Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.10.1999, Qupperneq 5

Bæjarins besta - 13.10.1999, Qupperneq 5
At-konur í sóknarhug Námskeið í verð- bréfaviðskiptum - tilgangurinn að opna konum dyr tjármálaheimsins Námskeið í verðbréfavið- skiptum, ætlað konum, verður haldið í Landsbank- anum á Isafírði að kvöldi annars föstudags, 22. októ- ber kl. 19.30. Frumkvæðið að þessu framtaki er komið frá samtökum At-kvenna á Vestfjörðum og mun þetta vera í fyrsta skiptið sem sér- stakt kvennanámskeið á þessu sviði er haldið hér- lendis. Námskeiðið verður í sal Landsbankans á Isa- firði og leiðbeinandi verður Árni S. Pétursson frá Landsbréfum hf. Hann mun leiða þátttakendur inn í verðbréfaviðskipti á Vefn- um, kynna þeim íslenska verðbréfamarkaðinn svo og erlenda markaði og ekki síst kenna hvemig hægt er að byrja að fikra sig inn í þessa veröld sem má flestum framar teljast heimur karla. í tengslum við ráðstefn- una Konurog lýðræði vinna vestfirskarAt-konurað sér- stökum verkefnum, annars vegar um konur og viðskipti og hins vegar konur og upp- lýsingatækni. At-konur segja að fjármálaheimurinn sé að heita má lokaður kon- um. Þær segjast ekki eiga við að konur sem sækja um- rætt námskeið þurfi endi- lega að stökkva beint inn á verðbréfamarkaðinn í Wall Street, heldur sé verið að opna þeim dyr inn í þennan heim. Ef kona eigi t.d. tíu- þúsundkall sem hún vill gera eitthvað við, þá verði hún fær um að gera það á þessum vettvangi. „Á hverj- um degi eru í blöðum og sjónvarpi fréttir af verð- bréfaviðskiptum og gengi hlutabréfa og okkur finnst eðlilegt að konur geti skilið þessar fréttir rétt eins og karlarnir. Við viljum stuðla að því að konur geti stundað verðbréfaviðskipti eins og hver annar og fylgst með því sem er að gerast í fjár- málaheiminum. Námskeið- ið er sérstaklega fyrir konur, vegna þess að af einhverj- um ástæðum hafa þær miklu síður en karlmenn lagt stund á bæði verðbréfa- viðskipti og tölvutækni. Þá eigum við ekki við rit- vinnslu og þess háttar, held- ur nýtingu hinnar nýju upp- lýsingatækni, veraldarvef- inn og það sem hann hefur að bjóða." Skráning á nám- skeiðið er í Landsbankan- um á Isafirði og má geta þess, að auk fræðslunnar verður boðið upp á veiting- ar. At-konur eru sjálfseign- arstofnun, sem konur á Vestfjörðum settu á lagg- irnar. Tilgangur hennar er að efla og hlúa að atvinnu- sköpun og menntun kvenna á svæðinu. Markmið At- kvenna er að styrkja vest- firskar konur til áhrifa í samfélaginu og þátttöku í atvinnulífinu með fjöl- breyttari atvinnutækifæri í huga. At-konur eru einn af stærstu hluthöfum í At- vinnuþróunarfélagi Vest- fjarða hf„ en félagið var stofnað að frumvæði þeirra. I stjórn At-kvenna eru sex konur, þær Anna Lóa Guð- mundsdóttir, formaður, Guðrún Stella Gissurar- dóttir, sem jafnframt er stjórnarmaður í Atvinnu- þróunarfélagi Vestfjarða fyrir hönd hópsins, Sigur- borg Þorkelsdóttir, Magda- lena Sigurðardóttir, Sigríð- ur Magnúsdóttir og Ingi- björg Sigfúsdóttir. At-kon- ur áttu fulltrúa á ráðstefn- unni Konur og lýðræði um síðustu helgi og sótti Guð- rún Stella ráðstefnuna fyrir þeirra hönd. I byrjun þessa áratugar komu saman nokkrarkonur á Vestfjörðum til að ræða bágar atvinnuhorfur kvenna á svæðinu og geng- ustíoktóber 1991 fyrirráð- stefnu á Isafirði um at- vinnumál kvenna. Efnt var til tveggja ára átaksverk- efnis í þessu efni og var ráðinn sérstakur verkefnis- stjóri. Þetta átak var nefnt Snerpa og þótti við hæfi að gefa því nafn sem algengt er að forystuær beri. Þegar verkefninu lauk höfðu nokkrar konur sett á lagg- irnar smáfyrirtæki og all- margir handverkshópar orðið til. En ekki síst hafði verið sáð fræjum bjartsýni og trúar á ný tækifæri kvenna. Eigum laus pláss á vorönn 2000. TT y . y » , | . Husstjornarskohnn Hallormsstað Qó'ður undandari í fatahönnun, matreiðslu nám eða eitt sér. Allar frekari upplýsingar og skráning á skrifstofu skólans í síma 4711761, Sigríður Lmdmmí Maiids hf. et dtt t þfémmmfyfitmM fáMdtÍm Isámiitpjml <f markaði þar mn stMugét mýuttjfdt- em ag vá&i ÆtráMmái á komdodi árvm, Ltm/issfmitm itírasi »ií að veMu tmá mtágatega ffapxtíp/týifúmBtH smt v&r 'ee. é hmrfm. <úntti ttg nskmr eiM jMIkmmmiit jffómMftitikvrfí heimsám. ÞJÓNUSTUFULLTRÚAR ÍSAFIRÐI landssími Íslswfe M. éslcar ifllr aðrálátvi| Sla if ng.fciiiR f ðd%. étnSiL itói, AnoaniHéi 1 afpri&áj á «| fidteidáöiai Sinans( ait wnarrar mievk^vMu úg fi Waidi vmémn. Vtö tofent. il Ai|ep «JW, rem lieftir llaöbeo to!m)?8ter»í! [i]dnttft]lirKl tiifni í Riarrt e»ni sanötrfum, Reynstó af. ttwtiSítistöffcm ísanl ipðíi §\mnmmmrn m töbuþa^flau er aafctei- í ísös m weltúfitl og atagauerfl wstóii ag enáirmainbjn f starfi hjá framsækíÉ ffiiMí &l6rl tigítta jatfré tatarti ím kgHum. tonarí ý&ri'Æswar veítlr Sigiltar Öiafséiaif iiá RáflprS ht i ö'ma. 4$14«o. ^nsarrtegsst im<M urssskm I RáSprfe M f;# 25. aktöber nUk, mertdar „nitds$lmínsi * þjéituslBfallrtot krtttir LANDtSfHI ftiANDSHF Þorsteinn Jóhannesson, formaður læknaráðs FSÍ/HSÍ Að gefiiu tilefhi - varðar bréf Kristínar Jónsdóttur í BB 29.09.1999 undir heitinu „Nokkur síðbúin orð” Ritstjóri Bæjarins besta á Isafirði, bt. Sigurjóns J. Sig- urðssonar, Sólgötu 9,400 ísa- firði. Vegna ofannefndrar greinar biður læknaráð FSÍ / HSÍ þig um að birta eftirfarandi álykt- un sem samþykkt var á fundi í ráðinu þann 8. október 1999: „Læknaráð harmar að til slíkra skrifa komi á opinber- um vettvangi. Eðli málsins samkvæmt þá getur læknir, sem bundinn er þagnareiði, ekki tekið þátt í skoðanaskipt- um í fjölmiðlum um vandamál eða sjúkdóma einstaklings. Slík skrif sem áður er vitnað til geta því aldrei gefið rétta mynd af því sem málið snýst um, þar sem upplýsingar eru aðeins frá einu sjónarhorni. Ef einstaklingar eru óá- nægðir með samskipti sín við lækni og / eða sjúkrahús / heilsugæslu, þá er eðlilegast að þeir leiti til yfirlæknis við- komandi stofnunar eða snúi sér beint með athugasemdir eða kvartanir til landlæknis.” Meðfyrirfram þökkfyrirbirt- inguna. Þorsteinn Jóhannesson, formaður lœknaráðs. ísafjörður Púttvölhir a Torfnesi Systkinin Margrét Jónsdótt- ir og Vignir Jónsson hafa boð- ið fram fjármagn til að koma upp púttvelli á svæðinu frá sjúkrahúsinu að leikskólanum á Torfnesi. Þetta kemur fram í bréfi frá Golfklúbbi Isafjarðar til bæj- aryfirvalda í Isafjarðarbæ. I bréfinu óskar klúbburinn eftir leyfi til að hefja framkvæmdir sem og eftir aðstoða bæjarins við uppbygginguna með því að leggja fram gröfu við frá- gang malarefnis og starfsfólk við útlitsfrágang og snyrtingu svæðisins á vori komanda. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti framkvæmdina að feng- inni samþykkt umhverfis- nefndar. í svari bæjarráðs kemur einnig fram að ekki sé gert ráð fyrir meiri fjárfram- lögum til Golfklúbbs Isafjarð- ar í ár. Verður því væntanlega ekkert af stuðningi bæjarins við verkið. ísaflörður vai byggja reiðhöll Össur R Össurarson pípu- lagningameistari á Isafirði hefur sent bæjaryfirvöldum í Isafjarðarbæ bréf þar sem ósk- að er eftir lóð undir reiðhöll. Fram kemur í bréfi Össurar að efst á óskalistanum sé að fá að byggja höllina í Tungu- dal en aðrir staðir komi einnig til greina. Erindinu var vísað til um- hverfisnefnar til umsagnar. ísaflarðarbær Bæjarráð frestar fram- kvæmdum Meirihluti bæjarráðs Isa- fjarðarbæjar hefur samþykkt að fresta framkvæmdum upp á fimm milljónir króna á þessu fjárhagsári vegna erfiðar fjár- hagsstöðu sveitarfélagsins. Samþykkt var að fresta end- urbótum á slökkvistöðinni á Suðureyri en áætlaður kostn- aður við þær framkvæmdir var um ein milljón, þá var ákveðið að fresta framkvæmdum við göngustíg við Pollgötu fyrir um 1,2 milljónir og fram- kvæmdum við götulýsingu við Ásgeirsgötu og Miðtúns- brekku en kostnaður við það verk var áætlaður 2,8 milljónir króna. Bæjarráð fól einnig bæjar- stjóra að fara yfir verksamn- inga og ræða við verktaka um frestun framkvæmda og / eða lengingu á framkvæmdatíma. Bæjarstóri hefur þegar óskað eftirþví við sviðsstjórabæjar- félagsins að þeir dragi úr inn- kaupum og hætti við þau, þar sem þvf verður við komið. MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 5

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.