Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.11.1999, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 17.11.1999, Blaðsíða 4
Fasteignaviðskipti Aðalstræti 21 - 23 í Bolungarvík. 488 m2 verslunarhúsnæði, hæð og kjallari til sölu eða leigu. TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL Hafnarstræti 1 - ísafírði Símar: 456 3940 & 456 3244 Fax: 456 4547 - Netfang: tryggvi@snerpa.is Einbýlishús/raðhús Hafraholt 22: 144,4 m2 enda- raðhús á tveimur hæðum ásamt 22,4 m2 bílskúr. Skipti á minni eign möguleg. Ahv. ca. 2,5 m.kr. Verð 9,5 m.kr. Hjallavegur 4: 242 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Fallegt útsýni Tilboð óskast Hjallavegur 19: 242 m2 ein- býlishús á 2 hæðum ásamt inn- byggðum bflskúr. Sér íbúð á n.h. Ymis skipti möguleg. Ahv. ca. 5 m.kr. Verð 10,5 m.kr. Hlíðarvegur 31: 130 m2 ein- býlish. á2hæðumásamtbflskúr. Húsið er nær allt uppgert að utan sem innan. Mjög gott útsýni. Skipti á stærri eign möguleg Verð 10,7 m.kr. Hrannargata 10: 136,7 m2 5 herbergja íbúð á tveimur hæðum í tvíbýlishúsi ásamt eignarlóð og kjallara. Verð 5,6 m.kr. Isafjarðarvegur 4: 96,4 m2 ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt bflskúr. Húsið er að hluta upp- gert. Ahv. ca. 1,8 m.kr. Verð 6,5 m.kr. Miðtún 47: 188,9 m2 4 enda raðhús á tveimur hæðum ásamt bflskúr. Skipti á minni eign á Eyrinni koma til greina. Ahv. ca. 2 m.kr. Verð 12 m.kr. Skólavegur 1: 62,8 m2 ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt kjallara og þurrkhjalli. Áhv. ca. 1,6 m.kr. Verð 3,7 m.kr. Skólavegur 5: 106 m2 einbýlis- hús með bflskúr. Fallegur garður. Verð 5 m.kr. Stakkanes 4: 144 m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bflskúr. Skipti möguleg á íbúð á Eyrinni. Áhv. ca. 3,5 m.kr. Verð 9,9 m.kr. Urðarvegur 2: 213 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt bflskúr. Húsið er mikið uppgert og í góðu standi. Tilboð óskast Urðarvegur 64: 214 m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bflskúr. Tilboð óskast 4-6 herb. íbúðir Fjarðarstræti 14: 133,4 m2 4ra herbergja íbúð á e.h. í tvíbýlishúsi ásamt bflskúr, háalofti og hluta kjallara. Tilboð óskast Fjarðarstræti 14: 163 m2 4ra herbergja íbúð á n.h. í tví- býlishúsi ásamt geymsluskúr og hluta kjallara. Áhv. ca. 1,5 m.kr. Verð 6,2 m.kr. Fjarðarstræti 29a: 5 herb. íbúð á einni hæð ásamt risi og kjallara. Góður garður, mikið uppgert. Verð 2,8 m.kr. Pólgata5a: 127,7m25herbergja ibúð á efri hæð í þríbýlishúsi ásamt helmingi kjallara Verð 5,5 m.kr. Seljalandsvegur 67: 116,2 m2 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Ibúðin endurnýjuð að hluta. Áhv. ca. 4,2 m.kr. Verð 7,2 m.kr. Túngata 12: 98,9 m2 4ra her- bergja íbúð^ á efri hæð í þrí- býlishúsi. Áhv. ca. 3,7 m.kr. Verð 7,2 m.kr. 3ja herb. íbúðir Aðalstræti 20: 98 m2 íbúð á 2. hæð t.h. í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 4,2 m.kr. Verð 6,9 m.kr. Brunngata 12a: 68 m2 íbúð á efri hæð, að hluta undir risi, í tvíb.húsi ásamt sérgeymslu. Áhv. ca. 1,8 m.kr. Verð 2,5 m.kr. Fjarðarstræti 13: 80 m2 íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Tvö aukaherbergi, eitt f kjallara og eitt í risi. Áhv. ca. 1,5 m.kr. Verð 5,7 m.kr. Sólgata 8: 80 m2 fbúð á neðri hæð í þríbýlishúsi í góðu standi. Áhv. ca. 3 m.kr. Verð 5,8 m.kr. Stórholt 7: 74.6 m2 íbúð á 1. