð 6,8 m.kr. Hjallavegur 8: 128,5 m2 4ra herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- húsi. Laus fljótlega. Áhv. hagstæð lán ca. 2.8 m.kr. Verð 6,9 m.kr. Seljalandsvegur 67: 116,2 m2 4ra herbergjapbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Ibúðin endurnýjuð að hluta. Áhv. ca. 4,2 m.kr. Verð 7,2 m.kr. Silfurgata 11: 125,7 m2 4ra herb. íbúð_ á tveimur hæðum í fjölbýlish.íbúðin mikið uppgerð. Ahv. ca. 6,4 m.kr. Verð 7,2 Stórholt 13: 123 m2 4ra herb. íbúð á 3ju hæð í fjölbýli ásamt bflskúr. Ibúðin er mikið uppgerð. Áhv.ca. 567 þ.kr. Verð 7,9 m.kr. Túngata 12: 98.9 m2 4ra herb. íbúð á efri hæð í þríbýli. Áhv. ca. 3,7 m.kr. Verð 7,2 m.kr. 3/a herb. íbúðir Aðalstræti 15: 98.6 m2 íbúð á tveimur hæðum í fjórbýlishúsi. Húsið er nýmálað og þak er nýtt. Áhv.ca. 1.8m.kr.Verð4,5m.kr. Pólgata 6: 70 m2 íbúð á_ 1. hæð til hægri í fjölbýlishúsi. Áhv. ca. 2.3 m.kr. Verð 4,1 m.kr. Silfurgata 11: 74,1 m2 íbúð á tveimur hæðum í uppgerðu fjölb. Ibúðin er mikið uppgerð. Áhv.ca. 1,5 m.kr.Verð5,5m.kr. Sólgata 8: 80 m2 íbúð á neðri hæð í þríbýlishúsi í góðu standi Áhv. ca. 3 m.kr. Verð 5,8 m.kr. Stórholt 9: 80,9 m2 góð íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu og sameign. Áhv. ca. 2.4 m.kr. Verð5,3m.kr. Stórholt 11: 80 m2 íbúð í góðu standi á 3. hæð til hægri í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Laus strax Áhv. ca. 2,5 m.kr. Verð 5,6 m.kr. Túngata 21: 84,9 m2 íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi ásamt bflskúr. Áhv. ca. 3,7 m.kr. Verð 6,5 m.kr________________ 2ja herb. íbúðir Aðalstræti 20: 94 m2 íbúð á 4. hæð til hægri í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 1,7 m.kr. Verð 5.9 m.kr. Hlíðarvegur 27: 49,9 m2 íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Áhv. ca. 555 þús.kr. Tilboð óskast Hlíf II, Torfncsi: 50,4 m2 íbúð á2. hæð íDvalarheimili aldraðra. Áhv. ca. 3,9 m.kr. Verð6,l m.kr, Mjallargata 1: 67,9 m2 íbúð í góðu standi _ á 2. hæð í fjölbýlisihúsi. Áhv. ca. 3,6 m.kr. Verð 6,5 ni.kr. Seljalandsvegur 58: 52,1 m2 íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi ásamt helmingi tvöfalds bflskúrs. Áhv. ca. 600 þ.kr. Tilboð óskast Túngata 18: 53,4 m2 íbúð á 1. hæð í nýlega uppgerðu fjölbýlis- húsi ásamt sér geymslu. Verð 4,9 m.kr. Túngata 18: 53,4 m2 íbúð á 3ju hæð í nýlega uppgerðu fjöbýlis- húsi ásamt sér geymslu. Skoða öll tilboð. Tilboð óskast A tvinnuhúsnæði Aðalstræti 20b: 215 m2 versl- unar- og þjónustuhúsnæði í miðbænum. Tilheyrandi 166 m2 eignarlóð. Verð 16,7 m.kr. Austurvegur 1: 103,4 m2 skrifstofuhúsnæði á 3. hæð. Fallegt útsýni. Laust fljótlega. Verð 5,5 ni.kr. Mjallargata 5: 200 m2 verslunar húsnæði á neðri hæð og gistiheimili á efri hæð. Áhvfl- andi 3 m.kr. Verð 6,0 Bolungarvík Hafnargata 7: 70 m2 3ja her- bergja fbúð á n.h. í tvíbýlishúsi ásamt kjallara Tilboð óskast Holtabrún 13:237 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt bflskúr Áhv. ca. 5,7 m.kr. Verð 9,5 m.kr. Leikskólakennaranemar frá Akureyri í verknámi í ísafjarðarbæ Leikskóli er „ineira ■ 51 1 I 1 en að snýta og skeina“ Um þessar mundir eru þnr leikskólakennaranemar á þriðja og síðasta námsári við Háskólann á Akureyri í verk- nárni í leikskólum í Isafjarð- arbæ. Þessir nemar eru allir kvenkyns - að sjálfsögðu, liggur