Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.10.1999, Page 7

Bæjarins besta - 13.10.1999, Page 7
érkeimiii okkar ungarvík og Bolvíkinga, ábyrgð og áhættu og lífíð og tilveruna yfírleitt voru mjög blendnar tilfinning- ar hjá mér að fara í Samkaup í Bolungarvík að versla. Það hefði átt að byrja miklu fyrr að opna umræðuna um versl- un í Bolungarvík. Þessi búð er ekki stór og hún þolir nátt- úrlega ekki marga mánuði þar sem fólk kemur bara í mánu- dagsinnkaupin. Fólk fór inn á Isafjörð og gerði sér dagamun og gerði sín innkaup fyrir helgina en keypti svo brauð og mjólk í búðinni hérna eftir helgi. Þetta þolir engin versl- un. Auðvitað vona ég að hér verði áfram verslunarrekstur, en ég verð að segja, að mér er alls ekki sama að nú skuli aðilar hafa tekið við þessum rekstri sem hafa aldrei borgað skatta og skyldur í okkar bæ. Það er ég ósátt við. En ég vona samt að hér verði áfram verslun. Mér finnst lfklegt að Benni hafi einfaldlega verið kominn í þá pattstöðu að hann hafi ekki átt aðra möguleika. Eg vona að þessi lausn sé far- sæl fyrir hann. Ég vona líka, að þetta verði fólki lexía. Ef Bolvíkingar hefðu almennt stutt þessa verslun og haldið áfram að skipta við hana, þá hefði þetta ekki komið til. Það er mjög fallvalt að vera at- vinnurekandi á svona stað. Þess vegna er svo mikilvægt að fólkið hér standi saman og hafi skilning á því að við þurf- um hvert á öðru að halda. Það á við í öllu - í skólastarfi og uppeldinu á bömunum okkar, í atvinnurekstrinum, sjávarút- vegi og öðru. Það á að leggja niður þann sið, að þegar ein- hverjum gengur vel, þá sé farið að naga í bakið á honum. Það er mikilvægt að leggja niður neikvæðnina.“ Hlýja í samskiptum „Mér þótti mjög vænt um það, þegar Oddur Albertsson skólastjóri, sem kom hingað í heimsókn á Dag skólanna, spurði mig: Er þetta alltaf svona hérna? Hvað? spurði ég á móti. Þessi hlýja í sam- skiptum, þessi væntumþykja, svaraði hann. Ég spurði nánar hvað hann ætti við. Þá nefndi hann að við pallborðsumræð- urnar á málþinginu, þegar fólk var á öndverðum meiði um hlutina og var að beina spurn- ingum til bæjarstjórans t.d. varðandi peningamál og ann- að, þá hefði verið svo mikill kærleikur í samskiptunum. Þetta fannst mér mjög vænt um að heyra. Ég vona að fólk haldi áfram að leyfa sér að vera manneskjur og átti sig á því að við þurfum svo nauð- synlega hvert á öðru að halda. Það er ekkert hættulegt í dag að segja við náunga sinn: Mér þykir vænt um þig, eða: Þú stendur þig vel. Það má ekki allt verða stál í stál eins og er orðið svo algengt í samfélag- inu. Þjóðfélagið er orðið flók- ið og kröfumar eru miklar, eins og við sjáum best í þensl- unni á höfuðborgarsvæðinu. Það virðist vera orðið minna mál en áður var að taka fólk eins og dauða hluti og henda því til og frá. I þessu sambandi verð ég að nefna, að það er verið að opna hér í Bolungar- vík nýtt fyrirtæki, íslenska miðlun, og þar hafa menn greinilega allt önnur viðhorf aðleiðarljósi. Þeirmetamann- eskjuna og leggja mikið upp úr því að vinnuumhverfið sé gott og vel fari um fólkið - og þeir ráða fólk jafnvel þó að það sé komið undir sjötugt. Þetta finnst mér stórmerkilegt í ljósi breyttra tíma á Islandi. Það hefur færst mjög í vöxt, að starfsreynsla og lífsreynsla sé einskis metin. Ég vil þakka þessu fyrirtæki fyrir að meta fólk eftir því hvað það er, en ekki eftir aldri eða prófi eða einhverjum öðrum dauðum stöðlum.“ Pálmi Gestsson og skilnaðurinn - Nú áttu hjónaskilnað að baki, eins og svo margir. Viltu segja eitthvað frá þeirri reyn- slu? „Ég er ekkert viðkvæm fyrir því ef þig langar til að spyrja." Eins og allir hér vita, þá er Bolvíkingurinn Pálmi Gests- son leikari fyrrverandi eigin- maður Soffiu Vagnsdóttur. Þau eiga saman tvö börn en síðan eiga þau Roland og Soffía þrjá syni. „Við Pálmi skildum fyrir eitthvað um þrettán-fjórtán ár- um. Við skildum endanlega fyrir kannski tólf árum. Við vorum lengi að skilja!