Bæjarins besta - 17.11.1999, Blaðsíða 5
Bæjar- og héraðsskjalasafnið á fs;
l'ó7 [!;|
- meðal annars að búnaði til að virkja sjávar-
föll til orkuframleiðslu
Jóna Símonía Bjarnadóttir, skjalavörður, Jóhann Hinriksson,forstöðumaðurSkjaIasafnsins
og Jón Páll Halldórsson, formaður Sögufélags Isfirðinga kynna sér teikningar Bárðar
skipaverkfrœðings.
Hjálmar R. Bárðarson frá
Isafirði, skipaverkfræðingur
og fyrrum skipaskoðunar-
stjóri og siglingamálastjóri,
færði í síðustu viku Bæjar-
og héraðsskjalasafninu á
Isafirði merka gjöf til varð-
veislu. Þar er um að ræða
margvíslegar verkfræði-
teikningar eftir föður hans,
Bárð G. Tómasson skipa-
verkfræðing, sem starfaði
meginhluta ævi sinnar á
ísafirði.
Flestar teikninganna eru
af bátum og skipum, sem
Bárður hannaði og smíðaði í
skipasmíðastöð sinni á Torf-
nesi á Isafirði. Ein þeirra af
m.s. Emmu, sem hann af-
henti kaupanda í Vest-
mannaeyjum árið 1919.
Emma var fyrsta planka-
byggða skipið sem Bárður
smíðaði og varð smíðalýs-
ing þess síðar grundvöllur
íslenskra reglna um smíði
tréskipa, sem hann samdi
fyrir stjórnarráðið.
Einnig má nefna teikning-
ar af „Drsunum“ frægu, sem
voru raðsmíðaðar fyrir ís-
firskar útgerðir í skipa-
smíðastöð Bárðar á Torfnesi.
Eitt þessara skipa er Sædís,
sem nú er í eigu Sjóminja—
safnsins á ísafirði. Jón Sig-
urpálsson safnstjóri hefur
hug á að láta smfða á Sæ-
dísina vélarreisn og stýris-
hús í upphaflegri mynd og
mun þá verða farið eftir
hinni upprunalegu teikningu
Bárðar.
Enn er að geta teikninga
Bárðar að fiskiskipi með
stálbönd og bita en byrðing
og þilfar úr tré. Hugmynd
hans var að slík gerð skipa
gæti orðið upphaf að smíði
stálskipa á Islandi. Skipið
var aldrei smíðað en í þessu
efni var Bárður mannsaldri á
undan samtfð sinni á Islandi.
Auk skipateikninga Bárð-
ar eru aðrar teikningar, m.a.
af íbúðarhúsinu að Túngötu
1 á Isafirði, sem hann
byggði árið 1930 fyrir sig og
fjölskyldu sína. Þá eru teikn-
ingar af bryggjum sem hann
hannaði og smíðaði. Ekki
eru ómerkastar teikningar
Bárðar að búnaði til þess að
nýta sjávarföll til orkufram-
leiðslu. Hann sendi þessa
uppfmningu til atvinnu-
málaráðuneytisins vegna
væntanlegs einkaleyfis en
ekki er kunnugt hvort hann
fékk svör frá ráðuneytinu.
Loks er að nefna, að með-
al þess sem Hjálmar færði
Bæjar- og héraðsskjala-
safninu eru ýmis gögn um
föður hans, m.a. skilríki og
fleira frá námsdvöl hans í
Englandi í fyrri heims-
styrjöldinni og störfum hans
þar að skipaverkfræði.
Bárður G. Tómasson
skipaverkfræðingur fæddist
á Hjöllum í Skötufirði árið
1885. Hann andaðist á
ísafirði árið 1961. Verulegur
hluti Arsrits Sögufélags ís-
firðinga 1992 er helgaður
Bárði, ævi hans og störfum.