við að megi segja - enda er starf leikskólakennara eitt af hinum „dæmigerðu" kvennastörfum. Og launin samkvæmt því. Þær stöllur að norðan komu vestur í lok ágústmánaðar og starfa hér í tíu vikur, hver í sfnum leikskóla í bæjarfélag- inu. Blaðið hitti tvær af þess- um stúlkum, þær Asbjörgu Valgarðsdóttur, sem stundar verknám sitt í leikskólanum Sólborg, og Guðmundu Völu Jónasdóttur, sem starfar þess- artíu vikuráEyrarskjóli. Með þeim í spjallinu voru þær Jensína K. Jensdóttir, leik- skólastjóri á Grænagarði á Flateyri, Jóna Lind Karls- dóttir, leikskólastjóri íBakka- skjóli í Hnífsdal, og Elísabet Astvaldsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari á Sólborg á Isafirði. Þriðji neminn frá Akureyri, Erla Hrönn Sigurð- ardóttir, vinnur í Bakkaskjóli en hún var þann daginn stödd fyrir norðan. Hér vestra eins og annars staðar er sífelldur skortur á leikskólakennurum. Isafjarð- arbær mun vera fyrsta sveitar- félagið á landinu sem hefur haft samband við Háskólann á Akureyri og Kennaraháskóla íslands gagngert til þess að fá til sín leikskólakennaranema í verklegt nám. Tvisvar á námstfmanum þurfa nemarnir að vera ákveðinn tíma í verk- legu námi og í fyrra störfuðu þær þrjár sem hér eru nú í leikskólum á Akureyri. Þær Jensína, Elísabet og Jóna Lind segja, að tilgangur- inn með því að fá nemana hingað sé í rauninni tvíþættur. Annars vegar að þeir sjái að í leikskólum í hinum smærri byggðum sé verið að vinna alveg sömu störfin og þar sem þéttbýlið er mest, þannig að þetta geti verið hvatning til þeirra að koma hingað til starfa að náminu loknu. Hins vegar sé markmiðið ekki að- eins að þessir nemar kynnist leikskólunum hér, heldur ekki síður mannlífi og menningu hér vestra og hvað það er gott að eiga hér heima. Jensína: „í fyrra vorum við að velta því fyrir okkur hvern- ig við gætum náð í leikskóla- kennara til starfa hér vestra. Þá kviknaði sú hugmynd að fá bæinn til liðs við okkur til að fá hingað nema í hinn verk- lega hluta námsins. Niður- Þœr starfa á fyrsta stigi íslenska skólakerfisins og leggja grundvöllinn að framtíðinni. Fyrir fram- an: Jensína K. Jensdóttir og Jóna Lind Karlsdóttir. Fyrir aftan: Elísabet Ást- valdsdóttir, Guðmunda Vala Jónasdóttir og Ás- björg Valgarðsdóttir. staðan varð sú, að ísafjarðar- bær leggur til íbúð fyrir nem- ana en þeim er síðan deilt á leikskólana í bæjarfélaginu. I fyrrakomu hingað fjórir nem- ar frá KHI, sem allir voru á síðasta námsári. Það gekk mjög vel - svo vel, að tveir þeirra hafa nú ráðið sig til starfa í leikskólum hér. Upp- skeran var því fimmtíu prós- ent, ef svo má segja. Þetta hefði ekki orðið nema ekki „lokkaðir" hingað á neinn hátt, heldur komu þeir af því að þeir vildu það sjálfir." Og þær Ásbjörg og Guð- munda Vala þvertaka fyrir að það sé einhver þungbær skylda eða útlegð að vera hér fyrir vestan í starfsnáminu. „Það er fínt að vera hérna“, segja þær. „Við fengum alveg að ráða hvort við færum hing- að eða ekki. Okkur var boðið hingað og við ákváðum að þiggja það. Við hefðum alveg eins getað verið á Akureyri og allir hinir nemarnir eru að vinna í leikskólum þar.“ Þær segja að aðstaðan í leik- skólunum hér sé nokkuð svip- uð og fyrir norðan, en þó séu þar nokkur atriði framar... - Eins og... „Bæði fyrir norðan og í þétt- býlinu fyrir sunnan eru fleiri leikskólakennarar í hlutfalli við barnafjölda og þess vegna er hægt að vinna fjölbreyttari störf í skólunum.