“ - Gott samband? „Já, sambandið er mjög fínt. Það er mjög vont að skilja. Það er óskaplega erfitt að skilja. Kannski var það sér- staklega erfitt fyrir okkur, vegna þess að við erum bæði héðan og áttum hvað það snerti svo margt sameiginlegt. Pálmi er mikill listamaður. Hann er að gera frábæra hluti, sérstaklega núna, finnst mér. Hann hefur tekið sjálfan sig mikið í gegn, endurskoðað sitt líf, og það skilar sér auðvitað bæði í leik og starfi. Við höfum mikið samband, bæði vegna þess að við berum mikla virð- ingu fyrir störfum hvors ann- ars og ekki síður vegna þess að við reynum að hlúa að börnunum okkar í sameiningu eins og við getum. En hluti af því að þetta gengur vel er auð- vitað maðurinn minn í dag, hann Roland. Hann er alveg einstakur og hefur aldrei látið það trufla að Pálmi er fyrrver- andi eiginmaður minn. Það er auðvitað erfitt fyrir útlending eins og Roland að koma hing- að til Islands og detta inn í fjölskyldu sem er ofvirk og rekast auk þess á fyrrverandi eiginmann sem er þekkt and- lit. Hann á mjög stóran þátt í því að þessi samskipti ganga vel og hefur aldrei truflað þau. Hann hefur bakað afmælis- vöfflur fyrir Pálma á heimili okkar.“ Reiðin er spjot... „Ég er ekki endilega að segja að skilnaður sé alltaf nein lausn, en þegar fólk stendur frammi fyrir skilnaði, þá verður það líka að reyna að horfa fram á veginn og sjá hverjar afleiðingarnar muni verða. Það verður að reyna að fyrirgefa, það verður að reyna að ýta reiðinni frá. Reiðin gerir manni sjálfum illt. Reiðin er spjót sem beinist fyrst og fremst að manni sjálfum. Ef reiði situr í fólki eftir skilnað, þábitnarhún líkaábörnunum. Við Pálmi eigum tvö börn saman og við höfum hreinlega ekkert leyfi til að láta þá ákvörðun okkar að skilja hafa áhrif á líf barnanna okkar. Auð vitað gerir hún það að ein- hverju leyti. En ég þekki ýmis dæmi um skilnaði þar sem fólk getur ekki talað saman og ekki náð samkomulagi um nokkurn skapaðan hlut og gerir allt sem það getur hinum aðilanum til miska. Mæður koma í veg fyrir að feðurnir hitti bömin sín. Það er ekki hægt að halda sameiginlegar afmælisveislur eða ferming- arveislur. Ég spyr bara: Hverju skilar þetta? Hverju skilar þetta öðru en vansælum ein- staklingum? Auðvitað get ég ekki dæmt fyrir aðra, en mér finnst það mikil gæfa, að þrátt fyrir mjög erfiðan skilnað skulum við Pálmi vera miklir vinir í dag. Það er okkur báð- um mikils virði. Við höfum bæði áhuga á því sem hitt er að fást við. Ég er mikil áhuga- manneskja um leikhús og hann hefur mikla þörf fyrir að fá að vita hvað mér finnst um það sem hann er að gera. Hann hefur líka mikla þörf fyrir að tengjast hingað á æskustöðv- arnar. Hann kom hingað vest- ur í sumar með sína nýju fjölskyldu og það var eigin- lega í fyrsta skiptið í mörg ár sem mér fannst að hann væri alveg tilbúinn að koma vestur án þess að honum fyndist hann vera að missa af ein- hverju í Reykjavík.“ Hollandsárin Þegar Sossa og Roland voru í Hollandi bjuggu þau í Al- melo, heimabæ Rolands. „Þetta er eins konar lítil Bolungarvík á þeirra vísu en á stærð við Reykjavík. Ég ætl- aði mér upphaflega að stunda nám í Hollandi og var komin í listaskóla í Utrecht, nokkurs konar „fame“-skóla þar sem var lögð áhersla bæði á tónlist og leiklist. Ég fór ófnsk út, eignaðist barnið og fór svo í skólann árið eftir, en þá var ég komin með annað barn undir belti, þannig að ekki varð meira úr náminu.Tíminn úti fór í að eignast börn og læra málið og kynnast hinni nýju fjölskyldu minni þar. Þetta var lærdómsríkur tími og erfiður. Þó að Hollendingar og íslendingar virðist vera lík- ir, þá er margt ólíkt með þess- um jtjóðum. Eftir á að hyggja var þetta erfiður tími fyrir mig. Ekki síst vegna þess að þetta var líka eftir slysið hérna í Djúpinu þegarpabbi dó, þann- ig að ég var svo mikið með hugann hérna heima. Ég náði ekki að festa rætur eða finna mér einhvern tilgang. Á hinn bóginn var skemmtilegt að kynnast landinu og vissulega þekki ég manninn minn miklu betur eftir að hafa verið þama. I tveggja þjóða hjónabandi verður hvor aðilinn hreinlega að læra tungumál hins. Fólk nær aldrei að skilja hvort ann- að án þess að tala móðurmál beggja.