Ævistarf Hjálmars sonar
hans (f. á ísafirði 1918) var
einnig á sviði skipaverk-
fræði en nú er hann þó öllu
þekktari fyrir Ijósmyndun
sem hann hefur stundað frá
æskuárum. Eftir hann hefur
komið út á ýmsum tungu-
málum fjöldi bóka um
Island og íslenska náttúru.
Meðal þeirra er stórvirkið
Vestfirðir (1993) sem hefur
að geyma aragrúa ljós-
mynda frá öllum Vest-
fjarðakjálkanum, gamalla og
nýrra, auk mikils fróðleiks í
texta.
Umdæmi ísaQarðarlögreglu árið 1998
467 teknir fvrir
of hraðan akstnr
f skýrslu Ríkislögreglu-
stjóra fyrir árið 1998 kemur
fram, að skráð brotamál eru
miklu fleiri miðað við íbúa-
fjölda í Reykjavík en á lands-
byggðinni, nema hvað um-
ferðarlagabrot varðar. Þar eru
skráð brot fleiri en í Reykja-
vík, þótt litlu muni.
Skýrslan er nákvæmlega
sundurliðuð eftir brotaflokk-
um. Ef litið er á umdæmi ísa-
fjarðarlögreglu má nefna eft-
irtaldar tölur um fjölda skráðra
brota eftir flokkum: Líkams-
meiðingar skv. 217. gr. hegn-
ingarlaga 8; líkamsárásir með
minni meiðingum 6; önnur of-
beldis- og kynferðisbrot 3;
innbrot 25; þjófnaðir 33; fjár-
dráttur (munir) 1; fjárdráttur
(peningar) 2 og önnur auðg-
unarbrot 2.
Fíkniefnabrot sem skráð
voru hjá ísafjarðarlögreglu
skiptast þannig: Dreifing og
sala 3; varsla og neysla 14;
framleiðsla 1 og ýmis fíkni-
efnabrot 5. Undir liðnum brot
gegn valdstjórninni eru skráð
2 mál er varða ofbeldi gegn
lögreg 1 u mönnum.
Ærumeiðingar eru skráðar
í tveimur tilvikum. Varðandi
ýmis brot er varða fjárréttindi
eru minni skemmdarverk
skráð í 48 tilvikum, meiri
skemmdarverk í þremur til-
vikum og nytjastuldur vélknú-
inna farartækja í fjórum til-
vikum.
Langstærsti brotaflokkur-
inn snýr að umferðarlögum:
Stöðvunarskylda ekki virt 3;
of hraður akstur 467 og öl vun
við akstur 44 tilvik.
Brot gegn áfengislögum
skiptast þannig: Olöglegur
tilbúningur áfengis 2, ölvun á
almannafæri 26 og önnur brot
á áfengislögum 12.
Auglýsingar
og áskrift
sími 456 4560
SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA
FATLAÐRA VESTFIÖRÐUM
Skammtímafjölskylda
Dreng með fötlun vantar góða fjölskyldu
tll að dveljast hjá í 2-3 sólarhringa í mánuði.
Fjölskyldanyrði verkefnaráðin hjá Svæðis-
skrifstofu málefna fatlaðra Vestfjörðum og
sinnti rekstri skammtímavistunar. Hlutverk
hennar yrði að veita umönnun, gæslu og
þjálfun þar sem það á við.
Markmið með dvölyrði markviss undirbún-
ingur fyrir flutning að heiman eða að koma
í veg fyrir dvöl á stofnun.
Allar nánari upplýsingar veita Helga eða
Hrefna á Svæðisskrifstofu, 2. hæð í Stjórn-
sýsluhúsinu ísafirði eða í síma 456 5224.
Orkubú Vestfjarða
Stakkanesi 1 • ísafirði • Sími 456 3211
Rafvirkjar!
Orkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða raf-
virkja í verkstæðisflokk Orkubúsins. Starfið
felst í alhliða fagstörfum við orkuveitukerfi
Orkubúsins, varðandi rekstur þeirra, viðhald
og nýframkvæmdir.
