Víðförli - 01.02.2002, Page 9

Víðförli - 01.02.2002, Page 9
FEBRUAR 2002 VÍÐFÖRLI 9 Samkirkjumál í nýjum farvegi „Loksins, loksins," sagði einn þátttakenda á ársfundi sam- kirkjunefndar. „Mikið er þetta stórkostlegt, að nú skuli allt þetta fólk, sem puðar í ekumenísku starfi, hafa fengið vett- vang til að ræða mál sín,“ sagði annar. Arsfundur sam- kirkjunefndar er nýr vettvangur í kirkjunni til að ræða samstarf kirkjudeilda og kirkna. Fyrsti fundurinn var hald- inn í Skálholti 31. janúar til 1. febrúar 2002. Fundinn sóttu 25 manns. Fulltrúar þjóðkirkjunnar í erlendum kirknasam- tökum fluttu fyrirlestra um störf samtakanna og störf sín. Fólk með mikla reynslu af samkirkjustarfi flutti íhuganir og ræddi saman. Þetta efni verður allt birt á heimasíðu kirkj - unnar, kirkjan.is. Þannig geta allir sem áhuga hafa á eku- meník fylgst með. Arsfundir framtíðar skulu einnig vera opnir öllum þeim sem vilja leggja samkirkjumálum lið. Arsfundur er ein af nýjungum biskups í meðferð samkirkju- mála. Utanríkisnefnd verður samkirkjunefnd Fyrir allmörgum árum sá svonefnd utanrfkisnefnd um kirkjutengslin. Síðan tók vinnuhópur á Biskupsstofu við verkefninu í umboði biskups. En biskup hefur nú, í samráði við kirkjuráð, ákveðið nýtt vinnulag samkirkjumála og sett nýjar vinnureglur og ramma um hin ekumenísku mál. Þá hefur hann skipað nýja samkirkjunefnd þjóðkirkjunnar. Nefndin er ráðgjafarhópur biskups í þeim málum er varðar tengsl íslensku þjóðkirkjunnar við aðrar kirkjur og kirkna- samtök, bæði á Islandi og erlendis. í samkirkjunefnd þjóð- kirkjunnar eru nú: Anna M.Þ. Ólafsdóttir, Bernharður Guðmundsson, Halldór Reynisson, Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Arni Þórðarson, sem veitir nefndinni og mála- flokknum forstöðu á Biskupsstofu. Þjóðkirkjan og kirknasamtök íslenska þjóðkirkjan hefur samstarf við öll stóru kirknasam- tökin og er raunar stofnaðili þeirra. Hún hefur valið að leggja Alkirkjuráðinu, World Council of Churches, og Lútherska heimssambandinu, Lutheran World Federation, öflugt lið. Þjóðkirkjan hefur ekki átt fulltrúa í stjórn Alkirkjuráðsins, en Þorbjörn Hlynur Arnason er í stjórn LH. Þjóðkirkjan er ennfremur aðili að Kirknasambandi Evrópu, Conference of European Churches, en hefur lítt beitt sér á þeim vettvangi. Sr. Dalla Þórðardóttir hefur þó sótt tvo aðalfundi CEC. Þá hefur Porvoo'kirknasamfélagið komið við sögu síðasta áratuginn. Biskupar hafa gjarnan verið við biskupsvígslur í hinum kirkjum sambandsins. Fulltrúi þjóðkirkjunnar í samstarfsnefnd PorvoO'SamfélagS' ins nú er Sigurður Arni Þórðarson. Norræna samkirkjuráð- ið, Nordiska Ekumeniska Rádet, hefur þjónað íslendingum um margt í yfir fimmtíu ár. Nú situr Sigurður Sigurðarson í stjórn NER. Norræna kirkjulega fræðsluráðið, Nordisk Kirkelig Studierád, er enn einn samstarfsvettvangurinn. Fyrir hönd íslendinga eru í stjórn María Agústsdóttir, Gísli Jónasson og Bemharður Guðmundsson, sem er formaður. Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga Aðventistar, Hjálpræðisherinn, kaþólska kirkjan, Hvíta- sunnusöfnuðurinn og þjóðkirkjan hafa skipað fulltrúa í samstarfsnefndina. Hún hefur fyrst og fremst séð um ah þjóðlega bænaviku í janúar. Nú hafa nefndarmenn fullan hug á að meta þetta samstarf og huga að breytingum. Bisk- up hefur lýst þeirri skoðun að rétt sé að íhuga að koma málum í svipaðan farveg og tíðkast í nágrannalöndum (sjá ræðu hans á ársfundinum birt á kirkjan.is). Þar eru það kristniráð viðkomandi þjóðar sem sjá um samkirkjumál og taka á sameiginlegum verkefnum (t.d. áratug kirkna gegn ofbeldi). Samstarfsnefndin mun funda á næstunni og marka stefnu og hefur vígslubiskupinn í Skálholti sér til fulltingis í því starfi. Hann hefur beitt sér í ekumenísku samstarfi og haldið fundi forstöðumanna systurkirkna okk- ar á Islandi. Verkefni á heimasíðu kirkjunnar Á hinni nýju heimasíðu kirkjunnar er góður vettvangur til að birta efni um samkirkjumál. Þar er þegar efni frá árs- fundi samkirkjunefndar og vert er að benda á slóðina: www.kirkjan.is/biskupsstofa/Iskrifstofa/samkirkjumal. Ástæða er til að taka undir með að loksins skuli sam- kirkjumálin hafa eignast samhengi en líka ástæða til að fagna að þau eigi sér spegil á kirkjunetinu. Sigurður Árni Þórðarson, verkefnisstjóri Fyrirbænir á föstu (fráTaizé) Frammi fyrir krossi þínum áköllum vér þig, Drottinn: Drottinn, miskunna þú! Vér biðjum þig fyrir kirkju þinni hér á landi og um víða veröld. Drottinn, miskunna þú! Vér biðjum þig fyrir þjónum kirkjunnar, og öllum þeim sem bera þér vitni. Drottinn, miskunna þú! Vér biðjum þig fyrir þeim sem ekki trúa á þig, þeim sem snúið hafa baki við þér, þeim sem eru reið þér, þeim sem ekki hafa fundið þig. Drottinn, miskunna þú! Vér biðjum þig fyrir þeim sem þjást og líða, syrgja og gráta, skelfast, örvaenta, vér minnumst ... (nefnum hvert og eitt með nafni). Drottinn, miskunna þú! Vér biðjum þig fyrir föngum, fyrir einstæðingum, fátækum, fyrir flóttamönnum, þeim sem eru fórnarlömb ranglætis og kúgunar. Drottinn, miskunna þú! Vér biðjum fyrir Islandi og börnum landsins öllum. Drottinn miskunna þú! Vér biðjum fyrir oss, sem erum veik í trúnni, voninni og kærleikanum. Auk oss trú! Drottinn, miskunna þú!

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.