“ Hollensk-íslenska vinafélagið I þjóðskránni eru sjö nöfn skráð til heimilis að Þjóðólfs- vegi 9 í Bolungarvík. Auk þeirra Soffíu og Rolands og fjögurra barna þeirra er þar einnig Hollensk-íslenska vinafélagið með sína kenni- tölu. Hverju ætli það sæti? „Roland situr þar í stjórn. Fyrir nokkrum árum var yfir- maður hollenska hersins við störf á Keflavíkurflugvelli. Ásamt hollenskri konu í Reykjavík endurvakti hann þetta félag, sem hafði verið starfandi einhverjum árum fyrr. Síðustu árin hefur þetta verið mjög virkt og skemmti- legt félag og staðið fyrir ýmsum uppákomum af holl- enskum toga og með þarlend- um siðurn. Allir Hollendingar syðra hittast og halda upp á Sinterklas og Drottningardag- inn. Einu sinni var pantaður hollenskur matur og holl- ensku hermennirniráflugvell- inum sáu um að flytja hann til íslands." - Þannig að höfuðstöðvar félags þessa eru ekki í Bol- ungarvík, eins og ætla mætti þegar litið er í þjóðskrána... Persónulegt samband við brottflutta Bolvíkinga „Nei. Reyndar hefði ég ekk- ert á móti því að svo væri, enda gæti það alveg eins átt heima hér í Bolungarvík, rétt eins og svo margt annað. í ljósi samskiptatækni nútím- ans er hreint ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki af hinu ólíkasta tagi geti haft aðstöðu og aðsetur og starfsemi hér. Mér finnst við vera léleg í því að fá fyrirtæki hingað. Það er alltaf verið að tala um að það þurfi að fjölga hér fólki. Mér finnst að það ætti að senda öllum brottfluttum Bolvíking- um t.d. á aldrinum 20-40 ára persónulegt bréf, þar sem þeir eru spurðir: Hvað ert þú að gera? Hvemig er þínurn mál- um háttað? Ert þú hugsanlega með starfsemi sem þú gætir flutt hingað heim? Markaðs- lögmálin ráða afar miklu í dag og við verðum að markaðs- setja okkur betur. Við verðum að benda á kosti þess að búa hér með börn. Hér höfum við heilsugæslu, íþróttahús og sundlaug og tónlistarskóla, svo aðeins fáein dæmi séu tekin, og hér höfum við nátt- úruna við bæjardyrnar - við höfum allt hérna sem við þurf- um til daglegs lífs. Hvers vegna höfum við ekki fleiri fyrirtæki eins og þau sem eru rekin í einu eða tveimur her- bergjum í Reykjavík með einni eða tveimur tölvum? Mér finnst við standa okkur illa að sækja okkur þetta fólk sem er með einyrkjabúskap af þessu tagi. Það getur þurft smávegis hvatningu til að taka sig upp og koma vestur. Það getur ráðið úrslitum ef við sýnum þessu fólki áhuga, prívat og persónulega, eins og vart.d. gert í mínu tilfelli þegar ég fékk símtal heim til mín, þegar bæjarstjórinn hér og aðstoðarskólastjórinn hringdu til okkar og spurðu hvort við værum tilbúin að fiytja vestur. Ég veit um fjölskyldur sem eru nýfluttar hingað, vegna þess að fólkið var meðhöndlað einmitt með þessum hætti og hvatt persónulega til að koma. Það þarf ekki að vera neitt lögmál að hér bíði einhver gullin atvinna. Af hverju getur fólk ekki búið sér til atvinnu- tækifæri sjálft? Ég sé ekkert því lil fyrirstöðu að hin skap- andi hugsun sé notuð á þann hátt. Síðan kemur til kasta bæjarins að veita aðstoð, jafn- vel með húsnæði, jafnvel í formi einhvers afsláttar á húsaleigu. Oft er þó móralski stuðningurinn mikilvægast- ur.“ Að finna nýjar hugmyndir „Sparisjóður Bolungarvík- ur er afar mikilvægur hlekkur í samfélaginu hér. Hann hefur verið og á að standa sig vel gagnvart fólki sem vill reyna hér nýjan atvinnurekstur, ekki eingöngu í sjávarútvegi. Það kemur fram í kynningu á reikningum hans á hverju ári að hann er einn af stöndugustu sparisjóðum landsins. Mér finnst það blátt áfram skylda hans, ekki síður en okkar hinna, ef hann er vel rekinn og hefur nóga peni nga, að taka þáttíuppbyggingunni oghlúa að nýrri atvinnustarfsemi í MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 7

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.