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 1,9 m.kr. Verð 3,5 m.kr. Stórholt 7: 74,6 m2 íbúð á 3ju hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 2 m.kr. Verð 5,3 m.kr. Stórholt 9: 80,9 m2 góð íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu og sameign. Áhv. ca. 2,4 m.kr. Verð 5,3 m.kr. Stórholt 13: 79.2 m2 íbúð á 3ju hæð til hægri í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Skoða öll tilboð. Möguieiki að taka bíl uppí. Áhv. ca. 3 m.kr. Verð 5,5 m.kr. 2ja herb. íbúðir Hlíðarvegur 18: 50 m2 íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Áhv. ca. 1,7 m.kr. Tilboð óskast Mjallargata 1: 67.9 m2 íbúð í góðu standi á 2. hæð í fjöl- býlishúsi. Áhv. ca. 3,6 m.kr. Verð 5,9 m.kr. Túngata 18: 53,4 m2 fbúð á 1. hæð í nýlega uppgerðu fjöl- býlishúsi ásamt sér geymslu. Verð 4,9 m.kr. Urðarvegur 78: 73,2 m2 íbúð á 3ju hæð f.m. í fjölb.húsi ásamt sér geymslu. Ibúðin er laus strax. Öll tilboð skoðuð. Áhv. ca. 2,7m.kr. Verð 5 m.kr. Bolungarvík Holtabrún 13: 237 m2 ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr Áhv. ca. 5,7 m.kr. Verð 9,5 m.kr. Vitastígur 9, 150 m2 uppgert parhús á tveimur hæðum. Verð 6,7 m.kr. Suðureyri Túngata 12: 140m2einbýlishús á einni hæð ásamt bflskúr. Verð 4 m.kr. A tvinnuhúsnæði Fjarðarstræti 16a og bl51,6m2 skrifstofu- verslunar- /iðnaðar- húsnæði á einni hæð. Verð 7 m.kr. Fasteignir í þessari auglýsingu eru aðeins sýnishorn af söluskránni. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni að Hafnarstræti 1, 3. hæð. Verst að ég skuli ekki geta verið með neinar stórkostlegar yfirlýsingar fyrir þig!, segir Bergljót Hall- dórsdóttir. Býst ekki við að ég breytí Island - segir Bergljót Halldórsdóttir, sem hefur tekið sæti á Alþingi í fyrsta sinn Bergljót Halldórsdóttir (Hermannssonar), grunn- skólakennari á Isaftrði, tók í síðustu viku sæti á Alþingi sem varamaður Guðjóns Arn- ars Kristjánssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Þetta er í fyrsta sinn sem Bergljót fer til starfa í þessari virðulegu stofnun. Af því tilefni sló blað- ið á þráðinn til hennar strax morguninn eftirtil að fáfyrstu tilfinningarog fyrstu viðbrögð hennar gagnvart þessari nýju reynslu. Og vissulega var létt yfir henni og gott í henni hljóðið. „Ég varð nú ekki fyrir neinni sérstakri uppljómun“, sagði hún reyndar og hló. „Hér gengur fólk að störfum sínurn eins og á öðrum vinnustöðum. En það er vissulega fróðlegt að kynnast þessu af eigin raun.“ Hlýjar móttökur - Eru einhverjar serimoníur þegar nýliði kemur á þing - einhvers konar busavígsla? „Það er einfaldlega tekið rnjög vel tekið á móti manni. Svo vel, að ég var eiginlega hissa. Ég hélt að maður þyrfti að klóra sig fram úr þessu sjálfur en það er séð um allt og hugsað fyrir öllu.“ - Þingmenn allra flokka hafa tekið þér vel, jafnvel íhald og framsókn? „Já, þeir hafa verið mjög vinsamlegir og boðið fram að- stoð eftir því sem ég þyrfti og vildi. Þetta er allt mjög nota- legt og alúðlegt." - Er ekki sérstakur þar til gerður dyravörður sem opnar aðaldyrnar virðulega og frukt- ar þegar þingmenn koma að- vífandi? „Nei, hann er bara í mót- tökunni og aðstoðar fólk ef með þarf. Ég opnaði nú bara sjálf.“ Sat uppi með þetta Samkvæmt þeim reglum sem nú gilda skulu varamenn sem fara inn á þing ekki sitja þar skemur en hálfan mánuð. Þingmenn geta því ekki kallað inn varamenn fyrir sig í einn eða tvo daga eins og áður tíðk- aðist. GuðjónArnarKristjáns- son (sem svo er nefndur í út- varpi og Mogga og þingskjöl- um en heitir einfaldlega Addi Kitta Gauj eða bara Addi hér vestra) fékk leyfi frá störfum á Alþingi vegna þings Far- manna- og fiskimannasam- bandsins, þar sem hann hafði gegnt embætti forseta síðustu sextán árin. Fyrsti varamaður hans er Pétur Bjarnason en hann hafði annað við að fást að þessu sinni. Þess vegna kom það í hlut Bergljótar að setjast á þing, en hún skipaði þriðja sætið á lista Frjáls- lyndra hér vestra. „Pétur var að fara til útlanda og þá sat ég uppi með þetta!