Víðförli - 01.02.2002, Qupperneq 7

Víðförli - 01.02.2002, Qupperneq 7
FEBRÚAR 2002 VÍ ÐFÖRLI 7 Pistill úr Eyjafjarðarprófastsdæmi Héðan úr Eyjafirði er allt gott að frétta. Flensur hafa geng- ið, bæði geðflensur og aðrar, en allt horfir til bóta. Sjálfur hef ég fengið snert af miðaldaþunglyndi eins og við segjum hér fyrir norðan, sem lýsir sér einna helst í því að þyngsli eru mikil um morgnana og einna mest í Laxdalshúsi, en þar er kirkjumiðstöð prófastsdæmisins. Við svo búið mátti ekki standa og fór ég á fund líflæknis míns og tjáði honum vandræði mín. Kom í ljós við skoðun að blóðþrýstingur var helsti mikill og mestur í nánd við Akureyri. Heyrðu, sagði Pétur, ég ætla að láta þig fá pillur. Þær geta haft aukaverkanir. I versta falli færðu sykursýki, í öðru lagi hjartastopp. í besta falli drepa þær þig. En þetta er sumsé allt að koma. Kollegar mínir og aðrir samstarfsmenn í firðinum sitja ekki auðum höndum og er kirkjustarf víðast með miklum blóma. Sr. Elínborg í Ólafsfirði hefur farið vel af stað og svo vel að hún er þegar búin að skila mér starfsskýrslum. Vel er og unnið í Dalvíkurprestakalli og á Dalvík er kirkjan orðin sem ný. Sr. Hulda er í stöðugum ferðum milli lands og eyjar enda prestakallið á báðum stöðum og hefur starf hennar sjaldan verið blómlegra. Sr. Solveig býr við góða kirkju- sókn í Möðruvallaklausturkirkjuprestakalli sunnudag eftir sunnudag og þar hefur vel tekist til með samstarf kirkju og skóla. Sr. Gunnlaugi gengur allt í haginn og í hans kirkju fer í hönd Alfanámskeið sem héraðspresturinn, sr. Guð- mundur Guðmundsson, mun leiða. Kvenfélagið Baldursbrá í Glerárkirkju hefur efnt til tónleika þar sem einvalalið söngvara og músíkanta mun koma fram og er það til styrktar steindum gluggum sem setja á í kirkjuna og hafa þær Baldursbrár þegar safnað nokkrum milljónum í verkefnið. Þær hinar sömu konur hafa á hverju ári efnt til spurningakeppni svona í svipuð- um stíl og Gettu betur-dæmið og þar hafa mæst vaskar sveitir og sveit presta yfirleitt möluð í fyrstu umferð ef ekki jörðuð. Var brugðið á það ráð að setja prófastinn úr liðinu, taka vígslubiskupinn sr. Sigurð Guðmundsson inn í stað- inn og eru nú prestar, þegar þetta er skrifað, „komnir f úr- slit“. Lífið í Akureyrarsöfnuði er með miklum ágætum og þar hefur nýr djákni, Ingunn Björk Jónsdóttir, unnið gott starf að barna- og unglingamálum. Þá ber þess að geta að æðru- leysismessur þær sem sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir innleiddi fyrst (og nú verður maður að gæta sín) manna hafa ræki- lega slegið í gegn. Þá er ógetið tveggja kvenna sem sett hafa mark sitt á kirkjustarf í prófastsdæminu, en það eru annars vegar VaL gerður Valgarðsdóttur, djákni á FSA, er starfað hefur þrot- laust að líknarmálum, og hins vegar Asta Garðarsdóttir sem vinnur afar gott starf í vinaþjónustu kirkjunnar í Eyja- fjarðarprófastsdæmi. Þá skal þess og getið að fræðslufulltrú' inn, sr. Gylfi Jónsson, hefur unnið ágætt starf hvað varðar kirkjulega fréttaþætti á Aksjón, sem er sjónvarpsstöð Ak- ureyringa. Prófastur mun senn fara á stjá og vísitera Möðru- vallaklausturkirkjuprestakall og senn mun og einnig pró- fastur Þingeyinga, sr. Pétur Þórarinsson, heimsækja kirkjur í Laugalandsprestakalli en orðrómur er uppi að sóknar- presturinn þar sé nokkuð tekinn að trénast. Um leið og ég sendi kveðjur mínar og minna langar mig að geta þess að fyrir nokkru var mér ekið fram hjá Stærra- Árskógskirkju og þá fló í hug mér þessi vísa: Ég stundum mæli tungum tveim og töluvert kenni til rógs. Ég er máski einn af þeim sem ei gengur heill til skógs. í Guðs friði, Hannes Örn Blandon Hjálparstarf kirkjunnar Hverjum er verið að hjálpa? Núna eru Palestínumenn að bætast í hóp þeirra sem Hjálparstarf kirkjunnar er að reyna að hjálpa. Reyna að hjálpa - því vissulega er mannréttindavakt í Palestínu ekki eins áþreifanleg aðstoð og að grafa brunn eða leysa barn úr skuldaánauð. En hjálpin getur birst í ýms- um myndum og heimamenn í Palestínu óskuðu eftir því að erlendir fulltrúar kæmu og sæju hvað væri að gerast og segðu frá því. Fulltrúar Hjálparstarfsins á mannréttindavakt í Palestínu næstu 5 mánuðina, þau Aðalsteinn Þorvaldsson og Svala Jónsdóttir, munu m.a. starfa hjá samtökunum Alternative Information Center sem leitast við að veita hlutlausar fréttir af ástandinu í Israel/Palestínu undir stjórn bæði Israelsmanns og Palestlnumanns. Pistlar frá þeim munu birtast reglulega á heimasíðu Hjálparstarfsins, www.help.is. Að flytja fréttir getur haft afdrifaríkar afleiðingar og á því sviði er Hjálparstarf kirkjunnar einnig að leggja stéttlausum á Indlandi lið. Hjálparstarfið styður fjölmiðlamiðstöð Social Action Movement samtakanna til að koma mannréttindabrotum gegn stéttlausum á framfæri við umheiminn og virkja hann til stuðnings baráttunni fyrir jafnrétti. Hér heima er Hjálparstarfið að hjálpa foreldrum geðsjúkra barna og unglinga, fólki sem ekki nær endum saman, unglingum í meðferð og endurhæfingu eftir fíkniefnaneyslu, fötluðum til að iðka tómstundir. Þau eru mörg sem þurfa aðstoð og hægt er að hjálpa til sjálfshjálpar með framlögum almennings. Mikilvægur stuðningur við starfið felst í því einu að tala um hjálp- arstarf sem kirkjan er að inna af hendi við sem flesta. Það er vitað að orð vina og kunningja móta sterklega afstöðu fólks til þess hvað það kaupir eða styrkir. Þar þarf kirkjunnar fólk að vera í fararbroddi. Anna M.Þ. Ólafsdóttir

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.