Víðförli - 01.02.2002, Side 3

Víðförli - 01.02.2002, Side 3
FEBRÚAR 2002 VÍÐFÖRLI 3 Endurbættur vefur þjóðkirkjunnar á internetinu kirkjunnar, sóknir og prestaköll sem nýtast mun fyrir kirkjuvefinn, Brauðamatið og Arbók kirkjunnar, svo fátt eitt sé nefnt. Sá gagnagrunnur mun bæta aðgengi að þess- um upplýsingum og vonandi verða til þess að þær séu ávallt uppfærðar og réttar. Útlit vefsins Við hönnun á útliti vefsins var mörkuð sú stefna að hann skyldi prýddur íslenskri kirkjulist. Þar með gefst tækifæri til að benda á fjársjóðina sem prýða margar íslenskar kirkjur og til að draga fram í dagsljósið ýmislegt sem er fáum kunnugt. Á föstunni varð fyrir valinu verk eftir Leif Breiðfjörð, nánar tiltekið myndhlutar úr glugganum á vesturgafli Hallgríms- kirkju. Litanotkun á forsíðu vefsins mun annars fylgja kirkju- árinu. Kirkjuvefurinn er því fjólublár um þessar mundir. Næstu skref Á næstu vikum verður opnaður nýr vefur sem er sérstak- lega ætlaður starfsfólki kirkjunnar. Við höfum kosið að kalla hann kirkjustarfsvef. Þessi vefur er í stöðugri þróun, hægt er að skoða hann á www.kirkjan.is/kirkjustarf. Ábendingar eru vel þegnar, sendist á vefstjori@kirkjan.is. Kirkjustarfsvefurinn hefur tvíþætt markmið: Annars vegar er hann nokkurs konar sarpur fyrir hagnýtt efni sem getur nýst vel í starfinu; hins vegar er hann samskiptavett- vangur sem allir sem vinna á ákveðnum sviðum innan kirkjunnar (barnastarf, fullorðinsfræðsla, helgihald, sáL Forsíða vefs Biskupsstofu. gæsla o.s.frv.) geta nýtt sér. Ein leiðin til að eiga þessi sam- skipti er í gegnum svokallaða korka, það er umræðutorg sem nota má til að skiptast á skoðunum. Eins og áður var minnst á verður trúmálavefurinn opn- aður í vor og við munum kynna hann betur er nær dregur. Arni Svanur Daníelsson, vefstjóri kirkjan.is Kirkjan og aðgengi fatlaðra Kirkjan og aðgengi fatlaðra nefndist erindi Arnþórs Helga- sonar sem flutt var á málstofu á kirkjudögum á Jónsmessu 24. júní 2001. Erindið er birt í fréttabréfi Öryrkjabandalags Islands, 2. tbl. 2001. Þar hvetur hann til þess að allt efni sem kirkjan gefur út verði tiltækt á tölvutæku formi. Það verði einnig lesið inn á heppilega miðla svo að þeir sem eru ólæsir á prentað mál geti notið þess sem hljóðbókar. Nú er komin fram ný tækni til að hljóðrita bækur. Með henni kemst Biblían fyrir á einum geisladiski og mjög auðvelt verður að fletta upp í henni. Þar getur bæði farið saman texti og hljóð. Arnþór hvetur kirkjuna til þess að hafa frumkvæði að því að hagnýta sér þessa tækni og sjá til þess að sálmabókin og Biblían verði aðgengileg. Skálholtsútgáfan hefur þegar afhent Blindrabókasafninu endurgjaldslaust eintak af nýju sálmabókinni í tölvutæku formi. Var það gert þegar nýja útgáfan af sálmabókinni var fullgerð sl. haust. En er Biblían aðgengileg blindu fólki? Jón Pálsson, framkvæmdastjóri Biblíufélagsins, greindi Víðförla frá því að væntanleg sé útgáfa á kassettum og disk- um með upplestri guðspjallanna og Postulasögunnar á veg- um HÍB. Blindrafélagið hefur unnið að þessu fyrir félagið. Fjórir biskupar lesa guðspjöllin, þeir Sigurbjörn Einars- son, Pétur Sigurgeirsson og Ólafur Skúlason, auk Karls Sig- urbjömssonar. Helga Þ. Stephensen les Postulasöguna. Jafnframt benti hann á að Biblían væri aðgengileg gegnum heimasíðu HÍB. Víðförli hafði einnig samband við Blindrabókasafnið. Fjöldi bóka á kristnum grunni er til þar, bæði í hljóðbóka- formi og á blindraletri, og veitir Blindrabókasafnið upplýs- ingar um þá titla sem til eru. Þar er blindum þjónað á ein- staklingsgrundvelli sem þýðir að blindir geta beðið um ákveðnar bækur á blindraletri. Þannig er nýbúið að búa til sálmabókina nýju á blindraletri að beiðni blinds einstak- lings og er hún því aðgengileg hjá Blindrabókasafninu. Biblfan er til bæði í hljóðbókarformi og á blindraletri. Helstu viðskiptavinir Blindrabókasafnsins eru vitanlega blindir, en einnig fólk sem af ýmsum ástæðum á erfitt með lestur vegna t.d. veikinda, aldraðir og fólk með lesblindu. Fræðsludeild kirkjunnar hefur styrkt Blindrabókasafnið í einstökum tilfellum við gerð hljóðbóka. Hvatningu Arnþórs Helgasonar er hér með komið á framfæri og væri það gott markmið að kirkjan tæki að sér í auknum mæli að sjá um að bækur á kristnum grunni yrðu blindum aðgengilegri í framtíðinni.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.