Víðförli - 01.11.2005, Side 2

Víðförli - 01.11.2005, Side 2
2 VÍÐFÖRLI 24. ÁRG. 3. TBL. Helgihald heimilanna á aðventu Aðventan eða jóla- fastan er í hugum okkar undirbúnings- tími fyrir jólahátíðina. Mikill tími fer í hinn ytri undirbúning fyrir hið ytra jólahald. Ekki þarf að segja lesend- um þessa pistils að einnig sé nauðsyn- legt að undirbúa hið innra jólahald, og þar með að búa sig undir að mæta kjarna há- tíðarinnar í heilagri messu á jólum. Helgihaldið í kirkjunni lifir og nærist af helgihaldi heimilisins. Helgihald heimilanna er hinsvegar víðast hvar bundið við bænastund við barnarúm. Þegar barnið stækkar er hætta á að þessar stundir hverfi einnig. Aðventan er góður tími til að hefja aftur bænahald á heimilinu, eða til þess að auka við þær bænastundir sem fyrir eru. Hér fylgja því nokkrar ábendingar um það hvernig þessu helgihaldi gæti verið háttað. Tilefni og tækifæri til helgistunda á aöventu: Á jólaföstunni eru einkum tvö atriði tengd þeim tíma sér- staklega sem sjálfsagt er að tengja bænahaldi heimilanna. Þetta eru aðventukransinn, og söfnun Hjálparstarfs kirkj- unnar. Þar sem enn eru börn á heimilinu getur helgihaldið á aðventunni verið tvíþætt: Kvöldbænin við rúmið og bænagjörð við aðventukransinn. Sjálfsagt er að vanda sér- staklega til kvöldbænarinnar og tengja hana einnig að- ventunni: Dvelja örlitlu lengur við rúm eða vöggu, kveikja á kerti við rúmið meðan kvöldbænirnar eru lesnar. Ef lesin er (eða sögð) saga fyrir svefninn þá gerum við þann mun á að kveikja ekki á kertinu fyrr en kemur að bænastundinni. Auk þess að minnast fjölskyldunnar, ættingja og vina, sjúkra og einmana og þurfandi, takið þá áhersluefni söfnunar Hjálparstarfsins og gerið þau að fyrirbænarefni. Aðventukransinn gefur sérstakt tilefni til helgihalds, - og þótt hann væri ekki, er hægt að kveikja á kerti á sunnu- dögum aðventunnar og hafa stutta helgistund. Þar sem börn eru á heimilinu, veljið þá stundina vandlega, og haldið ykkur við sömu stund alla sunnudagana. Reynið ekki að skapa spennu á milli helgistundarinnar og sjónvarpsefnis. Veljið stund þegar hvort sem er er slökkt á sjónvarpinu. Hugsanlegt er að tengja hana aðalmáltíð dagsins. Tillögur að helgihald á aðventu er að finna undir kirkjustarf á vefnum www.kirkjan.is og í Bænabók eftir Karl Sigurbjörnsson biskup sem Skálholtsútgáfan gaf út 1992. Kristján Valur Ingólfsson Menningardagur í kirkjum á Suðurnesjum Árviss menningardagur í kirkjum á Suðurnesjum var hald- inn 23. október og sóttu um 1200 manns atburðina í átta kirkjum Suðurnesjamanna. Dagskráin var mjög fjölbreytt og var víðast fullt út úr dyrum. Megas fyllti Hvalsneskirkju upp í rjáfur þegar hann söng til séra Hallgríms Péturssonar Passíusálmana og fleiri lög sín sem tengjast kveðskap Hallgríms. Syðri-ár flokkurinn spilaði með Megasi og var hreint frábær stemming á þess- um tónleikum. Séra Gunnar Kristjánsson flutti mjög gott erindi um Hallgrím áður en tónleikarnir byrjuðu. Karlakór Keflavíkur söng rammíslensk sjómannalög eins og Stjána Bláa í Útskálum fyrir troðfullri kirkju en þar hélt prófessor Gísli Gunnarsson erindi um sjómenn „Feigum verður forðað.“ Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar sungu í Ytri Njarð- víkurkirkju og er það ekki í fyrsta sinn sem Guðrún syngur lögin hennar Ellýjar Vilhjálms en með henni söng Friðrik Ómar lögin hans Vilhjálms og voru um 300 manns í kirkjunni. Barnakór Akurskóla í Innri-Njarðvík söng sig inn í hjörtu kirkjugesta í kirkjunni í Innri-Njarðvík en þar var einnig fyrirlestur Guðmundar Inga Leifssonar skólastjóra um fyrrum rektor Skálholtsskóla Jón Þorkelsson en hann ánafnaði íslenskum börnum eftir sinn dag milli 200-300 milljónum króna á núvirði. Á fyrirlestri í Kirkjuvogskirkju um landnám á Reykjanesi kom fram að sennilega hefur Reykjanesið verið numið um 871 ef miðað er við kolefnisrannsókn sem tekin hafa verið úr grunni húsarústa sem hafa verið grafin upp í Höfnum. Dagskrá um Sigvalda Kaldalóns fyllti kirkjuna í Grinda- vík og var þar mjög fjölbreytt dagskrá flutt af grindvískum listamönnum. í Keflavíkurkirkju flutti Hákon Leifsson erindi um kórtónlist á íslandi. Töluverður hópur fólks fór í fleiri en eina kirkju og mátti sjá andlit sem voru í öllum kirkjunum átta. Þetta kirkjurallí stóð frá kl. 10 um morguninn og endaði í Grindavík nú sem fyrr þar sem Kristján Pálsson formaður undirbúnings- nefndar sleit menningardeginum þegar klukkan var gengin í 10 um kvöldið. Kristján Pálsson

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.