Víðförli - 01.02.2002, Blaðsíða 1
VIÐFORLI
FRÉTTABRÉF BISKUPSSTOFU 2I.ÁRG. I.TBL. FEBRÚAR 2002
Meðal efnis:
Kertaljósið og tölvuskjárinn ............. I
Breytt ásýnd kirkjuvefsins ................ 2
Kirkjan og aðgengi fatlaðra............... 3
Hugleiðingar um fermingarfræðslu .......... 4
Hugleiðing um Harry Potter................ 5
Ný kirkja íTálknafirði .................... 6
Pistill úr Eyjafjarðarprófastsdæmi ........ 7
Hverjum er verið að hjálpa? ............... 7
Skrifað frá Skálholti ..................... 8
Samkirkjumál í nýjum farvegi............... 9
Bækur frá Skálholtsútgáfunni...............10
Adranalín gegn rasisma.....................12
Útgefandi: Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar,
Laugavegi 31, 101 Reykjavík
Ritstjóri og ábm.: Edda Möller, sími 552-1090,
netfang frettir@kirkjan.is
Umbrot og prófarkalestur: Skerpla ehf.
Prentun: Gutenberg ehf.
www.kirkjan.is
Kertaljósið og tölvuskjárinn
í einu stiftanna í Svíþjóð hefur markvisst verið unnið að því að koma til
móts við þá sem vinna um helgar með því að hafa messur í miðri viku,
gjarnan síðdegis. Þessar messur eru með nokkuð öðru sniði en hefðbundnar
helgidagamessur. Meira er lagt upp úr kyrrð og ró og að þeir sem koma
hreyfi sig um kirkjuna. Fólk stendur upp og tendrar ljós í kirkjunni ef að-
stæður leyfa, margir eru virkjaðir í lestri og bænagjörð og söng.
I sama stifti hafa jafnffamt verið teknar upp pílagrímagöngur, einkum á
sumrin. Þetta eru stuttar eða langar ferðir, innanlands og utan, þar sem
heillandi veröld náttúru, sögu og kristinnar íhugunar eru fléttuð saman.
Þetta sama stifti leggur líka mikið upp úr virkri þátttöku í umræðu dagsins,
einkum í fjölmiðlum.
Segja má að þessi stefna hafi að leiðarljósi að ná til þeirra sem annars
láta sig litlu varða kirkjuna og kristna trú. Sumir vilja kalla slíka viðleitni
að lækka þröskuldinn, koma með nýja sýn að kirkjunni, ryðja nýjar leiðir
til að ná fram með boðskapinn góða.
Margt þessu líkt er að gerast hér á landi í okkar litlu kirkju. Eitt dæmið
er kirkjuvefurinn (www.kirkjan.is) sem opnaði á dögunum í mikið endur-
bættri mynd. Hlutverk hans sem miðils er fyrst og fremst að vísa okkur
veginn inn í samfélag trúar og tilbeiðslu, en um leið gegnir hann mikih
vægu hlutverki gagnasafns eða upplýsingabanka og umræðutorgs.
Hér er ný tækni nýtt í þágu kirkju og kristni og veraldarvefurinn gerður
að frétta' og umræðutorgi hins kirkjulega starfs. Um leið er hann vett-
vangur fyrir boðun kirkjunnar. Vefurinn er aðgengilegur og opinn nánast
öllum þeim sem aðgang hafa að tölvum. Nútímafjölmiðill er nýttur til að