“ Einnig er þar meira „batten“ í kringum leikskólana og fleiri sér- greindir og sérhæfðir starfs- menn á vegum bæjar- og borg- aryfirvalda sem koma að mál- efnum þeirra, svo sem sál- fræðingar, talmeinafræðingar o.s.frv. Hér mætti ef til vill varpa fram spurningunni sem stund- um heyrist: Hvers vegna í ósköpunum þarf að stunda háskólanám til að „passa börn“? Getur ekki hver sem er snýtt krökkum og skipt á þeim án þess að læra það í háskóla í nokkur ár? En þeir sem kynna sér starfið í leik- skólum, þar sem tugir og hundruð barna koma og fara á hverjum degi og allt gengur vel og skipulega, þeir skilja það fljótlega. Það er fleira gert í leikskólum en að skeina krakka og þurrka tár. Sjálft nafnið leikskóli segir nokkuð um það. Leikskóli er fyrst og fremst skóli og í skóla er unnið að menntunarstörfum og stundað nám. Á þessu skóla- stigi er leikurinn sjálfur mikil- vægt kennslutæki. Leikurinn og námið eru tvinnuð saman. - Leikskólinn er eitthvað meira en bara geymslupláss fyrir krakkana meðan pabbi og mamma eru að vinna... „Já, þar er fleira gert en að snýta og skeina!" Leikskólinn á íslandi hefur á undanförnum árum verið í miklu meiri framför en önnur skólastig og er það enn. Til skamms tíma má segja að grunnskólinn og áður það sem kallað var barnaskóli hafi ver- ið fyrsta skólastigið í íslenska menntakerfinu. Nú gegnir leikskólinn því hlutverki. Nú hafa börnin þess vegna öðlast miklu meiri kunnáttu og færni á mörgum sviðum þegar þau byrja í grunnskóla en áður var, h vort heldur varðar málþroska eða stærðfræðitilfinningu og sitthvað annað, og jafnframt öðlast þau margvíslegan fé- lagsþroska. Rannsóknir sýna að böm sem hafa gengið í góðan leikskóla hafa að jafn- aði öðlast margvíslega líf- sleikni umfram þau sem hafa ekki gert það og eru þar með betur undir það búin að takast á við lífið. En þjónustuhlut- verkið, aðhlynning og umönn- un barnanna bæði til líkama og sálar, skiptir líka verulegu máli - að gefa þeim að borða og sinna um þau þegar þau fara að gráta og þar fram eftir götunum. Og svo er eitt enn og ekki veigaminnst: Leik- skólarnir eiga sinn þátt í því að jafna uppeldisskilyrði barna. Þegar þær Guðmunda Vala og Ásbjörg eru spurðar hvor þær verði ekki búnar að fá miklu meira en nóg af argandi krökkum þegar náminu lýkur, svarar hin síðarnefnda um- svifalaust: „Nei! Eg var búin að vinna í sex ár í leikskóla áður.“ Og Guðmunda bætir um betur: „Ég átti að baki sjö ára starf í leikskóla. Þannig að við vitum alveg hvað við erum að gera.“ Þeim ber öllum fimm sam- an um að launakjör leikskóla- kennara séu „hræðileg" og finnst Iítill skilningur hjá yfir- völdum ástarfi þeirra.Afhálfu yfirvalda sé fyrst og fremst litið á leikskóla sem þjónustu- stofnun fyrir útivinnandi for- eldra (þ.e. geymslustað) en miklusíðursem menntastofn- un og eðlilegan hluta af skóla- kerfinu. Þó að slíkt sé ef til vill ekki sagt berum orðum, þá sé það svo í raun. Leikskólakennaranemarnir að norðan láta afar vel af dvölinni í ísafjarðarbæ og fagna því framtaki að gefa þeim kost á að koma hingað í starfsnám. 4 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.