Víðförli - 01.02.2002, Page 12
12
VÍÐFÖRLI
21. ÁRG. 1. TBL.
„Adrenalín gegn rasisma“
Fjölmenningarlegt unglingastarf
í miðborg Reykjavíkur
Viðfangsefni þessa verkefnis er hin breytta mynd íslensks
samfélags í ljósi vaxandi fjölda nýrra íslendinga frá öllum
heimshornum. Þessar aðstæður kalla á nýtt samtal með
þjóðinni. Það samtal er þekkingarleit og sú leit er skammt
á veg komin. „Adrenalín gegn rasisma11, sem er fjölmenn-
ingarlegt unglingastarf í miðborg Reykjavíkur, er grasrótar-
starf þar sem unglingum af ólíkum uppruna er skapaður
vettvangur til umræðu um raunveruleg lífsgildi, siðferði og
framtíðarsýn.
Adrenalín'hópurinn hóf að vinna saman á síðastliðnu
ári en kemur nú saman tvisvar í mánuði á Ömmukaffi,
Austurstræti 20, þar sem haldin eru fjölmenningarkvöld.
Verkefnið er á vegum Miðborgarstarfs KFUM&.K í sam-
vinnu við Laugarneskirkju, Laugalækjarskóla, innflytj'
endadeild Austurbæjarskóla, Alþjóðahúsið, prest innflytj-
enda, félagsmiðstöðina Þróttheima o.fl.
Flópurinn hefur það að markmiði að vinna gegn for-
dómum og efla virðingu milli unglinga af ólíkum uppruna.
Unglingunum gefst tækifæri á að að vera saman á sínum
eigin forsendum þar sem þau geta tjáð sig um sitt líf og sína
menningu. Markmiðið er að þau kynnist og eigi möguleika
á að sjá það sem sameinar þau og jafnframt að bera virð-
ingu fyrir því sem er ólíkt.
Þau sem taka þátt í verkefninu eru unglingar úr innflytj-
endadeild Austurbæjarskóla, sem hingað eru komin frá
ýmsum löndum heims, og unglingar úr 9. og 10. bekk
Laugalækj arskóla.
Fjölmenningarkvöldin eru bæði til skemmtunar og
fræðslu, enda er það samdóma álit þeirra sem reynslu hafa
af starfi með innflytjendum hér á íslandi og víðar að
fræðsla sé veigamikill þáttur bæði í forvörnum og til að
vinna á þeim fordómum sem þegar hafa fest rætur. Þess
vegna mun annað kvöldið verða helgað fræðslu en hitt
skemmtun.
Fræðslan verður að mestu í höndum unglinganna
sjálfra, þar sem sú sköpunargleði og kraftur sem í þeim býr
fær að njóta sín enda eru þau sjálf besta heimildarfólkið
um eigin áhugasvið. Form fræðslunnar verður því fjölbreytt
og helgast af þeirra eigin reynsluheimi. Eftir því sem að-
stæður leyfa verður leitað eftir stuðningi utanaðkomandi
fólks sem hefur reynslu af því að fræða unglinga í þessum
aðstæðum.
Fimmtudagskvöldið 21. febrúar munum við vinna að
fræðslu með aðstoð myndasagna. Við höfum fengið til liðs
við okkur Búa Kristjánsson teiknara sem hefur í samvinnu
við Jean A. Posocco undirbúið fræðsluefni kvöldsins og
munu þeir leiða okkur inn í heim myndasögunnar, en það
má með réttu segja að það myndmál og sá heimur sem þar
er að finna henti einkar vel til að brúa það bil sem getur
verið á milli fólks sem talar ólík tungumál. Sömuleiðis
reynir vinnsla af þessu tagi á tjáningu ólíkra tilfinninga og
er farvegur fyrir ólíka reynslu.
Hitt kvöldið í mánuðinum verður skemmtikvöld þar
sem verður „tsjillað" eins og sagt er. Bryddað verður upp á
ýmsu til skemmtunar, möguleikarnir eru óþrjótandi, „the
sky is the limit“. Að auki verður síðan boðið upp á tvö
ferðalög fram til vors. Fyrst verður farið á fjölþjóðahelgi í
Vatnaskógi 8.-10. mars og í maí verður farið í „Adrenalíh'
ferð“ þar sem reynir á styrk, þor, samvinnu og létta lund.
Eygló Bjarnadóttir, verkefnisstjóri
I
Sýningu í Þjóðmenningar-
húsinu lýkur í vor
Sýningin var opnuð 17. júní árið 2000 og fjallar hún á
áhrifarlkan hátt um áhrif kristni á íslenskt þjóðlíf í þús-
und ár. Kristnihátíðarnefnd, Þjóðskjalasafn og Þjóð-
menningarhúsið höfðu samstarf um þetta viðamikla
verkefni. Sýningin er tvíþætt: Annars vegar er minnst
atburðarins er íslendingar lögbundu kristna trú á Al-
þingi árið 1000 og gætt að fýrstu áhrifum kristni á líf
fólksins f landinu fram til þess er varðveittar heimildir
komu til skjala. Hins vegar er stiklað á stóru í þúsund
ára kristnisögu íslendinga eins og hún hefur varðveist í
skjölum og heimildum og er reynt að bregða Ijósi á
þau áhrif sem kristin trú hafði á íslenskt þjóðlíf í gegn-
um aldirnar. Þar er meðal annars bent á að kirkjunni
fylgdi lestrarkunnátta og ritlist og að kirkjan varð fyrst
til að varðveita skjöl með skipulögðum hætti.
Hugað er að ýmsum þáttum, s.s. menningu og list-
um, trúarlífi og helgihaldi, eftirlitshlutverki kirkjunnar
með lífi og framferði þjóðarinnar frá vöggu til grafar,
fjallað er um kaþólsku kirkjuna og siðaskiptin árið
1550 og um lútherska tímann allt til okkar daga.
Brugðið er upp svipmyndum af mönnum og atburð-
um úr sögunni með einföldum sviðsetningum, búning-
um og munum, svo og ríkulegu myndefni af ýmsu efni
sem kemur við sögu kristni og kirkju á Islandi í þúsund
ár.
Sýningin er ógleymanleg öllum þeim sem sjá hana
og hvetur Víðförli lesendur sína til að láta hana ekki
framhjá sér fara. Hún hentar bæði börnum og fullorðn-
um!
1000 ár
Kristn