Víðförli - 01.11.2005, Side 4
4
24. ÁRG. 3. TBL.
VÍÐFÖRLI
Fer ekki örugglega einhver
fullorðinn með ykkur?
Hvernig er að hverfa úr asa Kirkjudaga og öflugu æsku-
lýðsstarfi höfuðborgarsvæðisins í sveitakyrrð á Barða-
strönd? Hvernig líður ungum, nývígðum presti þegarfyrstu
jólin nálgast. Sjöfn Þór var vígð í september til Reykhóla-
prestakalls. Við fengum hana til að deila með okkur hugs-
unum sínum.
Stór ákvörðun
Það var nokkuð stór ákvörðun að sækja um brauð úti á
landi. Á meðan ég var í guðfræðideildinni hafði ég alltaf
ætlað mér að verða prestur þar sem mín væri þörf en
þegar ég hóf störf sem fræðslufulltrúi hjá Kjalarness-
prófastsdæmi að námi loknu breyttust hugmyndirnar
talsvert. Ég var í stjórn Ecumenical Youth Council in Europe
sem breytti líka áhugasviði mínu töluvert. Hugurinn var
farinn að stefna til útlanda, jafnvel til frekara náms. Ég vann
mikið við æskulýðsmál og fannst þau skemmtileg blanda
með evrópska samkirkjustarfinu.
Þegar Reykhólar voru svo auglýstir vöknuðu blendnar
tilfinningar hjá mér. Mig langaði til þess að fást við prest-
starfið í heild sinni og ég sá líka fyrir mér margar jákvæðar
breytingar fyrir litla fjölskyldu.
Það er yndislegt að búa á Reykhólum. Ég vissi svo sem
alveg að hverju ég gekk, ég er alin upp úti á landi og hef
alltaf kunnað betur við taktinn á landsbyggðinni. Mér
bregður stundum við þegar ég er á síðasta snúningi með
eitthvað að geta ekki bara farið og reddað því strax með
því að skjótast í búð og ég sakna svolítið félagsskaparins
við leiðtogana sem ég starfaði mikið og náið með. Kostirnir
við að búa hér eru þó vafalítið mun fleiri en að búa á höfuð-
borgarsvæðinu. Ég hef greiðan aðgang að börnum og
foreldrum þeirra í gegn um skólann og hið daglega líf.
Nándin við sóknarbörnin er mikil og það kann ég afar vel
við. Fólkið í sókninni er einnig greiðasamt og hjálplegt og
hefur jákvætt viðmót. Auðvitað spilar líka inn í að ég hef
gott húsnæði og get unnið mikið heima.
Fimm hópar í viku í barna- og æskulýðsstarfi
Það sem ég hef einna helst verið að einbeita mér að síðan
ég kom hingað er að koma barna- og æskulýðsstarfi og
starfi fyrir eldri borgara í gang. Eftir áramótin stefni ég svo
á að setja af stað námskeið fyrir fullorðna. Enginn organisti
er í prestakallinu og gerir það starfið ögn erfiðara en fólk
hefur tekið því vel að ég sé bara með gítarinn með mér. En
það hefur komið mér á óvart hversu vel fólk tekur hug-
myndum mínum og þeim breytingum sem ég hef stungið
upp á.
Barna og æskulýðsstarfið gengur vonum framar. Oftar
en ekki er full mæting hjá mér í allt starf, en ég er með fimm
hópa í viku. Það þýðir að ég næ til allra barna í sókninni í
hverri einustu viku og ég er mjög ánægð með það. Það er
Sjöfn t.h. og undirbúningshópur fyrir Kirkjudaga íjúní
2005
svolítill munur að þekkja börnin betur en bara með nafni,
það er gott að vita hvar þau eiga heima og hverjir foreldrar
þeirra eru því þá get ég haft samband beint við foreldrana
ef eitthvað á að gera sem er óvenjulegt.
Jólaundirbúningurinn er kominn á fullt. Það er að mörgu
að huga þegar sinna þarf sjö sóknum og ég býst við því að
ég verði frekar upptekin yfir jólin, en það verður bara
gaman.
Fer ekki einhver fullorðinn með ykkur?
Það er skemmtilegt að segja frá því að lokum að það er
ekki alltaf heppilegt að líta út fyrir að vera yngri en maður
er. Ég er svo sem ekkert gömul en um daginn var ég á
dvalarheimilinu að segja frá því að ég væri á leiðinni á
Landsmót æskulýðsfélaga. Fólkinu fannst þetta merkilegt
og ég sagði þeim frá því að það væri von á meira en 300
unglingum og að ég ætlaði að fara með 15 unglinga með
mér. Þá sagði einn dvalarheimilismannanna: „Fer ekki
örugglega einhver fullorðinn með ykkur?“ Ég tók þessu nú
ekkert illa og gat alveg hlegið að þessu en hef sannarlega
reynt að verða fullorðinslegri þó ekki nema væri í klæða-
burði á dvalarheimilinu.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá líður mér vel hérna í
sveitinni. Hér er meira en nóg að starfa og hér er gott að
vera.