Víðförli - 01.11.2005, Síða 3
NÓVEMBER 2005
V í Ð F Ö R L I
3
Frá Hjálparstarfinu:
Gengur eitthvað á?
Það er víst áreiðanlegt að það gengur mikið á þessar vik-
urnar. Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar
er nýlokið og Eþíóparnir sem heimsóttu þau að tygja sig til
heimferðar. Ekki var annað hægt en að gera átak í
söfnunarmálum fyrir Pakistan. í viku auglýstum við grimmt
söfnunarnúmerið 907 2002. Keppt er við tímann og við
verðum að gera betur. Við erum í góðri aðstöðu til að koma
fjármunum til skila. Hjálparstarf norsku kirkjunnar hefur
starfað í 20 ár í Pakistan og World Church Service hefur
verið það við þróunar- og hjálparstörf frá 1947. Öll erum
við aðilar að ACT - Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, og þannig
búum við yfir allri þeirri reynslu og þekkingu sem nauð-
synleg er til að koma fólki í neyð til hjálpar. Söfnunarféð fer
óskert og rakleitt á áfangastað, SPRON sýndi stuðning í
verki og borgaði allar auglýsingar. Og svo koma jólin.
Glitrandi vatn
Það er núna sem þú kemst að því hvort þú ert fastheldinn
á gamalt, kannski frekar nægjusamur, opinn fyrir nýjungum
eða spennufíkill. Með gíróseðlinum um mánaðamótin kemur
ekki baukur eins og síðan þú líklega manst eftir þér,
heldur..glitrandi vatnsdropi! Þessi jól söfnum við fyrir
vatni í Afríku. Dropann er upplagt að hengja í gluggann eða
á jólatréð og láta hann minna sig á allt það góða sem við
njótum hér - og allt það góða sem við getum veitt öðrum.
Sá sem greiðir jólagíróseðilinn frá kirkjunni getur eignast
1/50 hlut í brunni sem getur dugað allt að 1000 manns í
áratugi. Já, það þarf ekki nema u.þ.b. 50 manns til að
kostaeinn brunn. Og þar með betri heilsu, meiri starfsorku,
nanum
Afrlku
vantar vatn
Skrúfum frá
Söfnunarféð rennur til þeirra
Það er vlða nóg til af vatni I Afrftu - vandinn er að ná þvl.
I Afrftu gufar vatn fljðtt upp af yfirborðinu eða slgur ofan I þurran
^rðvegna En þegar grafið er i jarðlögin og komið nAjr að grunnvatn
sprettur fram hremt og gott vata Svona brunnur er um metri i
þvetmál, stundwn rugir metra að djpt og fóðraður steyptum Imngum
Dæfa knýr vatnið upp á yfrtorðið. Steypt k* og girðing í knng kemur
f veg fyrir að óhreiniiKfi og bakterfur meng vatnið.
Hjálparstarf
yliy kirkjunnar
tíma til að fara í skóla, til að sinna börnum og búi og betri
afkoma. Hefði Winston Churchill lifað hefði hann e.t.v. geta
endurtekið sín fleygu ummæli úr heimsstyrkjöldinni, að
aldrei fyrr hefðu jafn margir átt jafn fáum, jafn mikið að
þakka. Vatn er lífsnauðsynlegt. Það er auk þess sjaldan
hægt að fá jafn verðmæta jólagjöf á jafn góðu verði. Kirkj-
urnar fá áfram bauka í barnastarfið og öllum sem vilja send-
um við bauk.
Það skiptir máli að minna á söfnunina
Hvettu vini þína til að slá saman í brunn með þér. Prestar,
hvetjið kirkjugesti allan desember til að taka þátt í
jólasöfnuninni. Það munar gríðarlega miklu að kirkjufólk
sameinist um sitt hjálparstarf. Það skilar sér, ber árangur,
gleður og gefur von. Það er treyst á okkur hér. Leggjum
okkar af mörkum til þess að jólasöfnunin gangi vel.
Anna M. Þ. Ólafsdóttir
Samkirkjuleg bænavika 2006
Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika verður haldin dagana
22. - 29 janúar 2006. Bænavikan er haldin árlega um þetta
leyti og er þá beðið fyrir einingu kristinna manna um heim
allan. Það er Alkirkjuráðið (World Council of Churches)
sem stendur að baki vikunnar um allan heim ásamt
kaþólsku kirkjunni og bænarefni vikunnar kemur jafnan frá
einhverjum aðildarkirkna. Að þessu sinni kemur það frá
írlandi og var samið af fulltrúum frá rétttrúnaðarkirkju,
lútherskri kirkju, presbyterian kirkju, meþódistakirkju,
anglikönsku kirkjunni og kaþólsku kirkjunni.
Yfirskrift vikunnar er „Hvar sem tveir eða þrír eru saman
komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra“.
Hægt verður að nálgast alla ritningarlestra og stuttar
hugleiðingar á vef þjóðkirkjunnar, www.kirkjan.is, í janúar
2006.
Bænavikan hefur verið haldin árlega hér á landi frá
árinu 1968. Undirbúningur bænavikunnar hérlendis er í
höndum samstarfsnefndar kristinna trúfélaga. Aðild að
nefndinni eiga: Aðventistar, Fríkirkjan Vegurinn, Hvíta-
sunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, (slenska Kristkirkjan,
Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan.
Bænavikan hefst með útvarpsguðsþjónustu þann 22.
janúar. Þá viku verða haldnar bænastundir og sam-
komur bæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land,
þar sem trúfélög sameinast um helgihald. Verður bæði
um að ræða hádegisbænir og kvöldsamkomur. Dag-
skráin verður kynnt í fjölmiðlum og á www.kirkjan.is