Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.11.1999, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 17.11.1999, Blaðsíða 3
Afmæli í Holti í Þess var minnst í kirkjunni í Holti í Önundarfirði sl. sunnudag, að 130 ár eru liðin frá því að núverandi kirkja var reist á þessu fornfræga höfuðbóli og kirkjustað. Með- al gesta var sr. Sigurður Sig- urðarson, vígslubiskup í Skál- holtsstifti. Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur í Holti, flutti ágrip af sögu staðarins og kirkjunnar og verður hér stuðst við samantekt hans. Talið er að kirkja hafi verið reist í Holti fljótlega eftir lög- töku kristni á Islandi um árið 1000. I kaþólskum sið var Holtskirkja helguð heilögum Lárentíusi. Holt í Önundarfirði var um aldir eitt tekjumesta og eftir- sóttasta brauð landsins. Bæj- arstæðið er á hæð nær miðju eins mesta undirlendis Isa- fjarðarsýslu og sér þaðan til allra bæja í Holtssókn utan Efstabóls í Korpudal, sem nú er í eyði. Núverandi kirkja, sem snýr rétt við áttum, er upphaflega timburhús, reist árið 1869 að frumkvæði sr. Stefáns Step- hensens, sem var prestur og prófastur í Holti 1855-1884. Árið 1937 voru byggðir utan um kirkjuna steinsteyptir veggir og nokkru síðar var steypt í hana gólf og það klætt með timbri. Árið 1969, á hundrað ára afmælinu, var byggð forkirkja úr timbri með steyptu gólfi. í Holti fæddist árið 1605 Brynjólfur Sveinsson, sem var biskup í Skálholti 1639-1674, einnmesturhöfðingi íslenskr- ar kirkju í lútherskum sið, mikill lærdómsmaðurog safn- ari fornra handrita. Hann gaf Danakonungi Flateyjarbók, sem Danir skiluðu síðan Is- lendingum aftur árið 1971. Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti og sr. Gunnar Björnsson íHoltifyriraltari íHoltskirkju sl. sunnu- dag. Þegar liðin voru 300 ár frá honumminnisvarðaáhólnum andláti Brynjólfs árið 1975 norðan kirkju og kirkjugarðs reistu Lionsmenn á Flateyri í Holti. Vinnueftirlit ríkisins ísafirði Námskeið Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði, sem frestað var í október sl., verðurhaldið í Sigurðarbúð (húsiSVFÍ á ísa- firði) dagana 24. og 25. nóvember 1999. Miðvikudaginn 24. nóvember kl. 09-16. Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 09-16. Verð kr. 12.000 pr. mann. Upplýsingar og skráning í síma 456 4464 milli kl. 08:00-12:00 og í síma 567 2500 milli kl. 08:30-16:00. Vinnueftirlit ríkisins, ísafirði. Bílatangi hf. Suðurgötu 9, ísafirði, sími 456 3800 Nú hefur nýtt fyrirtæki veríð opnað sem sérhæfir sig í tölvuviðgerðum og sölu á öllu sem tilheyrir tölvum. Þú hringir og við mætum. Við komum einnig heim og kenn- um þér undirstöðuatriðin á Internetinu, sé þess óskað. Síminn er 867 4384. Seljum allt sem viökemur tölvum! Setjum upp Internet og e-mail! Stækkum gamlar tölvur. Gerum við tölvur. Aðstoðum við Internetió og tölvuna! P.s. Hafðu samband og kynntu þér málin. Við erum við símann allan sólarhringinn! Vikan framundan 17. nóvember Þennan dag árið 1913 birtust fyrstu íslensku fréttamynd- irnar í Morgunblaðinu. Þetta voru dúkristur sem voru gerðar vegna morðmáls í Dúkskoti í Reykjavík. 18. nóvember Þennan dag árið 1920 lést Matthías Jochumsson skáld og prestur, rúmlega 85 ára. Hann hefur verið talinn eitt mesta skáld rómantísku stefnunnar á íslandi. Matt- hías orti m.a. þjóðsönginn Ó Guð vors lands og samdi leikrit, t.d. Útilegumennina, en það var síðar nefnt Skugga-Sveinn. 19. nóvember Þennan dag árið 1974 hvarf Geirfmnur Einarsson í Keflavík. Þar með hófst rannsókn umfangsmesta sakamáls síðari tíma. f febrúar 1977 lágu fyrir játn- ingar þriggja manna um að þeir hefðu orðið Geirfinni að bana. Dómur yfir þeim og tveimur öðrum var kveðinn upp í febrúar 1980. 20. nóvember Þennan dag árið 1993 fór fram atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga. Þeim hefði getað fækkað úr 196 í 43 en aðeins ein tillaga af 32 var samþykkt. 21. nóvember Þennan dag árið 1984 voru kynntar niðurstöður könn- unar Hagvangs á gildismati og mannlegum viðhorfum. Þær sýndu að fslendingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi, mjög trúhneigðir og stoltir af þjóðemi sínu. 22. nóvember Þennan dag árið 1907 voru Vegalög samþykkt. Þá var ákveðið að hér á landi skyldi vera vinstri umferð. Það var einkum gert vegna ríðandi kvenfólks sem notaði söðla og sat með báða fætur á vinstri síðu hestsins. Ekki var skipt í hægri umferð fyrr en 26. maí 1968. 23. nóvember Þennan dag árið 1939 var fyrsta orrusta herskipa í seinni heimsstyrjöldinni háð undan suðausturströnd ís- lands. Þýsku skipin Scharn- horst og Gneisenau sökktu breska skipinu Rawalpindi. Um 270 menn fómst en 23 var bjargað. Áii'wlgfíÉnlHiiÍffiHnMraTÍi Auglýsingar og áskrift sími 456 4560 v MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 3

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.