Vinnusvæði vinnuflokksins erallt orkuveitu-
svæði Orkubúsins og aðsetur hans er í Bol-
ungarvík.
Umsóknir um starfið sendist Orkubúi Vest-
fjarða, Stakkanesi 1, 400 ísafirði, fyrir 24.
nóvember nk.
Upplýsingarum starfiðgefaJakob Ólafsson
í síma 450 3211 og Kjartan Bjarnason í
síma 456 7349.
Upplýsingarum Orkubú Ves tfjarða má finna
á vefsíðum fyrirtækisins http://www.ov.is/
ÍSAFJARÐARBÆR
HLÍF ÍBÚÐIR ALDRAÐRA ÍSAFIRÐI
Sjúkraliði óskast til starfa í 70% starf
áþjónustudeild.
IUpplýsingar gefur forstöðumaður
Hlífar, Elín Þóra Magnúsdóttir í síma
456 4076 eða á Hlíf.
Isaflörður
Opin bók
í Edinborg
Hin árlega bókmenntavaka
Menningarmiðstöðvarinnar
Edinborgar á Isafirði, Opin
bók, verðurhaldin íEdinborg-
arhúsinu nk. laugardag og
hefst kl. 16. Að venju kemur
þar einvalalið rithöfunda til
að lesa úr nýútkomnum verk-
um sínum, frumsömdum bók-
um og þýðingum.
Þeir sem lesa úr nýútkomn-
um bókum eru Bragi Olafsson
(Hvíldardagar), Finnbogi Her-
mannsson (Hulda), Guðrún
Eva Mínervudóttir (Ljúlí
ljúlí), Rúnar Helgi Vignisson
(Ljós í ágúst eftir William
Faulkner) og Tómas R. Ein-
arsson (Afródíta eftir Isabel
Allende). Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur flytur síðan er-
indi og les úr 2. bindi ævisögu
Einars Benediktssonar.
Tómas R. Einarsson sér um
tónlistarflutningen íhléi gefst
kostur á því að kaupa kaffi og
smákökur. Allir eru velkomnir
á bókmenntavökuna.
ísafjörður
Eldri nem-
endur leika
Á tónleikum eldri nemenda
í Tónlistarskóla ísafjarðar,
sem haldnir verða í Hömrum,
hinum nýja tónleikasal nk.
sunnudag, koma fram nokkrir
þeir nemendur sem lengst eru
komnir í tónlistarnámi. Leikið
verður á ýmis hljóðfæri, svo
sem píanó, harmóniku, blást-
urshljóðfæri, fiðlu og gítar.
Undirleik með nemendum
annast kennarar skólans.
Dagskráin er mjög fjöl-
breytt og aðgengileg. Flutt
verða m.a. verk eftir Bach,
Scarlatti og Jón Leifs og einn-
ig verk í léttari kantinum. Að-
gangur að tónleikunum, sem
hefjast kl. 17 á sunnudaginn,
21. nóvember, er ókeypis og
öllum heimill.
ísafjörður
Mikil ölvun
ungmenna
Mjög mikið bar á ölvun
ungmenna á Isafirði um helg-
ina, að sögn Önundar Jóns-
sonar yfirlögregluþjóns. Að
vísu voru margir tugir fram-
haldsskólanema að sunnan í
heimsókn á Isafirði um helg-
ina en það voru alls ekki gest-
irnir sem voru til vandræða,
að sögn Önundar, heldur var
þar um ísfirsk og bolvísk ung-
menni að ræða.
Meðal annars nefndi hann
sérstaklega bræður tvo ís-
firska sem voru mjög ölvaðir
í bænum og lentu í slagsmál-
um og þegar lögreglan ætlaði
að stía þeim í sundur beit ann-
ar þeirra lögreglumann í hönd-
ina. Mikið var tekið af áfengi
af ungmennum um helgina.
MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 5