“, segir hún. Þegar við spurðum Berg- ljótu hvernig framhaldið legð- ist í hana næsta hálfa mánuð- inn, sagði hún: „Það verður skemmtilegt að fylgjast með hvernig þetta allt fer fram og hvernigtekiðerámálum. Rík- isstjórnin er búin að vera við völd svo lengi að ráðherrarnir eru væntanlega orðnir dálítið einráðir og heimaríkir. Það er erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að koma sínu fram.“ Reynir að koma kvótamálunum að... Það nefnist jómfrúarræða, eins og kunnugt er, þegar nýr þingmaður tekur í fyrsta sinn til máls í ræðustól Alþingis. Gildir þá einu hvort um er að ræða karlmann eða fímmtán barna móður og sextugfalda ömmu. Ekki kvaðst Bergljót vita hvenær hún flytti jómfrú- arræðu sína né heldur við hvaða umræður. „Ég veit ekki hvort það verður í umræðum um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar, ef það mál verður tekið á dagskrá meðan ég verð hér.“ - Þú ætlar ekki að ræða kvótamálin...? „Ég býst nú við að ég muni reyna að koma að þeim með einhverjum hætti. Vissulega er vinnutilhögun hér mjög formleg hvað varðar fundar- sköp og annað. Ég reikna ekki með að ég geti staðið upp í miðri umræðu um fjarskipta- mál, svo dæmi sé tekið, og farið að halda ræðu um kvóta- mál. þó að ég gæti ef til vill vikið að þeim einhvern veg- inn. Auðvitað reyni ég að koma kvótamálunum að, enda eru þau meginástæðan fyrir því að ég gekk í Frjálslynda flokkinn. En ég verð bara að sjá til hver framvindan verður. Ég geri einfaldlega eins vel og ég get. Ég býst ekki við að ég breyti íslandssögunni neitt!“ - Þú ert ekkert kvíðin fyrir því að koma í ræðustól Al- þingis? „Ég hreinlega veit það ekki og hef ekki hugsað út í það. Ég reyni að hugsa bara um eitt í einu. Fyrst ætla ég að ákveða hvað ég tala um. Síðan get ég snúið mér að því að verða hrædd við að tala!“ Sverrir frændi ekki strangur - Hvernig er það með for- ystumann Frjálslyndra, Sverri Hermannsson - beitir hann frænku sína ströngum flokks- aga? „Nei!. Mér sýnist þetta allt vera mjög lýðræðislegt. Hann liðsinnir mér náttúrlega, rétt eins og aðrir. Það eru allir mjög hjálplegir. Enda er al- þingi málfundur en ekki blóð- völlur.“ - Það er ef til vill aðeins út á við og helst þegar fréttamenn eru á sveimi í kring sem mikil læti eru í mönnum á þingi... „Það væri nú óeðlilegt ef fólk væri að slást hér á göng- unum. En auðvitað þurfa að fara fram skoðanaskipti og það hvarflar að mér hvort þau séu nógu lýðræðisleg. En þetta er nú bara annar dagur- inn minn hér.“ - Er ekki annars skratti gaman að vera komin á þing í fyrsta sinn? „Ég eiginlega veit það ekki. Ég skal segja þér það þegar ég kem heim aftur!“ Þjónustustúlka og þingmaður Aftur á móti kveðst Bergljót vera ánægð með að hafa á skömmum tíma fengið nýjar og ólíkar víddir í tilveruna. „í sumar var ég þjónustustúlka inni í Reykjanesi. þannig að ég hef á sama árinu fengið prýðileg tækifæri til að auka við lífsreynsluna - að prófa í fyrsta sinn að vera bæði þjón- ustustúlka og þingmaður." - Þakka þér fyrir spjallið. „Verst að ég skuli ekki geta verið með neinar stórkostlegar yfirlýsingar fyrir þig!“ 4 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.